Enski boltinn á 4.390 á mánuði!

Jæja, það er komið í ljós að enski boltinn verður á sérstakri rás (einsog við höfum áður rætt um). Alls verða um 380 beinar útsendingar frá leikjum í tveim efstu deildunum á Englandi. Það þýðir væntanlega að flestir leikirnir í Úrvalsdeildinni verði sýndir beint á hliðarrásum.

Ég sé ekkert í fréttunum um HD útsendingar eða annað. En endilega bætið við upplýsingum um þetta í ummælum. Ég efast ekki um að það verði heit umræða um þetta. Sérstaklega þessa gríðarlegu verðhækkun.

38 Comments

  1. Þetta er eins og við var að búast, með verðið. Ég er bara nokkuð sáttur við að sleppa undir 5000.

  2. En án alls gríns þá verður eitthvað smátt letur í gangi. Eins og með Enska Boltann, þurftir þú þá ekki að vera með internetið hjá Símanum. Þarf maður þá ekki að kaupa sér Stöð 2 og Sýn til að fá “Enskaboltann-rásina”. Þannig að pakkinn allur verður í kringum 10.000.
    Annars er ég algjörlega að skjóta út í loftið, en virðist vera þannig svona við fyrstu sýn.

  3. Ég veit ekki með ykkur en ég er ekki sáttur með að borga 70% hærra verð fyrir boltann !
    Ensku fyrstu deildina gæti mér ekki verið meira sama um, mundi ekki eyða tíma í að horfa á hana þótt hún fylgdi með frítt.
    Ég sé því fram á nokkra pöbbaveru næstu tímabil því ég er ekki tilbúinn að taka á mig svona mikla hækkun eingöngu vegna þess að 365 buðu alltof hátt verð í boltann til að yfirbjóða Enska Boltann á Skjá Einum.

  4. Verður þá meistaradeildin+Bikarkeppnir Inní 4300 kr verðinu EÐA þarf að kaupa aðra áskrift fyrir það ??? ÞAÐ ER STÓRA SPURNINGIN

  5. Meistaradeildin verður nú örugglega ekki inn í verðinu á Sýn2. Úrvalsdeildin og 1. deildin verða á stöðinni auk alls konar efni tengt þeim deildum. Annað efni verður þá líklega á Sýn myndi maður halda (Meistaradeildin, Formúlan,…)
    Svo fá menn Sýn2 sýnist manni á um 2.500 ef þú ert M12 félagi, sem sagt að kaupa annað efni frá þeim, t.d. Sýn, í a.m.k. ár.
    Ef maður sleppur með 5.000 kall með Sýn og Sýn2 er ég býsna ánægður (með fyrirvara um hvað mikið er í beinni, hvort val verði um 5 leiki á laugardögum, o.s.frv.) Þetta er held ég mjög góð þjónusta – betri en í flestum löndum sýnist manni.
    En sjálfsagt er e-ð smátt letur sem þarf að skoða nánar í þessu.

  6. Ég verð að segja að mér finnst þetta algjört okur. Hvað hefur maður að gera með 1.deildina? Ef ekkert verður á þessari rás nema enski boltinn og umfjöllun um hann finnst mér að menn ættu að bindast samtökum og kaupa ekki var ekki nógu ömurlegt að hafa allar endursýningarnar á Skjásport þó maður borgaði helmingi minna. Ég legg fyrstu deildina að jöfnu við það hver nennir að horfa á hana eða bara fótbolta, ekki ég þá fer ég frekar á valda leiki á pöbbnum.

  7. Ég ætlaði að vera með enska boltan næsta vetur en verð að segja að það er verulega mikil spurning með þessu verði… Þetta er fokking 45000 kall yfir veturinn! Það er næstum eitt stykki ferð á Anfield… :/

  8. Auðvitað langar mann í enska boltan en þetta er of hátt verð. Þarf að borga stöð 2 fyrir familíuna og er eins og aðrir þvingaður til að borga fyrir rúv og 4300 í viðbót er bara að mínu áliti orðið allt of mikið í sjónvarp á mán. Er reiður yfir þessu verði og ætla mér að þrauka og horfa á pöbbum og fylgjast með netinu.

  9. Skil ég það rétt að til að fá Sýn2 – hliðarrásir þá þarf maður að vera með áskrift á Sýn ?

  10. Ég kvarta alls ekki. Hef verið ánægður viðskiptavinur hjá Stöð2 og Sýn og var í kvöld að bæta við Sýn 2 fyrir veturinn. Kostnaðurinn samtals við þetta verður sá sami og ég var að borga fyrir Stöð2 og Sýn og Skjásport. Held að það sé fullkomlega eðlilegt að veita föstum áskrifendum og M12 áskrifendum meiri afslátt, og ef ég skil þetta rétt, þá er hægt að gerast M12 áskrifandi og fá þar af leiðandi meiri afslátt.

    Því júní og júlí munu innihalda einhverja viðburði (gömlu kallarnir að spila, upphitunarleikir o.s.frv.). Mér finnst frábært að hafa þann möguleika að geta séð 1. deildina líka. Eins og staðan er í dag, þá finnst mér þetta bara mjög flott!!

  11. alltof dýrt.. er einhverstaðar hægt að sjá verð á gervohnöttum og stöðum til að miða við?

  12. Nei Magginn þú ert ekki að skilja þetta rétt : )
    Þú getur keypt Sýn2 eina og sér og borgar þá 4400 kr á mánuði.
    Ef að þú ert með áskrift af Sýn og bætir við þig Sýn2 þá færðu Sýn2 á ca 2500 kr miðað við að vera í M12.
    Athugið að hjá Enska Boltanum á Skjá Einum þurfti maður eingöngu að borga fyrir sísonið en ekki að binda sig í heilt ár (þess þarf reyndar ekki en það verður ódýrara svoleiðis)
    Persónulega finnst mér þetta vera mikil afturför frá Enska Boltanum á Skjá Einum, hefði viljað geta fengið hráan pakka með eingöngu Úrvalsdeildinni fyrir þá lægri pening því mér er alveg sama um þessa aukaþætti (sem fylgdu örugglega frítt með í kaupunum til Sýnar) og svo 1 deildina.
    Mjög ósáttur þó svo að ég vissi innst inni að þetta færi svona hjá 365 viðurstyggðum : )
    70% hækkun, geta menn sætt sig við það ?
    Já og svo vil ég bæta við að það er ekkert sem bendir til þess að þessar útsendingar verði í HD, en þær verða í Wide Screen eftir þeim upplýsingum sem ég hef séð.

  13. ég skil ekki alveg hvað menn eru að kvarta því þeir sem voru með Sýn og Skjásport í fyrra eru að borga svipað núna fyrir Sýn og Sýn2 því þeir sem voru með Sýn fyrir fá afslátt og ég persónulega hef meiri áhuga á að horfa á einn og einn leik í ensku 1 deildinni heldur en ítalska boltann sem var í boði hjá Skjásporti

  14. Bíddu til að vera með M12 þá þarf maður að vera áskrifandi að hinni skítugu stöð Stöð 2 sem er aumkanverðslega leiðinleg þessi árin.

    Ég borga 1990 fyrir Sýn á mánuði, býst við því að ég þurfi að halda því áfram ef ég vill sjá Meistaradeildina, spænska boltann og FA cup. Veit ekki hvað þetta 1990 tilboð gildir lengi þar sem það er ekki í boði núna.

    Svo þarf ég væntanlega að borga 4390 á mánuði fyrir Sýn2. Því ekki er ég í M12. 6380 á mánuði fyrir bara knattspyrnuna er fáranlega mikið á mánuði að ég tali ekki um 3000 kallinn sem fasistarnir frá RÚV rukka mann um fyrir lúxusþætti eins og Maður er Nefndur og Helgarsportið sem sýnir það helsta úr samvæmisdönsum liðinnar viku. Spennandi ekki satt?

    Ég legg til að neytendur mótmæli og neita að láta taka sig í þurrt og þykjast geta logið því að Íslendingum að þó þeir séu í M12 þá fái þeir þetta aðeins ódýrara. Jah, enda þarftu þá að kaupa Stöð2 og varla horfiru á það á þriðjudags og miðvikudagskvöldum í vetur.

  15. En er ekki allt árið undir þarna? Þannig að þú þarft að borga fyrir þessa þrjá aukamánuði sem deildin er í fríi sem t.d. Skjá sport rukkaði ekki! Þeir lauma þar inn á M12 félaga 7.500 kr. sem ekki voru til staðar hinumegin, bölvaðir – þetta eru nærri tveir kassar af köldum!!!

  16. Ha ha !!
    Þetta er nú meira ruglið, það liggur við að maður þurfi stúdentspróf til að skilja þennan pakka allan;)
    Ég er nú bara ánægður með að ég er með Sky ………..

    ….. og stúdentspróf;)

  17. Ég ætla ekki að kaupa þessa áskrift að óbreyttu, tölvan og netið (Sopcast o.fl.) verða minn miðill næsta vetur.

  18. Þegar ég bjó úti í Bandaríkjunum fékk ég 350 stöðvar fyrir 7.000 kr. á mánuði.
    Fyrir fjórar stöðvar er verið að rukka mann um rúmlega 10.000 kr. hér heima.
    Þetta er alveg glatað.
    Sammála Hafliða um að 70% hækkun er alveg rosaleg á milli ára. Spurning um að þegar Ari Edwald komi á Serrano þá hækki Einar Örn verðið á burrito um 70% til þess að mæta “auknum kostnaði”, sem felst þá í áskrift af enska boltanum.

  19. Stöð 2 Sýn og Sýn 2 = 10.700
    Svo bætast við skylduafnotagjöld RUV ofan á allt saman þannig að mánaðarlega má búast við að þegar allt er tínt til að sjónvarpsgjöld verða komin í um 15.000 p/mán.

  20. Þetta er bara smáaurar, fyrir alla þessa leiki. Maður er að eyða meira enn mánaðar áskrift í pizzu og bjór yfir hverjum leik…..

  21. ég get skilið verðhækkunina í ljósi þess að þeir borguðu um hálfum milljarði meira fyrir sýningarréttinn en skjár einn.

    1990 á mánuði var líka alltof lágt verð, skil eiginlega ekki af hverju þeir voru með þetta svona ódýrt, get ekki ímyndað mér að þeir hafi grætt á þessu. held að helsta ástæðan fyrir því að þetta sé svona ódýrt var að þeir höfðu byrjað á að sýna boltann frítt, og urðu að verðleggja lágt í ljósi fyrri yfirlýsinga.

    4390 er ekki mikið finnst mér, og ég efast ekki um að umgjörð og þjónusta sýnarmanna verði betri en skjás eins.

  22. Málið er bara að mig langar ekkert í betri umgjörð, ensku 1.deildina og einhverja þætti með Guðna Bergs og Heimi Karls og Óla Þórðar þar sem menn keppast um að tala hvað Liverpool spila leiðinlegan bolta og hvað Crouch er lélegur. Mig langar bara að sjá Liverpool leikina og helst með enskum þulum. Og fyrir það er ég ekki tilbúinn að borga 4390 kr. á mánuði.

  23. ef að ég slepp með 10,000 kallinn fyrir enska boltann sýn og stöð 2 þá er ég sáttur..

  24. Ég auglýsi eftir Hödda Magg, hann þarf greinilega að sitja fyrir svörum núna!

  25. Ég er búinn að sofa aðeins á þessum tölum og ég verð að segja að mér þykja þetta ekki ósanngjörn verð hjá Sýn. Ef þið pælið í því hversu ítarleg umfjöllunin og þjónustan í kringum leikina verða og hversu margir leikir verða í beinni finnst mér þetta sanngjarnt. Ísland er dýrt land, þetta er ekki of dýrt að mínu mati.

    Það eina sem mér gremst í þessu er ef það er satt sem ég hef heyrt að maður verði að vera áskrifandi að Sýn til að geta fengið Sýn2. Sumum finnst gott að sjá enska boltann heima hjá sér og geta svo skroppið á pöbbinn tvisvar í mánuði til að sjá liðið sitt spila Evrópuleiki. Ef menn þurfa að vera með Sýn til að fá Sýn2 er í raun verið að neyða menn til að borga of stóran pakka, séu menn nær eingöngu að horfa á knattspyrnuna.

    Verðið fyrir Sýn2 er sanngjarnt, að mínu mati. Verðið fyrir Sýn+Sýn2 fyrir fótboltabullu er allt, allt, alltof hátt. Ef satt reynist, sem ég hef ekki fengið staðfestingu á.

  26. er stakur mánuður ekki á 4390, Hilmar Bjöss sagði “stakur mánuður rúmar 4 þúsund krónur”… er það ekki ódýrara ef þú ert með 12 mánaða bindingu???

    Hilmar sagði líka ,,þeir sem eru með Sýn eða Stöð2 í M12 þá er verðið “frá 2400 kr”… fyrir þá sem voru með skjásport+Sýn virðist þetta vera svipaður kostnaður nema maður þarf líklega að borga fyrir júní, júlí vegna 12 mánaða bindingar, ekki veit ég hvað þeir ætla að sýna beint á sumrin enda enski boltinn “bara” 10 mánuði á ári… finnst það vera mesti ókosturinn m.v. það sem áður var

    þeir sem voru eingöngu með skjásport (og þ.a.l. ekki Sýn) virðast tapa mest á þessum vistaskiptum enska boltans…. hef ekki séð hvert 12mán bindi verð verður fyrir stöðina, en það hlýtur að vera undir 4 þús fyrst stakur mánuður kostar “rúmlega 4000” eins og Hilmar orðaði það, annars er þetta skita

  27. Það var verið að kalla eftir mér ég veit svo sem ekki hvað menn vilja vita meira. Menn eru svolítið að velta sér upp úr hæsta mögulega verði á Sýn 2 sem er að ég held 4.390.-kr fyrir stakan mánuð. Ég get nú fullyrt það að 99% af væntanlegum áskrifendum stöðvarinnar borga á bilinu 2.400-3.300 kr á mánuði. Ef menn hafa virkilega áhugaverðar spurningar varðandi þessi mál þá get ég svarað þeim.

  28. Hérna eru allar upplýsingar um verðið á stöðinni, eftir því hvaða pakka menn eru með: http://syn.visir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=24322

    Til hamingju með nýju stöðina Hörður! Hér eru þrjár spurningar til þín:

    Hvaða dagskrá muni þið bjóða uppá á Sýn2 í júní og júlí þegar enski boltinn er ekki í gangi (þ.e. verða beinar útsendingar) ?

    Verða ensku bikarkeppnirnar færðar yfir á Sýn2 ?

    Verða fleiri viðburðir á Sýn2 en eingöngu enska knattspyrnan, t.d. landsleikir (t.d. enska landsliðsins) þegar það eru landsleikjahlé ?

    ATH þetta eru ekki einhverjar kröfur af minni hálfu :), bara spurningar sem maður hefur heyrt brenna á vörum margra varðandi nýju stöðina.

  29. Blessaður Nonni

    Sýn 2 fer í loftið 4.ágúst og verður með alvöru dagskrá betri heldur en við höfum séð áður. Það verða ekki beinar útsendingar í júní eða júlí en við höfum keypt um 200 leiki úr Premier League sem við munum sýna og einnig svokallað masters mót þar sem gamlar kempur spreyta sig. Á stöðinni v erða ekki ensku bikarkeppninnar eða enska landslið því gamla góða Sýn verður óbreytt nema að enska fyrsta deildin dettur út. Ég fullyrði að ensku úrvalsdeildinni hefur ekki verið gerð betri skil áður því við munum sýna öll mörkin úr laugardagsleikjunum kl.19.10 í sérstökum þætti sem verður 75 mín útur og verðum þar með á undan Match of the Day á BBC. Svo er annað sem menn þurfa að hafa huga sem eru að spá að fá sér Sky þá eru þeir ekki lengur með allann réttinn því setanta stöðin er með 46 beinar útsendingar og það þýðir hærri kostnaður fyrir notendur. Ég segi gerist áskrifendur að Sýn 2 þið verðið ekki sviknir og svo er ýmislegt annað sem við verðum með sem við getum ekki greint frá. En ekki gleyma gömlu góðu Sýn hún verður óbreytt með CL, La liga osfrv.

  30. Takk fyrir skýr og greinargóð svör Hörður, líst vel á þennan pakka hjá ykkur.

  31. “Ég get nú fullyrt það að 99% af væntanlegum áskrifendum stöðvarinnar borga á bilinu 2.400-3.300 kr á mánuði.” segir Hörður.
    Er það ekki þá gefið að nærri allir sem ætla að taka Sýn 2 séu með Stöð 2 eða Sýn eða bæði?
    Ég hef alltaf haft svipaða sýn á Stöð 2 og Einar Örn sem skrifaði frábæran pistil fyrir mörgum mánuðum síðan um það að nútímasjónvarpsstöðvar henta ekki nútímamanninum. T.d. nennir enginn sem ég þekki að drífa sig heim kl. þetta og þetta til að horfa á einhverja þætti og bíómyndir sem hægt er að fá annars staðar á þeim tíma sem manni hentar.
    Held að Stöð 2 verði svona eins og Mogginn, okkar kynslóð mun ekki kaupa hana.
    En ég mun borga rúmlega 4þús. fyrir Sýn2 útaf því að þar er efni sem mig langar að sjá og vona að þjónustan standist væntingar.
    Gaman væri ef Einar gæti rifjað upp pistilinn góða.

  32. Sæll Daði

    365 ljósvakamiðlar neyða engann til þess að gerast áskrifendur. Við reynum hinsvegar að bjóða upp á það besta sem völ er á. Við fáum ekki 2,7 milljarða í forgjöf frá ríkinu á hverju ári líkt og RÚV. Varðandi Stöð 2 þá breytti hún landslaginu í íslenskri fjölmiðlun. 40-45 þús áskrifendur hennar í dag eiga val um að kaupa hana eður ei. Ég held að það sé leitun að öðru eins vali og Sýn og Sýn 2 bjóða upp á næsta haust. Íþróttaefni er gríðarlega dýrt en Sýn hefur sýnt metnað að bjóða upp á það besta og því ber að fagna. Það er alltaf hægt að gagnrýna allt en við lifum ekki lengur í heimi þar sem menn sætta sig við það að vikugamla leiki úr enska boltanum. Við ætlum að bjóða upp á þjónustu sem ekki hefur þekkst áður t.a.m að sýna mörkin úr öllum leikjum laugardagsins á undan öllum öðrum m.a. Match of Day á BBC.

  33. Ég skil ekki þennan verðstrúktúr á http://syn.visir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=24322

    Nú er ég ekki með neitt frá 365. Ég skil að ef ég vill bara Sýn2 séu þetta 4390 nema ég vilji gera 12mán samning. En það sem ég skil ekki er að ef ég tek t.d. Sýn2, Sýn og Stöð 2 Kostar þetta þá 4390 + 2798 = 7188 ??? Getur það staðist ?

    Og að auki – ég get ekki / og vil ekki nota þetta digital Ísland rusl. Get ég fengið þessa pakka á Breiðbandinu með breiðsbandsafruglara (Ekki ADSL) ?

  34. Mér finnst mjög gott að Hörður svari hér og þakka fyrir það.
    Ég veit líka að við búum við mjög góða þjónustu hér á landi miðað við flest önnur lönd hvað varðar enska boltann.
    Ég skil líka mjög vel að fyrirtæki umbuna þeim sem eru með meiri viðskipti og finnst fátt eðlilegra.

    Ég borgaði líka glaður hvað var það 10-12 þús fyrir stakan HM mánuð á Sýn í fyrra og prílaði upp á þak til að setja upp örbylgjuloftnet (sem er reyndar algjör brandari að þurfa að gera) og hefði örugglega borgað 10þús kall í viðbót bara til að halda HM frá því að lenda í RÚV. Þannig að ég er jákvæður gagnvart Sýn og sérstaklega þér sem lýsanda Hörður, þó að ég óski þess að Óli Þórðar fái ekki að koma nálægt Liverpool leikjum (það er stundum nóg ástæða til að hætta að horfa að hlusta á þann mann tala um fótbolta).

    En eins og þú segir gjörbreytti Stöð 2 landslaginu í íslenskri fjölmiðlun og á sama hátt gjörbreytti Enski Boltinn sjónvarpsrásin væntingum markaðarins á útsendingum frá enska. Þannig að það sem ég gagnrýni er þessi hækkun milli ára fyrir okkur sem viljum bara sjá enska boltann. Hækkun er eðlileg en þessi hækkun er mjög rífleg og þar sem fréttir segja að Sýn hafi borgað óvenjulega hátt verð fyrir þetta efni spyr maður sjálfan sig hvar neytendur eru að græða á samkeppni í þessu tilviki. Venjulega njóta neytendur góðs af því að samkeppni sé um að þjónusta eftirsótta vöru. Það lítur frekar út fyrir að við séum að tapa í typpaslag.

    Verðlagning í vöruþróun er vandmeðfarin. Of lág og þá er fyrirtækið að missa af tækifærum. Of há og þá missa neytendur áhugan og fá slæman bifur af fyritækinu. Þá fara menn að leita að öðrum möguleikum eins og Sky og Setanta. Mesti gallinn hér http://syn.visir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=24322 er rosalega ógegnsær og flókinn verðlisti. Verð eins og 4.390, 4.171, 2.837, 2.987 og SAUTJÁN mismunandi verð fyrir sama hlutinn er dæmigert fyrir illa vanhugsaða verðstefnu. Hún flækir málin fyrir notendur og fær þá til að tortryggja fyrirtækið. Hvaðan kemur þessi eina króna í 4.171?

    Annað hefði verið að bjóða upp á fjögur verð, 4.300, 3.500, 2.900 og 2.500. Það hefði strax verið gegnsærra og hefði skilað ánægðari viðskiptavinum og þar af leiðandi meiri tekjum. Hugsum okkur að ég færi á Serrano og verðlistinn yfir burrito væri heil blaðsíða vegna þess að allt grænmeti væri með sérverð og allir samsetningarmöguleikar væru taldir upp. Ég yrði ringlaður og myndi labba yfir á Culiacan eða hvað sem þeir heita vegna þess að þeir byðu upp á eitt verð fyrir kjúklingaburrito og annað fyrir nautakjötsburrito og svo drykkir og búið.

    Það sem ég var lika að velta fyrir mér voru ástæður þess að fólk velji sér fjölmiðla. Ég segi fyrir mitt leiti að 85% af því sem ég mun horfa á þessari stöð mun vera beinir Liverpool leikir og svo held ég að sé um flesta sem kaupa þessa stöð, s.s. að þeir muni horfa mest á sitt lið og svo einhverja stórleiki. Mörk dagsins og vikunnar eru þættir sem eru síendurteknir og maður horfir á þegar manni hentar. Kvöldmatur á laugardögum er ekki tími sem mín kona og mitt félagslíf sættir sig við 🙂

    Jæja þetta er orðið langt og mikið á gömlum þráð, ég starfa við markaðsmál, þaðan er áhuginn á þessu máli og skil flest af því sem 365 eru að gera, eins og að umbuna stórnotendum. En ég er hræddur um að í mínu starfi kæmumst við aldrei með svona mikla hækkun á þjónustu á svona stuttum tíma, né jafn illa framsetta verðskrá.
    Takk fyrir að svara Hörður, það lýsir þjónustulund í þér og að þér sé ekki sama um fyrirtækið þitt eða notendur.

  35. Óháð öllu þá ert þetta allt of mikið stökk að fara úr ca. 2000 kr upp í rúmlega 4000 kr á mánuði fyrir enska. Eini þátturinn sem maður hefði áhuga á að sjá er þáttur sem sýnir mörk umferðarinnar. Mér er nokkuð sama um hitt aukaefnið , það er ekki þessarar hækkunnar virði. Þó að Sýn sé að borga svona mikið fyrir réttinn finnst mér ég sem neytandi ekki vera að græða.

  36. Ég ætla að leyfa mér að copy/paste’a það sem ég sagði í ummæli # 3.

    Ég veit ekki með ykkur en ég er ekki sáttur með að borga 70% hærra verð fyrir boltann !
    Ensku fyrstu deildina gæti mér ekki verið meira sama um, mundi ekki eyða tíma í að horfa á hana þótt hún fylgdi með frítt.
    Ég sé því fram á nokkra pöbbaveru næstu tímabil því ég er ekki tilbúinn að taka á mig svona mikla hækkun eingöngu vegna þess að 365 buðu alltof hátt verð í boltann til að yfirbjóða Enska Boltann á Skjá Einum.

One Ping

  1. Pingback:

Nýr markvörður og Carlsberg áfram

Ungur Spánverji kominn.