Er Malouda fyrstur á dagskrá?

Maður má aldrei bregða sér frá. Ég fór úr bænum í nokkra daga strax eftir leikinn í síðustu viku og auðvitað missti ég af magnaðasta viðtalinu við Rafa síðan hann kom til Liverpool. Eins og Einar Örn fjallaði um á föstudag er Rafa frekar ósáttur við það hversu klúbburinn dregur lappirnar í leikmannamálum, en ég get tekið undir það með honum að það virðist taka óratíma að bæði teikna upp nýja samninga fyrir núverandi leikmenn og semja um kaup og kjör við nýja.

Samkvæmt Daily Post í dag er Rafa í stuttu fríi þessa vikuna og býst við að það verði búið að ganga frá fyrstu stóru kaupum sumarsins þegar hann kemur aftur. Post segja yfirgnæfandi líkur á að þetta sé einn af þeim Simao Sabrosa, Carlos Tevez eða Florent Malouda. Þetta reikna þeir sennilega út frá líkum, en tímabilið á Spáni er enn í fullum gangi og því verður væntanlega lítið um hreyfingar þaðan fyrr en í miðjum júní. Sky Sports segja einnig frá því að Rafa vilji bjóða í Malouda og að hann vilji gera það sem fyrst til að hindra samkeppni um kauða. Sem passar fullkomlega við það sem Rafa sagði fyrir helgina.

Ég les þetta sem svo að Rafa hafi verið “eilítið” pirraður eftir skipulagsruglið um síðustu helgi og að hann hafi haldið símafund með Gillett, Hicks og sonum auk Rick Parry og sagt þeim skýrt hvaða leikmann hann vildi kaupa fyrstan af öllum, og svo farið í vikufrí. Svo ætli hann að sjá hvort staðið er við loforðin og þessi leikmaður verði kominn þegar hann snýr aftur. Við skulum vona að þeir Gillett og Hicks hætti nú að tala og fari að framkvæma.

Hvað Malouda sjálfan varðar er ég eilítið hikandi. Hans ferill með Lyon og franska landsliðinu selur sig sjálfur og það sem ég hef séð til hans á knattspyrnuvellinum er einstaklega gott, sérstaklega með Lyon. Þetta virðist vera heimsklassaleikmaður. En við höfum svo sem sagt það áður um frönsk kaup, þannig að ég viðurkenni að þótt þessi kaup virðist stórspennandi á pappírnum mun ég bíða og dæma hann þegar hann byrjar að spila. Ef hann þá kemur, þ.e.a.s. 😉

12 Comments

  1. Mér líst mjög vel á þetta. Liverpool hefur verið einstaklega óheppið með kaup úr frönsku deildinni, en það má samt alls ekki bara dæma hana úr leik.

    Sjáum t.d. Chelsea. Að mínu mati þrjú langbestu kaup Chelsea hafa komið úr frönsku deildinni: Drogba, Essien og Cech.

    Malouda er pottþétt með bestu vinstri kantönnum í Evrópu og væri frábær kostur fyrir Liverpool.

  2. Sælir
    Veit að þetta kemur þessari færslu ekki við en ég hef verið að reyna að finna you´ll never walk alone.mp3 á netinu til downloada en ég bara finn það ekki. Búin að Googla þetta fram og til baka. Hefur einhver af ykkur hugmynd um hvar ég myndi finna þetta?
    Með fyrir fram þökk,
    Kristján

  3. Lagið er t.d. hérna. (Eftir stutta Google leit!)
    http://www.orvitinn.com/2002/08/08/10.37/

    Annars er ég lengi búinn að tala um kaup á Florent Malouda hérna á síðunni. Hann er búinn að vera besti leikmaður frönsku deildarinnar í ár og útsendarar Liverpool búnir að fylgjast með honum í allan vetur. Mér fannst einhvern veginn liggja í loftinu að Benitez væri til í toppleikmann frá nýju landi til að fríska uppá hópinn.
    Svo er hinsvegar annað mál hvort við fáum hann. Fleiri stórlið áhugasöm og ekki víst að hann vilji sjálfur vera eini frakkinn hjá Liverpool.

  4. Þetta verða góð kaup. Vonum að hann standi undir væntingum ef hann kemur.

  5. Ágætt að Rafa skoði fleiri markaði en Suður Ameríku og Spán. Þetta er góður leikmaður sem mun klárlega styrkja liðið ef hann aðlagast breyttum aðstæðum. Ekki margir aðrir vinstri kantmenn sem hægt er að sækja í dag.

  6. Fín tíðindi að menn ætli ekki að vera með neitt hangs við þetta. Sá eitthvað vídjó með Malouda og þótt að hann sé ekkert tækniundur þá er hann jafnvígur á báða fætur og svo skorar víst hann slatta af mörkum sem er frábært.

    Hvað varðar Kewell þá mundi ég persónulega alveg vilja selja hann fyrir 4-5 milljónir, fengjum við það offer. Menn sem haldast ekki heilir ár eftir ár og eru á háum launum, það er einfaldlega lítið not fyrir þá. Við sjáum þetta líka bara hjá M. United og Chelsea með Robben og Saha, menn nenna ekki að gefa meiðslahrúgunum endalausan séns.

  7. Með Malouda, er þetta leikmaður með hraða og tækni, getur hann tekið menn á og skapað eitthvað? Verð að segja, hef lítið séð af honum, en það sem séð, þá hef ég í rauninni ekki tekið mikið eftir honum sem er ekki góðs viti.
    Ég vil ekki að Liverpool kaupi leikmann sem getur sent boltann fyrir og er góður skotmaður, við eigum nóg af þannig mönnum. Verðum að fá mann eins og Robben, sem getur brotið varnir andstæðinganna upp og dregið 2 menn að sér og opnað færi fyrir aðra. Þurfum mann með tækni, hraða og þrusu vinstri fót (alvöru kantara). Og já, mann sem meiðist ekki eins auðveldlega og Robben 😉

  8. Davíð Már, við seljum Kewell aldrei á 4-5m punda. Hann er búinn að vera meira og minna meiddur þau þrjú ár sem Rafa hefur verið með liðið og á bara eitt ár eftir af samningi sínum. Gleymum ekki að við borguðum bara um 5m punda fyrir hann fyrir fjórum árum. Ef við fáum tvær milljónir núna yrði ég ánægður.

    Ánægðastur yrði ég þó ef Kewell yrði kyrr … drengurinn er svo góður knattspyrnumaður að það hálfa væri nóg og eftir að hafa beðið í mörg ár eftir að fá hann til Liverpool hafa meiðsli skemmt feril hans hér. Góði Gvuð, ég bið ekki um mikið en værirðu til í að leyfa Harry Kewell að vera heilan heilsu næstu tólf mánuðina? Þú gerðir það sama fyrir Paul Scholes í fyrra, ég sé ekki af hverju þú ættir að halda áfram að vera svona vondur við Harry (og mig). Plís?

  9. Varðandi bestu kaup chels$i úr frönsku deildinni, Einar Örn… hvað af þeim mönnum eru í raun franskir… líkt og okkar Diomede og Cherou 🙂 … og ekki má gleyma Arphexaud (markvörðurinn snjalli – hvernig sem það er nú skrifað)….
    YNWA

  10. Maður verður að passa sig á því að stimpla nýja menn með stimpli gamalla leikmanna. Liverpool hefur ekki haft heppnina með sér þegar þeir hafa keypt úr spænsku deildinni.OK. Er þá ekki líka hægt að tala um að spænska deildin hafi stundum farið illa með okkur, sérstaklega þegar keyptur var heimsklassa-striker til Liverpool sem aldrei fann markið. Líka hafa ýmsir leikmenn sem virkað hafa í spænsku deildinni gjörsamlega droppað hjá okkur.
    Það sem ég óska mér er að Liverpool kaupi Liverpool leikmenn. Work-rate, passsssion eru lykilorðin. Auðvitað fullt af hæfileikum líka. Þetta hefur einkennt þá leikmenn sem hafa haft og hafa status í liðinu. Þetta er kannski breytt í dag, í hinum nýja fótboltaviðskiptaheimi. Mikið hefur verið talað um að Eto sé ekki teamplayer og sé prímadonna dauðans. Maður verður að hugsa til að það er ekki skemmtilegt að spila fyrir áhorfendur sem hoppa og gala eins og apar með banana í munninum þegar þú hleypur framhjá. Eins get ég mér til að það sé ekkert yndislegt að spila með Ronna. Auðvitað er það gaman á dögum þegar hann brosir, en hann er nú ekki búinn að brosa mikið upp á síðkastið og þá er moodið líklegast ömurlegt. Well, byrjaður að tala um eitthvað allt annað en þráðurinn snýst um.
    Ég er búinn að reyna að ná í greinar um þennan Malouda og allt sem skrifað er um hann passar við Liverpool. Gríðarlega harður. Setur upp fullt af mörkum. Tekur menn á (vá hvað það væri gaman að sjá það hjá Liverpool aftur). Þegar hann sér ekki mann inn í boksinu þá reynir hann að brjóta sér leið í gegn og dúndrar á markið. Sem sagt. Ef þú ert ekki nógu fljótur sem striker þá setur hann markmann andstæðingsins í smá vinnu.
    Parry. Get off your ARSE and buy.

One Ping

  1. Pingback:

Tveir ungverskir táningar til Liverpool

Auglýsing: Salöt á Serrano