Okkar maður, Tomkins

Enn ein snilldarlesningin frá Paul Tomkins. Snilldarpistill að mínu mati sem inniheldur marga góða punkta.

Mæli með honum 🙂

Já og það er einnig athyglisvert að sjá ummæli eftir leikinn í gær, það má finna þetta allt á opinberu síðunni. PSV búnir að gefast upp enda ekkert hlaupið að því að skora á Anfield, hvað þá þrjú mörk, og hvað þá á Evrópukvöldum!

Auk þess bætti Gerrard markametið hans Rushie í Meistaradeildinni/Evrópukeppni Meistaraliða. Nokkur mörk í Evrópumarkametið sem hann mun pottþétt slá, vonandi á næsta tímabili 🙂

UPPFÆRT – HÞH:
Já og Aurelio verður frá í þrjá til fjóra mánuði. Þetta kom í ljós í dag en hann ku vera á leið í aðgerð. Ekki gott mál, alls ekki.

7 Comments

  1. Ég var nú að vona að hann slái Evrópumarkametið á þessari leiktíð, alla vega okkar Púllara :biggrin2:

  2. Hvernig var þetta með Masccerano, eigum við hann núna eða erum við með einhvern forkaupsrétt í sumar???

    Hann er nátturulega snilldar leikmaður og frábært að hafa hann og eins og Paul segir að þá er þetta suddaleg ferna að eiga til að planta á miðjuna. Ég persónulega er mjög hrifin af Sissoko en það er ljóst að hann verður að bæta sig í að senda og skila boltanum frá sér og hann er bara 22 ára.

  3. Alls ekki gott mál með fabio, vil bara minna lesendur þessara síðu á að sissoko er bara 22 ára. hann á eftir að gera góða hluti á miðjunni í framtíðinni enda ungur að árum. reykna með honum miklu betri næsta tímabil svo framanlega sem hann losnar við alvarleg meiðsli. Þetta er mitt álit á þessum málum.

  4. Javier er ekki lánsmaður hjá okkur, vegna flókinna eignaraðildar á bakvið hann. Hann er sem sagt okkar. :biggrin:

  5. Frábær ummæli hjá Benitez um Peter Crouch :laugh:

    ‘I was pleased also with Peter Crouch. He have been talking to him, before and after his nose operation, to show more confidence with his heading.

    ‘Now it seems to have worked. Lets say that if he has a few games without scoring again, maybe we should arrange to break his nose again.’

PSV 0 – Liverpool 3

Dúdúrúmmmm