Crouchy og Arsenal

Ekki það að ég vilji taka leikskýrsluna sem efstu frétt, en það er tvennt sem mig langaði til að velta upp.

Annað er [athyglisverð leikskýrsla](http://arseblog.com/WP/2007/04/01/liverpool-make-arsenal-march-fools-at-anfield/) á Arse Blog, sem er afskaplega góð Arsenal bloggsíða. Þessi skýrsla á þeirri síðu finnst mér koma inná nokkra punkta. Fyrir það fyrsta þá var það augljóst að þessi ofsafengna gagnrýni á Liverpool og þetta oflof á strákana í Arsenal eftir deildarbikarinn var að mörgu leyti fáránleg. Liverpool varð ekki að drullulélegu liði og átti ekki að reka Benitez. Og Wenger er enginn guðdómlegur snillingur einsog margir vildu halda fram.

Núna eru aðstæður breyttar, Liverpool í 3. sæti – og enn í Meistaradeildinni, en Arsenal úr leik í öllum keppnum. Og það kemur mér verulega á óvart að sjá að margir Arsenal aðdáendur eru orðnir þreyttir á Wenger. Það sem gleymist er að sumarið 2004 var Arsene Wenger með lið í höndunum sem hafði farið í gegnum heilt tímabil ósigrað – og fáir úr því liði voru orðnir of gamlir. Á nákvæmlega sama tíma var Rafa Benitez að taka við liði sem treysti á Emile Heskey, Danny Murphy og Vladimir Smicer.

Seinni punkturinn er það sem ég við strákarnir ræddum mikið um útí Liverpool – það er framherjamálin hjá Liverpool. Flestir eru sammála um að Liverpool mun reyna að kaupa toppframherja í sumar. Það sem ég var hins vegar harður á var að Peter Crouch væri ALLS EKKI sá maður, sem ætti að víkja fyrir nýjum framherja.

Það hefur einfaldlega enginn framherji hjá okkur valdið vörn andstæðinganna eins stórkostlegum vandræðum og Crouchy gerði við bestu vörn Arsenal á laugardaginn. Crouch er einfaldlega gríðarlega sterkur framherji og hann hefur nýtt (alltof fá) tækifæri sín í byrjunarliðinu gríðarlega vel. Ég leyfi mér að fullyrða að varnarmenn andstæðinganna óttast okkar framherja í þessari röð:

1. Crouch
2. Bellamy
3. Kuyt
4. Fowler

Það sést líka á markaskoruninni að Crouch er að nýta sín færi í byrjunarliðinu langbest. Í fyrsta skipti í langan tíma var Liverpool liðið líklegt til að skora – og ég er á því að það er engin tilviljun að það gerðist þegar að Pennant var á hægri kantinum og Crouchy frammi.

Rafa einfaldlega **verður** að hafa Crouch áfram í liðinu á þriðjudaginn. Þú setur ekki mann sem skorar þrennu útúr liðinu.

4 Comments

  1. Hann hefur nýtt sín tækifæri mjög vel nema kannski fyrstu tuttugu leiki sína með LFC.

  2. Það myndi reyndar ekki koma mér á óvart þótt Crouch verði á bekknum á morgun. Hann hefur skorað tvennur og verið settur á bekkinn, þannig að þrennur eru ekkert útilokaðar líka. :confused: Málið er bara að ég held að Rafa sé yfirleitt búinn að stilla upp liðum næstu tveggja leikja fram í tímann, í þessu tilfelli var hann sennilega búinn að ákveða bæði byrjunarliðið gegn Arsenal og svo PSV fyrir Arsenal-leikinn, og hann breytir því ekki tilneyddur.

    Ég veit það ekki. Crouch virðist skilja það að hann geti ekki alltaf spilað, þótt hann skori í leiknum áður, og Rafa hefur margsagt að þetta snúist um liðið en ekki leikmanninn. Auðvitað finnst manni fásinna að setja þrennukóng á bekkinn í næsta leik, en Rafa vinnur einfaldlega öðruvísi en aðrir þjálfarar. Ef honum finnst hraði Bellamy mikilvægari en hæð Crouch á morgun mun hann ekki hika við að nota þann velska frekar. Kuyt mun svo pottþétt byrja.

  3. En mun honum endilega finnast hraði Bellamy veigameiri en bæði hæð og GÍFURLEGT sjálfstraust Crouch?

  4. “Again the ball came in from the right, Crouch turned Kolo inside out and finished with aplomb.”

    Þessi setning er náttúrulega bara snilld… :biggrin:

    Ég hef sjaldan verið jafn hamingjusamur púllari og á laugardaginn þegar Crouchy tók Arsenal í nefið…….

    YNWA…

Liverpool 4 – arsenal 1!

PSV Eindhoven á morgun