Milan vs. Man Utd (Uppfært: MILAN!!!)

kaka_cronaldo.jpgÁ meðan við erum enn að jafna okkur eftir (og spjalla um) sigurinn í leikskýrslu gærdagsins fannst mér allt í lagi að setja upp smá færslu fyrir leik dagsins, sem við höfum augljósan áhuga á. Í kvöld mætast lið AC Milan og Man U á heimavelli þess fyrrnefnda, San Siro í Mílanóborg á Ítalíu. Man U vann fyrri leikinn á Old Trafford, 3-2, þannig að það verður allt á suðupunkti í kvöld.

Spurningin er einföld: Hvort liðið viljið þið frekar sjá í úrslitunum í Aþenu? Milan-menn verða erfiðir þar sem þeir vilja hefna sín frá því fyrir tveimur árum, á meðan United eru erkifjendurnir og það er leikur sem má einfaldlega ekki tapast. Hvort liðið viljið þið að komist áfram í kvöld? Við uppfærum þessa færslu svo eftir leikinn, þegar ljóst er hvort liðið kemst áfram.


Uppfært (KAR): Jæja, þá er það orðið ljóst. AC Milan var að enda við að snýta sér með vasaklút sem heitir Man U og því verður REMATCH í Aþenu þann 23. maí næstkomandi! Hver hefði trúað því fyrir tveimur árum, eftir dramatískasta úrslitaleik í sögu Evrópukeppninnar, að sömu lið myndu mætast aftur í úrslitum, aðeins tveimur árum síðar, í eiginlega næstu stórborg fyrir sunnan Istanbúl? Þetta verður í einu orði sagt r-o-s-a-l-e-g-t!

Endurfundir. Ég sagði það fyrir þessa undanúrslitaleiki að þótt ég óttaðist tap fyrir United meira en tap fyrir Milan var ég sannfærður um það að Milan yrðu hættulegri andstæðingur, einfaldlega af því að þeirra leikmenn verða snarbrjálaðir gegn okkur. Þeir ætla sko að hefna sín og það verður allt lagt undir í Aþenu. En ég get ekki að því gert, jafnvel þótt þetta Milan-lið sé hriiikalega gott á að horfa, mér finnst frábært að við skulum mæta þeim aftur. Milan-liðið er svo skemmtilegt og ég hef alltaf haft taugar til þess, þarna eru menn eins og Gattuso, Kaká, Seedorf og Pirlo sem eru bara snillingar, auk þess sem Paolo Maldini var hetjan mín í æsku og mér þykir aldrei leiðinlegt að horfa á hann spila.

Þetta verður bara geggjað. Ekkert United-tengt taugastríð, menn geta mætt í vinnu á morgun og byrjað að monta sig við alla Mansteftir-aðdáendurna þarna úti, og svo bara fáum við aðra klassíska viðureign í Aþenu þar sem tvö bestu lið Evrópu takast á. 🙂

Samt, 3-0 sigur Milan á Man U … svo virðist sem aðeins eitt enskt lið geti gert slíka forystu að engu. 😉

27 Comments

  1. Ég vil mun frekar fá Milan í úrslitaleiknum þar sem ég held að ég geti ekki farið út fyrir húsins dyr næstu mánuðina ef Man Utd vinna okkar menn í Aþenu þann 23 maí. Það er samt klárt mál að úrslitaleikur á milli þessa miklu erkifjenda verður gríðaleg lyftistöng fyrir enska knattspyrnu ef af verður. Að sama skapi yrði það frábært ef Liverpool takist loksins að vinna Man Utd og það þá í þessum mikilvægasta leik ársins.

  2. Það væri óneitanlega skemmtilegra að vinna Manure í úrslitaleiknum. En mér er sama hvort liðið við fáum…

  3. Man Utd ekki spurning, þó svo að ég haldi að við eigum betri séns gegn Milan.

    Sigurinn yrði einfaldlega svo mikið sætari, þar sem Man Utd er að spila besta boltann í dag, plús að þeir hafa verið erkifjendur okkar frá því að Newton klauf atómið. Ef það færi svo að þeir myndu vinna okkur í Aþenu þá verðum við bara að kyngja því, en getum samt sem áður verið meira en stoltir af okkar mönnum.

    “In Athens Greece, we’ll bring it back home!”

  4. Sammála Gumma!

    Fyrir mér er þetta einfalt en samt svo flókið:
    a) ef við vinnum úrslitaleikinn vill ég man.utd.
    b) ef við töpum vill ég AC Milan.

    hehehe :biggrin:

    Það er ekki hægt að afbera tap gegn man.utd í svona stórum leik, en að sama skapi yrði það yndislegt að vinna hann.

    Að öllu rugli slepptu: ég hræðist ekki lengur neitt lið og þó það verði mjög erfitt þá tel ég okkur geta sigrað man.utd í úrslitaleiknum og yrði svo sætt að ég er að brosi út að eyrum nú þegar!

    Hinsvegar held ég að Milan vinni 1-0 eða 2-1
    leiter :biggrin: :biggrin: :biggrin2: :biggrin2: :biggrin:

  5. Eitt er víst. Ég sest fyrir framan kassan í kvöld vonandi Man U. tapi, öðruvísi getur það ekki verið. Annars fer þetta bara eins og þetta fer. Þetta verður svakalegur úrslitaleikur.

  6. Við bjuggumst við Chelsea kannski sem erfiðum vegna þess að þeir vildu hefna sín fyrir undanúrslitin fyrir tveimur árum. = Við unnum!

    Milan vill hefna sín fyrir úrslitaleikinn fyrir tveimur árum. = Við vinnum!

    Man U = úff hvað það yrði ljúft svo ljúft að vinna þá í úrslitum. En sama hvaða lið það verður, þá verður það rosalegt. Ég spái Man U áfram þar sem leikurinn í kvöld fer 1:1. Svo vona ég að skiptingin dreifist þannig að Man U hirði Englandstitilinn, Chelsea má fá bikarinn og við Evróputitilinn. Allir að fá jafnt? 🙂

  7. Bikarinn er kominn heim hvernig sem á það er litið… en ég tek undir með Friðgeiri, og segji að það getur enginn sannur united andstæðingur vonast til að þeir vinni fótboltaleik. Maður á ekki til orð!

  8. Ég vil heldur sjá Man utd í úrslitum, af því sem ég hef séð þá eru þeir mikið slakari en AC Milan.

  9. Hahaha! Þvílík úrslit! Þegar Gilardino kom Milan í 3-0 sendi ég hóp-SMS á átta United-aðdáendur sem ég þekki og spurði sömu spurningar: “Viljið þið fá Crouch lánaðan? Hann er búinn að skora helmingi meira en Rooney í þessari keppni.”

    Hef ekki enn fengið svar frá neinum þeirra. :laugh:

  10. Þetta verður æðislegur úrslitaleikur. En ég óttast ekki Milan, frekar en ég óttaðist Chelsea. Það töluðu svo margir um það, fannst mér, að í þetta skiptið hlyti Chelsea að komast í úrslitin, vegna þess að þeim sveið svo sárt að hafa tapað fyrir okkur í undanúrslitunum 2005. Við sýnum þeim hins vegar að það hefur ekkert með úrslitin að gera – vinnum þá sanngjarnt.

    Menn geta auðveldlega sagt það sama með AC Milan. Þetta lið hefur þurft að líða vítiskvalir eflaust út af tapinu á móti okkur í Istanbul 2005 … og þeir þrá hefnd!!!! En líkt og með Chelsea, þá munum við auðvitað sýna þeim að það skiptir engu þegar út í baráttuna er komið … við vinnum þetta – … nú er bara að stúta Benna XVI …? eða var það ekki??? :biggrin:

  11. Held hreinlega að það séu fleiri til í að fórna sér í að lenda á sakaskrá við að byrla Benna XVI eitur heldur en að stinga undan Kampavíns Kalla :biggrin:

  12. Hahahahahha

    United voru rassskelltir!! Kennslustund í fótbolta hjá Milan.

    Gerrard afgreiðir Milan aftur.
    Eins og hann afgreiddi West Ham í fyrra. Hef fulla trú á manninum.

    Milan eru svipaðir að styrkleika og fyrir tveimur árum. Sheva farinn en í staðinn er Kaka orðinn einna af 4 bestu leikmönnum í heimi(ásamt Stevie G, Ronaldinho og Didier “fucking” Drogba). En munurinn er sá að Liverpool er orðið mun heilsteyptara lið – sérstaklega ef við horfum á liðið sem spilað úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og liðið sem spilaði í gær.

    Hérna eru byrjunarliðin frá því fyrir tveimur árum:

    AC Milan: 1-Dida; 2-Cafu, 31-Jaap Stam, 13-Alessandro Nesta, 3-Paolo Maldini; 8-Gennaro Gattuso, 21-Andrea Pirlo, 20-Clarence Seedorf; 22-Kaka; 11-Hernan Crespo, 7-Andriy Shevchenko.

    Liverpool: 1-Jerzy Dudek; 3-Steve Finnan, 23-Jamie Carragher, 4-Sami Hyypia, 21-Djimi Traore; 10-Luis Garcia, 8-Steven Gerrard, 14-Xabi Alonso, 6-John Arne Riise; 7-Harry Kewell; 5-Milan Baros.

    Við söknum Garcia og Kewell (var Kewell ekki nýstiginn upp úr meiðslum eða tæpur fyrir leikinn fyrir 2 árum?) en núna erum við með Reina, Mascherano, Crouch, Kuyt, ekki með Traore. Við mætum mun sterkari til leiks en fyrir tveimur árum og verðum ekki 3-0 undir í hálfleik.

    Langar einhverjum til Aþenu!!??

    Ps. Ef Garcia og Kewell hefðu verið heilir allt tímabilið er ég viss um að Liverpool væri að berjast á toppnum í deildinni. Alltaf gaman að þessum ef-um.

  13. ‘i sannleika sagt voru man utd með fullri virðingu fyrir þeim bara lélegir í kvöld.
    ‘Eg vitna í orð sir Alex: ” við vorum aldrei líklegir til að skora í kvöld” Þar hafiði það. 🙂

  14. Er Masherano og Pennant ekki í banni í úrslitaleiknum – tvö gul?
    Samt sem áður – við vinnum Milan í dramatískum leik að sjálfsögðu – Liverpool style 😉

  15. Veit einhver hvar hægt er að sjá þessa skemmtilegu tölfræði um hvað hver leikmaður hleypur mikið? Hefur komið fram eftir leiki en hlýtur að vera einhversstaðar á netinu.

  16. Ancelotti eftir leikinn í kvöld:

    >”The final will be a fascinating challenge – Liverpool are not as good as Manchester United but they are harder physically.”

    Sjáum til, sjáum til.

  17. Ég segi að við eigum góða möguleika gegn Milan.

    Eins og einhver sýndi fyrir ofan eru við búnir að bæta okkar byrjunarlið gríðarlega síðan í leiknum 2005.
    En Milan, þeir eru búnir að missa Shevchenko, Crespo og Stam, og ég tel að þeir séu slakari í dag en 2005 ef eitthvað er.

  18. úff þetta verður svakalegt, en ég held að liverpool tapi en samt með sæmd….. þeir fá ekki svona klaufaleg mörk á sig eins og manutd… en góða við þetta alltaf þegar ég segji að liverpool tapi,þá vinna þeir 🙂
    en allavega betra að tapa úrslitum á móti ac-milan en á móti manutd…… en við hefðum hvort sem er rústað manutd ef þeir væru í úrslitum :laugh: :laugh:

  19. Það er alveg magnað að lesa linkinn sem Danni sendi. Það er eins og Benitez hafi skrifað handritið fyrir UEFA;) hehehehe
    Hann er ekki bara frábær stjóri heldur einnig frábær spámaður!

LFC 1 – Chelsea 0 (4-1 í vító)!!!

Server mál