Hvað þarft þú að borga fyrir Sýn 2? (uppfært)

Umræða var um verðlagningu Sýnar í Íslandi í Dag. Þar var spurt útí þessa gríðarlegu verðhækkun, sem við höfum rætt um hér á blogginu. Einu svör Sýnar manna virtust vera þau að í raun væru það bara sirka 20% væntanlegra kaupenda, sem myndu þola umtalsverða verðhækkun. Þar sem að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem tjáðu sig við síðustu umræðu um þetta mál virtust vera að horfa fram á umtalsverða verðhækkun, þá verð ég að játa að ég hef umtalsverðar efasemdir um sannleiksgildi þessara staðhæfinga.

Ég hef verið áskrifandi að Sýn meira og minna síðustu 5 árin (hef sleppt úr 4-5 mánuðum). Mér finnst hins vegar óþægilegt að binda mig langt fram í tímann í einhverri sjónvarpsáskrift (auk þess sem ég sé ekki hvað ég er að græða á því að borga fyrir 3 mánuði af old boys bolta) þannig að ég horfi fram á að þurfa að borga fullt verð fyrir Sýn 2. Ég fæ 0 krónu afslátt fyrir það að vera bæði með Sýn og Sýn 2.

Síðasta mánuðinn sem ég var með Skjá Sport (eftir lækkun virðisaukaskatts) þá borgaði ég 2.341 krónu. Fyrir Sýn 2 þarf ég að borga 4.390 krónur. Setjum þessa hækkun uppí formúlu, svo þetta fari ekki á milli mála:

(4.390/2.341)-1 = 0,88

Þetta þýðir 88% verðhækkun!

Talsmaður Sýnar sagði að hæsta verðhækkun, sem möguleg væri (að mig minnir) um 60%. Hvernig hann fær þá tölu út get ég ekki skilið.

**Viðbót (EÖE)**: Bent var á í kommentum að ég er að bera saman bindiverð hjá EB og stakan mánuð hjá Sýn2. Ok, gott og vel. Berum saman heilt tímabil á Sýn 2 (þarf að borga fyrir 12 mánuði) og heilt tímabil hjá EB (þarf að borga fyrir 10 mánuði.

Eitt tímabil hjá EB: 10 x 2.341 = 23.410
Eitt tímabil hjá Sýn 2: 12 x 4.171 = 50.052

Þetta þýðir 114% verðhækkun.

Málið með þessa verðskrá hjá Sýn 2 er að rugla nógu mikið í fólki. Hafa hana nógu flókna svo að þeir geti haldið því fram að þeir hafi ekki hækkað þrátt fyrir að þeir hafi hækkað.

Þetta Liverpool blogg lesa hundruðir einstaklinga á hverjum degi og verð ég að áætla að þetta sé sæmilegur þverskurður af þeim hópi, sem er líklegur til að kaupa Sýn 2. Því höfum við ákveðið að setja inn könnun. Ég bið fólk að svara því miðað við það sem það er að kaupa í dag, hvert hugsanlegt verð á Sýn 2 væri sem það þyrfti að borga. Ég þarf t.a.m. að borga 4.390 krónur og tilheyri því væntanlega litlum minnihlutahópi.

Þar sem þessi verðskrá er svo fáránlega flókin (hint til Sýnar manna: Ef fólk þarf að setjast niður í nokkrar mínútur til að skilja verðskrá **þá er hún of flókin**), þá er hægt að velja **16 mismunandi möguleika**. Til að sjá hvað þið þurfið að borga, þá getiði [skoðað verðskrána hér](http://syn.visir.is/?PageID=2103#verdskra).

Allavegana, hérna er könnunin.

Hvað þarft þú að borga fyrir áskrift að Sýn 2

  • 4.390 kr (59%, 264 Atkvæði)
  • 2.798 kr (10%, 44 Atkvæði)
  • 4.171 kr (8%, 36 Atkvæði)
  • 2.368 kr (7%, 30 Atkvæði)
  • 2.837 kr (5%, 24 Atkvæði)
  • 2.704 kr (4%, 19 Atkvæði)
  • 2.848 kr (1%, 5 Atkvæði)
  • 3.133 kr (1%, 5 Atkvæði)
  • 2.812 kr (1%, 4 Atkvæði)
  • 2.879 kr (1%, 4 Atkvæði)
  • 2.987 kr (1%, 3 Atkvæði)
  • 2.897 kr (1%, 3 Atkvæði)
  • 2.941 kr (1%, 3 Atkvæði)
  • 2.452 kr (0%, 2 Atkvæði)
  • 2.404 kr (0%, 2 Atkvæði)
  • 2.893 kr (0%, 1 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 449

Loading ... Loading ...

Ég bið fólk um að svara heiðarlega, svo þetta sé eins áreiðanlegar og mögulegt er.

75 Comments

  1. Jæja. 4-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0-0 fyrir hæsta verðinu. Við hljótum þá að vera búnir með þennann agnarsmáa minnihlutahóp.

    Þessi ágæti maður sem var þarna í Ísland í dag virðist hafa komið þangað til að geta sagst hafa komið í sjónvarpssal til að svara fyrir verðið frekar en að svara í alvörunni fyrir verðið.

    Það þarf nú ekki nema leikskólabarn til að sjá í gegnum þessa hlægilegu útúrsnúninga hans. Ég vona allavega að þetta hafi verið útúrsnúningar því ég vil ekki trúa því að hann sé svona vitlaus.

    Hann segir 80% af þeim sem voru með Sýn í fyrra hafi verið með EB líka. Það er ágætt að vita. En næsta ályktun sem hann dregur er í besta falli ályktun sem maður með alvarlega skertan andlegan þroska hefði dregið. Af því 80% þeirra sem voru með Sýn voru líka með EB þá verða 80% þeirra sem taka Sýn2 líka með Sýn. Hann er algjörlega að gleyma þeim hóp sem var með EB en ekki með Sýn. Segjum að 10.000 manns hafi verið með Sýn og þar af voru 8.000 manns með EB, sem gerir 80%. Segjum síðan að 15.000 manns hafi verið með EB, svo að 7.000 manns voru bara með EB en ekki Sýn. Það þýðir að af væntanlegum viðskiptavinahóp eru um 54% sem þurfa ekki að verða fyrir verulegri hækkun.

    Nú veit ég ekki hversu stór hópur fólks var með EB en ekki Sýn, tók þessar tölur bara sem dæmi til að sýna hversu fljótt þetta er að breytast þegar hann skoðar þann hóp sem hann á að skoða.

    Það er eins og 365 hf. líti á sinn neytendahóp sem íslensku þjóðina og þeir sem ekki eru með áskrift er fámennur minnihlutahópur, undantekningartilvik og þvíumlíkt.

    Hlægilegt sýningaratriði þarna í Íslandi í dag.

  2. Álit mitt á Íslandi í Dag og fréttastofu Stöðvar 2 féll gjörsamlega niður um allt. Þetta sýnir að sjónvarpsstöðvar hafa mikið vald í samfélaginu svo lengi sem almenningur er heilalaus og sér ekki í gegnum kjaftæðið í þeim. Þetta leikrit í dag í Ísland í dag var til skammar fyrir 365 og allt sem er í eigu og umsjó þess fyrirtækis.

    Gaman að sjá hversu stórir minnihlutahópar eru.

    Ef 365 væri vel rekið fyrirtæki kæmi mér ekkert á óvart ef nokkrar auglýsingar væru frá þeim í atvinnublaðinu í Fréttablaðinu næstkomandi sunnudag. Hlítur að vera til hæfara fólk í samfélaginu til að gegna sumum stöðum hjá þessu fyrirtæki þótt margir standi sig vel, eins og Hörður Magnússon til dæmis.

  3. Þetta viðtal í Ísland í dag áðan var að mínu mati algerlega til skammar. Umræðan um væntanlegar hækkanir var á engan hátt málefnaleg sem sást augljóslega á þeim spurningum sem lagðar voru fyrir viðmælendur, og það að enginn óháður aðili (sem ekki er á launaskrá hjá 365) fékk að tjá sig um málið. Hvernig væri ef forráðamenn skjásins hefðu verið fengnir með í þetta viðtal til að tjá sig um málefnið, menn sem ættu væntanlega að þekkja hina hliðina á teningnum aðeins betur en áhorfendur og hefðu því getað varpað einhverju ljósi staðreyndirnar í þessu máli, því ég á erfitt með að setja þær tölur sem forráðamenn 365 settu fram í þessu viðtali í samræmi við raunveruleikann.

    Ég ætla allavegana ekki að láta bjóða mér þetta og mun horfa á leikina á annan hátt en með því að kaupa mér sýn.

  4. Ég persónulega er ekkert svo rosalega ósáttur við verðið sem slíkt þó vissulega mætti það vera lægra en þetta með að skikka menn að borga í 2-3 mánuði yfir sumartímann þegar ekkert er í gangi er bara alveg út úr kú.

  5. Gummi Steingríms sem tók téð viðtal hefur einmitt af og til í vetur tjáð sig hér á síðunni.
    Held að hann hafi örugglega fylgst með umræðunni hér miðað við spurninguna;
    “Á ég þá að borga fyrir allt þetta þegar ég vil bara horfa á leiki með Liverpool”? (ekki nákvæmt orðalag).

    Þessari spurningu sem margir Púlarar hafa spurt hér var bara svarað með orðaleikjum og stórundarlegum prósentureikningum.
    Menn virðast bara ekkert í tengslum við raunveruleikann og forðast með öllu að svara alvöru spurningum.

    Varðandi þessa 200 “klassísku leiki” sem á að sýna. Getur einhver svarað því hvort þetta eru sömu 3-14 ára gömlu leikirnir úr enska boltanum og eru sýndir liggur við daglega á ESPN Classic á Fjölvarpinu/Breiðbandinu?

  6. 2725 kr borgaði ég nú fyrir að horfa á Skjásport í vetur?? gerði samning upp á einhvern 2200 kall ( bindisamning út tímabilið ) minnir mig svo var það bara hækkað um 500 kall rúmlega og ég ekkert spurður að því!! út af einhverjum helvítis ítölskum bolta??

  7. Verðið hjá Skjásporti sem Pétur benti á í þættinum í dag á fotbolti.net á Reykjavíkfm var 2610 eða eitthvað í þá áttina. Það var semsagt 2490 á mánuði + vsk. Samkvæmt því þá er þessi % reikningur hjá þér vitlaus. Endilega leiðréttið mig ef ég fer með vitlaust mál.

    Siðleysi Skjásports á síðasta ári hefur líka gleymst svolítið í þessari umræðu. Flestir sem voru með enska boltann síðasta vetur hafa væntanlega gert 10 mánaða áskriftarsamning hjá þeim upp á 1.990 kr á mánuði en svo hækkaði verðið í að mig minnir 2.490 kr. án nokkurar vitundar áskrifenda. Ég hringdi í þjónustuver símans til að ath. þessa hækkun og þetta var bara einhver ákvörðun sem var tekin af yfirmönnum stöðvarinnar. Eina sem ég gat gert í stöðunni var að segja upp áskriftinni eða bara látið taka mig í þurrt rxxxgatið. Fyrir þeim var þessi samningur semsagt algjörlega tilgangslaus.

    Með þessum orðum er ég engan veginn að verja verðlagningu 365 og er ég í meira lagi ósáttur með stöðuna eins og hún lítur út í dag. Daði orðaði þetta best þegar hann velti því fyrir sér hvort að samkeppni á þessum markaði kæmi niður á áskrifendum og svo virðist vera.

    Ef ég tek mér áskrift þá er nokkuð ljóst að ég mun aldrei skrá mig í M12.
    Verðdæmi:
    12 * 4171 = 50.052
    10 * 4.390 = 43.900

    Fyrir mér er þetta ekki flókið reikningsdæmi. Ég hef engan áhuga á að horfa á æfingamót, gamla PL leiki og annað rusl í júní og júlí og ég held að það sé bara staðreyndin með flesta. Ég hef varla kveikt á sjónvarpinu í allt sumar og ég efast um að ég geri það næsta sumar þó svo að ég yrði áskrifandi að Sýn 2.

    Ég merkti við 4.390 hérna að ofan, takk fyrir mig.

  8. Mjög léleg blaðamennska að mínu mati að fá ekki tvo andstæða póla í viðtalið, þetta var hálfgert drottningarviðtal nema að nú var prinsessan líka með og henni leið greinilega illa í stólnum.

    Bullið sem kom út úr manninum sem talaði mest var með ólíkindum, annaðhvort er hann ekki greindur maður eða svona ofboðslega hrokafullur að halda að menn sæju ekki í gegnum þessa þvælu. Stefán B. Gunnarsson hér að ofan lýsir þessu mjög vel.

    Þessu má líkja við að 1 lítri af mjólk kosti 100 kr. út úr búð(einu búðinni á íslandi sem selur mjólk). En hins vegar ef þú kaupir reiðhjól á 7.200 kr. með þá færðu mjólkina á 49 kr. Vá hvað mjólkin er ódýr.

  9. Ég er sennilega svona skrítinn og vitlaus, en Ísland í dag viðtalið fór ekkert svakalega í taugarnar á mér. Mér þætti gaman að sjá kannski fólk hérna sem gagnrýnir þetta sem harðast koma með spurningar sem þeir teldu að hefðu átt að koma? Hvað átti Steingrímur að gera?? Átti hann að hella sér reiður yfir þá? Átti hann að öskra á þá? Það að blammera þáttinn fyrir þetta viðtal finnst mér sorglegt. Fólk verður svo með skiptar skoðanir á því hvort Pétur og Hilmar hafi svarað fullnægjandi.

    Ég er einn af þeim sem tók þátt í þessari könnun (sem þeir vitnuðu í). Ég hef verið með Sýn og Stöð 2 lengi og ákvað loksins í fyrra að fá mér enska boltann. Ég er með áskriftina í gegnum kreditkort hjá 365 en það var seðlasystemið hjá Skjánum. Síðasta borgun hjá mér var því 10590 samtals fyrir þessar stöðvar, en ég borga núna um 10780 kr. Fyrir mér er því hækkunin einungis tæp 2% fyrir heildarpakkann. Ég þykist svo fullviss um að ég er aðeins einn af mjög mörgum með þennan pakka. Varðandi þessa tvo-þrjá mánuði þegar enska deildin er í dvala, þá bíð ég spenntur eftir prógramminu þá.

    Þetta er einfalt fyrir mér: því fleiri stöðvar og því meira sem þú “verslar” við þetta fyrirtæki, þeim mun meira umbuna þeir þér. Ég keypti þau rök hjá Pétri.

    Ég fann ekki mikið af umræðum um Skjásport og Enskaboltann á netinu, en það var þráður á Malefnin.com þar sem fólk var bölvandi Símanum og Skjásport fyrir þessa bindisamninga og hvernig hinar og þessar efndir voru. Það er alltaf einhver óánægja. Ég hef enga ástæðu til að efast um það sem Pétur sagði um það heldur.

    Það sem mig minnti nefnilega var það að ég hefði ekki tækifæri til að sjá enska boltann nema með bindisamning – og því gerði ég 10 mánaða samning. Það er því ekki alveg rétt af Einari Erni að bera saman mánuð úr bindisamning við stakan mánuð hjá Sýn 2. Á þessum þræði var minnst á að stakur mánuður hefði kostað 2990 kr. – en þar sem mig minnir endilega að mér hafi ekki boðist það, þá vil ég draga þessa upphæð í smá efa – þar til einhver getur staðfest annað fyrir mig. Til gamans samt, þá væri réttara að miða hækkunina á stökum mánuði við þessa upphæð – sem gerir tæplega 50% hækkun (hey 🙂 ný prósentutala til að rugla okkur öll!)

  10. Úbbosí mjög slappt af mér. 😉 Var að rugla honum við annan frægan mann. Kjánaprik getur maður verið!

    Mundu svo Liverbird að þessa 2-3 sumarmánuði sem þú myndir borgar c.a. 10. þús kall fyrir þegar enginn enskur bolti er þá geturu horft á;
    old-boys leiki
    endursýningar á gömlum fótboltaleikjum
    misgóða boxbardaga
    Varaliðsleiki og æfingaleiki
    Líklega tennis o.fl.
    Endursýnda Formúlu 1 o.fl.

    Vonandi að Sýnar menn bæti þá líka inní beinum útsendingum frá Bridds-keppnum, Curling og Skautahlaupi….

    Áskrifendur Sýnar, þið eigið spennandi sumar í vændum 2008 á meðan EM í fótbolta verður! 🙂

  11. Mér finnst bara alltaf skrítið þegar menn komast upp með í svona umræðu að bera saman besta mögulega vildarverð hjá sér og síðan fast verð hjá samkeppninni, það getur ekki undir nokkrum kringumstæðum talist eðlilegt.

  12. Sælir, hef verið að fylgjast með umræðunni án þess að leggja orð í belg. Hlustaði á RVK FM 101,5 í dag og einnig Ísland í dag. Alveg ótrúlega skondið hvernig þeir leika sér að prósentutölum og sleppa heildar krónutölunni þegar þú ert kominn með nokkrar stöðvar í áskrift. Einnig hamast þeir á að nota þetta auka efni sem afsökun fyrir hækkunum.
    Mér þykir líka mjög sérstakt að maður sem er með bæði stöð 2 og syn þarf að bæta við 2798 kr til að fá syn 2, en maður sem eingöngu er með stöð 2 fyrir þarf að bæta við 2704 kr til að fá syn 2, þrátt fyrir að hann muni og og sé búinn að vera að borga mun meira til 365 á hverjum mánuði. Þetta þykir mér alveg ótrúlegir útreikningar.

    Ég er búinn að spyrjast fyrir um H.D. hjá þeim, jú góðu fréttirnar eru þær að þetta er í vinnslu og er væntanlegt, hið slæma er að það mun þurfa að BORGA AUKALEGA til að fá H.D. Sú greiðsla fer þannig fram að þú færð sérstakann H.D. lykil sem þú þarft að borga fyrir bæði startgjald og mánaðargjald,,,, vúuhúúú munur að fá H.D.

    Ekki er þó búið að ákveða verð…

  13. get bara ekki ákveðið mig hvaða verð ég myndi taka ef ég fer í áskrift. Veit bara ekki hvað ég á að gera. Svo er annað í þessu, að ef mig minnir rétt þá var 365 mjög harðort í garð skjásport varðandi erlenda þula á hliðarrásum og fóru mikinn í gagnrýninni og sögðu einhverjir að það væri vegið að starfsstétt íþróttafréttamanna, en nú virðast þeir ætla að gera þetta á sama hátt. Í viðtali á fotbolti.net í dag við 365 menn þá fóru menn mjög í kringum hlutina og gáfu engin svör. Svo er ég núna að skoða verðskránna og ég get sagt að hún er út í hött. Reikna með að ég taki ekki áskrift hjá þeim eins og staðan er í dag þar sem ég hef engan áhuga á þessum mótum í jún og júl og öðru drasl efni. Vill bara leikina.

  14. Hvernig getur þessi maður komið fram í sjónvarpi og sagt: “Við töluðum við áskrifendur Sýnar og 80% ÞEIRRA voru líka með Enska boltann og þar með verða 80% ALLRA þeirra sem voru með Enska boltann að borga svipað verð og síðasta vetur.”

    Ég veit við eigum ekki að vera með nein nafnaköll í þessari umræðu svo ég ætla ekki að segja að þetta sé heimskur maður. Hinsvegar voru þessi ummæli hans einstaklega heimskuleg.

    Svo segir hann að áskriftarkerfið þeirra umbuni dyggum viðskiptavinum. Mér sýnist að þó þú sért með stærsta pakkann hjá þeim þá sértu samt að borga 2.368 kr. Hverskonar umbun er það fyrir þeirra ALLRA BESTU viðskiptavini að verðið á Enska boltanum sé búið að HÆKKA um 27 kr. á mánuði þrátt fyrir að vera búinn að bæta við sig einni stöð hjá þeim?

  15. Annað…svo er Meistaradeildin á sýn en ekki sýn2 svo að maður neyðiðst til að taka bæði ef maður vill endilega horfa á það. Af hverju er þessu ekki bara skellt í eina og sömu stöðina og glaður myndi ég borga 5þús kr. fyrir. En að þurfa að setja þetta í hrærigraut og bestu bitana á sitthvora stöðina og svo annað uppfyllingarefni sem kostar þá sennilega ekki mikið, en þeir nota það til að draga upp verðið. Td þessir gömlu leikir, mörk, þættir NBA leikir sem eru endursýndir deginum eftir ofl.

  16. Verðið hjá Skjásporti sem Pétur benti á í þættinum í dag á fotbolti.net á Reykjavíkfm var 2610 eða eitthvað í þá áttina. Það var semsagt 2490 á mánuði + vsk. Samkvæmt því þá er þessi % reikningur hjá þér vitlaus. Endilega leiðréttið mig ef ég fer með vitlaust mál.

    Ég fór einfaldlega inná netbankann minn og skoðaði hvað ég var að borga. Þetta var verðið (svo er reyndar líka seðilgjald, sem að Sýnarmenn reikna inní dæmið – en það eru mjög hæpin vinnubrögð að mínu mati).

    Þessi útreikningur hjá mér stendur.

    Hvað átti Steingrímur að gera?? Átti hann að hella sér reiður yfir þá? Átti hann að öskra á þá?

    Sko, Steingrímur spurði réttra upphafsspurninga – en hann sleppti því til dæmis að biðja um upplýsingar hvaðan menn fengu þær tölur að “hávær minnihluti” væri að fá þessar hækkanir. Verðskráin og þetta blaður Sýnarmanna eru til þess gerð að reyna að flækja þetta nógu mikið þannig að enginn geti sagt að þeir hafi hækkað.

    Plús það að tengja verðlagningu á FÓTBOLTASTÖÐ við kaup á stöð sem sýnir Opruh og Gray’s Anatomy er hreinlega fáránlegt árið 2007.

    Það sem mig minnti nefnilega var það að ég hefði ekki tækifæri til að sjá enska boltann nema með bindisamning – og því gerði ég 10 mánaða samning. Það er því ekki alveg rétt af Einari Erni að bera saman mánuð úr bindisamning við stakan mánuð hjá Sýn 2.

    Ef ég miða þetta við bindisamninga þá kemur þetta svona út (þú gleymir að gera ráð fyrir því að þú þarft að borga fyrir 12 mánuði á Sýn 2 en bara 10 á EB):

    Eitt tímabil hjá EB: 10 x 2.341 = 23.410
    Eitt tímabil hjá Sýn 2: 12 x 4.171 = 50.052

    Þetta er hækkun uppá 113% – semsagt, þeir koma ENN VERR útúr þessum samanburði ef við miðum við áskrift fyrir heilt tímabil.

  17. Það breytir því ekki að í samanburðinum í færslunni hjá þér Einar er ekki rétt að taka stakan mánuð og bera saman við bindisamningsmánuð. Ég gleymdi ekki að gera ráð fyrir aukatveimur mánuðum. Sjálfur met ég það þannig að ég sé að fá eitthvað fyrir peninginn þó svo að ansi margir hérna hafi ekki áhuga á því. Ef þú hins vegar tekur bindisamningana eins og þú gerir í svari þínu (18) þá verðurðu fyrir mann eins og mig (og fleiri) að taka með þetta seðilgjald inn í töluna, því maður borgaði fyrir það í bindisamningnum!!! Og þetta 2341 kr. dæmi var ekki alla mánuðina … hjá mér var samningur upp á tæpar 2000 kr., sem síðar hækkaði í 2495 aðeins nokkrum dögum seinna, ég borgaði því 2495+seðilgjald (230 kr.) 8 eða 9 mánuði af þessum tíu (eða 7-8 mánuði).

    Réttari tala væri því að taka það sem þeir sannarlega rukkuðu mann fyrir meirihluta bindisamningsins (sem er 2495+230 = 2725 kr.) en ég tel í mínum hirslum að ég hafi greitt þrjá reikninga upp á 2571 kr. – afganginn 2725 kr. Leiðréttið mig ef ég fer með vitleysu. Þá ertu alla vega kominn með hærri tölu sem gerir fyrrnefndan útreikning vitlausan.

    “Plús það að tengja verðlagningu á FÓTBOLTASTÖÐ við kaup á stöð sem sýnir Opruh og Gray’s Anatomy er hreinlega fáránlegt árið 2007” — sorry, ég bara skil þetta ekki 🙂

  18. Pæling…. af hverju er þetta ekki gert svona: Sýn2 inniheldur enska boltann og meistaradeildina. Myndi kannski kosta 5000 miðað við 10 mánaða bindingu.
    Sýn innihéldi svo bikarkeppnirnar og allt annað.
    Hefði það ekki verið möguleiki? Kannski 5000 kr meira en flestir vilja setja í þetta.

  19. Eðlilegast hefði verið að Steingrímur hefði haft tilbúinn útreikning á þessari hækkun (einfalt skilti) og beðið Pétur og Hilmar að ræða þær hækkanir sem þar koma fram, svart á hvítu, eins og Einar setur upp hér að ofan.

  20. Sammála honum Bjartmari og Hannesi Bjartmari Skógfjörð hér að ofan. Ég er ekki sannfærður eftir mjög mjög slöpp svör í þessu viðtali. Mennirnir kunna ekki að greina aðalatriði og aukaatriði í sundur.

  21. Sá núna áðan að þú hafðir uppfært færsluna upphaflegu þannig að byrjun á kommenti mínu (20) á ekki lengur við – biðst forláts á því.

    Til að samanburður bindisamninga sé réttmætur verður að taka fullt verð sem maður borgar fyrir þetta, fyrir mig inniheldur það seðilgjaldið.

  22. Doddi, ef þú lést skuldfæra reikninginn hjá EB borgðir þú ekki seðilgjald!

  23. Það tók mig fáránlega langan tíma að svara könnuninni því ég hafði ekki hugmynd um hvað “fjölvarp stóri” og “fjölvarp litli” koma til með kosta og hvaða stöðvar það eru. Fann allavega ekkert um í fljótu bragði, endaði á að gúggla það og finna verðskrá á manutd spjallinu…. Merkileg vinnubrögð og engum til sóma.

  24. Kannski vegna aldurs, kannski vegna heimsku … þá get ég ekki fyrir mitt litla líf munað fyrir víst hvort mér var boðið að skuldfæra reikninginn eða ekki. Venjulega er ég mjög harður á svona og því er það mér illskiljanlegt af hverju ég hefði ekki gert það með EB. Fyrir mér er þetta þó munurinn.

    Ef við hins vegar gerum ráð fyrir því að ég sé heimskur eða gamall eða bæði (36 ára er enginn aldur, ég veit það !!! 🙂 ) þá skulum við taka seðilgjaldið í burtu en mér finnst samt rangt að miða við 2341 kr. sem var í raun bara síðustu þrjá mánuði tímabilsins. 2495 kr. væri réttari tala – eða meðaltal þarna á milli, en það breytir þá ekki upphæðinni jafn mikið.

    NB. bara svo það komi fram, að þá er ég enginn leynilegur aðdáandi 365 miðla og ég hef í sannleika sagt oft velt því fyrir mér að hætta með Stöð 2, en þar sem ég er núna þessa dagana að flytja inn með unnustu og tveimur dætrum hennar í nýtt húsnæði og rándýrri leigu … þá hugsa ég dæmið sem svo að yfir heildina þá er barnaefni, unglingaþættir og margt fleira sem verður til þess að ég held stöðinni.

    Ég er heldur enginn aðdáandi Péturs og Hilmars, en ég skildi Pétur í viðtalinu í nokkrum punktum sem við höfum rætt um hér. Þannig er ég bara gerður og vona að ég þurfi ekki að afsaka það.

    Ég segi eins og Pétur, án þess að vera eitthvað falskur í því, að ég skil auðvitað ergelsið með hækkunina hjá þeim sem “verða verst” fyrir henni. (Þetta með lækkunina skildi ég ekki, og ekki heldur það að einstaklingur bara með Stöð 2 fengi Sýn 2 fyrir minni pening á mánuði heldur en einstaklingur með Stöð2 og Sýn!). En miðað við það sem ég borgaði samtals fyrir þessar stöðvar á síðastliðnum vetri, þá er sannarlega hækkunin fyrir mig tæpar 200 kr. á mánuði. Ég trúi því staðfastlega að ég sé ekki einn um það.

    Hins vegar sýnist mér á skoðanakönnuninni að ég sé í miklum minnihluta. Flestir (rúm 70% sýnist mér núna kl. 22:56) ætla því að borga stakan mánuði í tíu mánuði.

  25. Ahhh sorry ég klikkaði…skráði óvart 2452 kr þar sem ég hélt að væri verið að spurja um hvað ég sætti mig við. rétt á að vera 4390, það er það verð sem ég þyrfti að borga ef ég tæki þetta inn…sorry aðeins of bráður að svara.

  26. Sko.

    Ég hef ekki keypt áskrift að enska boltanum síðastliðin þrjú ár og sé ekki fram á að það verði áframhald að því. Ástæðurnar má rekja til meiri áhuga á öðrum íþróttum (NFL, MLB og NBA) og finnst mér enski boltinn verða leiðinlegri með hverju árinu. Ég horfi kannski á 10-12 leiki á ári en þá fer ég á pöbbinn eða horfi á leikina í gegnum netið. Reglulega kíki ég þó á fréttir tengdum boltanum og er mér ekki alveg sama hvernig mínum mönnum gengur. Einnig skoða ég þessa síðu reglulega og kíki jafnvel oftar á hana heldur en Evertonsíðurnar.

    Umræðan um verðlagið á enska boltanum hefur ekki farið fram hjá mér. Fram að þessu hefur mér verið nokk sama um verðið en steininn tók úr þegar ég sá viðtalið í Ísland í Dag. Grípum niður í Pétur Pétursson.

    “…þetta umbunarkerfi eða tryggðarkerfi hentar um 80% viðskiptavina félagssins, 80-90% vil ég fullyrða […] en vissulega er það rétt, að í undantekningartilfellum þá er það að hækka um 67% en það má þá rétt halda því fram á móti að í sumum tilfellum sé það að lækka líka”

    Eru 10-20% tilvika allt í einu orðin undantekning? Kannski ég sé svona gamaldags en ef fimmti hver viðskiptavinur fellur undir þennan flokk þá er það ekki undantekning. Pétur er að reyna að slá ryk í augu áhorfenda.

    “Ef þú kíkir á netið og sest yfir verðskránna í 2-3 mínútur að þá skiluru hana. Þetta er mjög einfalt sko …[upptalning á pakkanum]… þetta er ekki flókið”

    Hvað á maður að segja? Samkvæmt þessum ummælum þá er hann beinlínis að segja að ég sé heimskur. Þegar ég skoða þessa blessuðu verðskrá þá fer að rjúka úr hausnum. Pælingar Freud og Hume voru sem barnaleikur við hliðina á töflunni óskiljanlegu. Það er jú ósköp eðlilegt að möppudýr (já, fyrst hann sagði óbeint að þeir sem skyldu ekki verðskránna væru eitthvað skrýtnir þá má ég skjóta á móti) sem hefur legið yfir þessu í fleiri misseri skilji þetta afturábak og áfram og eigi í erfiðleikum með að skilja hugarheim meðaljónsins.

    “Áskriftakerfi eru aldrei sett upp þannig að þau þjóni öllum áskrifendum, það bara gerist ekki þannig. Þú reynir að þjóna sem flestum og við teljum að með þessu áskriftarkerfi hafa dekkað á milli 80-90% af áskrifendum…”

    Það er mjög hæpin réttlæting þegar þrír mánuðir (nei, þetta eru ekki tveir mánuðir eins og þeir vilja halda fram) eru án bolta í beinni. Gleymum því ekki að síðasta umferðin í deildinni er 13. maí sem þýðir að boltabullur þurfa að taka ákvörðun; er réttlætanlegt að greiða rúmlega 4.000 krónur fyrir einn leik í beinni útsendingu?

    Viðtalið í heild var einn stór farsi. Hilmar Björnsson var eingöngu þarna til þess að telja upp þá “stórkostlegu” þætti og umfjöllun sem verða til hliðar við leikina og bara til þess að fegra áskriftina. Spurningarnar hjá Steingrími hefðu vart getað verið einfaldari og sumar til þess fallnar að fegra verðskránna. Enda ekki skrýtið þar sem þeir fá allir laun frá sama aðilanum. Hvernig í ósköpunum átti að koma gagnrýnin umfjöllun? Hvar voru allar spurningarnar sem hafa verið spurðar hérna á þessu bloggi?

    Hörður Magnússon kvartaði yfir því að hatur á 365 blindaði menn á spjallinu. Einar Örn spurði réttilega; hvað orsakar þetta hatur? Einfalt svar allavega að minni hálfu; hroki og yfirlætisháttur eins og sást hjá Pétri Péturssyni í kvöld er því miður of algengur og hef ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fengið að kynnast því í mínum samskiptum við þetta skítafyrirtæki.

  27. Doddi segir:

    Ef við hins vegar gerum ráð fyrir því að ég sé heimskur eða gamall eða bæði (36 ára er enginn aldur, ég veit það !!! 🙂 ) þá skulum við taka seðilgjaldið í burtu en mér finnst samt rangt að miða við 2341 kr. sem var í raun bara síðustu þrjá mánuði tímabilsins. 2495 kr. væri réttari tala – eða meðaltal þarna á milli, en það breytir þá ekki upphæðinni jafn mikið.

    Nei, Doddi – það er rétt að miða við 2.341 – þar sem það er verðið eftir vsk breytingu. Skjár Sport fékk alltaf sama í sinn vasa, það eina sem breyttist var hversu mikið ríkið fékk.

    “Plús það að tengja verðlagningu á FÓTBOLTASTÖÐ við kaup á stöð sem sýnir Opruh og Gray’s Anatomy er hreinlega fáránlegt árið 2007? — sorry, ég bara skil þetta ekki

    Doddi, verðið á Sýn 2 byrjar ekki að lækka almennilega fyrr en fólk fer að taka Stöð 2 og slíkt inní pakkann. Öll þessi lágu verð sem Sýnar menn þylja byggja öll á því að maður kaupi aðrar stöðvar, sem hafa ekkert með fótbolta að gera. Þetta er að mínu mati fornaldarhugsun og gjörsamlega úrelt fyrirbæri.

    Hversu fáránlegt er það líka að maður fær meiri afslátt af Sýn 2 ef maður er með Stöð 2 heldur en ef maður er með Sýn? Í alvöru talað! Ég held að þeir hafi ákveðið þessi verð með því að kasta pílum á spjald.

  28. Viðtalið í Íslandi í dag var afar óþægilegur sýndarleikur og Stöð 2 til skammar og hana nú!
    Ef að ég myndi versla áskrift á enska boltanum þyrfti ég að greiða 4.390,- á mánuði og það kemur ekki til greina. Ég hef lagt inn mitt atkvæði – takk.

  29. Og enn kemur meiri skítur upp á yfirborðið. Faðir minn, sem búsettur er norður á Akureyri, var að tala við þau hjá 365 áðan varðandi fyrirkomulag áskriftar og þá upplýsti konan í þjónustuverinu hjá þeim hann um að á Akureyri verði einungis boðið upp á þrjár rásir fyrir enska boltann í stað fimm. Er þetta fyrirtæki viljandi að reyna fá á sig svona slæmt orð með öllum þessum óskiljanlegu hlutum sem þeir gera án nokkurrar sýnilegrar ástæðu sem kemur sér illa fyrir neytendur?

  30. Það sem ég saknaði nú mest í þessum þáttum, bæði hjá fótbolta.net og Íslandi Í dag var að fá sjónarmið “hins háværa minnihluta” líka og leyfa þeim að spyrja þá Hilmar og Pétur.

    Skil ekki afhverju það var t.d. ekki hringt í þá aðeila sem komu þessari umræðu af stað (Klárlega Daði Rafns og þið sem sjáið um þessa síðu eða einhvern bara) til að fá fram sjónarmið beggja aðila.

    Ekki láta þá endalaust slá hausnum í steininn í að reyna að sannfæra fólk um að þetta sé ódýrt sjónvarpsefni og ódýrara en í fyrra.

    Eins dreg ég það stórlega í efa að þessi “háværi minnihluti” sé nokkuð minnihluti, það er algjör undanteknin ef maður heyrir einhvern sem hrósar 365 fyrir þetta og ennþá færri (eftir á að hyggja) sem vildu að þeir fengju þetta frá Skjá Sporti aftur.

  31. Hef kosið. Ég þyrfti að borga hæsta verðið þar sem ég er í engri sjónvarpsáskrift fyrir hjá 365. Ég get með engu móti réttlæt svona mikil útgjöld í fótboltagláp fyrir konunni minni. Þannig að ég mun stunda barina og kíkja til gamla í heimsókn til að sjá Liverpool leikina í vetur.

    Persónlega finnst mér áskriftasjónvarp úrelt fyrirbrigði eins og svo margir aðrir hafa lýst yfir á þessu spjalli. Pay-per-view er framtíðin!

  32. Eitt sem mér fannst lélegt líka í þessu viðtali í kvöld í íslandi í dag:
    Sá sem svaraði fyrir þetta sagði að þeir hefðu gert könnun meðal sinna viðskiptavina sem voru með Sýn og hvort þeir væru með Enska Boltann líka (þá aukalega hjá Ská Einum/Símanum í fyrra) og það var einhver x prósenta af þeirra viðskiptavinum ok.

    Þá eru þeir búnir að finna út að það að það sé ekki mikil hækkun fyrir þá að færa sig yfir í dag og það á að vera “svipað verð”, en hvað með alla hina sem voru ekki með Sýn né hitt. Þá þurfa þeir samt að greiða 4.390 en ekki bara sama verð og mismunurinn Sýn+Enski var eða um 2.700 kr !!! sem er klárlega áskriftargjaldið af Sýn2.

    mjög gáfulegt eða þannig.

    ég legg til að allir láti ekki bjóða sér þetta rugl og kaupi sér SKY … það eru topp gæði, góð lýsing og allt auka efni + venjulegt sjónvarpsefni sem hægt er að ímynda sér. Fá ekki allir til baka frá skattinum eða geta bara sett startkostnaðinn á greiðsludreifingu? Mánaðaráskriftin eru um 4.400 c.a af SKY.

    kv … ég.

  33. verður players opnaður fyrir hádegisleikinn?
    ef hann verður opinn þá legg ég til að sem flestir gefa skít í sýn2 og fari á players eða einhvern annan pub til að sjá þá leiki sem þeim langar til að sjá.

  34. Stærðfræðihausinn í mér neitar að skilja Einar Örn, og það verður bara að hafa það – þó svo að ég hafi alltaf haldið að ég væri þokkalegur í stærðfræðinni. Þetta verð hefur ekkert með það að gera hvað SkjárSport fékk í sinn vasa – ég er bara að tala um hvernig þetta horfir við neytandanum. Þegar þú talar um 10 mánaða bindisamning EB vs. 12 mánaða bindisamning Sýnar2, þá hlýtur þú að þurfa að bera saman síðasta tímabil vs. það sem við erum að rökræða núna: komandi tímabil.

    Ég borgaði tvö verð greinilega síðasta tímabil og meirihlutinn af því var með mánaðargjaldið 2495 kr. Við getum ekki gert annað en búist við því að mánaðagjaldið hjá M12 Sýn2 verði það sama næstu 12 mánuði. Besti samanburðurinn kemur þegar þessir 12 mánuðir eru liðnir og þá berum við heilt tímabil 2007-2008 (12 mánuðir) vs. heilt tímabil 2006-2007 (10 mánuðir) og erum þá með samtals það sem við borguðum fyrir hvort tímabil alveg á hreinu. Það þýðir ekki að taka síðasta mánuðinn í samningnum og margfalda hann … ef allir mánuðirnir voru ekki eins.

    Ef EB hefði af einhverjum ástæðum þurft að hækka síðustu tvo mánuðina upp í 3100 kr. (bara svona dæmi) – hefðirðu þá talað um 10*3100 kr. bindisamning?

    Það er mjög hæpin réttlæting þegar þrír mánuðir (nei, þetta eru ekki tveir mánuðir eins og þeir vilja halda fram) eru án bolta í beinni. Gleymum því ekki að síðasta umferðin í deildinni er 13. maí sem þýðir að boltabullur þurfa að taka ákvörðun; er réttlætanlegt að greiða rúmlega 4.000 krónur fyrir einn leik í beinni útsendingu?
    Þetta er auðvitað rétt hjá Makkaranum, en var ekki EB með sama leikjafjölda sl. maí á verðinu 2341 kr.? Í samanburði við EB er þá rétt að tala um tvo mánuði án bolta í beinni.

  35. (sorry, en kommentið kom vitlaust út – ég hef gert einhverja gloríu …þið sjáið vonandi hvar kvótið mitt í Makkarann endar og ég byrja að nölla… )

  36. Er það rétt skilið að viðbótarverð fyri Sýn2 sé hærra ef þú ert með stöð2 og Sýn en ef þú ert bara með stöð2?????????

  37. Doddi, það er fáránlegt að bera saman verð með 14% vsk og 7% vsk. Eina sanngirnin er að bera saman verð með samaa vsk stigi, sem er 7%.

    Annars er þetta smáatriði – munurinn fer úr 113% í 100% hækkun, en þeir útreikningar væru þó vitlausir.

  38. Sanngirni gagnvart hverjum? Mér sem neytanda eða fyrirtækinu? Ókei, þá er þetta fáránlegt og ég breyti ekki skoðun þinni þar. En eins og þú segir … þá er breytingin lítilvæg miðað við það sem þú settir upp.

    En ef ég persónulega borga einn veturinn 10.000 kr. í eitthvað og svo næsta vetur 20.000 kr. í það sama, þá er hækkunin 100% !! gagnvart mínum fjárútlátum.

    Mér finnst hins vegar tittlingaskítur frekar leiðinlegt fyrirbæri og ætla ekki að gera þetta að einhverju major issue hjá mér. Það er aldrei ætlunin. Ég lofa því að næsta komment hjá mér verður gleðilegra 🙂 en hvort það verði fáránlegt … það verður að koma í ljós! 😀

  39. Doddi kemur með alveg nýjan vinkil í þessa umræðu. Auðvitað er það ekki sanngjarnt gagnvart fyrirtækinu að ég borgi svipað verð fyrir enska boltann og síðustu ár. Ágæta fólk, tökum tillit til fyrirtækisins – það er ekki nema sanngjarnt að það okri á okkur!

    Alltaf sér maður eitthvað nýtt.

  40. Ég held að það finnist ekki sú þjóð sem finnst jafn gott og Íslendingum að láta okra á sér..

  41. Þetta verður vonandi eina innlegg mitt í þessa umræðu.

    Það er alveg út í hött að Pétur skuli miða verð SkjáSports við „vildarverð” hjá 365. Það er það sem gerir verðið ekki samkeppnishæft. Auðvitað ætti verðið að vera í svipuðum verðflokki og það var hjá SkjáSporti. Ofan á það ætti síðan að umbuna þeim sem eru í einhverjum Vildarklúbbi hjá 365 og eru að greiða háar fjárhæðir fyrir stöð2, sýn, fjölvarpið og núna sýn2. Það er eðlilegt að þeir fái afslátt en það skiptir máli af hversu háu verði þeir eru að fá afslátt! Og það er verðið sem allir vilja fá lækkað.

    Varðandi seðlilgjald. Að sjálfsögðu á eftir að bætist við seðilgjald á þessar 4390 fyrir þá sem ætla ekki að vera með þetta í boðgreiðslum eða láta skuldfæra án seðils. Væntanlega verður það svipað hátt eins og önnur seðilgjöld sem er ca. 200-300 kr. Ég held að það sé ekkert greitt fyrir boðgreiðslur á kreditkortum aukalega. Myndi halda að skuldfærsla kostaði í kringum 100 kr. Þannig að það þýðir ekki að setja seðilgjald ofan á annað verðið en ekki hitt! Sjá komment nr. 20

    Það eru einhverjir sem skilja ekki að á tímabilinu sem leið (2006-2007) varð VSK lækkun. Þess vegna voru 2 síðustu mánuðir hjá SkjáSporti á lægra verði en áður. En Sýn2 verður líka með sömu VSK% og SkjárSport var með síðustu 2 mánuðina og því eðlilegast að notast við þær tölur til samanburðar. Ef við tökum þessi 7% af verðinu að þá sjáum við hvað fyrirtækin eru að fá í sinn hlut. Bæði verð eru miðuð við að fólk bindur sig.
    EB: 2.341 x 0,93 = 2.177
    Sýn2: 4.171 x 0,93 = 3.879

    Þetta er 78% hækkun á því sem fyrirtækin eru að fá í tekjur af áskriftinni! Það er fyrir utan það að þurfa að greiða fyrir þessa 2 aukamánuði.

    Ef við tökum þessa 2 aukamánuði með í dæmið og sjáum ekki fram á að við munum ekki horfa á Sýn2 næsta sumar. Þá kosta þessir 10 mánuðir okkur 3.879 x 12 / 10 = 4.655.
    Þetta gerir 114% hækkun!

    Ef við setjum dæmið upp þannig eins og mér sýnist dæmið snúa að flestum. Þar sem það er ódýrara að greiða 10 mánuði af fullu verði á Sýn2 en að binda sig í 12 mánuði og fá 5% afslátt á mánuði. Bæði verð eru miðuð við 7% VSK og án seðilgjalds.
    EB: 2.341 x 10 = 23.410
    Sýn2: 4.390 x 10 = 43.900

    Þetta er 88% hækkun eins og Einar Örn bendir á í greininni og þannig lítur þetta út fyrir flesta geri ég ráð fyrir. Það er bara andskoti mikil hækkun myndi ég segja!!!

    Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 4% síðustu 12 mánuði til samanburðar. Vísitala launa hækkaði um 11% á sama tíma fyrir þá sem finnst gaman að pæla meira í þessu.

    Það sem má ekki rugla þessa umræðu er VSK lækkunin og seðilgjald. Verðið sem Pétur nefnir á SkjáSporti er með seðilgjaldi en síðan tekur hann verðið án seðilgjalds hjá Sýn2. Flottur framkvæmdastjóri tekjusviðs!
    Ef fólk ætlar að vera að hræra í þessu meira að þá verður það að nota verð án seðilgjalds eða allavega rétt seðilgjöld og nota réttar VSK prósentur.

    Geriði það að setja ekki fyrir ykkur heimsku ef þið ætlið að kommenta á þetta.

  42. Þegar ég skrifaði gestagreinina fyrir síðustu helgi var markmiðið að fá vitræna umræðu um hvað við erum að borga fyrir Enska boltann.
    Ég ber ekkert hatur í brjósti til 365 miðla, nema síður sé en ég lít á mig sem kröfuharðan neytanda og neita því að láta hafa mig að fífli af þeim fyrirtækjum sem ég kýs að eiga viðskipti við.

    Þetta á ekki bara við sjónvarpsfyrirtæki, heldur veitingastaði, matvöruverslanir, bensínstöðvar osfrv. Ég lít á það sem skyldu mína að kjósa með veskinu. T.d. keypti ég lengi vel bensín hjá Atlantsolíu vegna þess að þeir voru bæði ódýrir og voru ekki uppvísir að samráði við neytendur sína. Hinsvegar hef ég undanfarið beint viðskiptum mínum í auknum mæli til Orkunnar vegna þess að þeir einfaldlega eru ódýrari og það er það sem skiptir máli.

    Maður á ekki að binda ódrepandi tryggð við eitt eða neitt fyrirtæki. Ef ég kýs að eyða peningum mínum einhversstaðar geri ég þá kröfu að verð sé sanngjarnt og þjónusta framúrskarandi.

    Þetta segi ég ekki sem meðlimur Saving Iceland, heldur sem markaðsfræðingur.

    Doddi hefur farið mikinn í athugasemdum við þetta mál. Hann skilur okkur ekki og það er mjög skiljanlegt. Hann er mjög sáttur við að borga rúmlega 10.000 kr. á mánuði til þess að horfa á það sjónvarpsefni sem hann vill. Ég vil halda því fram að Doddi sé tegund í útrýmingarhættu. Menn sem borga vel á annað hundrað þúsund krónur á ári fyrir áskriftarsjónvarp munu ekki verða margir innan nokkurra ára, frekar en menn sem safna VHS spólum í dag.

    Þannig að Doddi er ekki að tala fyrir hinn “háværa minnihluta” sem ég held reyndar að sé frekar stór og muni frekar stækka en minnka. Enda skilur Doddi ekki reikningskúnstnir Einars frekar en ég skil ekki menn sem safna ennþá VHS.

    Svo virðist sem 365 menn, NÉ AÐRIR FJÖLMIÐLAR (halló, heyrið þið það aðrir fjölmiðlar sem þegið þunnu hljóði) muni nokkurn tíman taka á þessu máli á annan hátt heldur en með viðtölum við Pétur Pétursson þar sem honum er leyft að komast upp með svona bull eins og 80 prósentin sem hann tönglast á. Hilmar Björnsson felur sig síðan úti í horni í þessu máli. Hvar er Ari Edwald?

    Kjarni málsins er sá að við erum flest að borga 2.000 kr. meira fyrir enska boltann heldur en í fyrra. Fyrir það fáum við Óla Þórðar í staðinn fyrir Willum Þór, mörk dagsins á tíma sem hentar engum nema þeir búi ekki við neitt félagslíf, endursýningar á Coventry-Derby frá 1994 og einstakt tækifæri til að horfa á Jan Mölby og Gary Pallister í stuttbuxum yfir sumartímann.

    Ég skal koma með verðdæmi sem hefði komið í veg fyrir þessa óánægju.

    3.200 fyrir stakan mánuð,
    2.600 ef þú ert með Stöð 2 eða Sýn eða bæði.

    10% afsláttur ef þú ert með 12 mánaða bindingu.

    Ef ekkert breytist bið ég ykkur vinsamlegast um að taka frá fyrir mig sæti á pöbbnum.

  43. Svanhildur, ég veit að þetta er ótrúlegt en þetta er satt. Ég hringdi í 365 í gær og lenti í miklum rökræðum út af þessu máli. Framkoma þeirra var dónaleg eingöngu vegna þess að ég vildi fá útskýringar.

  44. ef ég ætla að fá mér sýn og sýn2 og binda mig í 12 mánuði hvað kostar það þá? (fatta eiginlega ekkert í verskránni)

  45. Til að reyna að svara Svanhildi þá held ég að ástæðan fyrir þessu sé sú að ef þú ert með eina stöð í M12 þá færðu 5% afslátt af henni. Ef þú ert hinsvegar með tvær stöðvar þá færðu 20% afslátt af þeim báðum. Svo þú ert að fá meiri heildarafslátt ef þú ert með þrjár stöðvar en þú færð meiri afslátt af annarri stöðinni en þeirri þriðju. Frekar flókið þrátt fyrir að þessi ágæti maður sem var í sjónvarpinu í gær hafi sagt að þetta væri mjög einfalt. Svo gat hann ekki einu sinni áttað sig á mjög einföldum mengjum (þ.e. áttaði sig ekki á að þó að 80% Sýnaráskrifenda hafi verið með EB þá þýði það ekki að 100% þeirra sem hafi verið með EB hafi verið með Sýn).

    En samkvæmt verðskrá 365 er þetta svona:

    Stöð 2: 5.390 kr. á mánuði
    Sýn: 4.500 kr. á mánuði
    Sýn2: 4.390 kr. á mánuði

    Fjöldi M12 áskrifta:
    1: 5% afsláttur
    2: 20% afsláttur
    3: 25% afsláttur
    4: 30% afsláttur

    Ef þú ert bara með Stöð 2 í M12:
    5.390 kr. * 0,95 = 5.121 kr. á mánuði

    Ef þú ert með Stöð 2 og Sýn
    5.390 kr. * 0,8 + 4.500 * 0,8 = 7.912 kr. á mánuði

    Svo þegar þú ert komin með þrjár stöðvar í M12, þ.e. St2, Sýn og Sýn2:

    5.390 kr. * 0,75 + 4.500 kr. * 0,75 + 4.390 kr * 0,75 = 10.710 kr. á mánuði.

    Þeir segja að vísu að þú þurfir að bæta við þetta 2.798 kr. sem er munurinn á 10.710 kr. og 7.912 kr. Þeir taka því afsláttinn sem þú færð á Stöð 2 og Sýn við það að fara úr tveimur og upp í þrjár stöðvar (þ.e. úr 20% afslætti á hverri stöð og upp í 25% afslátt af hverri stöð) og reikna þann afslátt inn í verð Sýnar2.

    Þetta hlýtur að liggja í augum uppi. Í það minnsta fyrir útúrsningsvélina hjá 365 hf.

  46. Sælir

    Ég vitnaði í þessa umræði í nýjustu fréttina á http://www.arsenal.is ef það er í lagi, tek hana annars út.

    Eins spurning sem ég get ekki séð að hefur verið svarað.

    Verða BARA sýndir klassískir leikir þegar enginn bolti er í gangi? Það var roslaega þægilegt að hafa endurtekningar eins og hjá SkjáSport, ætli það verði ekkert um það hjá Sýn2?

  47. Það var líka skemmtilegt hvernig Pétur lék sér með prósendur í gær, var stundum mjög óþæginlegt að hlusta á hann. Sérstaklega þar sem hann er yfir fjársýslusviði 365. Hann er líka marg reyndur PR-maðúr, vonandi var það þess vegna sem prósendurnar þvældust fyrir honum.

    Ótrúlegast fannst mér þegar hann fór að túlka þessa rannsókn sem þeir gerðu hjá viðskiptavinum Sýnar. 80% viðskiptamönnum Sýnar hefðu Skjásport, hann náði að túlk með þeim tölum að mikil minnihluti þyrfti því að greiða hæstu upphæðina. Hann sagði ekki 20%, en það leit þannig út að hann var að meina það. Að sjálfsögðu hefði hann átt að gera könnun hjá þeim sem voru með Skjásport til að athuga hvort þeir væru með Sýn. Til að geta sýnt fram á staðhæfingarnar sem hann var að reyna að sína fram á. Ég túlkaði það þannig að hann var reyna að sína fram á það að við værum aðeins hávær minnihluti.

    Ég vil að lokum hrósa Einari Erni fyrir þessa útreikninga, sem eru réttir hjá honum, útkoman er ótrúleg. Fólk er nánast að láta hafa sig að fífli ef það tekur þessum bindisamning þegjandi og hljóða laust.

    Jafnframt eru tíðindin með landsbyggðina og leigu á HD lyklum alveg ótrúleg.

  48. Það fer ótrúlega í taugarnar á manni að fá engin svör frá Sýn nema þá í formi e-h drottningar-viðtals í Íslandi í Dag sem er udnir saman hatti og stöðin. Ég væri alveg til í að sjá Kastljósið fjalla aðeins um þetta mál.

    Í ummælum #33 kemur Stefán Bragi líka inná ótrúlegan punkt sem ég hef ekki heyrt um áður. Nú væri gaman að vita hvort að aðrir á landsbyggðinni þurfi einnig að sætta sig við skerta þjónustu að þessu tagi.

  49. Maður hefði haldið að þetta væri eitthvað sem þeir ættu að taka fram opinberlega. Ekki segja bara þegar þeir eru búnir að þröngva þessu upp á mann: ,,já, og á meðan ég man, þú færð bara aðgang að 60% af þjónustunni sem þú ert að borga fyrir”.

  50. Það hefur ekkert komið fram í þessari umræðu sem hefur sannfært mig um að kaupa þessa “þjónustu”. Ég sýndi meira að segja konunni minni sem hefur engan áhuga á fótbolta Ísland í dag í gærkvöldi, hún er í meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og ágæt í því að lesa í gegnum tölulegt kjaftæði og hún bara hló. Staðreyndin sem stendur eftir er því bara þessi: Við sem ekki kaupum annað en enska boltann tökum á okkur ca. 100% hækkun á milli ára. Mér dettur ekki í hug að kaupa Sýn eða Stöð2 þar sem það eru afskaplega fáir liðir sem ég myndi nýta mér af þeirra þjónustu. Ég get ekki trúað því að ég sé í fámennum minnihluta. Ef svo er þá skulda 365 miðlar mér það allavegana að sýna fram á það með einhverjum hætti.

    Pétur átti hins vegar gullkornið í gær þegar hann hélt því fram að þeir sem þyrftu að borga 4390 krónur væru bara þeir sem keyptu enska boltann í einn mánuð! Leiðrétting: líka 2 mánuði og 3 og 4 og 5 og 6 og 7 og 8 og 9 og 10…

  51. Það vantar bara sportbar, sem býður uppá almennilegan og sæmilega hollan mat – ég er ekki að fara að fá mér hamborgara með hverjum einasta Liverpool leik – til þess er mér of annt um útlit mitt.

    Vegamót / Thorvaldsen eða einhver staður með ámóta eldhús þyrfti að bjóða uppá leikina. Ég held að með reykingabanninu og þessari verðlagningu þá verði sportbarir verulega góður bissness.

  52. Ingi Björn: Ástæða þess að þeir tala bara við áskrifendur Sýnar eða 365 þegar könnun er gerð er því að þeir eru að spara og vilja fá tölur sem þeim líkar.

    365 má ekki tala við SkjáSport og fá uppgefið nöfn og þessháttar frá þeim til að gera könnun á því fólki. SkjárSport hefði þurft að gera svona könnun eins og þú talar um (sem auðvitað hefði gefið rétta mynd).

    Svo fara þeir ekki með þetta í Gallup sem hefðu hringt bara af handahófi í einhverja því það hefði kostað of mikinn pening. Það er svo létt að leika sér með tölfræði og láta hana líta vel út eða illa ef þess þarf.

  53. Einar Örn: Talandi um Sportbarina. Ég veit að sportbarirnir þurftu að borga 13.000 á mánuði fyrir að “fá” að sýna leikna. Þeir voru ekki óánægðir með þá fjárhæð, fannst það bara mjög sanngjarnt.

    Hvað ætli 365 vilja fá frá Sportbörunum???

  54. Tek undir með Einari Ö með matinn á sportbörunum, spurning hvort að Serrano geti ekki tekið undir sig þennan markað 😉

  55. Hilmar: Auðvita haga þær tölunum að vild. Það er til lýgi, hvít lýgi og tölfræði. Þegar tölfræði er notuð eins og var gert í gær, þá fær maður nettan aulahroll. Það eru örugglega einhverjir sem éta upp þau rök, sem þeir komu með í gær, en vonandi fáir.

    Ég er sammála að það vantar “Grand” íþróttabar. Með almennilegum mat og almennilegri aðstöðu. Núna er markaðsaðstæður, fyrir slíka starfsemi. Þannig Einar Örn og aðrir athafnamenn… Go for it…..

  56. Ég er búinn að fylgjast með umræðunni og lesa þræðina hérna vandlega þessu tengdu. Það sem upp úr stendur hjá mér og er deginum ljósara..sama hvernig 365 reynir að fóðra þetta allt saman. 365 keypti sýningarréttinn fyrir í það minnsta helmingi hærri upphæð en Skjárinn á sýnum tíma. Þar af leiðandi verða þeir að hækka verðið um helming.

    Ósköp einfalt. Nú er það bara undir okkur neytendum komið hvort við ætlum að láta þetta ÁSKRIFTARKJAFTÆÐI ganga yfir okkur. Síðan finnst mér alveg ótrúlegt að kalla sjónvarp 365 áskriftarsjónvarp þar sem það er ekki orðið möguleiki að horfa á eitt né neitt hjá þeim nema með endalausum auglýsingahléum. Áskriftarsjónvarp er öfugmæli í mínum huga.

    Ég mun í það minnsta ekki kaupa áskrift hjá þeim að einu eða neinu. Ég horfi kannski á færri leiki en það verður að hafa það. Ég fylgist bara betur með á netinu. Fer meira á pöbbinn (sem er mun meira aðlaðandi fyrir mig eftir að reykingabannið gekk í gildi) og heimsæki tengdó sem er eldheitur fótalúinn Púllari og því tilneyddur til að láta allt yfir sig ganga í þessum áskriftarmálum.

    Ég vona innilega að það verði sprenging í Sportbörum núna. Og ég í það minnsta myndi beina ferðum á staði sem byðu upp á hollan og einfaldan matseðil og helst ekki dýrari en ca. 1500 kr máltíðin.

    YNWA

  57. Ég er búinn að fylgjast með umræðunni og lesa þræðina hérna, ég er nú ekki alveg að skilja ykkur. En ef menn myndu nú taka röskin hjá sumum hérna sem eru bara nokkuð góð mörg hver þá værum við nokkuð fljót að komast að niðurstöðu. T.d. hérna í 62 hann talar um það að 365 hafi þurft að borga helmingi meira fyrir enska en eb en ef mig mynnir rétt þá þurfti 365 að borga 3xsinnum meira að sögn sjónvarpstjóra eb (magnúsar ragnarssonar eða hvað hann hét) þá sjáum við það að það gengur ekki upp fyrir 365 að selja öllum þetta á sama verði og eb gerði. Aðrir hafa sagt hérna að þeir komi til með að borga 200 krónum meira fyrir enska í á heldur en í fyrra, þá finnst mér að 365 sé nú bara að koma vel fram við viðskiptavini sína. Hvað haldið þið 365 og eb lentu í útboðsstríði haldið þið virkilega að ef enski hefði verið áfram hjá eb að verðið hafi ekki hækkað, nei örugglega ekki þeir voru ekki að rekað eb til að hann skilaði hagnaði. svona come on geri ráð fyrir því að flestir sem skrifa hérna inn séu eldri en 10 ára og séu svona meðal-vel-greindir og sjái það í hendi sér að þessi hækkun hafi ekki átt að koma á óvart. Það sem kom mér reyndar mest á óvart er það að hækkunin er ekki nema hvað 200 kr á mánuði ef þú ert með einhverja aðra áskrift hjá þeim. já ég er með Sýn fyrir til þess að sjá meistaradeildina (eru það ekki flestir). það sem kannski má gagnrína í þessu er það að maður skuli þurfa að vera með 12 mánaða áskrift en þeir lofa því að það verði einhver góð dagskrá þarna yfir sumarmánuðinaþá er þetta nú ekki mikið.
    Smá reiknisdæmi: segjum af því að ég er með Sýn fyrir þá kostar enski núna fyrir mig 2.837 kr ég var að borga held ég nærri 2.700 hjá eb segjum að munurinn sé 200 kr á mánuði.
    Ég borga 2×2.837 kr sem 11 og 12 mánuðinn og þar gerir 5.726 kr og deili því með 10 sem geri 572 kr þá er áskriftin að hækka fyrir mig um 772 kr á mánuði í þessa 10 mánuði þó að ég sé með hana í 12, já með 11 og 12 mánuðinn frítt (vona að menn skilji þetta en eins og ég sagði áðan þá geri ég ráð fyrir því að menn hérna séum allavega meðal-vel-gefnir og Liverpool menn eru nú þekkir fyrir það að vera vel-gefnir) 🙂

  58. Lalli, alveg eins og Doddi hérna fyrr ert þú bara alls ekki í sömu aðstöðu og langflestir sem hafa tjáð sig um þetta. Hækkunin til þín var eðlileg milli ára, ekki hækkunin til okkar hinna.
    Meira að segja misvel gefnir United aðdáendur geta skilið svoleiðis 🙂

  59. Lalli, þú ættir bara að skoða skoðunarkönnunina og þá sérðu að það er ekki flestir með Sýn eins og þú heldur fram.

    Og þetta sem þú kallar verðstríð er ekki hægt að kalla verðstríð. Því það er ekki verðstíð þegar annar aðilinn býður svo hátt að hinn dregur sig strax til baka. Þetta hefði aldrei átt að verða svona hátt og Sýn voru löngu búnir að gera þessa útreikninga g sá hversu hátt þeir gætu farið og tvöfölduðu það svo, svona til að tryggja það að þeir fengju réttinn.

    Finnst þér eðlilegt að Ísland borgaði 80 milljónir meir fyrir sýningarréttin en Noregur, Svíþjóð og Danmörk TIL SAMANS?

    Ef það eru einhverjir heimskir þá eru það 365 fyrir að hafa borgað allt allt allt fo mikið fyrir þennan pakka. Og ég geri nú fastlega ráð fyrir því að þeir sem sáu um þetta séu eldri en 10 ára, þó það geti leynst yngri pattar á spjallborðum.

  60. Vil bara benda þeim á sem ekki vita að það hefur verið hægt að horfa á enska
    boltann frítt á netinu, á http://www.myp2p.eu. Þar hafa í.þ.m verið sýndir margir leikir sem eru í beinni útsendingu. Ennfremur hefur verið hægt að nálgast meistaradeildina þar einnig.

  61. Nú eftir 400 atkvæði, sem hlýtur að vera nokkuð marktækt, þá hef ég reiknað út að meðalverð sem fólk er að borga fyrir veturinn er 40.453 krónur. Reikna þannig að þeir sem borga 4.390 kr. á mánuði borgi 10 mánuði en hinir 12 mánuði.

    Miðað við að þeir hafi borgað 1,3 milljarða fyrir réttinn, tala sem ég hef séð á nokkrum stöðum en ágætt væri ef einhver gæti staðfest frá áreiðanlegum miðli, þá þurfa þeir að selja 10.712 áskriftir á hverjum vetri til að borga réttinn upp. Svo eiga gríðarlegar auglýsingatekjur eftir að koma inn í þetta, t.d. eru 8 mínútur af auglýsingum strax eftir CL leiki. Segir okkur svosem ekki margt því rekstur á stöðinni og annað er mjög erfitt að gera grein fyrir.

  62. SVO LÁTUM VIÐ ÞÁ TAKA OKKUR Í ….. á endanum! Er það ekki? Einar Stefán B og Daði eru mennirnir sem mæla af kappi og rökstyðja mál sitt vel. Ég get fengi þetta aðeins hærra verði en í fyrra í gegnum M12 en mér dettur það ekki í hug þar sem fjöldinn þarf að blæða ( annað en hin sjálfselski Doddi – ég, ég, ég- she loves me)! Ömurlegt útspil og gamli maðurinn Pétur hjá 365 er hallæri í málflutning og Hilmar fellur í áliti, váá útsmoginn… eða er það vonlaus forstjóri sem toppar vonlausa stöðu? Ég SÉ YKKUR Á BARNUM Í VETUR FÉLAGAR – ef þið eruð sannir neytundur ( en þá er erfitt að finna á Íslandi)!!!!

  63. Svo eru 365 að stæra sig á því að syrktaraðilarnir, Coca Cola, Vodafone Iceland Express og svo eitt enn sem ég man ekki alveg í augnablikinu sé að strykja þetta big time, en níðast samt á okkur áskrifendunum.

  64. Ég er Og1 áskrifandi og fékk Sýn á 2000 kall og borgaði sama og aðrir fyrir EB. Nú fæ ég Sýn bara á M12 verði og þarf að bæta við Sýn2.
    Pakkinn hækkar semsagt um ca. 30.000 á árgrundvelli.
    Mín viðbrögð við okri 365 verða þau að færa símaviðskiptin heim til Símans og stunda Players og Ölver stíft, amk. framan af vetri.
    Þannig sýnir maður best 365 hug sinn, þarna eru tómir sjóðir og ef margir fara frá Vodafone af þessu tilefni….mín ársvelta er t.d. um 150.000 kr…

  65. Þetta er óþolandi. Og það að þurfa að borga fullt verð fyrir 3 rásir af fimm er stórkostlega heimskulegt. Bara af því að maður er búsettur á Akureyri. Halda þessir menn að þeir komist upp með allt?
    Ég er pirraður.

    Siggi O

  66. “annað en hinn sjálfselski Doddi … ég ég ég, she loves me” —

    mín ummæli voru sannarlega byggð á því sem kom gagnvart mér, síðan var ég að misskilja Einar og fleiri í útreikningum og mér var bent á að þetta væru hvort eð er smámunir þegar maður reiknaði dæmið aftur (þ.e. munurinn á því sem Einar benti á og ég). Ég er ekki mikið fyrir að grenja yfir tittlingaskít og sá því að mér og lofaði að vera skemmtilegri í næstu færslum – hef kommentað annarsstaðar og verið hress – hef heldur aldrei farið leynt með aðdáun mína á þessari bloggsíðu, sem hefur boðið upp á það að nöllarar eins og ég segi mína skoðun en auðvitað tek ég tillit til þess að það gildir ekki það sama um alla. “Doddi er tegund í útrýmingarhættu…” – ég hafði mjög gaman af þessu kommenti.

    En þegar einhver vegur að mér og kallar mig sjálfselskan, þá fer mér ekki að standa á sama. Ég bið því menn um að vera aðeins orðheppnari þegar verið er að skjóta á mann …

    Bestu kveðjur að norðan!

  67. Ég sendi þessum Pétri póst og spurði hann út í þetta og hann fullyrti að allar rásirnar næðust á Akureyri. Þá hringdi ég í þjónustuverið og konan sem svaraði fór og spurði tæknimann hvort það væri rétt en hann sagði nei. Þetta hef ég gert þrisvar sinnum og alltaf fengið þau svör að aðeins þrjár rásir náist á Akureyri. Hilmar Björnsson benti mér á Pétur varðandi dreifingarmál.

    Þetta er mjög furðulegt. Maður hefði haldið að hátt settir menn hjá fyrirtækinu ættu að vita þetta en tæknimennirnir, sem eru að vinna að því að leysa vandamálið, ættu líka að gera það. Þetta verður bara að koma í ljós um þarnæstu helgi. Þvílíkt fyrirtæki.

  68. Ég er búinn að bíða lengi eftir að þetta sé tekið fyrir hér á þessari frábæru síðu, og er feginn að sjá að langflestir eru á sama bandi og ég þ.e. að þessi verð hækkun er ekki líðanleg.
    Við þessu er bara eitt að gera og það er að kaupa EKKI Sýn2 !
    Ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta og er alveg nógu þrjóskur til að standa við það og læt ekki bugast þegar að PL byrjar og vonandi eruð þið þessir pirruðu nógu sterkir á prinsippinu til að láta ekki taka ykkur í ósmurt ra****tið !
    Fyrst að það er komin upp hér könnun sem ég svaraði 4390, þá væri svo gaman að fá aðra könnun þar sem spurðir væru eingöngu fyrrum áskrifendur Skjás Sports :
    Ætlar þú að kaupa áskrift að Sýn2 ?
    Mitt svar væri klárlega NEI, aldrei fyrir þetta verð !
    Sjáumst á pöbbunum !
    P.s.
    Ætli það verði ekki farið að rukka inn á pöbbana fljótlega þar sem þessi hækkun nær eflaust til þeirra líka ?
    P.s.s
    Sýn þessi fyrrum bjargvættur enska boltans hér á landi fer núna langleiðina með að drepa hann, skamm skamm !

  69. Þvílíkt annnað eins… þetta fyrirtæki kemst upp með allt.
    Ná meira segja frírri auglýsingu á því hvað verðið er “gott”…. í Þættinum Skandall í dag. Það hljóta allir að hafa séð í gegnum þetta þegar Pétur byrjaði að dúndra prósentutölum yfir blásaklausan almúgan, að þetta væri FIRRA.

    Og að ef rétt er að Ísland hafi borgað 80 milljónir meira en öll hin norðurlöndin til samans….. ja veit ekki hvað ég á að segja, orðlaus.

    Ég þarf að borga 4.390 og kaus það í könnuninni.
    Maður mátti samt vita það, að um leið og maður frétti að 365 væru komnir með enska boltann aftur, þá vissi maður að þeir mundu setja allt í pakka og reyna selja manni hann með “afslætti”, bara svo að maður kaupi meira……
    Þetta er fásinna og ég vona að allir standi saman, látum ekki allt yfir okkur ganga……

    p.s. Spurning hvort einhver þekki Björgúlf Gamla og fái hann til styrkja þetta :).

2 Pings & Trackbacks

  1. Pingback:

  2. Pingback:

Finnan framlengir

Leiva (ekki) með í dag (uppfært)