García farinn til Atletico, Torres staddur í Madrid

Einn litríkasti leikmaður Liverpool FC síðustu árin, Luis García, er á förum frá félaginu. BBC Sport staðfestir eftir umboðsmanni Luis að það sé verið að klára síðustu atriði samningsins við Atletico Madrid. Hann segir að félagaskiptin ættu að vera fullkláruð seint í dag eða á morgun, og væntanlega yrði García þá kynntur í kjölfarið á blaðamannafundi í Madrid.

Þar með lýkur ferli eins litríkasta leikmanns Liverpool FC á þessum áratug, og jafnvel víðar. Það hefur verið ótrúlega skrýtið á stundum að horfa á Luis spila með liðinu en alltaf spennandi og jafnvel yndislegt á köflum. Ég man eftir eina skiptinu sem ég sá hann spila í eigin persónu, á Anfield í febrúar 2005 gegn Fulham. Hann byrjaði leikinn á því að missa boltann tvisvar klaufalega og fólkið í kringum mig æpti hreinlega á hann af pirringi, en tæpum tíu mínútum síðar klobbaði hann einn varnarmann Fulham úti á kanti, leit upp og sendi fullkomna sendingu fyrir á höfuðið á Fernando Morientes sem skallaði boltann í fjærhornið. Eitt glæsilegasta mark þessa árs og arkitektinn var Luis Garcia, sá sem lét sér detta hið ómögulega í hug.

Hvað um það, Tumi Þumall er farinn og við verðum því að leggja til hliðar lagið “Luis Garcia, he drinks Sangria”, sem ég fullyrði að hafi verið eitt af svona fimm vinsælustu sönglögum á Anfield síðustu þrjú árin. Það skrýtna við þessi félagaskipti er að þau virðast vera óskyld kaupunum á Torres. Liverpool virðast borga Atletico 26.5m punda fyrir Torres en fá svo í kringum 3-4m punda til baka fyrir García. Það er sennilega gert til að Atletico geti sagst hafa fengið sem mest fé fyrir Torres, þótt allir heilvita menn sjái að þetta þýði að Torres kostaði í raun ca. 21-22m punda + Garcia.

Þá segja heimildarmenn innan raða Liverpool að Rafa hafi ekki viljað missa Garcia en sá stutti hafi átt frumkvæðið að þessu með því að biðja um að fá að fara. Það hefur lengi verið opið leyndarmál í Liverpool að eiginkona Luis hefur þjáðst af heimþrá og verið með annan fótinn á Spáni yfir vetrartímann, og þau eiga einnig tæplega þriggja ára gutta sem fæddist stuttu eftir að Luis flutti yfir til Liverpool. Luis er 29 ára í dag og honum hefur sennilega bara fundist þetta réttur tími til að flytja aftur heim og setjast að með fjölskyldu sinni í heimalandinu. Ljái honum það hver sem vill.

Í öðrum fréttum segir spænska blaðið Marca frá því að Fernando Torres hafi gert hlé á sumarfríi sínu og sé staddur í Madrid í dag til að ganga frá samningsviðræðum við Liverpool. Það er talið líklegt að salan á honum geti verið tilkynnt í dag um leið og kaupin á Garcia verða tilkynnt, eða í síðasta lagi á morgun. Við sjáum hvað setur, þetta er að gerast en maður andar ekki rólega fyrr en maður sér staðfestinguna á opinberu síðunni.

27 Comments

 1. Luis Garcia hefur klárlega verið einn af mínum uppáhaldsleikmönnum undanfarin ár. Hann er klárlega einn af þessum mönnum sem gerir leikina skemmtilegri. Stundum ótrúlega frústrerandi, en svo oft líka alveg stórkostlega skemmtilegur.

  Hann verður klárlega einn af þessum mönnum sem maður mun minnast með söknuði. Vona innilega að hann eigi eftir að standa sig vel hjá Atletico. Ég er sannfærður um að meiðslin hans höfðu úrslitaáhrif á síðasta tímabili.

  Ég held reyndar að Sangría lagið muni lifa áfram þrátt fyrir að Luis sé farinn. Það er bara of gott til að leggja á hilluna 🙂

 2. Hey annars, hvar eru bros kallarnir staddir í þessari endemis blíðu ?

 3. Váá þvílík gæsahúð með Torres.
  Ég spái því að hann eigi eftir að slá í gegn og verða einn vinsælasti leikmaðurinn í Lvp.

 4. Klárlega sárt saknað, einn af fáum ,,flair” leikmönnum hjá Liverpool þó að sköpunargáfan hafi svo sem stundum hlaupið með hann í gönur. Alveg klárt mál að Liverpool vantar einhvern gríðarlega skapandi í staðinn fyrir Tuma. Hefði verið frábært ef hann hefði allavega verið eitt tímabil í viðbót.

  en C’est la vie, gangi honum vel á nýjum vettvangi. ég á allavega aldrei eftir að gleyma mörkunum hans á móti Juve og Chelsea 2005

 5. Mikið er ég ánægður að leiðinlegasti og lélegast leikmaður sem hefur spilað fyrir Liverpool sé farinn BLESSUÐ SÉ MINNING HANS.
  En verstu fréttir núna eru að Benni sé á eftir HEINZE ,ég skil ekki hvað er að gerast í hausnum á RAFAEL BENETIZ guð minn almáttugur ef þessi lúði verður keyptur er vörnin dauðadæmd..þessi lúði getur ekki rasssskat

 6. Mr. Dalglish, lærðu að skrifa Kenny Daglish rétt og signaðu þig inn bara á Liverpool.is spjallborðið, þar áttu held ég heima eða í sandkassanum bara.

  Að segja að Garcia hafi verið leiðinlegur og lélegur segir margt um fávisku þína á knattspyrnu.

 7. Mikið er ég óánægður að leiðinlegasti og lélegasti penni sem hefur skrifað á Liverpool bloggið sé kominn aftur 🙁

 8. Davíð Már þú þarft ekki að segja mér hvernig á að skrifa Kenny Dalglish,ég hef marg hitt Kónginn Kenny Dalglish og hann er persónulega góður vinur minn og skrifumst við reglulega á…EF ÞÚ ÆTLAR AÐ HALDA ÞVÍ FRAM AÐ ÞAÐ EIGI AÐ SKRIFA NAFNIÐ…DAGLISH…ÞÁ SKALT ÞÚ FREKAR LEIKA ÞÉR Í SANDKASSA…er búinn að fylgjast og halda með Liverpool frá 1963 og veit allt um félagið…mig sárnar þegar keyptir eru kjánar til Liverpool sem eru að leika sér og eru farþegar í liðinu EINS OG LUIC GARCIA

 9. Það má færa góð rök fyrir því að Davíð Már hafi á vissan máta skotið sig í fótinn með svari sínu….

 10. Og svo má einnig benda á að Mr.Dalglish skaut sig líka í fótinn með þessari þvælu um að Garcia hafi verið einhver farþegi í liðinu. Mörkin sem drengurinn skoraði árið sem við unnum CL taka einmitt allann vafa af þar. Drengurinn var heldur betur enginn farþegi!

 11. Mummi þú mátt hafa þína skoðun á Garcia og ég hef mína.
  Við Kenny höfum marg oft rætt Garcia og okkar álit er að hann sé góður kostur fyrir spænsku deildina en eigi ekki heima í ensku deildinni og alls ekki hjá Liverpool.
  Leikmaður með stanslausar brellur sem gefa ekkert nema tapa boltanum og stanslaus vinna fyrir liðið til að vinna boltann aftur á ekki við Liverpool.
  Ég skora á þig að horfa á úrslitaleikinn í Istanbúl 2005 og þá eingöngu á Garcia og þá fattar þú hvað ég er að tala um,þannig leik spilar Garcia alltaf.
  Þannig að ég tel mig ekki hafa skotið mig í fótinn.

 12. Málið er einfaldlega að það að Garcia er þessi týpa sem er alltaf að reyna það ómögulega, stundum gengur það upp og stundum ekki. Þau eru fjölmörg mörkin sem hægt er að horfa á youtube.com sem sýna Garcia skora gullfalleg mörk úr nánast engu færi.

  Hinsvegar hefur mín skoðun verið sú síðasta árið að Garcia hefur verið þessi fullkomni leikmaður til að koma inn af bekknum í leikjum sem einmitt þurfa á þessu óvænta elementi að halda. Þar sem staðan er kannski jöfn það þarf að brjóta leikinn aðeins upp til þess einmitt að ná fram sigri. Það eru ekkert margar slíka týpur í liðinu.

  Mér finnst líka þessi ummæli þín um að hann sé leiðinlegasti og lélegasti leikmaður sem spilað hefur fyrir félagið bera með sér vott af heimsku ef svo má að orði komast. Leiðinlegur er hann alls ekki, þvert á móti. Hann er stórskemmtilegur. Og ef þú telur hann vera þann lélegasta þá væri gaman að heyra þitt álit á Mark Gonzalez því hann er án efa verri en Garcia.

 13. Það er með söknuði sem maður kveður Garcia, fáir leikmenn hjá Liverpool hin síðari ár hafa náð að virkja tilfinningarskalann hjá manni eins vel og Garcia kallinn. Frá því að vera brjálaður yfir misheppnuðum tilraunum hans til að leika á andstæðinginn til þess að hoppa af kjæti yfir snilld hans og glæsimörkum.

  Að frátöldum Gerrard var Garcia okkar líklegasti maður til að skora af miðjunni/köntunum. Þessi kostur hans gerði hann að einum af mínum uppáhalds leikmönnum LFC síðustu 3 tímabil. Hann virtist alltaf finna sig betur í meistaradeildinni en í þeirri ensku. Það er öllum ljóst að án hans hefði meistaradeildartitill ekki komið í hús árið 2005.

  Það er líka ljóst að við brotthvarf Garcia verður en meiri pressa á Liverpool að finna góðan kantmann, í mínum huga er Simao mjög svo álitlegur kostur. Það má kannski segja að hann sé hin stöðuga útgáfa af Garcia.

  Takk fyrir allar góðu og súru stundirnar Garcia og vegni þér vel á nýjum(gömlum) slóðum.

  Kv
  Krizzi

 14. Ég tjái mig bara um leikmenn sem ég tel að hennti ekki Liverpool ,Garcia er farinn og ég er hæstánægður með það.
  Adios

 15. Segja má að Master David hafi klikkað einkar illa þarna. Mér þykir samt sérstakt að ef menn lýsi því yfir að þeim þyki Garcia slakur leikmaður þá hafi þeir ekki vit á knattspyrnu.
  Persónulega fannst mér Garcia alls ekki góður fyrir LFC. Vissulega skoraði hann mikilvæg mörk oft á tíðum en hann átti ekki nema einn góðan leik af þremur. Það hjá LFC finnst mér langt frá því að vera gott og er ég því feginn að hann sé farinn frá félaginu. Eflaust þykja einhverjum ég þá ekki hafa neitt vit á knattspyrnu og gæti mér persónulega ekki verið meira sama.
  Þessi hroki alltaf hér að menn “sýni vanþekkingu” á sportinu þegar þeir segja sína skoðun á leikmönnum þykir mér alveg frábær.

 16. Stb, hann talaði ekki um að hann væri slakur leikmaður, hann sagði “leiðinlegasti og lélegast leikmaður sem hefur spilað fyrir Liverpool” og ég er hjartanlega sammála Mumma í því að það ber bara vott um helbera heimsku. Það er eitt að segja skoðun sína, en þegar er horft til hinna ýmsu “snillinga” sem hafa klæðst rauðu treyjunni í gegnum tíðina, þá er þetta ekkert annað en heimska að láta þetta út úr sér. Menn geta vel komið og sagt álit sitt á því að hann sé ekki nógu góður til að vera að spila fyrir Liverpool FC, fair deal sumum má alveg finnast það. Þetta átti ekkert skylt við gagnrýni. Sá einhver Sean Dundee spila fyrir Liverpool? Eða Torben blessaðan? Eða Julian Dicks? Listinn er endalaust og Luis Garcia er langt frá því að komast inn á hann. Af hverju? Jú, bara eitt og sér framlag hans til Road To Istanbul gera það að verkum að hann er sólkerfum frá svona leikmönnum.

 17. SSteinn, þetta er gegnum gangandi hér að menn séu skotnir í kaf fyrir skoðanir sínar. Ég var að minnast á það, ekki endilega þetta dæmi.

  Ég persónulega er afar sáttur við þetta, núna fáum við vonandi leikmann sem stendur sig í hverjum leik en ekki 1/3.

 18. Nú er Torres víst búinn í læknisskoðun hjá Liverpool og flýgur til Madridar aftur í kvöld fyrir kveðjublaðamannafund hjá Atlético og kemur svo aftur til Englands á morgun þar sem hann verður afhjúpaður sem Liverpool-leikmaður skv. http://www.marca.com

 19. Julian Dicks ???

  SSteini nú ertu að grínast.

  Annars vorum ég og Bjössi bolla að ræða við frænda okkar, hann Arnar Björnsson og við erum allir sammála um að Garcia er langt frá því að vera lélegasti og leiðinlegasti leikmaður sem spilað hefur með LFC. Við vorum einnig sammála um að hann hafi þjónað LFC mjög vel í gegnum árin og staðið sig oft með prýði, skorað mörg glæsileg mörk og mörg hver mjög mikilvæg. Það var alltaf mikill kostur og gott að hafa hann til að koma af bekknum og brjóta upp leikinn eins og Mummi segir. Bjössi bolla lét síðan hafa eftir sér að honum hafi alltaf fundist Luis taka sig gríðarlega vel út í LFC búning. ,,svona latínó lúkkíng með spöng” sagði hann og lét svo fylgja á eftir ,,nei ég segji nú bara svona er ekki í góðu lagi strákar”. Bjössi frændi cracks me up.

 20. He he, Julian,

  Ég setti þetta nafn inn sérstaklega fyrir þig, bara tékka hversu vel þú fylgdist nú með þessari síðu hjá okkur 🙂

  Mission accomblished, greinilega vel á verði.

One Ping

 1. Pingback:

Torres mál að klárast; Heinze, Pacheco?

Er Gabriel Heinze svarið?