Dregið í Evrópu: Toulouse mótherjar Liverpool

Það var dregið í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í morgun og Liverpool lentu gegn franska liðinu Toulouse. Toulouse lenti í þriðja sæti frönsku efstu deildarinnar í vor, á eftir meisturum Lyon og Auxerre, en þetta er í fyrsta skiptið sem þeir komast í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Ég veit svo sem ekki mikið meira um þetta Toulouse-lið. Þeir eru með góðan framherja, Johan Elmander sem ég hef séð spila með sænska landsliðinu og þekki því ágætlega, en annars hef ég aldrei séð Toulouse spila. Það á enn eftir að staðfesta hvort fyrri leikurinn er heima eða úti (vonandi), en það er ljóst að þótt okkar menn séu sigurstranglegri í þessu einvígi er lið sem nær þriðja sæti í frönsku deildinni ekkert lamb að leika sér við.

10 Comments

  1. held að það sé þannig að liðin sem eru dregin á undan fá fyrri leik heima

  2. Auðvitað hefðum við getað verið heppnari með mótherja, en ef við getum ekki unnið þetta Toulouse lið, þá höfum við bara ekkert að gera í Meistaradeildina.

  3. Ég held að við getum verið sæmilega sáttir við þessa andstæðinga. Að mínu mati erum við heppnari en t.d. Arsenal eða Celtic, sem þurfa að keppa við erfið lið frá A-Evrópu. Þá finnst mér það líka kostur að þurfa ekki að fara í langt ferðalag fyrir leikinn á móti Chelsea.

  4. Marseille lentu í öðru sæti, ekki Auxerre. Sá einn deildarleik með þeim í vetur, man alls ekki gegn hverjum. Þetta er ágætt lið en alls ekki í sama klassa og Liverpool. Útileikurinn gæti orðið erfiður því mér skilst að þeir eigi sjóðheita aðdáendur.

  5. Þess ber nú að geta að Liverpool hefur nær oftast gengið illa gegn frönskum liðum, sérstaklega ef við eigum fyrirfram að vera sterkara liðið.
    Það virðist eitthvað í þessum tæknilega og afslappaða franska bolta sem fer illa í enska leikmenn. Sama gildir um portúgölsk lið.

    Samt spái ég nú að við vinnum útileikinn og sá síðari verði bara formsatriði.

  6. Tek undir sem Benni Jón segir.
    Þetta er góður leikur til þess að sjá hvort við eigum erindi í keppnina í ár og við að sjálfsögðu eigum að kenna þessum Toulouse mönnum “how too lose”.

  7. það er alveg hægt að tapa þessu sér staklega þar sem liðið er frekar óslípað og oft illa fyrir kallaðir á haustin

  8. Toulouse er sýnd veiði en ekki gefin. Ég er alltaf með hjartað í buxunum fyrir þessa leiki í 3.umferð undankeppninnar enda hefur Liverpool alltaf strögglað í þeim leikjum.

    En ef Toulouse eru eitthvað svipaðir að styrkleika og Bordeaux þá hef ég ekki stórar áhyggjur, enda vann Liverpool það lið sannfærandi á síðustu leiktíð. En franska deildin byrjar fyrr en sú enska, í dag nánar tiltekið, og Liverpool virðist aldrei byrja að spila fótbolta fyrr en í október – Og það er stóra áhyggjuefnið fyrir þessa leiki!

Leto orðinn löglegur

L’pool – Shanghai Shenhua: 2-0 (uppfært)