Hvað næst?

Búið að landa þeim stóra, og nú spyrja flestir, hvað næst? Ég held að það sé alveg morgunljóst að Rafa er ekki hættur í sínum leikmannakaupum þetta sumarið. Hann var óvenju berorður í dag þegar hann var spurður að því hvað væri næst á dagskrá. “Wingers” var svarið. Takið líka eftir því að hann segir ekki Winger, heldur var hann með þetta í fleirtölu. Hvort hann átti þar við að það væru nokkrir kostir í stöðunni til að kaupa einn slíkan, eða hvort hann sé að stefna á að kaupa fleiri en einn kantmann, er ekki gott að segja til um. Ég persónulega túlka orð hans þannig að hann vill bæta við fleirum en einum slíkum.

Bellamy virðist vera pottþétt á útleið, Cissé að fara, Pongolle farinn, Dudek farinn, Fowler farinn, Zenden farinn, Garcia Farinn og Gonzalez að fara (vona að ég sé ekki að gleyma neinum). Þetta gera 6 leikmenn sem fara út úr aðalliðshópnum okkar. So far má segja að fjórir hafi bæst við í staðinn. Carson er kominn tilbaka í stað Dudek. Torres er tekinn við af Bellamy. Voronin kemur inn fyrir Fowler. Lucas kemur inn fyrir fyrir Zenden. Ég tel ekki Leto hérna upp þó ég hugsi að hann fari klárlega strax að banka á aðalliðsdyrnar á næsta tímabili. Þannig að það á ennþá eftir að fylla stöður þeirra Speedy og Luis. Ef Rafa kaupir bara einn stóran í viðbót, þá reiknar hann greinilega með Leto sem aðalliðsmanni á næstu leiktíð. Ef hann kaupir tvo, þá fer fyrst að hitna í kolunum.

En þá er það stóra spurningin, hverjir? Malouda hefur hreinlega strokað sjálfan sig út af listanum með ástarjátningu sinni á Chelsea. Ég er persónulega alltaf hrifinn af mönnum sem eru jafnfættir og geta spilað hvorn kantinn sem er. Robert Pires var t.d. að upplagi hægri kantur að mig minnir, en spilaði glimrandi vel á þeim hægri. Þá kem ég að þeim tveim nöfnum sem ég er spenntastur fyrir. Þeir búa báðir yfir þeim eiginleika að geta spilað hvorn kantinn sem er, annar er að upplagi réttfættur og hinn örfættur. Annar spilar á Ítalíu og hinn í Portúgal. Auðvitað er ég að tala um þá Mancini og Simao.

Simao hefur lengi verið á óskalista Rafa. Hann er gífurlega teknískur leikmaður og einn sá allra besti í föstum leikatriðum (eitthvað sem okkur vantar sárlega), er fyrirliði liðs síns og mikill leiðtogi á velli og getur sett þau nokkur af kantinum. Hann er örfættur að upplagi en hefur oftast verið að spila hægra megin með Benfica. Ég gæti alveg trúað því að 14 milljón punda boð myndi tryggja okkur þjónustu hans. Sem sagt, efstur á mínum óskalista.

Mancini er réttfættur að upplagi (eftir því sem mér skilst) en telst eins og Simao vera nánast jafnfættur. Hann hefur spilað einar 5 stöður fyrir lið sín og staðið sig vel í þeim öllum. Hann er oftast á öðrum hvorum kantinum (oftar á þeim hægri) en hefur einnig spilað báðar bakvarðarstöðurnar og eins einhverja leiki sem framherji. Mancini er einn af þessum töframönnum með boltann. Hann er afar fljótur og býr yfir mörgum trixum. Hann er góður þegar kemur að fyrirgjöfum og myndi bjóða okkur upp á eitthvað sem ég tel liðið okkar ekki hafa nægilega mikið af í dag. Þ.e. einhverri snilli sem getur hreinlega klárað jafna og spennandi leiki upp úr þurru.

Fleiri nöfn hafa verið uppi á borðinu. Quaresma er eitt af þeim. Ég hef persónulega engan áhuga á þeim kappa. Þá leiki sem ég hef séð með honum þá hefur hann hreinlega virkað latur á köflum og svo hefur maður lesið ýmislegt sem bendir til prímadonnustæla (þó svo að auðvitað sé það bara eitthvað sem maður les og þarf ekkert að vera satt). Ef maður ber hann saman við Simao, þá held ég að attitude sé einfaldlega gjörólíkt, enda annar þeirra fyrirliði síns liðs og virtur sem slíkur.

Youssi Benayoun er svo annar. Ég verð að viðurkenna það að kaup á honum kitla mig talsvert. Það eina sem ég sé við hann er að hann er ekki svona natural kantmaður eins og hinir. Hann hefur spilað þar með ágætum árangri, en hann er bestur í “holunni” eins og hann litli Luis okkar var. Engu að síður er hann afar leikinn og skemmtilegur að mínu mati og væri góð viðbót við hópinn. Hann hreinlega brilleraði á sínum tíma í úrslitaleiknum á móti okkur og hefur marg oft sýnt hversu hæfileikaríkur hann er. Hann er þó klárlega fyrir aftan þessa tvo fyrstu í röðinni hjá mér. Helsta áhyggjuefnið með hann er óstöðugleikinn, en hann fylgir nú oft svona leikmönnum.

Sem sagt, hef ekki hugmynd eins og staðan er í dag. Mínar óskir samt komnar á blað og nú er bara að sjá hvort Rafa veiti mér þær 🙂

23 Comments

  1. ég vona að Rafa haldi áfram að kaupa þá leikmenn sem mig langaði mest í Torres,alves og simao………..

  2. Einhverstaðar las ég frá þjóðverja að við værum að vanmeta Voronin stórlega, hann er víst ekki bara sóknarmaður og getur líka vel spilað í holunni eða jafnvel á könnunum. En hann sé líka mikill vinnuhestur, jafnvel meiri en Kuyt. Hvað sem svo er rétt í því veit ég ekki, en miðað við það sem ég hef lesið um hann þá lýst mér ekki eins illa á hann og í upphafi.

  3. hvað með Dani Alves er það alveg búið ??? reyndar talað um að Chelsea séu hættir við að fá hann þar sem Sevilla krefst 20 milljóna punda fyrir hann, ég er ekki að sjá það gerast að öðrum 20 milljónum sé spanderað sisona. Finnst verðmiði á bilinu 10-15 millur raunhæfari

    mér sýnist þetta líta þannig út að það komi einn dýr vængmaður (10-15 mills) og einn “ódýrari” (max 5 millur (t.d. benayoun) )… síðan mundi ég ekki slá hendinni á móti jaxli í vinstri bakvörðinn eins og Heinze, sem getur líkað spilað hafsent, þó ég hafi nú ekki mikla trú á þeim sögusögnum (þá er hægt að spila Riise oftar á vinstri vængnum)

  4. Ég hef séð Alves vera orðaðan sterklega við Real Madrid. Marca eru t.a.m. í mikilli baráttu fyrir honum til Madrid.

    Annars er það ekki bara borðleggjandi að Bellamy verður seldur núna til West Ham og að við fáum Benayoun plús pening uppí kaupverðið. Mér finnst það augljóst þar sem að koma Torres gerir brottför Bellamy mögulega og brottför Garcia gerir komu Benayoun mögulega.

  5. Mer list vel a plon Rafa, nakvaemlega tad sem vid turfum, kantmann/menn sem geta tekid menn a og brotid upp varnir!! Ad visu byr Kewell yfir tessum haefileika tegar hann er heill og ef hann verdur an meidsla i vetur er ekkert ad tvi ad hafa sma samkeppni i lidinu um stodur. Sabrosa og Mancini lita vel ut, thratt fyrir ad mer finnist Sabrosa stundum ekki vera nogu duglegur ad taka menn a. Nu er bara ad bida og sja, en ef vid faum tessa 2 kantmenn, tel eg okkur vera komna ansi langt med ad mynda lid sem getur gert atlogu ad titlinum. Spennandi timar framundan hja okkar monnum og eg hlakka til agustmanadar!!!:)

  6. draumurinn minn væri Schweinsteiger. Ég hef reyndar mjög lítið séð hann linkaðan við okkur og hann væri líka líklega of dýr.

  7. Ekki að þetta sé beintengt færslunni hér að ofan, en mér finnst samt ástæða til að skúbba þessu.

    FJANDANS MAN UTD ERU BÚNIR AÐ LANDA TEVES

  8. Persónulega er mér alveg sama hvern þessara kantara hann kaupir, það vantar bara menn í þessar stöður og það STRAX, Kewell er og verður aldrei sá sami og áður og Pennant er bara ekki nægilega góður fyrir lið eins og Liverpool ! Quaresma – Sambrosa – Mancini – Alves – Svænstæger – SWP – o.fl – o.fl. eru allir betri kostir en það sem fyrir er í herbúðum L´pool.

  9. Kewell er ekkert síðri leikmaður en SWP, betri ef eitthvað er… hef ekki séð nógu mikið til hinna en menn eins og Simao og Quaresma stóðu ekki undir væntingum hjá stórliði Barca, því spyr maður sig hvort þeir gætu staðið sig hjá stórliði Liverpool

    Alves finnst mér vera mest spennandi kosturinn en því miður virðist hann vera allt of dýr

  10. Sigursteinn; ég er reyndar ekki viss um að Simao sé örvfættur að upplagi, finnst eins og hann sé réttfætur minnir mig. En það skiptir ekki öllu. Ég persónulega vildi frekar fá Quaresma til liðsins, miðað við það sem ég hef séð, flinkur og svipar mjög til C.Ronaldo á velli. Algjör match-winner, sem Simao er reyndar líka.

    Toni: Þegar BBC kemur með svona frétt, eins og um Tevez í þessu tilfelli, þá eru ansi sterkar líkur á því að það sé rétt – þeir hafa það góða kontakta.

    Liverpool Kveðjur!

  11. Persónulega finnst mér Pennant alls ekki síðri en SWP. Hef aldrei skilið almennilega þetta hype í kringum þann dreng. Átti eitt virkilega gott tímabil hjá City, en hefur síðan þá setið á tréverkinu hjá Chelsea, þ.e. þegar hann hefur á annað borð komist í hópinn.

    Varðandi þá félaga frá Portúgal, þá fóru þeir mjög ungir til Barca og voru ekki að fitta inn þar. Quaresma var með mjög brenglað attitude, en manni skilst að þar hafi orðið mikil breyting á hjá nýjum þjálfara hjá Porto og hann sé allur annar.

    Varðandi Alves, þá hef ég talsverðar efasemdir um hann þar sem hann er meiri bakvörður/wing back fremur en sá kantmaður sem ég hefði viljað sjá. Ótrúlega hæfileikaríkur, en er ekki þessi týpa sem er að hlaupa upp að endamörkum og koma með góðan kross fyrir. Kannski getur hann blómstrað í nýrri stöðu kantmanns, maður veit ekki. Ég hef þó meiri trú á því að keyptur verði ekta kantari.

    Rick Parry svaraði orðrómnum um Quaresma með þessu eina orði: “Nonsense”.

  12. Það er alveg ljóst að SWP hefur alls ekki afrekað meira en Pennant. Hvort hann gæti orðið betri en auðvitað erfitt að segja til um en hann er og verður aldrei þess virðist sem hann var keyptur á til Chelsea, 21 milljónir punda.

    Pennant kom mér skemmtilega á óvart í vetur en þess ber að geta að ég hafði ekki miklar væntingar til hans. Get vel séð Pennant verða góðan “squad leikmann” í hvaða liði sem er.

    Það er ljóst að Rafa er að setja allt í að kaupa kantmenn og verða þeir alla vega tveir. Bæði Kewell og Pennant verða í Liverpool í vetur en munu fá gríðarlega samkeppni, það er á hreinu. Meiri samkeppni en frá Riise, Finnan og Gonzalez.

    Ég treysti Rafa og hans fólki fullkomlega fyrir því að finna kantmenn fyrir okkur. Tel einnig alveg ljóst að Liverpool er í dag með miklu meira aðdráttarafl en fyrir 3-5 árum síðan. Ekki bara eru meiri peningar í félaginu heldur er það orðið stöðugt topplið á evrópska vísu.

    Mancini og Simao, já takk.

  13. Varðandi Tevez…. ég, kannski líkt og SSteinn, hef mínar heimildir. Mér skilst að það verði orðið útséð um þessi mál á mánudag.

  14. Ég hefði nú frekar viljað Tevez á Anfield frekar en Torres..
    Reyndi okkar maður ekkert að ná í Tevez..?
    þyrftum að eyða litlum aur í hann, Senda Bellamy uppí..

    maður spyr sig..

  15. Hvernig færðu það út Egill að við hefðum þurft að eyða litlum aur í hann? Held að það sé fjarri lagi. Ég er hrifinn af Tevez sem leikmanni, en ég er engu að síður á því að Torres komi inn með hluti sem okkur skorti meira. Torres er meiri svona “striker” heldur en hinn. Engu að síður þá er Tevez frábær leikmaður, en hjá mér er Torres ofar á listanum.

    Fyrir nú utan það þá vildi Torres virkilega koma og spila hjá okkur, neitaði öðrum og betri tilboðum því hann vildi bara fara til eins félags færi hann frá Atletico. Tevez er aftur á móti annálaður stuðningsmaður Man Utd og því liggur þetta nokkuð beint við ekki satt? 🙂

  16. Djöfull er ég sammála þér SSteinn, ótrúlegt hvernig Pires náði að aðlaga sig að hægri kantinum eftir að hafa spilað á hægri kantinum áður. Ótrúlegt! 🙂

  17. Getur tréverk þýtt bæði varamannabekkurinn og markstangirnar? Ég hélt alltaf að tréverkið þýddi bara hið síðarnefnda.

  18. Í guðanna bænum hættiði að segja “Luis litli” Garcia! Ég er 1 cm stærri en hann og er ósáttur við að vera talinn lítill! 🙂

  19. Jú þetta er líkilegast rétt hjá þér SSteinn,
    Vissi ekki að Tevez væri man u fan, og þar af leiðandi er
    ég mjög sáttur við að hann fari í skítinn.

    Og er reyndar mjög ánægður með hversu mikið Torres vildi
    koma til okkar.

    áfram Liverpool

  20. þyrftum að eyða litlum aur í hann, Senda Bellamy uppí..

    Tevez er ekki eign West Ham og því hefði lítið hjálpað að setja “Bellamy uppí”.

  21. Tevez er leikmaður West Ham næstu þrjú árin samkvæmt Eggerti Magnússyni. Þetta sagði hann í þættinum fótbolta.net þegar Kristján Atli fór í þáttinn að ræða um Liverpool.

Torres kominn!!!

Bellamy til West Ham?