Dregið: PSV skal það vera!

Uppfært (KAR): Þá er búið að draga og okkar menn fengu PSV frá Eindhoven í 8-liða úrslitum. Drátturinn fór sem hér segir:

* PSV – Liverpool
* Chelsea – Valencia
* AS Roma – Man Utd
* AC Milan – Bayern München

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þýðir þetta að liðin sem eru nefnd fyrr í hverri viðureign byrja á heimaleik, þannig að við fáum seinni leikinn á Anfield. Þá munu sigurvegararnir í rimmu okkar manna við PSV mæta sigurvegurunum úr rimmu Chelsea og Valencia, þannig að það gæti gerst að við mætum Chelsea aftur í undanúrslitunum. 😯

Þá er einnig vert að nefna að svo gæti hæglega farið að ef Liverpool fer alla leið til Aþenu að þá verði það erkifjendurnir í Man U sem mæti okkur þar. Mikið innilega vona ég það, við skuldum þeim sko flengingu eftir laugardaginn … 😉


Jæja, núna eftir hálftíma verður dregið í 8 og 4 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Drátturinn fer fram í Aþenu, þar sem að úrslitaleikurinn verður haldinn.

Þessi lið eru í pottinum:

Bayern Munich
Chelsea
Manchester United
**Liverpool**
Valencia
AC Milan
Roma
PSV

Þetta verður verulega spennandi. Eflaust er PSV óska andstæðingur margra, en við unnum þá auðvitað í riðlakeppninni. Ég spáði því eftir Barca leikinn að Liverpool myndi fá Roma og að Chelsea og Man U myndu dragast saman.

Í raun er mér nokk sama um þetta, en ég vil þó EKKI mæta ensku liði í 8 liða úrslitunum. Ég uppfæri þessa færslu þegar að liðin eru komin á hreint.

31 Comments

  1. Jæja, PSV er liðið

    líst mjög illa á það, Liverpool spila ávallt illa gegn lélegri liðum, hefði frekar viljað fá united eða valencia t.d.

  2. Við fáum PSV … sem fyrirfram er það skásta í stöðunni, er það ekki? :biggrin2:

    Quarterfinals here we come, áfram Liverpool!!

    Og ef sagan endurtekur sig … þá sýnist mér við mögulega fá Chelsea í undanúrslitum!!! :biggrin:

  3. Kristján skrifar um þetta en þetta lítur svona út

    Milan – Bayern
    PSV – Liverpool
    Roma – Man U
    Chelsea – Valencia

    Og í undanúrslitum

    Chelsea/Valencia – PSV/Liverpool
    Roma/Man U – Milan/Bayern.

    Semsagt, Chelsea í undanúrslitum og Man U í Aþenu. 🙂

  4. Fínn dráttur. Valencia klárar Chelsea og Rafa fær tilfinningaríkan undanúrslitaleik…

  5. Ég held að menn ættu að fara varlega í að vinna leikinn á móti PSV áður en leikirnir eru spilaðir.

  6. Flott!!! getum sýnt fram á að við séum besta enska liðið ef við tökum liðið út sem vann Arsenal, Chelsea aftur í undanúrslitum og svo Man.Utd í úrslitunum !!!

    YNWA!

  7. Jóhann, það er enginn að bóka sigur gegn PSV eða sigur United á Roma. Menn eru bara að gæla við það sem gæti orðið. Menn vita alveg hvað PSV geta – Koeman gerði Arsenal það sama á miðvikudag og hann gerði okkur með Benfica í fyrra, þannig að það er klárt að það verður ekkert vanmat þar.

    Klárum PSV-leikina fyrst og spáum svo í framhaldið. En menn verða samt að viðurkenna að það er skárra að fá PSV Eindhoven en Chelsea eða AC Milan. 🙂

  8. Hvað hefði gerst ef Chelsea og PSV hefðu dregist saman ? Alex Arsenal bani hjá PSV er jú þar á láni frá Chelsea.

    Maður fer að setja stórt spurningamerki við það hvort það sé siðferðislega réttlætanlegt að hægt sé að lána leikmenn í lið sem eru að keppa í sömu mótum og viðkomandi (deild og evrópu) !

  9. Lítur vel út á pappír en það gerði Benfica líka hér um árið. Með sama þjálfara notabene.

    Eigum svo fínt record á móti Chelsea í útsláttarkeppnum þannig að ekki óttast ég þá. Nú ef það verður valencia þá ættu menn að vita eitt og annað um mótherjana 😉

    En PSV er sýnd veiði en ekki gefin og einhvernvegin finnst manni það ekki eiga neitt alltof vel við lfc að vera ekki í hlutverkum underdogs. Hefði viljað fá AC Milan persónulega.

    En auðvitað tökum við Koeaman og hans menn á Anfield í þetta sinn er það ekki ?

  10. Í riðlakeppninni gerðum við nú 0-0 jafntefli við PSV á útivelli og unnum þá 2-0 á Anfield.

    Held að okkur henti vel að spila gegn liði sem slær Arsenal út. Við höfum menn sem geta unnið þennan Alex í loftinu öfugt við þá. Einnig held ég að Rafa geri aldrei sömu mistökin tvisvar og hafi lært af tapinu gegn Benfica í fyrra, nú verður sko skorað á útivelli.

    Maður er nokkuð bjartsýnn.

  11. Já vonandi vanmeta okkar menn ekki PSV og læra af mistökunum í fyrra á móti Benfica.

  12. Fyrir mér var það lykilatriði að fá fyrst útileik. Ég óskaði þess eingöngu að fá ekki enskt lið í næstu umferð og það rættist. Rafa mun ekki vanmeta PSV, enda er það ekki hægt þegar horft er til þess að þeir tóku Arsenal úr leik.

    Erum við ekki bara að horfa á að úrslitaleikurinn í Grikklandi (við hliðina á Tyrklandi) verði Liverpool – AC Milan :biggrin:

  13. Svo breytum við bara textanum í aðallaginu í Won it six times. og Acient Greece verður Modern Greece.

    Og svo breytum við Istanbul í Athens Greece.

    Og svo þarf að breyta smáatriðum sem söngstjórarnir á Anfield eru í litlum vandræðum með.

    Er það ekki díll.

    We won it five times
    We won it at Wem-ber-ly
    We’ won it in Gay Paris
    In 77 and ’84 it was Rome

    We’ve won it five times
    We’ve won it five ti-i-imes
    In Istanbul, we won it five times

    When Emlyn lifted it high
    He lit up the Roman sky
    Thommo in Paris and Souness did it as well

    We’ve won it five times
    We’ve won it 5 ti-i-imes
    In Istanbul, we won it five times

    At Wembley we won it at home
    Took 26,000 to Rome
    20,000 to Paris when we won it again

    We’ve won it five times
    We’ve won it five ti-i-imes
    In Istanbul, we won it five times

    Stevie G’s eyes lit up
    As he lifted the European Cup
    21 years and now its coming back home

    We’ve won it five times
    We’ve won it five ti-i-imes
    In Istanbul, we won it five times

  14. Vantar síðasta erindið í þetta Elías:

    It’s only on loan, It’s only on loan, In Athens Greece, We’ll bring it back home

    :biggrin:

    En núna er fókus á PSV og ekkert annað. Það verður langt því frá að verða auðvelt. Benfica poppar strax upp í hugann. Feet on ground og næsti leikur.

  15. Eitt sem böggar mig samt. Ef Liverpool fer í úrslitaleikinn þá spila þeir í ljótu varabúningunum. Öll liðin sem við gætum mætt í úrslitaleiknum spila í rauðu eða rauðleitu.

    Ef þetta er ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af strax þá veit ég ekki hvað… Áhyggjur mínar byggjast ekki á árangri liðsins í búningunum, heldur hversu leiðinlegt það verður að þurfa að muna eftir þessum ljótu búningum þegar maður minnist þess í framtíðinni að Gerrard lyfti bikarnum í Aþenu… :tongue:

    :laugh:

  16. Fyrirsjáanleg ræða hjá Rafa, en hann er toppnáungi og hefur fyllilega rétt fyrir sér í þessu tilviki…

  17. GK, ég er hjartanlega sammála þér um þessar pælingar – ég hef einmitt miklar áhyggjur af þessu máli!

    Það er þó smá sárabót að við erum að tala um hvítu búningana, en ekki þá gulu. Þá væri betra að sleppa bikarnum heldur en þurfa að mæta uppá svið í slíku tískuslysi. 🙂

  18. Hvítu búningarnir eru bara drulluflottir!

    Og ekki skemmir fyrir að við unnum nú Barcelona í þeim búningum. Spurning hvort við ættum ekki að taka upp hjátrúna í þeim efnum og spila í þeim restina af Meistaradeildinni. Við töpuðum jú í rauðu búningunum.

  19. Einar og GK, nú bara verð ég að fá að vera með smá skítkast. Hvað í fjandanum er að ykkur, eruð þið ekki Púllarar eða? Vælandi yfir grænum lit í pólýestertreyju? Hversu mikil tískulögga er hægt að vera? :tongue:

    Persónulega væri mér sama þótt þeir þyrftu að fara í G-strengjum, háum hælum og brjóstahöldurum uppá svið … ef það þýðir að menn eru að vinna Meistaradeildina, þá verður bara að hafa það. :laugh:

    E.s.
    Þið kvörtuðuð ekki fyrir tveimur vikum …

    Hættið svo þessu væli. Skítkasti lokið. 🙂

  20. Á alvarlegri nótum, þá hefur Ronald Koeman tjáð sig um dráttinn:

    >”We have already played Liverpool twice this season and somehow it takes away the pleasure, now that we have already progressed through the group stages and the First Knockout round.”

    >”There are no easy games in the quarter finals, but I would have preferred to have been drawn to play another club, as we have already met Liverpool in the group stages. They will not underestimate us nor take things for granted. They have seen us in action against Arsenal after all.”

    >”Liverpool are well-organized and field quality players such as Gerrard. They are a mentally strong team, judging from the 2-1 win, away against FC Barcelona. We will be facing a tough challenge, but we are also going to enjoy ourselves. It is great to participate in the Champions League.?

    Hann hljómar eilítið svekktur yfir þessu. 🙂

  21. Sé það núna, en ég finn þetta hvergi í heild sinni á íslenskri vefsíðu án þess að fara að gramsa, held að vinnuveitandinn væri ekki ánægður með það að ég væri að leita að þessu.

    Vissi hvar þessi hluti var.

    En mikið djöfulli var gaman að syngja þetta í Cardiff ferðinni.

    Svo má líka bæta við: We keep it, we keep it, we keep it.

  22. Já, og kannski að taka það fram að leikirnir verða þriðjudaginn 3. mars og miðvikudaginn 11.mars.

    Chelsea og Man U leikirnir eru á hinum leikdögunum.

  23. Hver hérna hefði heilsu í Liverpool-Man Utd. í úrslitaleik…veit ekki hvort ég gæti horft á hann og haldið velli?

  24. Nákvæmlega, Daði. Það yrði annaðhvort svo stórkostlega mikil gleði eða svo ólýsanlega mikil vonbrigði að maður yrði sennilega orðinn háf geðveikur í leikslok. 🙂

  25. Tek undir þetta með Daða. Ef svo fer að erkifjendurnir mætast í úrslitum held ég að það sé rétti tíminn fyrir mig að klifra upp Everest-fjall. Án allra samskiptatækja. Í svona þrjár vikur.

    Ég efast bara um að ég ráði við taugastríð það sem sá leikur myndi bjóða uppá. Vonandi gera Rómverjar mér greiða og slá þá út.

  26. Hversu dæmigert er það að tvö lélegustu liðin þurfi að mætast í 8-liða úrslitum?

  27. Mér finnst þetta mikið virðingarleysi hjá þér Hannes. Það eru engin léleg lið í 8 liða úrslitum, og bæði Roma og Man U eru með nokkra virkilega góða einstaklinga innan sinna vébanda. Við getum nú þegar talið upp Fransesco Fallover, Cristiano Rollover…

  28. Fyrir þá sem ekki föttuðu að búningaumræða mín var byggð á kaldhæðni/gríni þá bið ég menn afsökunar. Síst af öllu vil ég fara að æsa upp trúbræður mína… :laugh:

Gudjohnsen

Liverpool í Asíu