Yossi búinn að skrifa undir (staðfest), Babel á morgun (staðfest)

Jæja, það er svo sem ekki mikið meira um þetta að segja, en Liverpool hafa staðfest að [Yossi Benayoun er búinn að skrifa undir 4 ára samning](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N156349070712-1825.htm).

Ryan Babel mun skrifa undir [5 ára samning á morgun samkvæmt Liverpool mönnum](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N156347070712-1814.htm) – Liverpool er semsagt búið að komast að samkomulagi bæði við Babel og Ajax. BBC segja að verðið sé [11,5 milljónir punda](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/6285040.stm) – þannig að hann verður [þriðji dýrasti leikmaðurinn í sögu Liverpool](http://lfchistory.net/stats_transfers_top10_in.asp). Við færumst allavegana nær því að Nick Barmby og Chris Kirkland detti útaf listanum yfir 15 dýrustu leikmennina í sögu Liverpool.

34 Comments

  1. Ég er yfir mig ánægður með þessi kaup þótt ég hafi ekki alveg verið sammála því að fá Yossi í byrjun. Svo þegar maður pælir nánar í þessu að þá eru þetta snjöll kaup hjá Rafa sem og kaupin á Babel. Nú væri ég alveg til í að Heinze kæmi til að negla algjörlega vörnina hjá okkur.

  2. Já þetta er frábært og ég er ánægður að sjá Rafa fá sína menn.

    Varðandi þessi sumarkaup þá hafa margir sett útá þá ákvörðun að taka Voronin frjálsri sölu og einnig kaupin á Yossi.

    Ég er mjög ánægður með þær viðbætur á liðinu sem gerðar hafa verið en ef ég á að nefna eitthvað sem ég er pínulítið órólegur yfir, þá eru það þessi kaup á Babel.

    Hann er eflaust mikið efni og ég vona að hann þroskist og nái að vinna sér sæti í liðinu með afgerandi hætti. En það sem ég hef séð af honum, sem er reyndar lítið, þá virðist hann nokkuð “hrár” leikmaður. Miðað við youtube myndbönd sem ég hef einnig verið að skoða af honum og margir hafa verið að dásama, þá finnst mér ég oft sjá ansi skrítnar ákvarðanir hjá honum.

    Ég skynja það í kringum mig á öðrum LFC stuðningsmönnum að þeir bynda miklar vonir við þennan dreng strax á næstu tveimur tímabilum og ég vona svo sannarlega að þeir fái væntingum sínum fullnægt.

    Ég er samt dálítið efins verð ég að segja….

    Mestu máli skiptir samt að Rafa hefur fengið þá leikmenn sem hann vildi fá til liðsins og að því leyti er ég í skýjunum þessa dagana.

  3. Eiki gaman að sjá að þú ert jákvæður 🙂 hehe

    jam og þó svo að heinze sé hjá man udt.. þá vill ég fá hann til að þétta vinstri kantinn… sáttur við kaupinn en hef á tilfinninguni að meyra eigi eftir að gerast…. þar sem Benni er búinn að losa sig við alla pressu núna… með yfilýsinug um daginn með kaup á 2 í viðbót og svo ekki meyr… hann kemur með ein óvænt held ég..

  4. Ég hef ákveðnar efasemdir um þennan Babel en tek það fram að ég hef lítið séð til hans. Hann virðist vera sterkur náungi, með ágætis hraða en ekkert alltof mörg “trix” í farteskinu og þannig séð ekki sá teknískasti í bransanum. Hann virðist vera meira fyrir að setja undir sig hausinn og taka á sprett upp kantinn. Gonsalez var einmitt mikið í því á síðasta tímabili með slælegum árangri.

    En verðum við ekki að sjá hann spila áður en stóri dómur er kveðinn upp. Allavega virðist kaupverðið staðfesta þá trú sem Rafa Benitez virðist hafa á honum, 11.5 milljónir punda er engin skiptimynt!

    Mér líst ágætlega á Yossi sem mun breikka hópinn og gefa Rafa fleiri valkosti. Ég hef samt enga trú á að sumarkaupunum sé lokið og auglýsi eftir heimsklassa kantmanni sem keyptur verið til höfuðs Pennant. Ekki líta á það sem vantraust á Pennant, sem stóð sig vel í fyrra, en það verður að vera meiri samkeppni í þeirri stöðu.

  5. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá erum við með heimsklassa mann sem er oft að keppa við Pennant um stöðuna á hægri kantinum.

  6. Hver veit nema að við kaupum hægri kant og vinstri bakvörð í viðbót… þá er þetta nú orðið helv… massívur hópur. Reyndar tel ég ekki svo að við séum í “desperate” varðandi vinstri bakvörð þar sem við erum með Aurelio (meiddur), Riise og Insúa.

    Hvað varðar hægri kantinn þá erum við með Pennant, Gerrard, Voronin og Yossi.

    Þetta lítur vel út.

    Gonzalez er að ég held á leið til Spánar fyrir 3,5 milljónir punda.

  7. Glæsilegt greinilega metnaður í gangi og vonandi stendur Babel undir þessum verðmiða.

    Hinsvegar er ekki spurning að til þess að Liverpool verði í toppbaráttu þá þurfa allir leikmenn að vera öruggir á boltanum og Riise er bara greinilega veikur hlekkur, hann er alltof stirður spilari og hversu oft hefur maður ekki séð tempoið í sóknum Liverpool detta niður þegar hann fær boltann. Hinsvegar er hann áreiðanlegur og góður squad player en ég er nokkuð viss um að hann kæmist ekki í liðið hjá neinu af hinum topp 4. Það er alveg nauðsynlegt að hafa vel spilandi sóknarbakverði og Aurelio virðist alltaf meiðast og Insua hefur ekki mikla reynslu.

  8. Aðeins off topic.. er búinn að skrifast á við united mann.
    Hann sendi mér uppstillingu á ógnarsterku united liði og sagðist leggja lífssparnaðinn undir að þetta lið yrði meistari. Tek undir að þetta lið sem hann sendi mér er ógnarsterkt:

    Rooney – Tevez

    Giggs/Nani – Scholes/Anderson – Carrick/Hargreaves – Ronaldo

    Evra – Ferdinand – Vidic – Neville

    Van Der Saar

    Torres – Kuyt/Crouch

    Kewell/Babel – Mascherano / Xabi – Gerrard / Sissoko – Pennant / Yossi

    Riise – Agger – Carra – Finnan

    Reina

    Torrez (Torrez jafngóður og Rooney) – Kuyt/Crouch (Tevez betri)

    Kewell / Babel (jafn góður) – Mascherano / Xabi (betri en Scholes/ miklu betri en Anderson) – Gerrard/Sissoko (rústar Carrick og Hargreaves) – Pennant/Yossi (Ronaldo rústar þeim)

    Riise (betri en Evra) – Agger (verri en Ferdinand) – Carra (örlítið betri en Vidic) – Finnan (betri en Nevillle systirin)

    Reina (betri en Saar)

    Liverpool 6

    Scum utd 3
    Rúst

    Síðan er hægt að láta Gerrard spila á kantinum eða frammi þá verður núllast út einn sigur Scum utd. Mascherano og Xabi vinna miðjustöðurnar samt þó að besti miðjumaður heims fari á kantinn eða framm. 7-3.

    Síðan má united eiga það að þeir eru með töluvert meiri breidd í vörninni.

  9. Kom töluvert verra út en til stóð!!

    var með línur til aðgreiningar og annað en.. allavegana.
    Áfram Liverpool

  10. Hvurnig er það, er ekki lengur hægt að setja inn myndir með fréttum?
    Væri t.d. gaman að sjá mynd af Babel með frétt sem þessari, tala nú ekki um konuna hans.

  11. Það er fullkomlega sorglegt að horfa upp á undarleg leikmannakaup Liverpool enn eina ferðina. Torres reyndar er snillingur en annað sem tengist leikmannakaupum okkar er metnaðarlaust. Ég er kominn á þá skoðun að benitez geti ekki unnið PL. Ástæðan er einföld. Rotation kerfið hjá honum er því miður rotið. Það var frægt í fyrra þegar hann var að “hvíla” leikmenn í september. Hann er reyndar einnig með Houllier heilkennið að kenna öllum öðrum um nema sjálfum sér. Því fyrr sem hann fer frá félaginu því betra. Því miður.

  12. Hörður, að hvaða leyti eru leikmannakaupin sorgleg? Ég sé lítið að þeim leikmönnum sem hann keypti, þótt auðvitað eigi eftir að koma í ljós hvort strákur eins og Ryan Babel nær að réttlæta þennan verðmiða. En efnilegur er hann.

    Hvað hefði mátt betur fara? Hvernig lýsir Houllier-heilkennið hjá Benítez sér í sumar? Ég er bara svo ósammála þér að ég er forvitinn að vita hvernig þú sérð þetta.

  13. Verð að viðurkenna að ég er spenntur fyrir Babel, tel hugsanlegt að við höfum þar náð í hörkumann. M.a telur Marco van Basten að hann sé hinn nýji Henry. Drengurinn kominn í hollenska landsliðið fyrir nokkru síðan þó aðeins 20 ára sé og búin að spila með aðalliði Ajax að mér skilst síðan 17 ára. Er sagður flinkur og fljótur og virðist skora dálítið af mörkum. Vonandi á hann eftir að blómstra hjá okkur. Varðandi önnur kaup sumarsins þá er Torres náttúrulega hörkuleikmaður sem virðist hafa rétta hugarfarið og á eflaust eftir að standa sig mjög vel. Síðan veit maður ekki með þennan brassa, valin bestur í braselísku deildinni og gæti verið góður, þarf eflaust tíma til að aðlagast og hugsnlega verður eitthvað úr honum. Er ekkert sérstaklega spenntur fyrir Yossi B verð að segja það en vona að það reynist rangt. Síðan spurning hvort við kaupum annan kantmann, það væri gott, ef ekki þá vonandi heldur Pennant bara áfram að bæta sig en mér fannst hann allur vera að koma til sl. season er á leið. Amk erum við búnir að styrkja okkur að ég tel verulega og vonandi náum við að loka bilinu eða minnka það verulega á Man utd og Chelsea sem reyndar bæði hafa fengið til sín og eru að fá til sín mjög góða leikmenn. Áfram Liverpool og nú er bara að fara og versla sér Torres eða Babel treyju.

  14. Ég er þreyttur á því Kristján Atli að við skulum ekki leika þann bolta sem við vorum þekktir fyrir áður. “pass and move” það er alltof mikil áhersla á að halda markinu hreinu. Mér fannst mjög dapurt að sjá á eftir Steve Heighway úr akademíunni. Samlíkingin við Houllier finnst mér eiga rétt á sér. Hann keypti handónýta Frakka og Afríkumenn. Rafa kaupir Spánverja og s-ameríkumenn. Ég veit of lítið um Babel til að tjá mig en verðmiðinn er fáránlega hár, Yossi er miðlungsleikmaður. Ég hefði viljað sjá M.Owen koma og síðan skil ég ekki þessa varnartengiliðs maníu í Benitez. Ég vil sjá hugmyndaríkari sóknarleik og útfærslu á honum verður að vinna að. Ég vil frekar vinna 3-2 en 1-0. Svo er ég pínu þreyttur á því að Rafa sýni enginn svipbrigði þegar við skorum. Það er í lagi að brosa stundum og klappa. Ég var 24 ára þegar við unnum titilinn síðan og gerðum það með stæl og elegans. Ég tel að við verðum 12-18 stigum á eftir MU og 8-9 stigum á eftir Chelsea. Kalt mat.

  15. Hörður Magnússon, það þýðir ekkert að lifa í fortíðinni. Fólk er ekki að ná þessu, OWEN ER EKKI AÐ KOMA!

  16. Stefán við erum stoltir af okkar fortíð. Ég skil ekki afhverju við höfum ekki keypt markaskorara. A la Owen, Crespo osfrv. Svo kaupum við eintóma evrópska táninga í akademíuna bíddu hægur höfum við ekki unnið FA Youth Cup undanfarin 2 ár með breska stráka í meirihluta. Benitez er búinn að vera á fjórða ár og við erum enn með sama hugarfarið- Halda markinu hreinu!! Hvar er framþróun leikstílsins.

  17. Ég held að við getum alveg slakað á þessum Michael Owen draumórum. Það er að vissu leyti dálítið skrýtið að menn oft í sömu setningu tala um að við eigum engan almennilegan vinstri kant (vegna þess að Kewell er alltaf meiddur) en að við eigum svo að kaupa Michael Owen!

    Ég er alveg sammála því að ég á oft erfitt með að átta mig á þeirri áráttu hjá Benitez að kaupa varnarsinnaða miðjumenn og því líka að hann sjái Sissoko sem sóknarsinnaðan.

    En ég er samt eiginlega kominn á þá skoðun að Benitez sjái fyrir sér 4-5-1 sem sterkustu uppstillinguna, eða þá hugsanlega 4-3-3. Þá alltaf með Gerrard, Macsch og Alonso á miðjunni (besta miðja í heimi, by the way) og svo annaðhvort Pennant & Babel/Kewell á köntunum og Torres einn frammi eða þá þriggja manna framlínu með Babel / Torres / Kuyt.

    Ég er alveg sammála því að við eigum að vera stoltir af fortíðinni og ekki sætta okkur við meðalmennsku. En ég er alls ekki sammála því að þetta hafi verið slæmt sumar. Að mínu mati er Rafa akkúrat að styrkja veikustu hluta liðsins.

    Það er svo líka furðulegt að sjá menn (ekki endilega þig, Hörður) dásama það að United borgi gríðarlegar upphæðir fyrir Nani og Anderson, en bölva því svo hvað Babel er dýr.

  18. Ég er ekki sammála því að hugarfarið er alltaf að halda hreinu. Ég man ekki betur en að við höfum svo gott sem alltaf verið sterkari liðið gegn stóru liðunum þrátt fyrir að við höfum tapað (kannski ekki seinni leikurinn gegn Barca). Góð dæmi er til dæmis O’Shea leikurinn gegn United og úrslitaleikurinn gegn AC Milan.

    Mér fannst við oftast liðið sem átti fleiri færi en oftar en ekki vildi boltinn ekki inn. Hann spilaði nú allavega 4-4-2 allt tímabilið, eitthvað sem menn voru búnir að grátbiðja um. Menn vilja bara alltaf meira og meira, eðlilega.

  19. Ég er ekki sammála því að hugarfarið er alltaf að halda hreinu. Ég man ekki betur en að við höfum svo gott sem alltaf verið sterkari liðið gegn stóru liðunum þrátt fyrir að við höfum tapað (kannski ekki seinni leikurinn gegn Barca)

    Ég var nú á Anfield á þeim leik og Liverpool var klárlega betra liðið

  20. Hörður, ég get tekið undir sumt hjá þér en annað ekki. Ef þú spyrð mig hvort Rafa hafi gert rétt í að kaupa Fernando Torres á 20m frekar en að veðja á Michael “meiðsli” Owen fyrir 10m þá held ég að hann hafi gert hárrétt. Reyndar gætum við flokkað kaup sumarsins niður á eftirfarandi hátt:

    1. Við höfum mann sem leiðir vörnina, Carragher. Við höfum heimsklassaleikmann sem leiðir feykisterka miðju, Gerrard. Okkur vantaði hins vegar leikmann sem gæti leitt sterka sóknarlínu, mann sem væri eins og þeir sem maður hefur horft öfundaraugum á síðustu árin – Henry, Shearer, van Nistelrooy, Rooney, Eto’o og fleiri slíkir. Fernando Torres er slíkur leikmaður. Nú erum við með leiðtoga í vörn, á miðju og í sókn.

    2. Luis García fer, en hann var leikmaður sem var fjölhæfur og fær um hið óútreiknanlega. Hann var í sjálfu sér aldrei nægilega góður/stöðugur til að vera fastamaður í byrjunarliði Benítez en það var vart hægt að biðja um betri “tólfta mann” í hópinn. Yossi Benayoun kemur til okkar til að fylla það skarð.

    3. Robbie Fowler fer, Andriy Voronin kemur inn og bætir því framlínuna. Voronin hefur ekkert í Fowler að segja þegar Fowler var uppá sitt besta, en hann var orðinn þungur og kraftlaus á síðasta vetri og því er þetta skref uppávið hvað breidd framlínunnar varðar.

    4. Dudek fer, Carson kemur til baka í staðinn og Nikolaj Mikhaylov kemur einnig. Við erum sem sagt að auka og bæta breiddina í markinu.

    5. Bolo Zenden fer, leikmaður ársins í brasilísku deildinni og fyrirliði U-21s árs landsliðs Brasilíu kemur í staðinn. Það á svo sem eftir að koma í ljós, en þetta er líklega skref uppávið auk þess sem þetta er skref til framtíðar. Ef Lucas stendur undir væntingum verður þetta jafnvel risavaxið skref fram á við.

    6. Að lokum, þá fór Mark Gonzalez og Ryan Babel kemur í staðinn. Við vitum það ekki fyrr en á reynir, en ég hreinlega trúi ekki öðru en að þetta sé skref uppávið. Mark Gonzalez er sennilega sá leikmaður, í stjórnartíð Benítez, sem hefur valdið mestum vonbrigðum. Hann náði sér aldrei í gang hjá Liverpool. Þannig að ef Babel stendur undir væntingum erum við að bæta þessa stöðu talsvert, auk þess sem þetta er stórt skref til framtíðar því Babel er – eins og Lucas – mjög ungur.

    Þegar við byrjuðum leiktíðina í fyrra var Rafa með fullskipaðan hóp, þ.e. nóg af mönnum í hverja stöðu. Það voru hins vegar leikmenn innan liðsins sem annað hvort voru ekki nógu góðir til að berjast um stöðu í aðalliðinu – eins og Dudek, Zenden og Fowler – eða leikmenn sem ollu vonbrigðum, eins og Gonzalez og Paletta. Ef við gerum ráð fyrir að Rafa eigi eftir að kaupa einn varnarmann í viðbót og senda Paletta á lánssamning í a.m.k. ár, þá er hann endanlega búinn að bæta allar þær stöður í hópnum sem ollu vonbrigðum eða voru ekki nógu sterkar í fyrra.

    Enn og aftur, við getum aldrei sagt með vissu hvort einhverjir af nýju mönnunum valda vonbrigðum, en Rafa kom greinilega auga á veiku hlekkina í hóp sínum á síðasta tímabili og hefur stigið nauðsynleg skref til að láta þá leikmenn fara og fá nýja í staðinn. Hvernig í ósköpunum það getur talist vera lélegt sumar á leikmannamarkaðnum skil ég ekki. Rafa hefur gert allt rétt í sumar, að mínu mati.

    Hvort liðið er að spila nógu skemmtilegan bolta eða hvort þetta reynist árangursríkt er síðan umræða fyrir síðari tíma og/eða annan spjallþráð. Ég ætla ekki að kasta titlinum á glæ þann 13. júlí, eða 29 dögum áður en þú, Hörður, og félagar þínir á Sýn hefjið útsendingar á fyrstu umferð Úrvalsdeildarinnar. Ég tek undir það með öllum að Rafa Benítez verður að standa undir væntingum í vetur, tíminn er núna, en það er bara ekki rétt að dæma hann í miðjum júlí. Sumir hefðu kannski viljað sjá fleiri stórstjörnur eða fræg nöfn koma til liðsins en að mínu mati hefur Rafa staðið hárrétt að þessu í sumar. Í vetur er svo komið að því að sýna árangur.

  21. 4-5-1 leikaðferðin er varnartaktík, ég vil sjá okkur spila 4-4-2 við erum alltaf að setja auka miðjumann til þess að halda markinu hreinu. Við eigum að sækja á 6-7 mönnum.

  22. Ég er sammála mörgu sem þú segir Kristján Atli, auðvitað er langt í mót en mér finnst gaman að setja fram hluti og hrista aðeins upp í umræðunni. Ég er gríðarlegur púllari, auðvitað eru einhverjir harðari, en mér finnst það í góðu lagi að eiga skoðanaskipti. Ég upplifði það nokkrum sinnum eftir áramót að horfa upp á liðið í Premier League gersamlega andlaust ég nefni því til stuðnings leik okkar gegn Aston Villa á Villa Park sem er einn mesti rababari sem ég hef séð í langan tíma hjá sigursælasta félagi Englands.

  23. Hörður, þú getur ekki bara valið úr þá leiki sem henta gagnrýninni. Hvaða leikur var sá næsti sem liðið lék á eftir Aston Villa-leiknum? 4-1 sigur gegn Arsenal, og svo 3-0 útisigur á PSV Eindhoven í kjölfarið. Jú, liðið lék illa á köflum í fyrra og olli enn og aftur vonbrigðum í deildinni, en jafnteflið við Villa var meira undantekning en regla.

    4-5-1 er ekki alltaf varnarsinnað kerfi. 4-5-1 miðast að því að ná stjórn á leiknum, og þá sérstaklega á miðsvæðinu, og byggja sóknir á því kerfi. Það hefur til dæmis alltaf farið í taugarnar á mér að menn segja Chelsea spila 4-3-3 en Liverpool spila 4-5-1, þegar Chelsea hafa verið með Drogba einan frammi og t.d. Robben og Cole á köntunum með þrjá miðjumenn, á meðan Liverpool hafa verið með t.d. Crouch einan frammi og Kewell og Gerrard á köntunum með þrjá á miðjunni. Þetta er sama leikkerfið.

    Að því sögðu, þá spilaði Rafa ekki alltaf með 4-5-1 í fyrra, né heldur í hittífyrra. Fyrsta árið sitt spilaði hann yfirleitt með 4-5-1 en það var vegna þess að á löngum köflum var Milan Baros eini framherjinn sem gekk heill til skógar. Um leið og Morientes, og svo loks Crouch og Kuyt, mættu á svæðið tók hann upp 4-4-2 með Gerrard á kanti (og nú undir það síðasta Pennant). Miðað við að hann ætlar að spila í vetur með Torres, Kuyt, Crouch, Voronin og Babel í sínu liði myndi ég telja að hann muni nota 4-4-2 oftar en 4-5-1, en þó gæti hann alltaf átt til að nota síðarnefnda kerfið þegar vel á við. Liðið fór til dæmis til Barcelona og vann útisigur með 4-4-2 leikkerfinu, á meðan það vann sigur gegn Chelsea í Cardiff fyrir tæpu ári í Góðgerðarskildinum með Crouch einan frammi, ef mig minnir rétt.

  24. Nú vil ég taka annað dæmi inní þetta. FH, sem er besta sóknarlið á Íslandi, spilar 4-3-3 (4-5-1) sem er sama kerfi og Benitez vill spila og ekki kvarta menn yfir því að FH spili varnartaktík.

  25. Þetta kerfi veltur bara á því hversu vel það virkar. Þegar Chelsea voru að rústa deildinni með Drogba einan frammi kvartaði enginn yfir að þeir væru leiðinlegir, enda Robben með einkasýningu um nær hverja helgi og miðjan þeirra skoraði meira en nokkur önnur miðja í Evrópu. Ári síðar var Schevchenko kominn og Mourinho farinn að reyna 4-4-2 með enga kantmenn en tvo framherja, og ekkert gekk. Liðið var orðið óskapandi og fyrirsjáanlegt og þurfti nær allan síðasta vetur að treysta á einstaklingssnilli Drogba til að halda sér á lífi í titilbaráttunni.

    Þegar 4-5-1 virkar eins og við höfum séð það virka á köflum hjá Rafa og Liverpool er það flæðandi og skemmtilegt sóknarkerfi. Þegar það virkar ekki eru menn hins vegar fljótir að rúlla út ásökunum um að Rafa sé leiðinlegur og varnarsinnaður. Þetta er að mínu mati svipuð umræða og með svæðisvörnina í hornspyrnum. Í þetta eina skipti á ári eða eitthvað álíka sem lið skora gegn okkur eftir föst leikatriði vilja menn alltaf rökræða í heila viku hvort Rafa sé ekki í ruglinu með þessa svæðisvörn, en í hinar fimmtíu-og-eina vikuna á ári sem sú vörn virkar gallalaust hrósar henni enginn.

  26. Hann hefur verið að rótera taktíkinni stundum 4-3-3 með afbrigðum síðan 4-1-2-2-1 osfrv. Það sem ég vil sjá er meira vængspil við erum með menn sem geta tekið klárað Torres, Kuyt, Crouch reyndar hafa tveir síðasttöldu haft of miklar varnarskyldur og vil ég sjá þá meira inn í vítateignum þegar fyrirgjafirnar koma það er of mikið af því að aðeins 1 eða 2 séu inn í teig þegar á að klára sóknir. Við spilum meiri sóknarbolta en Chelsea en það er ekki mælistikann. Við getum ekki sætt okkur við lengur að mótið sé búið í sept-okt það er einfaldlega óásættanlegt

  27. Það er rétt FH spilar 4-3-3 en ég myndi vilja sjá 2 hreinræktaða sóknarmenn spila saman upp á topp einstaka sinnum. Það er gott að geta stundum verið fjölbreytilegur.

  28. En við erum allavega sammála um það að FH eru frábærir. 🙂

    Annars er ég alveg sammála þér í því Hörður að í vetur verður Rafa ekki hlíft við neinni gagnrýni ef hann er dottinn snemma úr leik um titilinn á Englandi. Jafnvel þótt hann fari aftur alla leið í Meistaradeildinni eða ensku bikarkeppninni þá verður allt vitlaust ef við erum enn og aftur orðnir einhverjum 10+ stigum á eftir toppliðunum í október, enn eitt árið. Um það erum við sammála. Nú er karlinn búinn að vera stjóri í þrjú ár og í sumar hefur hann fengið pening til að kaupa hvern þann sem hann vildi. Hann verður að standast væntingarnar.

  29. Við spiluðum 4-5-1 gegn Arsenal á Anfield, sem var án efa besti leikurinn í ensku deildinni. Við gjösamlega yfirspiluðum Arsenal liðið.

  30. Ég er sammála mörgu sem Hörður segir. Fannst Kuyt oft á tíðum sinna of miklum varnarskildum. Ég vona að Benítez spili 4-4-2 og þá með Torres – Kuyt/Voronin/Crouch upp á toppnum. En það þýðir ekkert að vera svartsýni í júlí, við Liverpool menn erum alltaf bjartsýnir og höfum trú á okkar liði.

One Ping

  1. Pingback:

Carra og Phil Neville

Babel skrifar undir 5 ára samning (Staðfest)