Unglingaliðið í úrslit

Undir 18 ára lið Liverpool FC er nú komið í úrslit bikarsins annað árið í röð. Við unnum þessa keppni í fyrra og höfum því tækifæri á að verja titilinn. Það hafa aðeins 5 lið gert frá upphafi keppninnar. Þetta er glæsilegur árangur hjá ungu piltunum og það sér sérstaklega gaman að horfa til þess að þetta er í rauninni fyrsti árgangurinn sem er að koma upp í gegnum alla Akademíuna frá því að hún var stofnuð. Stór partur af þessu liði (9 strákar að mig minnir) hafa spilað saman frá því þeir voru 8 ára gamlir. Það verður því fróðlegt að sjá hvort einhverjir þeirra eigi eftir að smella sér inn í aðallið Liverpool á næstu árum.

Við munum annað hvort mæta Arsenal eða Man U í úrslitunum. Við sigruðum Newcastle í undanúrslitum, 7-3 samtals (unnum 4-2 úti og 3-1 heima), en Arsenal vann sinn heimaleik gegn Man U 1-0 á heimavelli. Úrslitaleikirnir (heima og að heiman) munu fara fram uppúr miðjum apríl.

3 Comments

  1. Flott hjá strákunum.

    En að öðrum ungum leikmanni, Duran, en hann kom til okkar í janúar-glugganum.

    Ég var að lesa frétt á skysports (Carragher eyes England double hét fréttin) og þar kom fram að Duran þessi hafi verið að rústa hnénu á sér (cruciate ligament damage) og gæti verið frá í fleiri mánuði.

    Hefur einhver séð minnst á þetta einhversstaðar annarsstaðar?

  2. Já, var búinn að sjá þetta. Talað um að hann verði frá í eina 6 mánuði vegna þessa. Ekki gott mál. Svo var Roque að fara að láni til Oldham. Mér telst til að hann sé leikmaður númer 13 sem er innan okkar vébanda en á láni annars staðar. Vonandi koma flestir (vona alls ekki að þeir komi allir aftur) heim reynslunni ríkari.

  3. Hvað segirðu Steini, unnu Arsenal heimaleikinn gegn Man Utd á HEIMAVELLI? Ertu alveg viss? Unnu þeir ekki heimaleikinn á útivelli? :laugh: :tongue: 😉

Formúlan á Sýn

Carragher og búningar