Tilnefningar til leikmanns ársins (uppfært)

Þá eru tilnefningar til leikmanns ársins komnar fram. Kemur nú lítið á óvart þar verð ég að segja. Það skal tekið fram hérna að þetta eru tilnefningar fyrir árið 2006. Frammistaða leikmanna núna á seinni helmingi þessa tímabils kemur ekki þarna inní. Það allavega á ekki að gera það, en ég er nú á því að reyndin sé önnur. Allavega, þessir eru tilnefndir:

Steven Gerrard

Didier Drogba
Cesc Fabregas
Paul Scholes
Ryan Giggs
Cristiano Ronaldo
Wayne Rooney

Ef við værum bara að horfa á síðasta ár, þá myndi ég klárlega segja að hvorki Ryan Giggs né Paul Scholes ættu heima á listanum. Þeir hafa verið hrikalega góðir á þessu tímabili, en að mínu mati ekki á því síðasta. Wayne Rooney finnst mér hreinlega ekki eiga heima á þessum lista yfir höfuð, hann er þarna bara út af því að hann heitir Rooney.

Ef við værum svo að tala bara um þetta tímabil, þá ætti Steven okkar Gerrard alls ekki heima þarna. Það eru mjög margir sem hafa átt betra tímabil en hann, og meira að segja nokkrir innan okkar liðs. Ætli hann sé ekki þarna út af nafninu eins og Rooney, og kannski kemur úrslitaleikurinn síðasta vor þarna inn líka.

Annars er þetta alltaf jafn fyndið með svona tilnefningar. Hvað eru margir varnarmenn þarna tilnefndir? Akkúrat, nefninlega enginn. Spila þeir allir svona illa? Hvar er Terry? Hvar er Finnan? Hvar eru markverðirnir? Cech? Reina? Nei, þú virðist lítið “breik” eiga ef þú ert varnarmaður, alveg sama hversu frábærlega þú spilar og hversu stöðugur þú ert. En svona er þetta bara. Giska á að Ronaldo vinni þetta, þó sjálfur myndi ég kjósa Drogba. Mjótt á mununum, en mér finnst Drogba einfaldlega vera búinn að vera stöðugri og draga lið sitt hreinlega áfram á erfiðum stundum á tímabilinu í ár og í fyrra.

**Uppfært (EÖE)**: Kannski að bæta við þeim, sem voru tilnefndir í flokki ungra leikmanna:

Kevin Doyle
Cesc Fabregas
Aaron Lennon
Micah Richards
Cristiano Ronaldo
Shrek

Má ég bara spyrja: HVAR í fjandanum er **Daniel Agger**?

13 Comments

 1. Cristiano Ronaldo tekur báðar styttur þetta árið (besti ungi leikamðurinn og besti leikmaðurinn). Annað tel ég vera fásinnu með fullri virðingu fyrir Drogba (sem einn veitir honum keppni þetta árið að mínu mati).

 2. Eru þetta ekki kosningarnar þar sem leikmenn kjósa sjálfir ?! Og er þetta ekki fyrir tímabilið í heild frekar en bara árið 2006 ? (Gæti t.d. skýrt hvers vegna Terry er ekki nefndur enda búinn að vera meiddur lengi vel). Allavega eru þetta ekki beint tilnefningar, heldur er búið að kjósa og tölur komnar í hús og allt. Þetta eru semsagt mennirnir sem komu út efst.

  Anyway hvernig sem kosningarnar eru er ég sammála þér með Gerrard, sorrý hann er bestur í heiminum en þessa tilnefningu á hann einfaldlega ekki skilið.

  Er reyndar ekki sammála þér með Rooney, hann hefur vissulega ekki skorað mikið en oh boy, þessi vinnur fyrir liðið. Menn eru svolítið að gleyma þessari vinnu sem hann skilar. Ert meira segja í svolítilli mótsögn við sjálfan þig þegar þú talar um að aðeins þeir sem mörkin skora og gera krúsídúllurnar séu tilnefndar en segir svo að maður sem skilar jafn mikilli vinnu og Rooney eigi ekki skilið.

  Annars er ég sammála öllu. Samt verður maður að spyrja sig ?! Ef Ronaldo vinnur besta leikmanninn (…sem hann væntanlega gerir) hvernig getur hann þá ekki verið besti ungi leikmaðurinn ?! Fáránlegt fyrirkomulag og ég spyr líka eins og Einar…hvar er Daniel Agger ?!

 3. Ég verð nú að segja að sú gagnrýni sem komið hefur fram á Rooney á þessu tímabili er vanhugsuð. Það er ekki hægt að líta framhjá því “work-rate” sem maðurinn skartar. Stemmingin sem hann kemur með inn í liðið. Er hann í 4.sæti yfir markaskorara í deildinni, og er með 18 mörk í öllum keppnum í ár. Á síðasta tímaibili dró hann algerlega vagninn fyrir United, og því skal engan undra að hann sé tilnefndur núna fyrir síðasta ár.

  Ronaldo er tvímælalaust besti leikmaður þessa árs. Hann hefur að vísu skorað “aðeins” 16 kvikindi í deildinni, en sennilega lagt upp tvöfalt á við það. Það er firra að halda öðru fram en að Ronaldo hafi skarað fram úr í ár.

 4. Hvar er Agger já sem og HVAR ER CARRAGHER?

  Agger á klárlega skilið að vera tilnefndur, alveg eins og Micah Richards eða Kevin Doyle.

  Hvað varðar Carragher þá á hann fullkomlega skilið að vera tilnefndur líkt og Scholes eða Rooney.

  En Ronaldo vinnur efnilegasti og Drogba besti.

 5. Ég er sammála Brúsa með að ÞEGAR Ronaldo tekur Player of the Year verðlaunin að þá HLÝTUR hann að taka líka Young player of the Year líka því annað er RUGL! Topp 3 að mínu mati í leikmaður ársins eru:

  1. Ronaldo
  2. Drogba
  3.Rooney

  Young player of the year
  1. Ronaldo
  2. Kevin Doyle
  3. Cesc Fabregas

  En ég endurtek…ef Ronaldo verður leikmaður ársins er hann sjálfkrafa besti ungi leikmaðurinn líka því annars lýsi ég frati á þessi verðlaun!

 6. hehe samt magnað að rooney er bara enþá efnilegur.. hélt maður væri bara einusinni efnilegur :)leiðinlegt að vera fastur í því endalaust hehe

 7. Það er ekki talað um *efnilega* leikmenn, heldur bara *unga* leikmenn. Þannig að þrátt fyrir að menn geti varla verið bæði efnilegir og góðir, þá geta þeir svo sannarlega verið bæði ungir og góðir.

  6 klukkutímum seinna er ég ekki enn búinn að fatta af hverju í ósköpunum Daniel Agger er ekki þarna.

 8. Ég veit ekki hvers vegna í ósköpunum Agger er ekki þarna inni. Þetta er kannski svipað og með Momo Sissoko í fyrra, það var eitthvað við hann sem olli því að fólk áttaði sig ekki á því hversu ungur hann var/er. Agger virðist eldri en hann er, spilar eins og þaulreyndur maður. Og úr því að við erum að tala um hunsaða unga leikmenn, þá er mér spurn hvers vegna í ósköpunum hinn tíu milljón punda dýri Ashley Young er ekki þarna. :rolleyes: :laugh:

 9. SS ef menn sjá ekki að C. Ronaldo hefur verið besti leikmaðurinn í ár þá eru þeir blindir á báðum. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að við sem höldum með Liverpool erum fastir í því að tala um hversu Gerrard hefur verið góður eftir frekar loosy season og hversu Carra er frábær eftir að hafa átt semi season. Við verðum að átta okkur á því að þeir bölvaðir eru með miklu betri mannskap en við og það þarf kraftaverk í kaupum þetta sumarið til að nálgast þá.

 10. >SS ef menn sjá ekki að C. Ronaldo hefur verið besti leikmaðurinn í ár þá eru þeir blindir á báðum. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að við sem höldum með Liverpool erum fastir í því að tala um hversu Gerrard hefur verið góður eftir frekar loosy season og hversu Carra er frábær eftir að hafa átt semi season.

  Eeeeh, það er enginn að halda því fram að Gerrard eða Carra hafi verið bestir. Sýnist menn annaðhvort halda því fram að Drogba eða Ronaldo hafi verið menn ársins. Og þeir spila nú ekki beint hjá uppáhaldsliðum okkar.

  Þetta eru kommentin:

  >Giska á að Ronaldo vinni þetta, þó sjálfur myndi ég kjósa Drogba. Mjótt á mununum, en mér finnst Drogba einfaldlega vera búinn að vera stöðugri

  Og fyrir þetta komment á Sigursteinn að vera blindur?

  Hvað eigum við að gera? Hafa sérstakan Ronaldo dag hérna á síðunni?

 11. Líst vel á þessa hugmynd Einars! :laugh:

  Annars er náttúrulega ekki of oft bent á það þetta eru bara þeir sex sem urðu efstir í kjörinu, ekki einhverjar nefndartilnefningar. Varnarmenn hafa alla jafna ekki verið fastagestir á þessum listum.

  Síðan held ég að það sé búið að fastsetja þá reglu að sami geti ekki unnið Player of the Year og Young Player, man þó ekki hvort það er gert þannig að ekki megi kjósa sama mann í hvort tveggja.

  Þannig að Andy Gray verður að eilífu eini sem hirti hvort tveggja…

 12. Já ókei, þið s.s. takið til greina þá réttmætu gagnrýni sem hefur komið fram á umfjöllun ykkar. En afsakið hana með því að þið séuð nú scouserar og þetta séu eðlileg sjónarmið vegna þess.

  That’s what the nazi war criminals said….

  😉

 13. Agger er ekki einu sinni góður né efnilegur

  Nafni minn, hvað ertu að rugla :confused:
  Agger ekki góður né efnilegur? Það er eitt mest rugl sem ég hef heyrt(lesið)!

Chelsea – Liverpool pælingar

Hicks um Rafa