Menn orðaðir við Liverpool

Jæja, í tilefni af fyrstu slúðurfrétt sumarsins, þá ætla ég að endurvekja gamla tilraun, það er að halda utanum í þessari færslu alla þá leikmenn, sem eru orðaðir við Liverpool. Ég bið ykkur um að hjálpa okkur með því að setja inn nöfn í komment. Ef þið bætið við nöfnum, reynið þá að láta fylgja með allavegana eina frétt.

Byrja hér með augljósustu nöfnin, sem hafa verið orðuð við okkur á síðustu vikum:

Daniel Alves, Simao Sabrosa, Samuel Eto’o, Gabriel Milito, Shaun Wright-Phillips, Fernando Torres, Thierry Henry, Amauri, Raúl, Gareth Bale, Dimitar Berbatov, Arjen Robben, Giandomenico Mesto, Carlos Tevez

Uppfært (EÖE): David Villa, Michael Owen, Darren Bent, Vincenzo Iaquinta

Uppfært (EÖE): [Mancini](http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/article1857151.ece), [Florent Malouda](http://www.kop.is/gamalt/2007/05/29/07.30.23/), [Snoop Dogg](http://www.kop.is/gamalt/2007/05/25/17.31.20/)

23 Comments

  1. Skoðaði þennan Amauri aðeins, er heitur fyrir honum, Berbatov týpa sterkur í loftinu og óspar á að kloba menn. Brassi. Tökum ‘ann!

  2. Hefur ekki líka verið talað ansi mikið um Iaquinta (eða hvernig sem það er skrifað…) hjá Udinese?

  3. Ég er nú meiri vitleysingurinn, linkurinn var alltof langur
    Ég kann semsagt ekki að gera hyperlink á netinu, er einhver séns á að fá aðstoð?

  4. Vona að þetta komi núna. Set inn upprunalega póstinn.
    MICHAEL OWEN
    Heimild

    Ætli þetta sé rétt eða eitthvað bölvað kjaftæði, byrjunin á silly season??
    En ég spyr menn: Ef þetta er satt, væru menn þá til í að fá Owen heim?

  5. Til að setja inn link: t.d á liverpoolfc.tv

    [a href=”http://www.liverpoolfc.tv”]Sjá hér[/a]

    skipta þarf [ ] svigum út fyrir viðeigandi hornklofa <> … þá sést bara textinn sem er settur þar sem “Sjá hér” er.

    kv…..

  6. Já eins og sést þá fann ég þetta út, en takk samt, fínt að hafa þetta þarna

  7. Ég er alltaf til í Owen svo lengi sem hann verður ekki meiddur 2/3 af tímanum sem hann er hjá okkur. Owen er Liverpool og ætti með réttu heima hjá okkur. Þetta fer allt eftir því hvaða verð væri á kallinum hvort Rafa stykki til. Ég sé Rafa ekki fara upp í háa fjárhæð fyrir mann sem glímir við slík meiðslavandræði.

  8. Úps ég meinti Owen er Liverpool maður. Hann er engan veginn Liverpool (as in holdgervingur félagsins eða e-ð slíkt). Carragher er löngu búinn að panta það pláss. 😉

  9. Fínt að leggja Fowler til hliðar og fá Owen í staðinn. Ef hann er heill og stendur sig fínt, þá er hann í samkeppni um að vera í liðinu, ef hann er meiddur þá spilar hann lítið.

    Alveg rétt með verðið, hann má ekki kosta mikið! Er hann með lausan samning og keypti Newcastle hann ekki á 8 millur! Hvað ætli þeir vilji þá fá fyrir hann tilbaka ef hann fer núna í sumar, örugglega svipað.

  10. Newcastle keypti Owen á 17 M frá Real en ég heyrði einhversstaðar að hann hefði klásúlu í samningnum sem losaði hann frá Newcastle fyrir 9 M.

  11. Er ég einn um það að efast um að Owen sé með klásúlu í samningnum þess efnis að hann gæti losnað fyrir minna en Newcastle keypti hann á

  12. Heldur betur ekki – það væri agalega heimskuleg klásúla þá. Villa, Alves og Simao á Anfield, væri sweet.

  13. Klausan á víst að vera þannig að hann megi fara fyrir X-pening ef Newcastle nær ekki Evrópusæti. Þannig er þetta svipuð klausa og margir eru með í samningi sínum um að þeir megi fara fyrir ákveðinn pening ef liðið fellur….

  14. Ég er aðdáandi Michael James Owen númer 1.Ég vill fá David Villa, Michael Owen,Eto’o,Carlos Tevez,Fernando Torres,Shaun Wrigth-phillips,Berbatov,Raúl,Darren Bent,Daniels Alves og líka Simao Sambrosa.Kv.Dagur Funi:)

                          Áfram Michael Owen 
                            Áfram Liverpool:)
    
  15. Hahahahahaha Dagur þú ert að nefna þarna heilt byrjunarlið 😀

Slúður og draumórar

Eto’o á 40 milljónir punda?