Er Rafa að hætta hjá Liverpool?

Sko, þetta verður vonandi eina skiptið sem ég fjalla um þennan orðróm í sumar. Ég hef forðast að ræða þetta hingað til en mig langar til að koma þessu á hreint hér í eitt skipti fyrir öll.

Frétt Daily Mail: ‘Benitez could quit Liverpool over lack of transfer funds.

Þessi frétt segir að af því að Rafa virðist ekki hafa þá peninga sem menn héldu til að eyða í leikmenn sé hann líklegur til að endurskoða stöðu sína hjá LFC og jafnvel segja af sér. Þessi frétt hins vegar, eins og aðrar sem hafa seitlað inn síðustu daga og vikur, er lítið annað en slúður sem byggir á tveimur vafasömum “heimildum”:

Eitt: Þetta þráláta slúður um að Liverpool hafi enga peninga til leikmannakaupa í sumar.

Tvö: Einhvers konar töfrainnsæi blaðamanna sem virðast vita hvað Rafa er að hugsa.

Ef við beitum almennri skynsemi getum við svo fljótlega afgreitt bæði atriðin sem lítið annað en slúður:

Eitt: Peningaútlát Liverpool FC í sumar verða með réttu dæmd þann 1. september næstkomandi, ekki þann 15. júní þegar leikmannamarkaðurinn er ekki opinberlega opinn (opnar 1. júlí) og keppni í Úrvalsdeildinni spænsku, þaðan sem Benítez sækir flest erlend kaup sín á leikmönnum, er ekki enn lokið. Það er einfaldlega allt of snemmt að ætla að panikka yfir þessu núna.

Tvö: Jamie Carragher myndi aldrei yfirgefa Liverpool ótilneyddur, en haldið þið virkilega að Steven Gerrard, Pepe Reina og sérstaklega Xabi Alonso – sem bauðst að ganga til liðs við Barcelona í vor – hefðu verið svona fúsir til að skrifa undir fjögurra til fimm ára samninga við Liverpool í síðustu viku ef þeir hefðu ekki rætt við Rafa og Rick Parry og fengið fullvissun þess að:

a: Rafa yrði pottþétt áfram við stjórnvölinn hjá Liverpool.
b: Liðið ætlaði sér að styrkja leikmannahópinn verulega í sumar.

Finnst einhverjum líklegt að þessir leikmenn hefðu viljað ólmir vera áfram ef þá svo mikið sem grunaði að Rafa væri ósáttur eða að það væru engir peningar til?

Einhver?

Nei, ég hélt ekki. Við vitum öll að Rafa á einhvern tímann eftir að yfirgefa Liverpool og taka að sér stjórn annað hvort Real Madríd eða spænska landsliðsins, en öll skynsöm rökhugsun segir mér að það verði ekki í ár, og vonandi ekki í langan tíma á eftir. Rafa er ekki að fara. Hverjum ætlið þið að trúa – blaðamanni útíbæ sem treystir eigin frétt ekki nóg til að setja nafn sitt við hana? Eða Gerrard, Reina, Alonso, Carragher og væntanlega Finnan og Sissoko?

Ég veit hvor heimildin er áreiðanlegri í mínum augum.

11 Comments

  1. Farið nú að vera rólegri á fyrirsögnum á þessari síðu.
    Fyrirsagnir eins og, Er Rafa að hætta hjá Liverpool?? og ,Stóra áfallið, láta hjartað hjá eldheitum púllurum taka kipp.
    En ég hef ekki nokkra trú á því að Rafa sé að fara besta sönnun þess held ég að menn eins og Carragher,Alonso,Gerrard og Reina skrifuðu allir undir langtíma samning í síðustu viku.

  2. Nei, það er enginn að tala um að 15.júní sé dagurinn sem allt þarf að gerast. Það sem er meira áhyggjuefni er að vita af því að við séum ekki búnir að gera nein kaup sem fær mann til að slefa yfir. Fernando Torres…24m myndi vera “slef”-kaup og í raun fáránlegt að ekkert sé gert í því máli! Þessir kanar hoppa inn og segjast ætla að bjarga deginum og ekkert gerist! Það er bara tvennt sem kemur til greina:
    a) Kanarnir eru að ljúga og ætla ekki að setja mikinn pening í leikmannakaup eins og þeir lofuðu Rafa.

    b) Rafa hefur fengið pening en hann vil fá meira sem kanarnir vilja ekki láta hann fá. Kannski hann sé búinn að reisa sér skýjaborg…hver veit.

    Ég er farinn að missa trúna á báða aðila hvort sem það er svartsýni eða ekki.

  3. Eiki, þú veist að spænski boltinn er ekki búinn er það ekki? Það er alveg á tæru að það gerist akkúrat ekkert með leikmannakaup í því landi fyrr en því móti er lokið. Það að þér þyki það fáránlegt að ekkert sé gert í Torres málinu lýsir í rauninni fáránleikanum hjá sumum af okkur Poolurunum.

  4. Ætli þeir félagar hafi ekki bara séð eftir því að vera með yfirlýsingar um að ætla eyða miklu í sumar…. Slíkar yfirlýusingar gera það jú að verkum að lið reyna að fá meira en max pening í sinn hlut..

    Vonandi er þetta and-slúður til að ná verði niður

  5. Steini: Vissulega veit ég það og í raun kemur það málinu ekkert við. Spánverjar eru langt frá því að vera þeir einu sem sparka bolta og í raun asnalegt að segja þetta. Seinagangurinn í þessu máli er bara orðinn mikilll og er ferlega pirrandi! Þetta lýsir engum fáránleika hjá LFC aðdáendum heldur bara sett spurningarmerki við Kanana sem komu inn með látum og loforðum. Þetta hefði verið annað ef þeir hefðu ekki komið svífandi á loforðaskýji en það er nóg eftir af sumrinu. Það þarf allavega mikið að breytast í leikmannamálunum til að LFC hreyfist upp töfluna.

  6. Já en Eiki, þú talaðir um einn nafngreindan mann og um fáránleikann að það væri ekkert búið að gera í þeim málum. Torres, og síðast þegar ég vissi þá er hann Spánverji og spilar á Spáni. Það var akkúrat mitt point því deildin þar er ekki búin. Ég veit ekkert frekar en aðrir hvort búið sé að “læna” upp einhverjum slíkum kaupum. Ég veit það bara að kaup og sölur í kringum leikmenn á Spáni fara ekki af stað fyrr en eftir helgi, simple as that.

  7. Þú ert of svartsýnn Eiki…. ég hef fulla trú að bæði eigendurnir og Rafa viti hvað þeir eru að gera. Vissulega er ég orðinn pirraður á ástandinu en það er bara vegna þess að ég er svo spenntur að sjá hverjir koma í sumar og þoli ekki biðina. Það er mín sök!

  8. já hiipa kana mellur:) Eiki… ég er alveg jafn svartsýnn… og væri svo sem alveg sama þótt Rafa færi….. bara ef að það færi eitvað að bætast við þenna hóp.. 🙂

    hvort eigum við svo að vona að Real eða Barca vinni titilinn á spáni á morgun 🙂

Liverpool bjóða í Benayoun!

Gillett: Slakiði á!