Samningaviðræður við Atletico hefjast

Jæja, loksins fær maður að heyra eitthvað áreiðanlegt um þetta Torres-mál. BBC skýra frá því í morgunsárið að Liverpool séu að ræða við Atletico Madrid um kaup á ‘El Nino’ en segja jafnframt að þessar viðræður séu á mjög viðkvæmu stigi enn sem komið er og ekkert sé öruggt með niðurstöðu málsins.

Það er tvennt í þessu máli sem flækir stöðuna talsvert. Í fyrsta lagi virðist það alveg ljóst að Liverpool ætla ekki að borga þær 27m punda sem þarf til að virkja klausuna í samningi Torres sem gerir honum kleift að fara, og því þurfa Rick Parry og félagar að reima á sig dansskóna og stíga tangó við sessunauta sína frá Spáni. Það er sennilega mikið verið að prútta fram og til baka þessa dagana og maður getur lítið annað en vonað að sameiginleg niðurstaða náist á endanum. Það getur þó vel farið svo að samningar náist ekki – við munum t.d. að Parry prúttaði við Sevilla í tvo mánuði í fyrra um kaup á Daniel Alvés en þegar forseti Sevilla hækkaði kaupverðið á síðustu stundu, þrátt fyrir að hafa komist áður að samkomulagi við Liverpool, drógu okkar menn sig út.

Hitt sem verður að hafa í huga er að á Spáni er talsvert mikil pólitík samofin knattspyrnunni. Það er alltaf viðkvæmt mál fyrir forseta stórliðs á Spáni að selja sinn besta leikmann því að forsetinn þarf að hafa áhyggjur af endurkjöri. Það getur vel verið að hann ætli að selja Torres, að Torres vilji fara, en það er ekki sama hvernig það er gert. Þið mynduð t.d. aldrei sjá spænskt lið gera það sem Arsenal gerðu; að selja Henry bara og segja að Wenger ráði þessu. Ef Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, þyrfti að hafa áhyggjur af kosningum hefði Barcelona ekki landað Henry svona auðveldlega. Að sama skapi er ekki sama hvernig staðið er að sölunni á Torres – til að mynda voru haldin mótmæli fyrir utan höfuðstöðvar Atletico í gær en aðeins 200 manns mættu á þau mótmæli sem þykja góðar fréttir fyrir forsetann, hyggist hann selja Torres.

Svo virðist það ætla að setja babb í bátinn að öfugt við Henry virðist Torres ekki vilja koma fram og segjast vilja söluna til Liverpool, þótt það sé almenn vitneskja að það sé raunin. Menn segja að hann sé hræddur við að fórna þeirri dýrlingatölu sem hann er kominn í á meðal stuðningsmanna Atletico, og lái honum hver sem vill.

En umræður eru alltént komnar af stað. Rick Parry veit hversu hátt hann má fara og hefur fyrirmæli frá Gillett & Hicks í þeim efnum, þannig að nú er það undir honum komið að dansa tangó við forseta Atletico Madrid, Enrique Cerezo. Takist honum að landa þessum samningi verður það rós í hnappagatið fyrir bæði hann og eigendurna, takist það ekki mun fólk auðvitað spyrja að hinu augljósa: af hverju borguðu menn ekki bara 27 milljónirnar og kláruðu málið, eftir öll loforðin um að Rafa myndi geta keypt hvern þann sem hann vildi?

Sjáum til.

16 Comments

  1. úbbs…ýtti á of fljótt. Æltaði að bæta við að ég er ánægður með hvað Rafa er harður á að borga ekki útblásin verð, þrátt fyrir milljarðamæringana sem standa honum að baki. Það er ljóst að þessir kanar kunna alveg á fjármál og að borga yfirverð í hvert skipti sem menn eru keyptir er í raun bara ávísun á vandræði. Good stuff! Nú skellum við bara Cissé uppí kaupverðið á Torres og báðir aðilar fá það sem þeir vilja. Við fáum einn besta sóknarmann í heimi og Madrid fá góðan sóknarmann sem gerir mörk fyrir þá sem og góðan pening.

  2. Snilld … vona það besta !!!

    djöfull yrði ég sáttur ef þetta fer vel.

  3. Góður vinkill hjá þér Kristján á þetta mál. Og eins og alltaf þá trúi ég engum félagaskiptum fyrr en ég sé kauða í búning á Anfield haldandi á trefli með Benitez sér við hlið.

  4. Og ég trúi engu um þetta mál fyrr en ég sé Torres skora þrennu á móti United í úrslitaleik meistaradeildarinnar næsta vor.

  5. Þetta lítur alla vega vel út. Það væri óskandi að fá með Torres einnig afburðar kantmenn til að mata þá Crouch, Torres og Kuyt.

  6. Þú veist nú ekkert hvað þú ert að tala um þarna með kaupin á Henry. Ég man nú ekki alveg hversu oft þeim var hætt en minnir að einhver haft sagt sextán sinnum og að þetta hafi tekið mikið á hjá Henry. 🙂

    Ég er hins vegar himinlifandi yfir þessum fréttum og er fullr bjartsýni. Djöfull er nían núna laus fyrir hann.

  7. Veit ég ekkert hvað ég er að tala um með kaupin á Henry? Bíddu, sástu einhver mótmæli fyrir utan höfuðstöðvar Arsenal í kjölfar sölunnar? Sástu Peter Hill-Wood reyna að láta þetta líta sem best út fyrir sig af ótta við yfirvofandi kosningar? Sástu Börsunga þurfa að hafa áhyggjur af pólitík málsins, eða er það ekki satt að þeir hafi verið með tilboð á borðinu og um leið og (a) Henry var reiðubúinn að fara og (b) Wenger var reiðubúinn að selja var því bara tekið.

    Ég er ekki að segja að Börsungar hafi klárað sín mál á kortéri, við vitum að þeir eru búnir að bíða eftir Henry í allavega ár. En ég er að segja að pólitíkin flækti þau kaup ekki og forráðamenn Arsenal þurftu ekki að taka tillit til stuðningsmanna félagsins þegar þeir seldu Henry. Það þarf forseti Atletico að gera, og Torres líka.

  8. Nei, ég sá ekki neitt fyrir utan höfuðstöðvar Arsenal.
    Já, ég sá Peter Hill-Wood reyna að láta þetta líta betur út fyrir sig.
    Dæmi: http://www.sportinglife.com/football/news/story_get.cgi?STORY_NAME=soccer/07/06/27/SOCCER_Arsenal_Hill-Wood.htm

    Þarna er hann semsagt að sýna að hann réð ekki við söluna.. alveg eins og forseti sem væri að fara í kosningar myndi gera.. ekki satt?

    En já.. ég er sammála þér að pólitíkin flækja kaupin en það var líka mikið af pólitík hjá Arsenal og Henry.

  9. Voru ekki smá mótmótmæli fyrir utan Emirates á flöskudaginn vegna sölunar á Henry? minnir það.

    En annars er það alveg ljóst að stjórnun liða á Englandi og á Spáni er gerólík og miklu meiri pólitík tengd þessu á spáni.

    p.s. man ekki til þess að hafa commentað hérna áður, en þetta er snilldarsíða hjá ykkur og fagleg.

  10. ég leitaði nú af einhverjum upplýsingum um mótmælum vegna þess að ég bjóst við þeim en fann nú ekkert..

    En annars er það rétt hjá þér, þetta er frábær síðan og á allan hátt skemmtilegra að lesa þetta heldur en t.d. spjallborðið á liverpool.is.

  11. Eurosport – Wed, 27 Jun 10:36:00 2007

    La Liga – Atletico Madrid have insisted that they will not sell Fernando Torres unless an offer is big enough to trigger his release clause.

    Torres’ contract states that he is free to talk to any club that bids £25 million or more.

    Liverpool have reportedly offered this amount, but the two clubs are in disagreement over the player’s fee.

    Atleti claim that their captain’s 10% cut of the fee should come on top of the £25 million, while Liverpool insist that it should make up part of the original fee.

    Atletico president Enrique Cerezo said: “Every player has a price and if they pay the transfer clause there is nothing we can do to stop Torres leaving.

    “But at the moment what is certain is that there is nothing going on with Torres and any other club.”

    Torres has been linked with a move to the Premier League for a long time. He is the talisman of the Atletico side, and has said on many occasions that he will not sell unless the club have to for financial reasons.

    However, the rojiblancos consistent failure to secure European football may force “El Niño” to consider any offers more seriously.

    Liverpool manager is eager to solve his striker problems, and may use either Djibril Cisse or Luis Garcia as makeweights in the deal for Torres, who has scored 82 goals in 212 games in the Spanish league.

    Einnig var einhver útvarpsmaður í Liverpool (Mark Chapman hjá Radio 1)að segja að þetta væri að ganga í gegn. Hann á að heita áreiðanlegur hvað þetta varðar.

    Eitt er amk ljóst að sögusagnirnar eru orðnar ansi háværar, nú er bara að bíða og sjá, en taka öllu með fyrirvara (þó maður vilji það alls ekki).

  12. Klæðið hann í búning, látið hann fá trefill og stillið Rafa upp við hliðina á honum. Þá er þetta orðið nokkuð líklegt 😉

  13. Merkilegt miðað við umræðuna hjá nýju eigendum að við séum enn að reyna prútta um nokkrar miljónir… 27 en ekki 25… ! Common það er ekki einsog þessi munur sé að fara setja okkur á hausinn. Hvernig væri að standa við þau orð að það skipti ekki máli hvern RAFA vill, sá verður keyptur…. þoli ekki svona lagað. 🙁
    Nú er júní að fara verða búinn og ég vil fá 3 heimsklassa nöfn nefnd um þá aðila sem eru að fara koma til Liverpool, og hananú !
    YNWA

Ballið byrjað?

Nýr yfirmaður akademíunnar