Liverpool bloggið snýr aftur

Jæja jæja, þetta er vonandi að fæðast. Við ákváðum semsagt að skipta um uppfærslukerfi. Nýja kerfið er allavegana komið upp, en það á eftir að stilla það til. Núna þarf ég bara að

  • Stofna strákana í nýja kerfinu
  • Flytja inn gamlar færslur
  • Redda útlitinu.
  • Laga permalinks
  • Vinna Meistaradeildina
  • Setja Markdown inn fyrir gamlar færslus

Upphitun fyrir Fulham leikinn kemur væntanlega seinnipartinn á föstudag.

Einar Örn

18 Comments

  1. Og þú hélst að við tækjum ekki eftir þegar nýja bloggið kæmi upp. Það er bara nánast enginn munur 😉

  2. Þetta er bara nánast það sama 😉

    Það er þó vonandi að rauði liturinn komi fljótt inn aftur….. og alveg hjartanlega sammála því sem stendur fyrir neðan “Liverpool Bloggið” að því undanskildu að þetta er BESTA íslenska aðdáendasíða besta liðs í heimi…..

    YNWA

  3. líst vel á að hafa RSS feed möguleikan sem og “search” á síðunni

    annars verður þetta mega flott … hef engar áhyggjur!

  4. Þetta er frábært hjá ykkur strákar, ég hlakka til þegar síðan kemst í þann lit og útlit sem þið viljið. Vildi að maður gæti gert eitthvað til að hjálpa, en ég er tölvulega vitlaus og allt útlit minna blogga (er með fjögur!) kemur eftir fyrirfram ákveðnum formúlum …

    En það er innihaldið sem skiptir máli, og þið eruð bestir strákar. Það er engin lygi og ég er ekki hlutdrægur … þetta er einfaldlega langbesta bloggsíða og umræðusíða hér á landi, um eitt sérstakt íþróttalið!!

    Bara svo það sé á hreinu … því eitthvað hefur borið á því að sumir heita sömu nöfnum … er ekki hægt að taka frá “Doddi” svo enginn ruglingur verði í framtíðinni?

    Og Gattuso byrjaður: “Liverpool er lélegra en Manchester United …” – hahaha … oh, it’s ON!!!!!!

    Áfram Liverpool og http://www.eoe.is/liverpool !!

  5. Það ætti að vera hægt í þessu kerfi Doddi en þá þyrfti maður að nýskrá sig á síðuna.

  6. Til lukku með nýju síðuna, vonandi er áframhald á því mikla og góða starfi sem hér er haldið uppi! 🙂

  7. Til hamingju með að vera komnir yfir í wordpress, mun skemmtilegra kerfi sem býður upp á óendanlega fleiri möguleika en movabletype.

  8. Já til hamingju strákar.
    Vil bara láta ykkur vita að þetta er frábær síða og vel í alla staði látið.

  9. Íslensku stafirnir koma ruglaðir út á sumum stöðum, s.s flokkum.
    En já, mér líst bara mjög vel á þetta, keep up the good work!

  10. Hvernig vill það til að þið skiptuð úr Movable Type yfir í WordPress?

  11. Halldór, það var að hluta til leti í mér – ég nennti ekki að setja upp Movable Type. Og svo hef ég einfaldlega lesið það á svo gríðarlega mörgum stöðum hvað WordPress er orðið mikið betra en hið gjörsamlega staðnaða Movable Type.

  12. Lítur stórvel út Einar… Þið bræður (Kristján Örn og Einar Atli) eruð alveg með þetta… jahá hver tekur eftir þessum orðaleik…

    góðar stundir.

  13. Einar, hvað er það sem wordpress hefur framyfir önnur svona forrit??

Server mál

Rauðir í Aþenu, Pongolle til Huelva og nýjir samningar.