Liðið í dag, Mascherano með!

Jæja, byrjunarliðið gegn ASTON VILLA er komið og er sem hér segir:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Gerrard – Mascherano – Sissoko – Aurelio

Kuyt – Bellamy

Lið: Dudek, Hyypiä, Alonso, Pennant, Fowler.

Ég hefði persónulega viljað sjá Arbeloa fá að spila deildarleik, en Mascherano er allavega inni sem veit á gott. Þegar maður horfir á þetta lið sér maður að hann ætlar að spila mjög þétta miðju, þar sem Gerrard og Aurelio eru hvorugur mjög framsækinn kantmaður.

Game on!

6 Comments

  1. Voðalega er þetta varnarsinnað!

    Tveir varnarsinnaðir miðjumenn, einn sóknarsinnaður og bakvörður á miðjunni. Virkar ekki vel á mig.

    En sjáum hvað gerist.

  2. Úfff, þetta er slappt.

    Alveg einsog ég bjóst við – alltof varnarsinnað. Inná með Pennant og útaf með Momo. Það þarf eitthvað að fara að gerast. Spurning líka að skipta á Aurelio og Riise.

    Og svo við náttúrulega heppnir með að sleppa við vítaspyrnudóm.

  3. :confused: Afsakplega dauft, varnarsinnað og leiðinlegt. Eins og þulir leiksins benda á þá verða okkar menn að vinna þennan leik ef þeir vilja ekki setja meistaradeildarsætið í hættu. Sammála Einari hér á undan 🙁

  4. Þetta er rugl!!!
    Að spila á móti aston villa og stilla varnasinnaðu liði, Eins og maður getur verið sáttur við benna, þá getur maður alveg orðið brjálaður….. Er maðurinn ekkert búinn að undirbúa sig undir þennan leik. Þetta er leiðinlegasti hálf-leikur sem ég hef sé lengi…. 😡

  5. já lélegur hálfleikur… og útaf með hollendinginn… bara verst að það er enginn annar þarna enma fowler til að koma inná, en af tvennu illu þá vill ég fá hann inn…

  6. :sad:Þvílík hörmung. Andleysið og viljaleysið algjört. Hverslags taktík. Það er von að þetta lið sé ´4. sæti. Og ekki langt í næstu lið og lengist í 3. sætið þar sem Arsenal er að festa sig. Og við komnir áfram í meistaradeildinni. Rum við ef til vill að fara að leika okkar sí’ustu leiki þar. Miðað við þessa spilamennsku, áhugaleysi og metnaðarleysi þá er það svo. 🙁 🙁 🙁

Aston Villa á morgun

A Villa 0 – L’pool 0