Tveir ungir strákar á leiðinni?

BBC Sport segir að Liverpool sé að íhuga að kaupa tvo unga breska drengi. Annar þeirra er 16 ára og heitir Gary Mackay Steven og [spilar með U-19 ára liði Ross County.](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/r/ross_county/6419773.stm) Hann er miðjumaður og mun hafa staðið sig vel þegar hann æfði með félaginu í 4 daga ekki alls fyrir löngu.

Hinn heitir Danny Blanchett og er 18 ára gamall bakvörður. [Hann er á mála hjá Cambridge City](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/6420805.stm) og var hjá Liverpool í tvær vikur í æfingabúðum.

Ef af þessum kaupum verður þá er það í samræmi við stefnu Rafa að byggja upp sterkt unglingalið sem mun vonandi skila sér uppí aðalliðið með tíð og tíma.

Ein athugasemd

Hvað er framundan?

Aukaleikarinn sem stelur senunni!