Ballið byrjað?

Er þessi brjálaða og afar taugastrekkjandi bið senn á enda? Það munu væntanlega allar fréttasíður fyllast af því mjög fljótlega að Liverpool og Atletico Madrid séu búin að komast að samkomulagi um kaupverð á Fernando Torres. Næstu skref verða þau að semja við leikmanninn sjálfan, sem ekki er talið að verði flókið mál, því hann er afar áhugasamur um að koma til liðs við Liverpool. Kaupverðið? Erfitt að fá slíkt staðfest, en það ku vera í kringum 25 milljónir punda. Menn eru ekki klárir á því hvort Luis Garcia fari í hina áttina, en það er talið nokkuð ljóst að hann fari frá okkur og heim til Spánar að ný að eigin ósk.

Yfirleitt er erfitt að ráða í svona lagað þegar ekkert hefur verið gert opinbert, en traustir menn fullyrða að málin séu komin svona langt. Ef satt reynist, þá er hægt að nota alla kraftana í að klára samninga við menn eins og Malouda og klára þetta bara á einu bretti.

Ef Torres er á leiðinni til liðsins (eins og allt bendir til) þá verða þessi kaup ekki bara algjört met í verði sem Liverpool hefur greitt fyrir leikmann (yfir 10 milljónum punda hærra en síðasta met) heldur er þetta ein mestu “high profile” kaup sem félagið hefur gert og sendir svo sannarlega merki út á markaðinn um að menn ætla að láta taka sig alvarlega í keppni um titla á næstunni. Það er ekki laust við að maður farið að verða verulega spenntur. Ég ætla nú samt að bíða með að bjóða Torres velkominn þar til hann hefur sett nafnið sitt á blaðið.

48 Comments

  1. Hvaðan hefur þú það að Garcia sé að fara? Getur vel verið að mér hafi einfaldlega yfirsést þetta.Persónulega vil ég halda Garcia.

  2. Ánægulegt ef satt er. Mér gæti ekki verið meira sama þótt Garcia fari, hann hefur að vísu átt nokkra góða spretti en þegar hann reynir ALLTAF að gera eitthvað stórkostlegt er ekki annað hægt en að það heppnist einstöku sinnum.

  3. Ég segi eins og hinir, Steini. Hefurðu traustar heimildir fyrir því að þetta sé að gerast? Ég les fréttirnar á netinu eins og aðrir og hef ekkert séð nema stöku slúðurfrétt frá miðlum eins og News of the World eða Sunday Mirror. Jú, við vitum að Liverpool eru að bjóða í Torres og reyna að fá hann en hefurðu heimildir fyrir því að þetta sé að ganga í gegn?

  4. Ég vill bara trúa þér.. en þú hlýtur að þekkja einhvern innan raða Liverpool eða Atletico Madrid sýnist mér

  5. Heimildir fleymildir…….það er bara svo gaman að lesa svona pistil að mér er næstum því alveg sama um sannleiksgildið : )
    Go Steini !

  6. Sammála Hafliða, þurkurinn í kringum leikmannakaup liverpool hefur gert mann svo þyrstan í fréttir að ég er alveg til í að trúa þessu í svona sólarhring eða svo. Svo verður maður náttúrulega alveg brjálaður út í þessa síðu ef þetta reynist vera enn eitt slúðrið. 😉
    En Steini ertu til í að setja inn aðra færslu um að liverpool sé við það að kaupa Dani Alves og kannski Sabrosa líka. Það ætti að gefa manni fix alveg fram að hádegi á morgun. 🙂

  7. Steini hlýtur að hafa sambönd í Liverpool síðan hann var formaður íslenska Liverpool klúbbsins en af hverju vill Garcia fara ? Er hann með heimþrá eða bara ósáttur við að eiga ekki fast sæti í liðinu ?

  8. 24.06.2007
    Manchester United favourites to sign Torres
    Manchester United will try to hijack any move from Liverpool to sign Athletico Madrid star Fernando Torres. Liverpool was earlier been linked with Torres but reports suggests that the Spanish international not want to join them.

    Sir Alex Ferguson hoped in front of last season that he could land Torres, but nothing happened and Torres stayed with Athletico Madrid.

    alveg eins hægt að trúa þessu.

  9. ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ FÁ ÞETTA STAÐFEST!
    Mun halda blót í viku til heiðurs kaupunum ef þau verða staðfest!

  10. LFC hlýtur að hafa trompið á lið eins og Scums þar sem við getum boðið þeim Cissé eða Garcia, sem dempar áfallið fyrir þá að missa Torres.

    Svo finnst mér alveg vanta í umræðuna að LFC hafi áhuga á að fá SWP en Chelsea eru að bjóða hann á 10-12m og okkur vantar kantmann. Ef þessi Malouda er svona svakalega góður að þá hlýtur hann að vera betri en SWP. Ef við miðum þessa tvo saman að þá er SWP yngri (minnir mig) og með reynslu af enska boltanum þannig að hann er full stop betri kostur að mínu mati. En hvernig er það með Gonzalez-málið? Er hann farinn eða á að losa sig við hann?

  11. Eiki, SWP er vissulega gríðarlega áhugaverður kostur en ég sé það ekki gerast að Chelsea selji hann til okkar, einn af helstu aðal keppinautunum. Mourinho er ekki það vitlaus.

    Myndi þó ekkert hata það að sjá SWP og Pennant covera saman hægri kantinn, væri einn af betri vængjum deildarinnar. Skemmtanagildið væri allavega ofarlega.

    Sambandi við Torres trúi ég engu fyrr en hann verður í búningnum og haldandi á LFC trefli með Rafa á Anfield. Hef það bara að “vinnureglu”.
    En mikið asskoti væri gaman ef rétt reynist, og mikið asskoti væri mikil pressa á kauða að standa sig.

  12. He he,

    Já, ég veit ekki hvað skal segja. Ég spái því samt að þetta verði út um alla fjölmiðla í næstu viku. Stundum hafa hlutirnir ekki gengið upp, en stundum ganga þeir upp. Ég skrifaði hérna fyrir nokkrum dögum síðan að Torres væri líklegastur. Miðað við þá sem ég hef rætt við, þá er það mál að verða assgoti heitt. Ég ætla þó ekki að gefa mönnum of miklar vonir upp, en ég mun ekki verða ofur hissa ef þetta verður raunin í næstu viku (og btw. ég er ekki að tala um NOTW eða eitthvað þvílíkt). En svo bregðast krosstré sem önnur tré.

    Varðandi SWP vs. Malouda. Menn verða í fyrsta lagi að gera sér grein fyrir því að þessir tveir leikmenn leika sitthvora stöðuna. Við erum ekki að fara að bjóða í SWP, allavega ekki eins og staðan er í dag. Rafa er með aðra menn ofar á sínum lista.

    Varðandi Garcia, þá er það orðið alveg ljóst að hans hugur er heima á Spáni. Hann dýrkar Liverpool, en fjölskyldan vill heim og þá er erfitt að eiga við það. Haldið þið að það sé að ástæðulausu að hann hefur ekki verið inni í umræðunni um framlengingu á samningi, á meðan menn sem komu ári seinna til liðs við okkur hafa verið að skrifa undir langtímasamninga? Nei, því miður, þá held ég að Luis sé að fara.

    Ég hafði sterkar heimildir fyrir því að það væri búið að semja um kaupverð á Malouda, og ég er ennþá á því (sumir aðilar að vonast eftir fleiri tilboðum). Ég er líka á því að þeir sem ég hef mína vitneskju frá með Torres, séu að fara með rétt mál og að drengurinn skrifi undir samning á næstu tveim vikum. Ef ekki, þá bara einfaldlega lít ég verr út (og kannski er það bara í fína lagi :-)) Ég veit það bara fyrir víst að ég hef nokkrum sinnum náð að skúbba fréttir frá þessum sömu aðilum í den á liverpool.is og þá vorum við fyrstir með þær fréttir og þær gengur algjörlega upp.

  13. Allavega eru menn á ynwa.tv líka orðnir helvíti öruggir á að Torres sé að fara að skrifa undir á næstu misserum

  14. Er þetta einsog með Van der Vaart hér um árið Steini? Það áttu að vera einhver mest spennandi kaup í sögu Liverpool 🙂

  15. Búin að ligga yfir fréttamiðlum og sé hvergi að Liverpool sé að nálgast Torres. Erum orðaðir við hann eins og marga aðra, vona að SSteinn hafi eitthvað fyrir sér í þessu. Hef orðið fyrir vonbrigðum með aulahátt okkar Liverpoolmanna við að landa stóru targetunum undanfarin misseri, nærtækast að nefna Alves og Sabrosa sem við myndum aldrei fá í dag á því verði sem okkur fannst of hátt fyrir þá á sínum tíma, mig langar ekki einu sinni að hugsa tilbaka um þá smáaura sem við þurftum að bæta við til að ná td Sabrosa. Hefði ekki verið nær að spara eins og einn Gonsales. Torres er með 27 milljóna klausu í samningnum og fjölmiðlar segja A. Madrid vilja fá það verð. Kanarnir hafa haft stór orð uppi um að þeir ætli að styrkja liðið og víst er að þeir eiga peninga. Ég er orðin þreyttur á að fá meðalmenn á 2-3-4-5-6- millur í kippum. Vil sjá alvörumenn keypta, kommon við nálgumst ekki Man utd og félaga með Yossi Benjayoun og vinum hans. Kaupum Torres hvort sem það kostar 25 eða 27 millur og Yossi getur þá reimað skóna hans á æfingum. Svo alvöru kantara. Varðandi Carcia þá finnst mér ólíklegt að lið séu tilbúin að kaupa hann eftir alvarleg meiðsl áður en hann nær að sýna sig og sanna að hann yfir höfuð hafi komist í gegnum þessi meiðsl. Finnst því líklegt að hann verði hjá okkur næsta season.

  16. Já, Nonni. Hlutirnir ganga ekki alltaf upp. Heimildir mína á sínum tíma með þann hollenska voru góðar, en það dæmi gekk ekki upp. Á maður að hætta að trúa þeim traustu mönnum sem maður er í sambandi við, þegar eitthvað eitt gengur ekki upp? Kannski væri það rétt. Kannski ætti maður bara að þegja algjörlega og fylgjast með. Ég hef tekið þá ákvörðun að deila því vem menn segja, og þá er ég að tala um menn sem babbla ekki bara út í loftið. Það getur vel verið að þetta verði annað Van der Vaart dæmi, þar sem allt átti að vera frágengið. Ég ætla þó að standa með mínum mönnum þangað til annað kemur í ljós.

    Árni, eitt varðandi “high profile”. King Kenny var SNILLINGUR, en í alvöru talað. Hversu “stór” var hann á alþjóðlegan mælikvarða þegar við keyptum hann? Hann varð stór hjá okkur.

  17. þið verðið bara að afsaka, en ég ætla ekki að “get my hopes up” fyrr en ég sé einhverjar heimildir…. bara EINHVERJAR heimildir 😀 þá skrái ég mig í Liverpool blogg-kirkjuna 😉

  18. SSteinn: á þeim tíma skilst mér að menn hafi mjög litið verið að kaupa leikmenn erlendis frá og þar af leiðandi lít ég svo á að Kenny havi verið High Profile Snillingur þegar hann var keyptur á met fé á þeim tíma.
    Sjálfur fór ég að halda með Red Army árið áður en Keegan fór þannig að ég man vel þegar Kenny the King mætti á svæðið. Ég man líka þegar það þótti stórtíðindi að það voru 3 hollendingar með Ipswich og talað um að þetta væri bara fáránlegt. Og ég man líka þegar Bruce Grobbelar og Molby komu til liðsins og þótti sæta tíðindum að fluttir voru inn leikmenn erlendisfrá 🙂
    Ég vildi bara benda pent á þetta aðtriði í pistlinum og takk fyrir ágætis skúbb. Vonandi gengur þetta svo upp með Torres eða einhvern sambærilegan Striker hjá okkur því ekki veitir af.
    Verst samt að missa af Garcia því hann er mjög góður leikmaður en vonandi er Rafa búinn að finna rétta manninn í staðinn fyrir hann sem vonandi aðlagast fjótt, Lucas Leiva ef ég fer með nafnið hans rétt.

  19. Smá útúrdúr hérna. Ég held að það sé alveg augljóst hvaða leikmaður er frægasti leikmaður sem Liverpool hefur keypt. Menn eins og Barnes, Dalglish og (vonandi) Mascherano hafa orðið frægari í rauðu treyjunni en þeir voru áður, þrátt fyrir að vera þekktir víða fyrir, en Liverpool hefur einfaldlega ekki keypt jafn stórt nafn og þegar Rafa keypti Fernando Morientes í janúar 2005. Hann var margfaldur Spánar- og Evrópumeistari með Real Madríd og hafði auk þess verið markakóngur með Real Zaragoza og farið í úrslit Meistaradeildarinnar með Mónakó. Þá er hann einhver markahæsti framherji í sögu spænska landsliðsins. Liverpool hefur átt stærri leikmenn og vissulega fleiri hundruðir leikmanna sem stóðu sig betur fyrir klúbbinn en Nando gerði, en hvað varðar frægð og stærð þegar maðurinn er keyptur kemst að mínu mati enginn sem ég man eftir með tærnar þar sem Fernando Morientes hafði hælana.

    Svo keyptum við einu sinni einhvern nóboddí frá Chester. Hann hét Ian Rush …

  20. Bara smá hugdetta, kannski bara sjálfblekking . En gæti verið að Rafa sagði að honum lægi ekkert á að kaupa mannskap til þess að leggja einhverskonar pressu á Athletico??

  21. Ef Luis Garcia fer, sem er líklegast miðað við allt og þá vonandi í skiptum fyrir Torres, lítur framherjalína okkar svona út:

    Torres
    Kuyt
    Crouch
    Bellamy

    Svo má ekki gleyma Voronin sem mig minnir að sé einmitt þessu “Luis Garcia” style leikmaður, getur spilað allsstaðar fram á við. Ég held að Bellamy verði áfram, alls ekki slæmur kostur sem fjórði striker!

  22. Bellamy er ekki slæmur kostur sem fjórði striker ef við ættum heimsklassa kantmenn.. Finnst augljóst að selja Bellamy fyrir 10 – 12 milljónir punda til að fjármagna kaup á a.m.k. einum, helst tveimur af Malouda, Mancini eða Simao.

    Hef meiri áhyggjur að því að við látum Garcia fara fyrir of lítinn pening.. er mikill aðdándi hans núna og held að hann eigi bara eftir að verða betri.

  23. Garcia fer nú að slá uppí þrítugt, ég sé hann ekki fara að bæta sig neitt stórlega úr þessu

  24. Af Teamtalk:

    Some of Europe’s biggest clubs have reportedly been interested in Torres over the last few years, with Champions League finalists Liverpool the latest side to be closely linked with the Spain international.

    However, Cerezo claimed on Monday(í dag) they had received no approach from Rafael Benitez’s Reds or any other side for their club captain.

    “We have had no offer from Liverpool for Torres,” he said. “He is on his holiday and resting.

    “All the players have a (buy-out) clause in their contract and in that case we would not be able to do anything, but I repeat that there has been nothing about Torres from any team.

    “We are now working to create a good team for the coming year.”

    Torres, 23, scored 14 league goals in 36 starts this season as Atletico finished seventh in La Liga.

    Athyglisvert að hann er að auglýsa þarna “buy-out-klásúluna” á leikmönnum sínum um leið og hann neitar að Liverpool hafi boðið í hann.

  25. Bíddu sagði Benítez ekki einhverntíman núna að hann vildi halda García ?

    Btw. elska þennan leikmann 😀

  26. Við skulum bíða og sjá… og vona það besta!
    Hinsvegar var ég að velta því fyrir mér hvort Lucas Leiva sé í brasilíska landsliðshópnum fyrir Suður-Ameríku keppnina? Það væri gaman að sjá kappann spila þar sem hann er jú einusinni genginn í okkar raðir! Ég er spenntur fyrir þessum strák og hlakka til að sjá hann í hinni fagur rauðu treyju á komandi tímabili.

  27. Jæja, nú rennur júlí bráðum í garð og lítið að gerast hjá okkur Liverpool mönnum. Ég stóð sjálfan mig að því að fletta öllum íþróttanetmiðlum til að sjá hvort eitthvað væri ekki að gerast. Vonandi koma góðar fréttir fljótlega.

    Ég er mjög bjartsýnn á að Torres komi. Vonandi líka Malouda. Reyndar hefur fyrsti valkostur í leikmannakaupum brugðist síðustu ár eins og Rafa benti á í vor en ég hef trú á að nú séu breyttir tímar.

    Ég hef einfaldlega trú á að Hicks og Gillette vilji sanna sig fyrir stuðningsmönnum og kaupi heimsklassa leikmenn. Rafa hefur líka gefið sterklega í skyn að hann fari ef þetta klikkar nú í sumar og það er eitthvað sem nýjir eigendur vilji ekki að gerist. Vona ég.

    Ég gagnrýndi Moores mikið áður en hann hætti sem eigandi Liverpool. Ég efaðist ekki um ást hans á liðinu en ég taldi ljóst fyrir mörgum árum síðan að hann hefði ekki fjármagn til að fleita liðinu á toppinn. Það er augljóst eftir á að hyggja.

    Mér fannst kaupin á Lucas góð tíðindi. Ekki bara að þarna væri gríðarlegt efni á ferðinni heldur það að kaupin gengu hratt og örugglega fyrir sig og að forsvarsmenn Liverpool voru fljótir að bregðast við og kaupa strákinn.

    Kaup á leikmönnum Liverpool hafa oft gengið afar hægt fyrir sig. Það þarf ekki að leita langt aftur til að benda á dæmi þar sem samningamenn Liverpool hafa verið dregnir á asna eyrunum í langan tíma og svo ekkert gerst. Kannski voru reglur Liverpool um að stjórnin þurfti að samþykkja alla samninga þröskuldurinn og kannski er geta Parry sem samningamanns ekki upp á marga fiska. Ég hef trú á að það fyrrnefnda hafi verið málið og nú séu breyttir tímar.

    Ég hef sjálfur ekki miklar áhyggjur af liðinu. Ég held að það hafi ekki verið jafn sterkt lengi. Alan Hansen og Alan Shearer sögðu einhvern tíman í vor að það sem Liverpool vantaði væri þrír sterkir byrjunarliðsmenn til að ná á toppinn. Ég held að einn til tveir dugi til að gera atlögu að titlinum og þá með því skilyrði að við verðum heppnir með meiðsli á næsta tímabili.

    Með Kewell heilan á vinstri kantinum gætum við verið að fá nýjan heimsklassa leikmann í liðið. Og ef Malouda kæmi gæti Kewell spilað frammi með einum senter. Gleymum ekki að þegar Kewell var heill síðast tapaði Liverpool ekki leik í marga mánuði og lenti í öðru sæti í deildinni. Í raun besti árangur Liverpool í deildinni lengi.

    Ég bíð spenntur eftir fréttum af leikmannamálum og skanna netmiðla á meðan ég bíð. Þessi síða verður alltaf fyrsti kostur svo endilega látið okkur vita kæru spjallstjórnendur ef eitthvað gerist.

    Áfram Liverpool!

  28. Það hlýtur að fara gerast eitthvað með þennan Malouda þar sem að yfirmenn hjá Lyon gáfu honum bara frest til 30. júní til að ákveða sig hvort hann myndi fara eður ei !

  29. Malouda er víst reyndar gay svo lítið að marka hvaða frest honum hefur verið gefinn.

  30. Sælir félagar, alveg eru þessi komment hérna óborganleg, svona í hitanum hérna í Noregi heheheh.

    Ég get ekki lifað af að fá ekki að lesa smá af þessum frábæru pennum hérna LOL LOL LOL

    Þakka “staðarhöldurum” fyrir frábæra síðu :c)

    Avanti LIVERPOOL

  31. Skil þetta ekki, hlýtur að vera einhver fjárinn að tölvunni minni. Sama hvað ég síglæði (refresha) síðuna þá koma aldrei nýjar fréttir af leikmannakaupum. Hvað er í gangi eiginlega ?

  32. skoðið þetta og athugið hvort þið kannist við manninn
    hann kemur eftir ca. 2 mínútur

  33. Okkar maður? Sá hvergi Reina á þessu myndbandi 🙂 En mörg frábær tilþrif á þessu myndbandi.

  34. roberto, þetta myndband er snilldarlegt ef ekki er nema bara fyrir lagið. “Wake up!” með velsku sveitinni Lostprophets, var í mikilli spilun á útvarpsstöðvum sumarið 2005. Ég hlustaði á það mörgum sinnum á dag yfir Gerrard-sápuóperunni miklu og fannst sem þeir hlytu að hafa samið lagið um Gerrard.

    Samt á textinn jafnvel ennþá betur við í dag, ef við ímyndum okkur að Lostprophets-menn (sem eru L’pool-aðdáendur í alvöru) séu að senda Gillett og Hicks skilaboð:

    So are we lost or do we know,
    which direction we should go?
    Sit around and wait for someone
    to take our hands and lead the way.
    ‘Cause everyday we’re getting older
    and everyday we all get colder.
    We’re sick of waiting for our answers.
    Wake up!
    Yeah I’m so sick of waiting for us to make a move.
    Are we meant to take the bait?
    Should we sit around and wait?
    Are we being saved or was that another lie
    you made to make us hate?
    ‘Cause everyday we’re getting older
    and everyday we all get colder.
    We’re sick of waiting for our answers.
    Wake up!
    Yeah I’m so tired of waiting for us to make a move.
    Wake up … and we will never lose.
    Wake up … it’s time to make a move.

    Heyriði það, Tom & George! Wake up! 🙂

  35. Jamm maður verður þreyttari og þreyttari með hverjum deginum sem líður. Man ekki betur en að vinur okkar hann Hicks hafi talað um það fyrir 2-3 vikum ad í næstu viku mundum við sennilega heyra eitthvað, ekki hefur neitt ennþá gerst.

    Þessi Torres umræða er svakalega flókin eitthvað, sumar síður segja að það sé allt að gerast og svo les maður að Torres vilji bara vera áfram hjá Madrid annarsstaðar. En hvað um það mikið rosalega væri ég til í að fá manninn samt sem áður.

    En maður má ekki tapa sér yfir þessu þrátt fyrir að stundum sé maður alveg við það samt. Þetta hlýtur að koma.

  36. Sælir
    Talandi um Lucas Leiva, þar sem ég er staddur í Suður Ameríku þá sá ég úrslitaleikinn í meistaradeild suður-ameríku. Þar voru Gremli liðið sem Lucas leikur með og Boca Juniors að spila. Boca voru 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og leikurinn var frekar slappur EN það var gaman að sjá til Lucas. Hann var med fínar sendingar og var oftar en ekki mættur inní teig þegar á þurfti að halda. Eitthvað sem manni hefur fundist vanta hjá Liverpool. Ég geri mér miklar vonir um þennan dreng.
    YNWA

  37. Ég man líka hvað ég var geðveikt spennutur þegar ég sá Bruno Cheyro spila áður en hann kom til liverpool. Fékk mér meira að segja svarta varabúninginn með nafninu á kvikindinu á bakinu. * Sigh *

Rafa hinn rólegasti

Samningaviðræður við Atletico hefjast