Torres er markmið númer 1 (uppfært)

torres-ynwa-armband.jpg

Liverpool Echo segja í dag að Fernando Torres sé takmark númer 1 hjá Rafa Benitez. Atletico Madrid eru tilbúnir að selja, enda komst það lið ekki í UEFA cup og það gengur ekki lengur fyrir leikmann einsog Torres. Talað er um að verðið geti verið milli 24 og 27 milljónir punda.

Ég hef ekki tíma í að skrifa meira, en mér líst mjög vel á þetta.

—-

**Uppfært (EÖE) kl 23.25**: Jæja, ég sé að hinir bloggararnir eru allir sofandi, þannig að ég bæti aðeins við þetta. Ensku blöðin birta flest fréttir um þetta Torres mál, þar á meðal Times. Þeir orða Luis Garcia við kaupin, en segja að Benitez vilji ekki missa hann, enda er það ekki furðulegt. Allavegana, tvö athyglisverð kvót úr fréttinni:

>as talks progress with Florent Malouda, the Lyons winger, despite the French club’s insistence that they will not accept less than £17 million.

Semsagt, Times halda því fram að viðræður um Malouda eigi sér enn stað. Og svo þetta:

>Although doubts persist about how Torres would adapt to the Barclays Premier League, the striker is known to be desperate to work with Benítez.

Menn eru margir ansi fljótir að afskrifa Torres bara af því að hann kemur úr spænska boltanum eða talar spænsku. Þröstur hrekur þetta vel í kommentum við þessa færslu.

Og svo að lokum stendur í fréttinni:

>Mohamed Sissoko, the Mali midfield player, is expected to sign a new four-year contract with Liverpool.

Jammmm!

27 Comments

  1. Ég vona svo sannarlega að það sé eitthvað til í þessari frétt. Veit reyndar ekki hvort að hann mundi geta staðið sig í EPL en ég held að það sé hægt að markaðssetja þennan dreng mikið. En því miður gæti þetta líka verið enn umfjöllunuin sem ekkert verður úr.

  2. Gott mál og ég vona að þetta gangi eftir og þetta sé ekki enn eitt slúðrið sem verður svo ekki að neinu.
    Ég held að það sé mikið meira spunnið í þennan dreng, þó hann hafi sanna sig hjá Atletico Madrid (hann kostar alla vega sitt). Ég segi þetta því hann setti einungis 14 mörk á síðustu leiktíð og leikmaður sem er metinn á 23-25 milljónir punda á að vera 20 marka maður!
    Ímyndið ykkur Torres frammi og Alonso og Gerrard að mata drenginn eins og ljónsungar. Ég held, þó að hann þurfi smá tíma til að aðlagast ensku deildinni, þá eigi hann eftir að blómstra síðar meir.

  3. Sko þetta er öruglega einn mesti “fótbolta” maður sem ég veit um,
    fyrir mér ætti hann að labba inní hvaða lið í heiminum sem er.

    Ég skil ekki allveg fólk á liverpool.is spjallinu sem er að tapa sér yfir að þetta
    sé alltof hátt verð, ef við viljum heimsklassa striker þá borgum við í samræmi
    við það, erum bara heppnir að klásúlan í samningnum hans er ekki hærri því
    þá væri hann að fara á meiri pening.

    Drauma kaup fyrir mér og vona að þetta sé komið í gegn áður en ég fer í vinnu næsta mánudagsmorgun.

  4. Ég skal fullyrða að ef Torres myndi koma í Liverpool þá yrði það eitt það besta sem gæti komið fyrir klúbbinn okkar. Maðurinn er með einn mesta sprengikraft sem sést á vellinum og hefur tækni og boltameðferð til þess að vinna með því (annað en t.d. Cisse). Mér sama hvaða verð þeir setja á hann bara að borga það.

    Ef Torres kemur, verður hann markahæstur í EPL.

  5. Þar kom að því sem maður er búin að bíða svo lengi eftir.

    Torres er klárlega einn að stóru strákunum sem maður vill sjá til Liverpool.

    Þó svo að ég hafi persónulega alltaf verið meiri D. Villa maður held ég að hann sé ekkert að að fara frá Valencia. Hann vil ekki fara né þeir losna við hann sé ekki alveg að hann sé möguleiki.

    Þannig koma svo láta hlutina ganga hratt fyrir sig og snúa sér að næsta skotmarki. kantmaður malouda jájá Alves jájá.

  6. ég sá einhvers staðar að Luis Garcia yrði hluti af kaupverðinu, hvernig líst mönnum á það ef hann fer? Hann er reyndar búinn að vera meiddur núna síðan um áramót en á góðum degi er hann frábær knattspyrnumaður en þess á milli týnist hann algjörlega svo það er spurning, ég myndi helst vilja halda Garcia og bjóða þeim einhvern annan ef á annað borð á að bjóða þeim leikmann uppí, kannski Sissoko eða Palletta 🙂

  7. Neinei að mínu mati eiga Sissoko og Palletta mikla framtíð fyrir sér.. En ég er sammála að Torres verður vonandi geggjað góður með Liverpool en við verðum að vera raunsær og muna að það er ekkert pottþétt að hann finni markskónna hjá Liverpool ! Sér í lagi þar sem hann er ekki náttúrulegur finisher og margir markakóngar hafa floppað í Liverpool (morientes, cisse og fl. ) Ég vil þó taka það fram að Torres er einn besti alhliða framherji í Evrópu og ég yrði ánægður að sjá hann í treyjunni okkar fallegu.

  8. Hvar lastu þetta með Garcia, Liverbird?

    Garcia fer ekki nema þá að það komi maður í hans stað einsog t.d. Benayoun.

  9. Mig langar til að gráta. Arftaki Albert Luque í ensku deildinni kominn..

  10. Kjartan
    Mig langar til að gráta. Arftaki Albert Luque í ensku deildinni kominn..

    kominn… hver er kominn????

  11. alltaf spurning með spænska framherja í EPL… en mjög spennandi kostur svo er hann kornungur

  12. Garcia er ekki að fara, alltaf frábært að eiga hann inni.

    Og Liverpool er EKKI að fara að borga 25 mills fyrir einn leikmann, sé það bara ekki gerast, of gott til að vera satt.

    Eigum við ekki að klára 2 kantara áður en við signum striker. Held að það væri tilvalið. Spurning um rétta forgangsröðun

  13. Spánverjar, og nánast allilr latinos í enska boltanum hafa iðulega skitið upp á bak.

    Því ættu líkurnar að vera frekar með því að Torres geti ekkert, eða þurfi a.m.k. að fá 2-3 tímabil til að átta sig á þessari ensku deild, sem þeir virðast ekki geta gert.

    Nægir þar að nefna menn á borð við Morients, Reyes, Luque, Angel, Pandiani og Mark Gonzalez sem dæmi. Væri m.a.s. hægt að nefna Luis Garcia í þessu samhengi, þótt ég telji hann til undantekninga, þar sem hann er alla jafna frekar slakur í deildinni, á meðan hann brillerar í meistaradeildinni.

  14. Fyrirfram líst mér betur á David Villa en aðra framherja sem orðaðir hafa verið við okkur og spila á Spáni. Verst hvað maður þarf alltaf að setja spurningamerki við það þegar leikmenn koma til Liverpool – happ og glapp hvort þeir standi sig hjá okkur. T.d. stóð Crouch sig miklu betur en ég átti von þegar hann var keyptur en Morientes miklu verr. Góð tímabil hjá öðrum liðum færast a.m.k. ekki endilega beint yfir til Liverpool.
    En myndi enginn vilja Obafemi Martins? Hefur verið lítið eða ekkert í umræðunni í slúðrinu. Bara svona pæling.

  15. Ég vildi þvílíkt fá Martins áður en hann fór til Newcastle en nú held ég að það sé hæpið að við fáum hann… En hann er ógeðslega öflugur..

  16. ég vona að hann sé grenjandi ljón og komi til Liverpool…. Berjast menn ekki annars alltaf eins og grenjandi ljón?

  17. Ég geri mér tíma til að svara þessu því þetta er MINN MAÐUR nr 1 á lista þeirra manna sem ég vil að komi til LFC í sumar. Nú er von að Rafa wrappi þessu upp hið snarsta en ef það gerist mun ég fyrirgefa öll þessi rólegheit sem á undan hafa verið.

  18. Spánverjar, og nánast allilr latinos í enska boltanum hafa iðulega skitið upp á bak.

    Því ættu líkurnar að vera frekar með því að Torres geti ekkert, eða þurfi a.m.k. að fá 2-3 tímabil til að átta sig á þessari ensku deild, sem þeir virðast ekki geta gert.

    Nægir þar að nefna menn á borð við Morients, Reyes, Luque, Angel, Pandiani og Mark Gonzalez sem dæmi. Væri m.a.s. hægt að nefna Luis Garcia í þessu samhengi, þótt ég telji hann til undantekninga, þar sem hann er alla jafna frekar slakur í deildinni, á meðan hann brillerar í meistaradeildinni.

    Er ekki í lagi? Við getum líka nefnt men eins og Cesc Fabregas, Gilberto Silva, Cristiano Ronaldo, Ricardo Carvalho, Xabi Alonso, Luis Garcia (mér finnst hann ekki vera flopp), Mikel Arteta, Carlos Tevez og eflaust marga fleiri sem Spánverja sem hafa ekki floppað. Það er ekki hægt að setja alla spænskumælandi leikmenn undir sama hatt. Það væri líka eflaust hægt að nefna fullt af Þjóðverjum eða Rússum, Asíubúum eða Afríkubúum sem hafa floppað í ensku deildinni.

    Ég verð hæstánægður með það ef Torres kemur til okkar. Held að hann eigi eftir að vera frábær kaup og er nokkuð viss um að ef hann stendur sig ekki vel þá verði hægt að selja hann aftur til baka án þess að hann lækki mikið í verði því hann er bæði ungur og svo rosalega stórt nafn á Spáni. Ég held því að þetta sé tiltölulega lítil áhætta þó að verðið sé hátt. Allt öðruvísi en að kaupa leikmann eins og Shevchenko á svipaða upphæð því þegar menn standa ekki undir væntingum þegar þeir eru komnir yfir þrítugt þá falla þeir miklu hraðar í verði.

  19. snild ef satt reynist, hef alltaf elskað þenna strák og hans álit á sínum klúbbi….. búinn að horfa mikið á hann í vetur, góður player en kemur kannski of aftarlega til að ná í boltan, mjög hraður, tæknískur en er ekki mjög markheppinn minnti mig á C.ronaldo í fyrra en ég er vissum að ef Crouch (sem ég er ekki á móti) skorar 18mörk þá skorar þessi drengur fleiri og leggur upp mörg og ég held að fólk sem vill hann ekki á eftir að þurfa éta öll stóru orðin sín til baka….. (vonandi ekki ég allavega!!!!!!!)
    Og koma svo landa Torres og svo alves,simao og G.milito þá er ég miklu miklu meira en sáttur

  20. Þetta er greinilega mikill leiðtogi, þar sem hann er búinn að vera kapteinn hjá Atletico Madrid síðan hann var undir tvítugu ef ég man rétt. Ekki skemmir svo fyrir ef hann hefur brennandi áhuga á að spila fyrir Benitez. Menn mega samt ekki gera sér of miklar væntingar, þar sem stór nöfn hafa komið áður og menn séð aðra höndina á deildar titlinum, samanber Morientes. Ef hann kæmi þá tæki hann væntanlega tíma að komast í takt við enska stílinn. Það sýndi sig í meistaradeilinni síðasta vetur hvað munurinn á ensku og spænsku er mikill. En eins og fram hefur komið, ungur og mjög öflugur spilari sem yrðu áhættunnar virði. Það hlýtur að vera einhver samkepni frá öðrum liðum um hann, ekki nema hann sé nú þegar ákveðinn í að koma á Anfield og gefi skít í fyrirspurnir frá öðrum.

  21. Enginn af þessum mönnum Þröstur er sóknarmaður. Mér láðist að nefna það að ég átti aðallega við framherja. Auðvitað eru alltaf einhverjar undantekningar, og Torres gæti vel verið ein af þeim. Það er samt einungis einn SÓKNARMAÐUR, svo ég taki það skýrt fram, sem hefur náð að brillera

    Og btw… ef hann kæmi nú á 27m punda, og myndi standa sig álíka vel og Shevchenko, þá myndi Liverpool eflaust vera að tapa a.m.k. svona 5m punda á honum, þannig að áhættan er mikil þegar leikmaður er keyptur á 27 milljónir.

  22. Halldór, áhættan er vissulega mikil en ef hún verður alltaf til staðar ef nýju eigendurnir ætla taka klúbbinn “upp á næsta level”.
    Ég hugsa að Torres verði búinn að borga upp kaupverðið sitt með treyjusölu á nokkrum mánuðum eða árum. Hvort sem hann verður flopp eður ei(þeas ef hann kemur).
    Ég skil samt áhyggjur þínar Halldór. En ManU og Chelsea hafa þurft að punga út svipuðum pening og taka þessa áhættu og það hefur skilað sér. Vil bara benda á það ef Liverpool aðdáendur gera kröfur um það að liðið okkar muni berjast um EPL titilinn, þá verða þeir að sætta sig við að við verðum að eyða BIG BUCKS til að eiga möguleika.

  23. Halldór, ég vil nú ekki lenda í neinum sandkassaleik hérna (og ég er alls ekki að saka þig um það) en eins og þú segir nefndir þú aldrei að þú værir að tala um sóknarmenn enda nefndir þú menn eins og Mark Gonzalez og Luis Garcia á listanum þínum. Ég verð nú að segja að mér finnst Cristiano Ronaldo er nú meiri sóknarmaður en þessir tveir.

    Og ég hugsa að það ættu allir að geta verið sammála um það að þeir sem þú nefnir eru ekki í alveg sama klassa og Torres nema kannski helst Morientes. Reyes er eini leikmaðurinn sem kostaði yfir 10 milljónir punda og ég held það hafi nú aðallega verið heimþrá sem eyðilagði Arsenalferilinn fyrir honum. Mér fannst hann hins vegar oft standa sig ágætlega þó að hann hafi kannski ekki alveg réttlætt verðmiðann.

    Ég er sammála því að við gætum verið að horfa á verðhrun upp á ca. 5 milljónir punda ef hann stendur sig ekki. Ég hugsa að Chelsea yrðu hæstánægðir ef þeir gætu selt Shevchenko fyrir 25 milljónir punda í dag. Liverpool yrðu mjög sáttir ef þeir mundu fá 9 milljónir punda fyrir Cisse. Newcastle yrðu eflaust himinlifandi ef þeir fengju 12 milljónir fyrir Owen í staðinn fyrir þær 9 sem þeir missa hann hugsanlega á. Ef ég man rétt töpuðum við alla veganna 3 milljónum punda á Morientes og hann kostaði innað við 7 milljónir og Manchester United tapaði örugglega meira en það á Diego Forlan og ég efast um að þeir geti fengið mikið meira en 7 milljónir fyrir Saha í dag. Ég held að 5 milljónir punda sé bara mjög eðlilegt verðfall ef menn standa ekki undir væntingum. Að sjálfsögðu er það há upphæð en eins og Trausti bendir á þá er Torres það stórt nafn að hann á eftir að skila stórum fjárhæðum í treyjusölu og öðru slíku.

Bellamy, Mancini og Milito (uppfært)

Misvísandi fréttir um Torres