Macca: Liverpool eru glataðir!!!

Í Bandaríkjunum hefur ákveðinn frasi rutt sér rúms meðal fólks síðustu mánuðina. Þessi frasi er “Oh Don Piano”, og notar fólk hann yfirleitt til að lýsa mjög ákveðnu fyrirbæri. Frasinn er kominn frá myndbandi sem einhver sendi inní svona home-videos sjónvarpsþátt þar sem köttur mjálmar eitthvað út í loftið og viðkomandi þykist vita að kötturinn geti talað (sjá YouTube-myndband). Með öðrum orðum, þá bendir frasinn “Oh Don Piano” til þess að manneskja sé að sjá eitthvað þar sem er í rauninni ekkert.

Gott dæmi um “Oh Don Piano”-fréttamennsku er flutningur fréttamanna í Englandi af ummælum Steve McManaman í gær. Hann var spurður um möguleika Liverpool á að vinna deildina í vetur og hann svaraði því af hreinskilni. Niðurstaðan var sú að blöðin birtu eftirfarandi fyrirsagnir:

Vá. Þvílíkar fyrirsagnir. Hann hlýtur að hafa sagt eitthvað virkilega umdeilt, ekki satt? Eitthvað eins og t.d. að þrátt fyrir eyðsluna sé Rafa enn ekki nógu góður stjóri til að vinna deildina, eða að Liverpool-liðið sé vonlaust og einhæft, eða eitthvað í þá áttina. Ekki satt? Ég meina, hvaða máli skiptir það hvað einum manni finnst? Hvaða þörf er á því að birta hans álit í sér frétt, þótt sá maður heiti Steve McManaman?

Við skulum skoða hvað nákvæmlega hann sagði:

“I think we’re talking about the top four or five now Tottenham have spent a lot of money. But I still think it will be very difficult to dislodge Man United and Chelsea – as much as everybody else has gone out and spent, they’ve spent too.

The spending hasn’t stopped really, they’ve just been buying more players and, the fact there was 21 points between Manchester United and Liverpool last year, it’s a big gap. After spending money Liverpool fans will definitely expect. The Holy Grail for Liverpool fans is the Premiership – for the other big teams it seems to be the Champions League.”

Bíddu, er þetta allt og sumt? Liverpool hafa eytt peningum og því gera aðdáendurnir kröfur, en þetta verður samt erfitt af því að hin liðin hafa líka eytt pening og af því að bilið í fyrra var mikið? Er það allt og sumt sem hann sagði? Eru þetta orðin sem hann notaði til að “blast”-a Liverpool? Til að ráðast harkalega að liðinu?

Oh don piano.

14 Comments

  1. Já, þetta er gott dæmi um hvernig blöðin á Bretlandi virka. Allt gert til að fá menn til að líta á fréttina og því eru fyrirsagnirnar alveg hreint út úr kú miðað við innihaldið.

    Steve McMananman er einnig langt frá því að teljast til Liverpool Legend í mínum huga, er meira að segja hálfgerð andhverfa þess hugtaks.

    Ef maður ræðir samt innihald viðtalsins hjá honum, þá var það sérstaklega eitt sem mér fannst hálf furðulegt, og það er einmitt atriði sem ég hef mér ætlað að ræða lengi. Menn tala um að 21 stigs munur á Man U og Liverpool á síðasta tímabili sé eitthvað sem sé afar erfitt að brúa. Vita menn ekki að þetta hefur verið núllað núna? Vissu menn ekki að á einu tímabili (því síðasta) þá náðu Man U að “auka” bilið um heil 20 stig? Er það bara hægt í aðra áttina? Þá keyptu þeir eitt stykki leikmann, og það leikmann sem að mínum dómi er langt frá því að vera í hæsta klassa.

    Nei, hlusta ekki á svoleiðis crap. Ég er ekki að segja að Liverpool muni fara núna og taka dolluna. Það veit enginn hvernig tímabilið muni þróast, en það er alveg á tæru að liðin byrja með jafn mörg (fá) stig núna í upphafi móts og svo er það bara hvernig þetta fer af stað.

    All in all, fáránlegar fyrirsagnir, en einnig “non Liverpool ‘Legend'” að tjá sig á afar furðulegan hátt.

  2. Varðandi muninn sem var á liðunum í enda seinustu leiktíðar þá verður að skoða það í réttu samhengi. Liverpool tapaði allmörgum stigum í seinustu leikjum leiktíðarinnar vegna þess að menn höfðu ekkert að vinna fyrir og voru að undirbúa sig fyrir CL úrslitaleikinn.

  3. þetta er náttúrulega bara gert til að selja blöðin sín, enginn annar tilgangur ef að gerrard myndi segja að pennant geti orðið einn af bestu könturunum í deildinni myndu fyrirsagnirnar verða svo á lítandi: Gerrard: Pennant should do better, Gerrard worried about pennants form eða eitthvað álíka

  4. ótengt þessu að þá var ég að skoða manutd.is og rakst í þetta í tvennt:

    1.
    Ferguson hefur einnig sent forráðamönnum Liverpool tóninn og ásakað þá um „tækifærismennsku.“
    Hann er leikmaður okkar – ekki Liverpool, þó þeir hagi sér þannig. Það eru tvö ár eftir af samningi hans og síðan getur hann farið. Forráðamenn Liverpool eru tækifærissinnar – eins og við hin. Umboðsmaðurinn hans hefur augljóslega bent þeim á ákveðna leið sem þeir hafa skorað. Ég myndi gera slíkt hið sama ef umboðsmaður kæmi til mín með bréf þar sem kæmi fram að ég gæti fengið Steven Gerrard fyrir ákveðna upphæð.“

    2.
    Sir Alex Ferguson hefur þegar lýst þeirri skoðun sinni að Tevez sé leikmaður United. „Við höfum unnið okkar vinnu, Maurice Watkins (lögfræðingur United) hefur unnið myrkranna á milli undanfarna tvo mánuði. Okkur dettur ekki til hugar að hætta við úr þessu. Við lítum á hann sem okkar leikmann og við vonum að það verði staðfest á næstu dögum.“

  5. Hverjum er ekki sama um bandarískar málvenjur! Liverpool er ekki í MSA, NBA eða hvað hún nú heitir.

  6. Dagur: og Man utd tapaði líka mörgum stigum í seinustu umferðunum eftir að þeir tryggðu sér titilinn

  7. Alltaf finnst mér einkennilegt þegar lið eru afsökuð fyrir slakan árangur (eða stigamun) með þeim rökum að þau hafi ekki að neinu að keppa eða eru að undirbúa sig fyrir Meistaradeildina. Þetta sýnist mér a.m.k. Dagur vera að gefa til kynna. Held að þessir menn séu nú á svimandi háum launum og ef metnaður til að vinna leiki er ekki til staðar, sama hvar á tímabilinu það er statt, þá er eitthvað að. Auk þess er t.d. Liverpool með stóran leikmannahóp þannig að það er bara lélegt að skýla sér á bak við þessi rök.
    Slaka menn betur á ef þeir tapa á móti Wigan 2-0 heldur en ef þeir vinna 2-0? Verðum að gera kröfu á sigur hvar sem við erum á tímabilinu.
    Skil það samt frekar ef lið er búið að tryggja sér titilinn að það æsi sig ekki eins mikið þó það tapi stigum ef það er t.d. að fara spila mikilvægan leik stuttu eftir. Ekki samt svo að skilja að ég myndi sætta mig við svoleiðis hugsunargang.

  8. Ok BigGun, þú skilur það frekar ef lið er búið að tryggja sér titilinn að það æsi sig ekki eins mikið þó það tapi stigum ef það er t.d. að fara að spila mikilvægan leik stuttu eftir. En hvað með ef lið getur ekkert hreyft sig upp eða niður um sæti og er að fara að spila úrslitaleik í Meistaradeildinni stuttu á eftir? Á þetta bara við ef lið hefur tryggt sér titilinn?

    Alveg sammála því að menn eiga að koma með réttan hugsunargang í alla leiki. Þetta fer nú líka svolítið eftir því hvort er verið að gefa ungum og óreyndum leikmönnum séns í svona leikjum, og stundum gegn liðum sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deild eða eru ennþá að berjast um Evrópusæti. Það er alveg ljóst mál að leikmenn og stuðningsmenn Liverpool voru komnir með hugann við úrslitaleikinn nokkrum leikjum fyrir lok tímabilsins, og hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er það bara staðreynd. Maður meira að segja fann það á sjálfum sér í vor.

  9. SSteinn: Ég sagði bara að ég skildi það frekar heldur en hitt. Þá er liðið a.m.k. búið að ná markmiðinu að landa titlinum. Hins vegar var þetta ekki aðalpælingin hjá mér – aðalmálið er að ná fram réttu hugarfari leikmanna og menn eiga ekki að komast upp með annað leggja sig 100% fram í hverjum leik. Það er gríðarleg samkeppni um stöður í liðinu (nú er ég bara að tala um Liverpool), stór leikmannahópur og ætti ekki að vera vandamál.
    Er sammála með að þetta virðist bara vera staðreynd að hugurinn liggur stundum annarsstaðar. Þetta virðist gerast ósjálfrátt hjá mönnum, sama hvað þeir segja t.d. í fjölmiðlum eða í búningsklefa.
    Líka sammála því að það skiptir máli hvort óreyndir strákar eru að fá að spreyta sig. Vona að þeir fái þá að spreyta sig í leikjum sem hafa litla þýðingu en gefi sig alla í leikina.
    Þurfum á liði að halda sem finnst óþolandi að tapa, smá Óla Þórðar viðhorf.

  10. er það semsagt mikilvægara að keyra sig út í leikjum sem skipta ENGU máli (liðið búið að tryggja sér meistaradeildarsæti og er ekki að fara að afreka neitt meira í deildinni) heldur en að einbeita sér að því að reyna að vinna meistaradeildina?? mér finnst þetta nú frekar asnaleg rök hjá þér BigGun minn

  11. OFF topic:

    Væri ekki mál að fá einhverja umræðu um það hvað sé í boði ef menn vilja ekki gangast við okrinu hjá Sýn2 ???

    Tók hérna saman það sem ég fann í fljótu bragði – þeir sem þekkja þetta betur geta kanski bætt við þetta og fyllt inn. Ég veit að það er líka hægt að ná þessu á Canal + (Canal Digital) dæminu en hvernig er það gert og hverjir eru að bjóða uppá það ?

    SKY —

    http://www.skydigital.is
    SKY – Startup 64.000 – Mánaðargjald 6.800
    SKY HD – Startup um 140.000 – Mánaðargjald ?

    http://www.eico.is
    SKY – Startup 50.000 – Mánaðargjald ?
    SKY HD – Startup 115.000 – Mánaðargjald ?

    Augljóst CONS á SKY er að laugardagsleikirnir (þ.e. kl. 15:00) eru ekki sýndir.

    kv/ Arnar Ó

  12. Mæli með að kaupa móttakarann að utan, ég keypti minn (sky+ 40gb) á tæp 40 þús frá netvöruverslun í Newcastle, kominn í gegnum tollinn, minnir svo að það hafi kostað 15 þús að fá sky kort og um 10 að setja upp disk, held að heildarpakkinn sé um 100K, ég er búinn að vera með þetta í 3 ár og hef aldrei séð eftir þessu.

Það væri þá aldrei…

Byrjum við með -21 stig?