Liðið gegn Reading

Jæja, liðið er komið. Kristján reyndist nú ekki mjög sannspár. En það er svo sem ekkert nýtt.

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Arbeloa

Gerrard – Mascherano – Sissoko – Gonzalez

Bellamy – Crouch

Á bekknum: Dudek, Agger, Riise, Pennant, Kuyt.

Ég skal vel viðurkenna að mér líst ILLA á þessa uppstillingu. Að mínu mati eiga Sissoko og Mascherano EKKI að spila saman. Hefði miklu frekar viljað sjá Mascherano og Gerrard á miðjunni og Pennant á kantinum, þar sem mér hefur fundist Pennant spila vel að undanförnu.

En jæja, Momo hefur tækifæri til að sýna okkur að hann geti líka spilað vel í leikjum gegn minni liðunum en ekki bara á móti Barcelona.

4 Comments

  1. Ég er sammála með miðjuna, sé ekki að það eigi eftir að koma mikið út úr henni með þess tvo varnarsinnuðu menn þar!

  2. Ég bara fatta hreinlega ekki þá kenningu Rafa að Momo Sissoko sé sóknarsinnaður miðjumaður. Það er algjörlega ofar mínum skilningi.

  3. Ég er fyllilega sammála með miðjuna, vil helst ekki sjá mascherano og sissoko saman þar. Ég lít þó ekki á þennan leik sem tækifæri fyrir momo til að sanna sig, við vitum hvað hann getur og hann kemur til með að berjast um alla bolta í þessum leik og vinna þá flesta. Ég lít frekar á þetta sem tækifæri fyrir mascherano til að sýna okkur að hann geti gert meira en að vera skjöldur fyrir vörnina, að hann geti virkilega stjórnað miðjunni og skapað eitthvað framávið. Ég bíð allavega spenntur eftir þessum leik en á ekki von á neinum blússandi sóknarbolta.

Reading á morgun!

Reading 1 – Liverpool 2