Lítið í gangi

Nú er akkúrat tími sem ég á ákaflega erfitt með að þola fótboltalega séð. Landsleikjahlé og liðið mitt spilaði illa í síðasta leik fyrir það. Við spilum ekki næst fyrr en þann 31. mars nk. Þangað til eru leikmenn okkar hist og her út um allan heim. Það góða við þetta er, er að Arsenal eru í svipaðri stöðu. Leikurinn gegn þeim mun skipta sköpum í baráttunni um þriðja sætið. Það gefur okkur afskaplega lítið umfram það fjórða, en engu að síður þá tryggir sigur þar okkur nánast Meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Ég ætla þó ekki að gera þetta að upphitun fyrir þann leik, enda ekki rétti tíminn til þess.

Hvernig mun Rafa peppa liðið upp fyrir lokaátökin? Munum við sjá það sem jákvæðan hlut að menn fari aðeins í burtu og hugsi um eitthvað annað í smá tíma? Taka hugann frá væntanlegu einvígi við PSV? Gæti alveg verið. Það er nokkuð ljóst að hópurinn mun ekki taka breytingum á tímabilinu, þannig að ljóst er úr hverju er að spila. Það er í raun tímaeyðsla að vera að spá í þeim hlutum núna. En hvað getur Rafa gert? Skotæfingar fyrir framherjana? Hvernig í fjáranum ætlum við að byrja að nýta færin okkar? Koma tuðrunni í netið? Er þetta bara óheppni eða er eitthvað annað sem þarna býr að baki? Auðvitað er þetta ekki bara eitthvað eitt atriði. Að þessu leiti tel ég að landsleikjahléið gæti komið á hárréttum tíma. Ef svo skemmtilega vildi til að Bellamy, Kuyt og Gerrard myndu setja hann fyrir landslið sitt, þá gæti það vel opnað augu þeirra fyrir því að þeir geti þetta ennþá. En þetta eru jú bara vangaveltur, mikið af ef-um og þess háttar.

Það er allavega lítið sem Rafa getur gert í hlutunum annað en að greina leik Arsenal í ræmur. Hann á eflaust eftir að gera það, enda ekki farið vel út úr viðureignum við þá uppá síðkastið. Hann vill eflaust ekki fá fjórða tapið á bakið gegn þeim á þessu tímabili. Þeir eru heldur ekki með sjálfstraust, þannig að þetta gæti orðið spennandi. Það eru bara 8 deildarleikir eftir og við þurfum að klára þetta með einhverri reisn. Við getum mest náð 78 stigum í deildinni, og þó það sé fjarlægur draumur, þá væri það engu að síður ágætt úr því sem komið er. Allir leikirnir eru leikir sem við eigum að vinna á venjulegum degi (Arsenal undanskilið, þurfum góðan leik gegn þeim). Sigur í Meistaradeildinni og 75 stig í deild? Já takk og þá yrði ég bara mjög sáttur.

12 daga leiðindi framundan, og best að finna sér eitthvað að gera.

6 Comments

  1. Já, spurning að menn fari að sinna fjölskyldunni, golfi eða vinnunni í smá tíma.

    Ég treysti á enska slúðurmiðla til að koma með eitthvað fjör í þetta hlé. Þeir hljóta að geta skáldað eitthvað skemmtilegt upp. 🙂

  2. Hvaða asnaskapur er þetta, það er ný búinn að vera fríhelgi í enska boltanum.

  3. Hvað ertu að meina

    með “12 daga leiðindi framundan, og best að finna sér eitthvað að gera.”

    Nú er að renna í hönd helgi þar sem gleðin verður við völd frá Fimmtudegi til mánudags. Ekkert væl írska Lögreglukvikindið er á leið til þín :biggrin:

  4. Já, ofvaxni írski lögreglufrummaðurinn er á leiðinni og ég viðurkenni það að það verður nóg að gerast í kringum hann :biggrin:

    Það er allavega ljóst að ég get dregið 5 daga frá þessum 12. Sem sagt bara 7 daga leiðindi :laugh:

  5. Ég og félagarnir erum á leiðinni að sjá leik Liverpool gegn Arsenal. Mér finnst sjálfsagt mál að tekið sé frí í boltanum til að undirbúa komu eðalpúllarana frá Íslandi. :tongue:

    Við munum væntanlega sjá óþreyttasta lið Liverpool í langan tíma. Til að mynda verður Alonso varla búinn að spila leik í heilan mánuð nema hann spili allan landsleikinn sem er alls ekki víst.

    Þá hefur nú heldur betur sýnt sig að ákvörðun Rafa um að hvíla lykilleikmenn í haust er heldur betur að skila sér. :rolleyes:

    Ég vona svo innilega að Rafa stilli upp sínu sterkasta liði og Dudek verði ekki í markinu þó hann hafi lofað honum að spila alla leiki gegn Arsenal. 😉

    Ég bind miklar vonir við að þetta verði fyrsti leikur Kewell eftir meiðsli. Er ekki einhver þarna úti sem veit stöðuna á kallinum?

    Gengur ekki að vera með Riise á kantinum þótt rauðhærða undrabarnið frá Noregi sé alls ekki neðstur á burt úr liðinu listanum mínum í augnablikinu. Lofaði að taka hann í sátt eftir Barca leikina og stend við það. Svo spillir ekki fyrir að hann er nánast eins í útliti og Eiríkur Hauksson sem er ofarlega á vinsældarlistanum hjá mér fyrir að vera breiskur – ekkidauðurúröllumæðum – rokkari.

    Hvernig væri að þið sem hafið farið á Anfield segið okkur hinum hvað við megum alls ekki missa af. Fær maður að taka rúnt um leikvanginn? Hvernig hittir maður Ronnie Whelan? Er Aldridge hress á barnum sínum o.sv.frv? Þetta eru spurningar sem brenna heitt á okkur.

    Er nokkuð að gerast annars. 🙂

    Áfram Liverpool!

A Villa 0 – L’pool 0

Formúlan á Sýn