Nýr haus á síðunni

Jæja, við erum búin að uppfæra hausinn á síðunni aftur og nú er hausinn Flash-væddur,s em þýðir að það eru nokkrar myndir, sem að róterast þar. Mér finnst þetta alveg hrikalega flott og ég vildi að ég gæti eignað mér heiðurinn, en einsog áður er það Kristinn Geir Pálsson, sem á heiðurinn að þessu.

21 Comments

  1. Þetta er einfaldlega stórflott! Einar, ég legg hér með til að Kristinn Geir verði gerður að heiðursforritara Liverpool Bloggsins! 🙂

    Kristinn Geir, ef þú lest þetta þá verðurðu svo að lofa okkur því að uppfæra hausinn aftur í maílok. Þá verður nefnilega að setja inn sjöttu stjörnuna og svona. :biggrin:

  2. Nett hehe
    var að sjá þetta núna en hann er ekki alveg að virka rétt! ég þarf að laga hann á mánudaginn en þetta 4. fade á ekki að fara út í bleikt!

  3. Gera bannerinn líka þannig að hann opnist ekki í nýjum glugga ef smellt á hann.
    Annars stórglæsilegur banner ekki hægt að segja annað.

  4. Ok, okkur vantar bara eitt komment í viðbót og þá verða komnar meiri umræður um þennan banner heldur en leikinn gegn Wigan. KOMA SVO! 🙂

  5. Sammála því að ef hægt að breyta því þannig að nýr gluggi opnist í nýjum tab frekar (í Firefox allavega) þá væri það bara enn betra! 🙂

  6. Er nýji bannerinn alveg hvítur og með enga mynd? :biggrin:

    Sé akkúrat ekki neitt

  7. Segji það sama og Sigursteinn, er með explorer hvernig get ég fengið að sjá þetta án þess að fara í foxinn aftur??

  8. “… og virkni í Internet Explorer = 0”

    það þarf eitthvað að kíkja betur á þetta og já hann á ekki að opnast í nýjum glugga það er rétt.

    lögum þetta á morgun!

  9. Þetta er auðvitað bara gott tækifæri fyrir þá sem nota ekki Firefox að einfaldlega bara skipta, tekur hvað ?! u.þ.b 3 mín + það að hann tekur inn alla history, favourties og cookies.

    En jú, þetta er vissulega frábær haus. En það er eitt sem mætti laga á þessari frábæru síðu og það er það sem menn eru að minnast á hérna, linkar mættu opnast í nýjum tab. Er ekki komið svona tab-kerfi hjá í IE ?

    En þetta á auðvitað bara ekki að vera spurning, Firefox er einfaldlega nokkrum ljósárum betri en IE.

  10. Brúsi, það er ávallt þannig að linkar opnist í sama glugga á þessari síðu. Þannig á það að vera að mínu mati því að fólk hefur þá valið (með því að nota flýtihnappa á sínum tölvum).

    Nú er það bara svo að tenglar opnist í nýjum glugga þegar smellt er á bannerinn efst. Kiddi Geir ætlar víst að skoða það á mánudaginn. Allir aðrir tenglar opnast eftir sem áður í sama glugga. Því verður ekki breytt.

  11. Styð ykkur í tenglamálunum. Þeir eiga að opnast í sama glugga svo fólk geti hafið þetta val. Er einnig á því að Firefox sé málið.

  12. Helgi, þetta er vandamál í Internet Explorer, sem Kiddi ætlar að skoða.

    Bendi fólki á að þetta er því gott tækifæri til að skipta yfir í Firefox, sem er yfirburða browser.

  13. Var með Firefox í mánuð og hann var bara ekki að gera sig fyrir mig. Sum kerfi sem ég er að vinna með eru ekki Firefox væn og ég nennti ekki að vera að nota tvo vafra. Hann var því lagður til hvílu og er ekkert á leiðinni upp aftur.

  14. Núna sér maður hver snilldin er við nýja hausnum….. :biggrin:

    Var ekki alveg að skilja hvað væri svona flott við að sjá hvítann haus ! :rolleyes:

    YNWA

L’pool 2 – Wigan 0

“20 marka framherji”