Cisse á leið til Marseille.

Núna virðist það vera ljóst að Drjibil Cisse mun vera seldur til Marseille þrátt fyrir áhuga Porstmouth, West Ham og Bolton. Kaupverðið er ekki á hreinu en ávallt hefur verið talað um í kringum 8 milljónir punda. Ég er afar sáttur við þessa niðurstöðu þe. að Cisse sé ekki lánaður aftur sem og hann er seldur til annars lands. Get alveg séð drenginn standa sig fanta vel með liðum eins og West Ham enda frambærilegur framherji. Umoðsmaður Cisse, Ranko Stojic, segir að samningurinn verði frágenginn í dag eða morgun.

“Marseille is definitely the choice for Djibril, I think the deal will happen on Friday or Saturday.”

Þetta hlýtur að auka ennþá líkurnar á að allt sé byrjað að gerast hjá félaginu og ég tel að við gætum átt von á nokkrum nýjum leikmönnum áður en næsta vika er búinn.

Það sem mér finnst undarlegt í þessu öllu er að á meðan Thierry Henry fer á 16 milljónir punda þá fer Darren Bent á 500.000 pundum meira. Hvernig má það vera? Skiptir engu með aldursmun þeirra. Ennfremur get ég ómögulega séð að Darren Bent sé helmingi betri en Cisse. Ef svo fer að Bellamy verði einnig seldur (sem ég tel líklegast) þá er ekki ólíklegt að hann verði einnig seldur á hærra verði en Frakkinn litríki.

Í öðrum fréttum þá hefur varnarmaðurinn ungi Godwin Antwi verið lánaður í ár til Hartlepool. Þeir munu spila í þriðju efstu deild í Englandi. Gangi honum vel.

14 Comments

 1. Skýringin á verði Bent er einfaldlega að hann er Englendingur. Skýrir meðal annars ástæðuna fyrir því hve mikill fjöldi útlendinga er í deildinni.

 2. herðu vorum við að festa kaup á ungum striker frá Dortmund?, veit einhver eitthvað um þennann gæja?

 3. Ástæðan fyrir því hversu dýrir ensku leikmenn eru er mjög augljós og rökrétt.

  Þeir eiga að kunna betur á ensku deildina en útlenskir leikmenn, augljóslega, og því eru sum lið tilbúin að borga aðeins meira til þess að taka ekki “óþarfa” áhættu. Þar er Tottenham sérstaklega áberandi en þeir hafa undanfarið keypt marga enska leikmenn.

  Aaron Lennon (þó að hann hafi ekki verið mjög dýr), Gareth Bale, Michael Carrick, Michael Dawson og fleiriþ

 4. Af official síðunni:

  “And Liverpool have also confirmed two more 16-year-olds will be joining the academy from abroad. The Anfield club have signed striker Marvin Pourie from Borussia Dortmund and Alex Kacaniklic from Swedish club Helsingborgs.”

 5. Darren Bent er Englendingur, simple as that.
  Jermaine Pennant hefði aldrei kostað tæpar 7m punda ef hann hefði heitið Jean-Frederique Pennant.

  Svo kemur inn í myndina að Thierry Henry vildi ólmur fara frá liðinu, og þá fara menn stundum á lægra verði. Manni fannst Liverpool t.d. fá frekar lítið fyrir Owen þegar hann fór á 8m punda.

  Barcelona eru t.d. þessa dagana orðaðir við Frank Lampard á 15m punda.

 6. Ég hef heyrt öll þessi rök með að Englendingar eru dýrari o.s.frv. hins vegar er ég ekkert endilega sammála því að Darren Bent komi til með að standa sig betur heldur en Carlos Tevez samt eru þeir verðlagðir svipað. Klárlega stór munur á þessum leikmönnum.

  Henry vildi fara já en vildi Bent það ekki einnig?

  Er ekki Cisse ekki þannig séð búinn að sanna sig í ensku knattspyrnunni? Samt er hann ódýrari en t.d. Emile Heskey…

  Það er vissulega meiri áhætta að fjárfesta í leikmanni sem hefur ekki sýnt fram á það að hann geti spilað á hæsta leveli (t.d. Champions League og/eða með landsliði á HM/EM) og hefur EKKI spilað í Englandi. En án þess að taka áhættu þá tapar maður alltaf, það er á hreinu.

 7. Það skiptir miklu máli í verði leikmanns hve mikið hann á eftir af samningi sínum við gamla félagið.

 8. Nú er ég alls ekki að reyna að réttlæta það að Darren Bent kosti 16.5 milljónir punda, en hann er með gríðarlega gott marka record miðað við liðið sem hann hefur spilað í. Margfalt betra en Tevez, þó ég viti augljóslega að Tevez geri gríðarlega margt annað en bara skora mörk.

  Svo er það nú líka þannig að menn horfa oftast og yfirleitt framhjá ýmsum þáttum sem spila inn í verðmiðann á leikmönnum sem önnur lið en þeirra eigin kaupa. (Sem er svo sem skiljanlegt, menn hafa mismikinn áhuga á / aðgang að upplýsingum). Svo dæmi sé tekið eru kaupin á Bent borguð á þrem árum, og hluti þeirra er árangurstengdur. Því væri réttast að segja ALLT AÐ 16.5m á þrem árum. En það er ekki jafn gott innlegg í debattið…

  Og að segja að verð geti sagt til um að einn leikmaður sé “tvöfalt betri” en einhver annar…. Give me a break!

 9. Tevez spilaði bara nokkra mánuði í sínu rétta formi enda var hann búinn að vera að djamma og djúsa í Argentínu áður en hann kom til West Ham..

  Það má því eiginlega bara dæma hann af seinna hlut tímabilsins, hann var nú bara að koma sér í form fyrri hlutann, ef marka má Alan Pardew.

 10. Var að lesa það á liverpool.is að Rafa væri eitthvað að skoða Gabi Heinze. Hef samt ekki rekist á það neins staðar á erlendum miðlum? Væri toppurinn að fá hann. Finnan, Arbeloa, Riise og Heinze. Væri mjög solid.

  En mikið rosalega er ég ánægður ef okkur tekst að fá 8 milljónir fyrir frjálsíþróttamanninn Cissé. Svo bara 6 fyrir Bellamy og þessar 4 fyrir Garcia og þá kostar Torres nánast ekkert þannig séð.

  En er ekkert að frétta af heilögum Fowler og Zenden, hvert þeir ætli að fara? Dudek fer náttúrulega í Madrid, betri varamannabekkir þar, skilst að sætin séu bólstruð þar

  Hvenær kemur svo confirmation á Torres? Manni langar svoleiðis að drekkja í sig fréttir af LFC þessa dagana að það hálfa væri heill hellingur.

 11. Ágætt að Cisse verði nú farinn fyrir fullt og allt, flott að fá 8 mills eftir ár sem voru blanda af óheppni með meiðsli og slöku gengi. Því miður er hann týpiskt dæmi um miklar væntingar og fögur fyrirheit, enda búinn að gera góða hluti í Frakklandi. Svo bara einhvern veginn fannst manni hann ekki falla inn í liðið (mér fannst hann aldrei nógu leikinn þó hann væri eldfljótur).
  Vona bara að það fari ekki eins fyrir Torres, þ.e. ef hann þá kemur eins og allt bendir til.

 12. Forlan á leiðinni til atletico, ´það getur ekki verið langt í að kaupin á torres verði staðfest. eða hvaaaað??’

Torres MUN koma!

Torres mál að klárast; Heinze, Pacheco?