Síðuvesen og fréttir

Úps, síðan datt niður í tæpan sólarhring og biðjumst við afsökunnar á því. Nokkrar greinar, sem er kannski þess virði að ræða:

 • Ronaldinho er skynsamur maður og segir að Steven Gerrard sé einn sá allra besti í heiminum.

  “Cristiano is a great player. But Steven Gerrard is, for me, one of the very best in the world,”

  “For the job he performs, for me, he is one of the greatest.”

  Rétt félagi, Rétt!

 • Jean-Michel Aulas, stjórnarformaður Lyon er einn allra skringilegasti karakterinn í boltanum. Allavegana hann sagði í morgun að hann ætti von á símtali frá ensku félagsliði varðandi Florent Malouda. Ég vona svo innilega að það hafi verið gaur með spænskan en ekki portúgalskan hreim, sem hafi hringt. Já, eða þá gaur með bandarískan en ekki rússneskan hreim. 🙂
 • Einnig, þá hefur Liverpool víst hafið samstarf við ungverska félagið MTK Hungaria, þaðan sem að Nemeth og Simon koma. Ungverjaland hefur ekki beint verið uppspretta mikilla snillinga undanfarin ár, en kannski að það breytist.
 • Já, og Jason McAteer, sem ég hélt einu sinni uppá er hættur að spila fótbolta

That is all.

12 Comments

 1. Hvernig stendur á því að þessi síða er búinn að liggja niðri í rúman sólarhring? Núna hlýtur nú að fara að styttast í það að Liverpool gangi frá kaupunum á einhverjum stórstjörnum. Menn eins og Torres,Owen,Simao,Malouda hafa verið sterklega orðaðir við Liverpool síðustu daga. Ekki vill ég heyra á það minnst að Diego Forlan komi til Liverpool þar sem hann gat aldrei neitt með öðru ensku skítaliði sem hann einu sinni spilaði með. Nú síðast var forseti Benfica að segja að ef gott tilboð kæmi í Simao gætu þeir lítið gert til að halda honum ef hann vildi fara hann bætti því svo við að þá væri England langlíklegasti áfangastaðurinn fyrir þennan stórsnjalla vængmann. Sem ég tel að verði betri kostur fyrir Liverpool að fá heldur en til að mynda Malouda. AC Milan virðast vera í bestu stöðunni til að krækja í Eto’o. Ekkert virðist ætla að verða af því að Daniel Alvez verði seldur þar Sevilla vilja ekki fyrir nokkra muni sleppa honum. En næstu dagar verða mjög spennandi svo ekki sé meira sagt og finnst mér að helst þurfi að styrkja vinstri vænginn (Bless Kewell,Gonzalez,Zenden) og fá einn toppklassa framherja (Bless Fowler,Bellamy) verð svo að viðurkenna að ég hef ekki mikla trú á Voronin þar sem ég hef aldrei séð hann spila. Hvað segið þið hverjir gætu verið á leið til Liverpool?

 2. Hvernig stendur á því að þessi síða er búinn að liggja niðri í rúman sólarhring?

  Það hökkuðu einhverjir Everton aðdáendur síðuna! Já, eða tröll!

  Skiptir það í alvöru einhverju máli? Síðan var niðri, en núna er hún komin upp. Af hverju veit ég ekki. 🙂

 3. einhvernveginn finnst mér ég stöðugt vera að heyra að næstu dagar verði spennandi… ég heyrði einhversstaðar að einhver lögmaður tengdur Liverpool hafi verið að segja að búið sé að ganga frá kaupunum á David Silva, David Villa og Dani Alves og greint verði frá kaupunum þegar spænska deildin sé búin… En eins og flest sem maður heyrir þessa dagana er það án alls efa fullt af skít, og ég get ekki lýst því hvað ég verð pirraður ef við kaupum Diego Forlan, ég svoleiðis hraunaði yfir hann þegar hann var á m.u og maðurinn greinilega hefur ekki það sem þarf til að meika það í sterkustu deild í heimi… Og djöfull lýst mér á Ronaldinho!! maður með eitthvað annað en gufu milli eyrnanna 😀 en já vonandi að í þetta sinn VERÐI NÆSTU DAGAR SPENNANDI!!

 4. Gærdagurinn var óspennandi. Dagurinn í dag var líka óspennandi. Ég stórefa það að morgundagurinn verði spennandi. Þetta sumar byrjar frekar dapurlega fyrir okkur sem eru ekki United-aðdáendur, það er bara staðreynd.

  Kannski var bara ágætt að síðan lægi niðri rétt á meðan. Það er ekki eins og við hefðum haft um mikið að skrifa. 😉

 5. Fimmtudagur 14.júni kl.09:00 verður spennandi þá kemur leikjaplanið 2007-2008 vonandi fáum við Man utd í 1.umferð

 6. Smá pæling…

  Liverpool hefur náð að láta allar helstu hetjurnar skrifa undir langtímasamninga.
  Ef þú værir “hetja”, myndi maður ekki skrifa undir ef maður vissi að það væru menn á leiðinni sem styrktu hópinn?

  Er ekki málið að Gerrard og félagar hafa fengið að vita hverja er búið að kaupa og það séu stór og góð nöfn. Annars væru menn ekki að skrifa undir langa saminga. Því “hetjur” vilja vera hjá liði sem stefnir á toppinn.

 7. góður punktur efe en hvernig er það, var Sissoko búinn að skrifa undir? Það var einhver frétt um daginn að Reyna, Alonso og Sissoko myndu framlengja samningana sína og svo hefur það verið staðfest að Alonso og Reyna framlengdu til 2012 held ég að það hafi verið en ég hef hvergi séð staðfestingu á því með Sissoko en kannski það hafi farið framhjá mér innan um allt slúðrið sem maður er að lesa en ef þetta reynist rétt með að David Villa, David Silva og Dani Alves sé að koma þá er ég bara nokkuð sáttur 🙂

 8. ég er afar skeptískur á það að silva villa og alves séu að koma þar sem fréttir hafa verið um boð í alves og verið að orða hann við mörg lið… en sjáum til

 9. Hef það einhvern veginn á tilfiningunni að hjólin fari af stað þegar að deildinni lýkur á Spáni, ekki bara hjá okkur heldur allsstaðar þannig að restin af júní verði spennandi, júlí rólegur og seinni part ágústs verði líflegur einnig. Sennilega verði sett met í eyðslu á komandi vikum og vonandi eigum við góðan hlut í þeirri köku.

 10. Eins og flestir hér að ofan benda á þá má búast við að hlutirnir fara að gerast eftir næstu helgi þegar boltinn hættir að rúlla á Spáni. Benitez hefur hingað til ekki verið mikið að versla leikmenn frá Þýskalandi, Frakklandi eða Ítalíu. Feitustu bitarnir eru á Spáni og þar hefur Benitez eytt mestu þeim fjármunum sem hann hefur til umráða til leikmannakaupa.
  Óneitanlega mörg freistandi nöfn sem gaman væri að fá í Liverpool. Kæmi mér þó ekki á óvart að einungis eitt stórt nafn (Villa, Silva, Torres, Eto´o, Owen) yrði niðurstaðan og jafnvel tveir til þrír minna þekktir (eitthvað í anda Arbeloa) leikmenn yrðu keyptir til klúbbsins. Allavega ljóst að það eru spennandi tímar framundan.

 11. Er ekki Ronaldinho bara á leiðinni? Það bara hlýtur að vera fyrst hann er að tjá sig um Gerrard 🙂

Bascombe talar (Með smá viðbót)

Sabrosa, Malouda, Bellamy, o.sv.frv.