Framtíð Peter Crouch er tryggð

Einhverra hluta vegna fór þessi frétt framhjá okkur um helgina, en Rafa tjáði sig um Peter Crouch í viðtali við Sunday Mirror og staðfesti þar að hann muni ekki selja Crouch í sumar. Rafa sagði orðrétt um málið:

>”I am really pleased with Peter Crouch and I am not selling him.

>All players have moments when they suddenly realise what they have to be doing and how to achieve things in their game and this has happened with Peter.”

Lesist: Rafa er ánægður með Crouch og ætlar ekki að selja hann. Þannig að sú umræða er hér með dauð og grafin.

En hvað þá með aðra framherja hjá liðinu? Ef Crouch verður pottþétt áfram og við getum gefið okkur að Kuyt verði pottþétt áfram líka, hvað þá um Bellamy og Fowler? Að mínu mati mun Fowler nær örugglega ekki nýjan samning og fer því frá liðinu í sumar, þannig að stóra spurningin er með Craig Bellamy.

Fyrir um einu og hálfu ári síðan lék liðið á útivelli gegn Man City í deildinni. Í þeim leik var Djibril Cissé skelfilega lélegur og fór svo að hann var á endanum tekinn útaf eftir 50 mínútna leik. Ég man hvað hann var óánægður með að vera skipt útaf í þeim leik, en ég man líka að ég hugsaði með mér þegar ég horfði á þetta að þetta væri allt að því skýr skilaboð um framtíð hans hjá liðinu.

Á laugardaginn gerðist hið sama hjá Bellamy. Sókn liðsins var frekar slöpp en Crouch var þó búinn að leggja upp mark fyrir Arbeloa. Bellamy var hins vegar búinn að gera lítið annað en hlaupa um og pirra sig á boltum sem náðu ekki til hans. Þannig að þegar Rafa tók hann útaf á 49. mínútu, og hann var í kjölfarið sýnilega ósáttur við ákvörðun stjórans, datt mér það sama í hug og með Cissé fyrir átján mánuðum, að hér væri komin skýr vísbending um að Bellamy verði fórnað í sumar.

Voronin er á leiðinni til Liverpool og ef Crouch og Kuyt verða áfram er bara raunhæft eitt pláss laust fyrir framherja á næsta tímabili. Og það virðist almennt viðurkennd staðreynd að Rafa ætlar að nota nýju, stóru peningapyngjuna sína til að versla sér framherja sem getur talist í heimsklassa og því er ljóst að það verður eitthvað undan að láta. Eins og staðan er í dag bendir flest til að Fowler fari út fyrir Voronin, og að Bellamy verði svo seldur til að rýma fyrir nýrri stjörnu.

Hvað finnst mönnum? Er tími Bellamy á þrotum eftir aðeins eitt tímabil, eða ætlar Rafa að hafa fimm landsliðsframherja á sínum bókum í haust?

15 Comments

  1. Bellamy er mjög góður leikmaður. En mér finnst hann ekki þessi sóknarmaður sem mun leiða Liverpool til sigurs í deildinni, honum vantar stöðugleika. Spái því að hann verði seldur og ein stórstjarna tekinn inn.

  2. Fowler fær nýjan samning. Þrátt fyrir að hann spili ekki mikið þá vill hann hvergi annars staðar vera og hann er gríðarlega mikilvægur fyrir LIÐIÐ m.a. á æfingasvæðinu og í búningsklefanum. En hann verður líklega senter nr. 5 á næsta tímabili, fær að spila í deildarbikarnum!! Benitez vill menn í hópnum með LFC hjarta og ekki þarf að borga Fowler há laun, hann borgar með sér ef þess þarf. Ég vil hafa GUÐ í okkar herbúðum?!

  3. Já þessari spurningu með Bellamy er ekki auðvelt að svara. Neitaði Liverpool ekki 7 m.p. tilboði í hann um daginn og sögðu að hann ætti framtíð hjá klúbbnum.
    Annars er ég sammála öllu sem Kristján segir einhver þarf að víkja fyrir stóru nafni í sumar og Bellamy er líklegastur..

  4. Ekki gott að segja. Bellamy er góður leikmaður sem getur gert það gott fyrir Liverpool. Það var hins vegar hugarfarið sem fór alveg með hann á laugardaginn. Hann pirraði sig á hlutunum strax frá fyrstu mínútu og var í raun aldrei með í leiknum. Þegar Kuyt kom inná fyrir hann gekk honum álíka erfiðlega að finna sér pláss og komast inn í leikinn en hann hélt bara áfram að djöflast og uppskar á endanum mark. Það er samt alveg klárt að ef einhver á að fara frá klúbbnum til að búa til pláss fyrir nýjan framherja þá hlýtur það að vera Bellamy. Crouch og Kuyt eru greinilega ekki á leiðinni neitt enda eru þeir allt öðruvísi leikmenn en Bellamy.

  5. En af hverju sleppti hann ekki að kaupa Vorinen og hélt Bellamy og bætti öðrum toppmanni við ? þá væri hann með 4 plús Fowler sem fimmta. Og væri þá að gefa mönnum fleira en eitt tímabil. Mér finnst Bellamy ekki eiga skilið að vera seldur og held að hann gæti alveg verið betri á næsta tímabili. En getur einhver gefið mer ljósan punkt í kaupunum á Vorinen ? Ég sé bara meðalmann sem er ekkert betri en þeir sem eru fyrir og hann tekur bara pláss fyrir einhverjum stórum kaupum.

  6. Eins og Kristján bendir á þá stefnir allt í að við gerum ein framherja kaup til viðbótar í sumar. Ef marka má slúðrið um stjörnurnar víðsvegar um heiminn sem eru linkaðir við okkur og sú staðreind að Rafa hafi aukið fjármagn milli handana höfð í huga, þá verður einhver sem fyrir er að víkja.

    Ég er mjög ánægður með Crouchy. Hann hefur farið fram úr mínum björtustu vonum og staðið sig mjög vel. Oft hef ég meira að segja talið hann vera hálfgert fórnarlamb spilamensku okkar sem miðar oftar en ekki að spili upp miðjuna. Það sést vel hvað hann getur gert þegar þjónustan frá vængjunum er góð og fyrirgjafirnar góðar. Hann er ekki með mestu skallatækni í heimi en hann stendur svo sannarlega mörgum mönnum framar þar. Ef fyrirgjöfin er góð þá eiga ekki margir sóknarmenn meiri möguleika en Crouchy að ná þeim.

    Eins og liðið leikur oft á tíðum þá nýtist Crouch gríðarlega vel undir mörgum kringumstæðum. Hann heldur bolta mjög vel ofarlega á vellinum og kemur honum frá sér með góðum árángri. Þannig færa menn sig framar á völlinn í kringum hann.

    Ég vill alls ekki missa þennan dreng fyrir hvern sem er því ég tel að hann hafi uppá margt að bjóða. Ég get aðeins hugsað mér að selja Crouch ef maður með svipaða eiginleika tekur hans stað.

    Vissulega hefur Bellamy margt að bjóða líka og ég er alls ekkert óánægður með hann. En ef horft er á þá leikmenn sem mest eru linkaðir við okkur, Eto og Villa, þá sér maður að þeir eru allt öðruvísi leikmenn en Crouch en hafa marga eiginleika Bellamy.

    Það er síðan auðvitað eitt í viðbót en kannski er það hálf-kjánalegt. Crouch virkar á mig sem svona goody-gæi og þannig menn hef ég alltaf fílað, sérstaklega þegar þeir leika fyrir liðið mitt. Hann hefur mátt þola mikið mótlæti síðan hann kom til okkar en vaxið með því.

    Þó að Rafa segji núna að Crouch fari ekki í sumar þá tel ég það ekki útilokað að svo verði raunin á endanum. Nokkur lið hafa sýnt honum áhuga í vetur og ef nægilega hátt tilboð berst þá er hann til sölu eins og flestir leikmenn. Ef svo fer þá vona ég bara að Rafa fái til sín mann sem kemur með svipaða vídd inní leik liðsins og Crouch.

    Segjum sem svo að draumur minn og margra stuðningsmanna rætist og David Villa komi til liðsins í sumar.

    Villa
    Kuyt
    Bellamy
    Voronin

    V/s

    Villa
    Kuyt
    Crouch
    Voronin

    Ég tel að síðari framherjahópurinn hafi uppá fleiri möguleika að bjóða og komi til með að nýtast betur.

  7. Það sama kom upp í huga minn og hjá nafna (Kristjáni) þegar Bellamy var skipt út af á 50 mín. þ.e. Bellamy verður seldur í sumar.

    Ef rétt reynist að Liverpool sé að hugsa um kaup á klassa sóknarmanni þá tel ég líkurnar á því að Bellamy verði seldur 99%. Hann hefur ekki verið lélegur í vetur, en að sama skapi hefur hann heldur ekki verið að heilla mann upp úr skónum með stórleikjum. Svo er líka stór spurning hvernig hann hefur verið upp á móralinn í liðinu. Atvikið í Portúgal var kannski ekki eins svæsið og fréttamenn vildu láta að vera, en engur að síður lenti honum saman við Riise, spurning hvort það sitji í Benitez.

    Miðað við hvernig hlutirnir hafa verið að spilast eftir áramót og ummæli Rafa hér að ofan þá bendir flest til þess að Bellamy sé að spila sitt eina tímabil í búningi Liverpool.

    Það er líka eins og Benitez hafi ekki 100% trú á Bellamy, því hann hefur verið að spilað færri leiki en Kuyt og Crouch.

    (Gotti og jói) Persónulega tel ég að Liverpool hafi ekkert að gera með 5 sóknarmenn (Kuyt, Crouch, Voronin, Fowler og ?) því við höfum Gerrard og Garcia sem geta líka spilað í sókninni.

    Ég sé samt ekki ástæðu til að selja Bellamy nema að í staðinn komi leikmaður í ákveðnum gæðaflokki t.d. S. Eto eða D. Villa.

    Krizzi

  8. Ég las einhvers staðar að Rafa ætlaði sér ekki endilega að nota Voronin sem framherja. Tölfræðin sýnir líka að hann hefur ekki verið að skora.

    Voronin hefur hins vegar verið að spila fyrir aftan framherja og hann hefur gefið ófáar stoðsendingar sem hafa gefið mörk. Hann er s.s. “feeder” a la Jari Litmanen. Voronin hefur líka verið að spila sem kantmaður.

    Eins og maðurinn sagði: Rafa er ekki vitlaus og kaupir ekki tæplega þrítugan framherja sem skorar ekki einu sinni í þýsku neðri deildunum nema hann ætli að nota hann í eitthvað annað.

    Skyldi maðurinn hafa rétt fyrir sér? Og ef svo er…og ef við losum okkur við Bellamy og notum Fowler sem fimmta framherja, þá eru tvær stöður framherja lausar, ekki ein.

    Steingrímur

  9. Bara til þess að vera með

    ?*stjörnuframherji – Crouch – Kuyt – Bellamy og svo vara Fowler/Voronin

    Mér líst vel á þetta svona að því gefnu að Fowler verði til vara og Voronin í einhverri annari stöðu eða hreinlega til vara líka.

    Mér finnst Bellamy hafa staðið sig sæmilega miðað við þann spilatíma sem hann hefur fengið og sett nokkur mjög mikilvæg mörk fyrir okkur í C.L !!

    Ef hann verður seldur, sem ég vona ekki, og einn meiðist af topp 3 framherjum okkar á næsta tímabili þá erum við í smá vandræðum.

  10. Tek heilshugar undir með Steingrími… Held að Voronin sé svona utility gaur, svipað og Luis Garcia er.

    Semsagt, ef við höldum Bellamy og Fowler fer, þá er ein staða laus fyrir Eto´o eða Villa 🙂 Fowler er búinn að spila nógu lítið sem fjórði framherji, en ég væri miklu meira en til í að hafa hann áfram sem fimmta framherja ef hann er til í það!

  11. Það kæmi mér ekki á óvart að Fowler einfaldlega hætti í vor.

    Hvað varðar Bellamy þá kæmi mér alls ekki á óvart að hann yrði seldur til að rýma fyrir stóru nafni. Rafa hefur áður selt leikmenn sem hann hefur “nýlega” keypt sbr. Morientes, Josemi, Kromkamp o.s.frv.

    Voronin verður örugglega nýttur líkt og Hjalti segir líkt og Garcia. Reynslumikill leikmaður sem getur hjálpað okkur á löngu tímabili.

    Hins vegar má ekki gleyma Pongolle sem við eigum ennþá og hefur staðið sig afar vel í La Liga. Hann gæti vel komið tilbaka. Ég hef ávallt haft mikla trú á þeim leikmanni og vona að hann fái almennilegt tækifæri með liðinu.

  12. Alveg sammála Steingrími og Hjalta hérna. Er alveg handviss um að Rafa er ekki að hugsa Voronin sem einhvern framherja. Hann er væntanlega einn “possibility” í viðbót fyrir hann svo hann geti róterað hægri vinstri. Held að með komu Voronin þá séu dagar Zenden taldir hjá félaginu. Ég sé alveg fyrir mér að þeir verði allir hjá okkur áfram, þeir Crouch, Kuyt og Bellers. Svo verði keyptur sá fjórði og að hann verði einhver í Tevez / Villa / Eto mould. Ég ætla hér með að giska á að Javier og Tevez sameinist á.

  13. Í rauninni eigum við bæði Pongolle og Cissé ennþá. Er ekkert farinn að sjá að Marseille nýti sér kaupréttinn á þeim síðarnefnda. Hefur verið að komast upp á kant við stuðningsmenn og einhver álíka leiðindi. Pongolle líkar lífið vel á Spáni og kemur líklega ekki tilbaka. Sama gildir um Le Tallec sem við eigum líka ennþá, hann á ekki afturkvæmt.

  14. Ég held að Bellamy verði áfram, held að Rafa kaupi ekki einhvern álíka fljótan og það er gott að hafa hann sem option. Verður samt fjórði framherji, en langt frá því að vera slæmur sem slíkur!

    Tevez segirðu Steini… Líklega margt vitlausara. Ég er voðalega hræddur um að þrátt fyrir komu Bandaríkjamannanna séum við ekki að fara að kaupa Villa eða Eto´o sem fara kannski á 40 milljónir. 25 hefur heyrst, sem og 70 milljónir. Maður veit ekkert hvað gerist….

  15. Já ég er sammála því að Tevez væri geggjaður í Liverpool. Margir telja hann ekki nógu góðan og ég væri bara ánægður ef það verður ekki mikil eftirspurn eftir honum því þá gæti Benitez nælt í hann. Hann er hrikalega öflugur og á margt inni sem hann hefur ekki sýnt í West ham … alveg 20+ maður

Kewell eftir tvær vikur? (uppfært)

PSV Eindhoven á morgun, aftur