Hvað er framundan?

Jæja þá er tveimur stórum leikjum lokið og þessar tilfinningarússibanaferð að enda komin… í bili. Það er gríðarlegur léttir að vakna og ræða við stuðningsmenn Man U , Barcelona og annarra liða eftir glæsta frammistöðu gærdagsins.

En skoðum aðeins hvað er framundan hjá okkur.

18.mars – Aston Villa (úti)
31.mars – Arsenal (heima)
3/4. apríl – 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar
7. apríl – Reading (úti)
9. apríl – Middlesb. (heima) – verður væntanlega frestað
10/11. apríl – 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar

Þetta eru leikirnir sem eru framundan næsta mánuðinn. Það er enginn leikur hjá okkur um helgina þar sem það er bikarhelgi. Þetta eru alls ekki léttir leikir en ef liðið heldur áfram að spila eins og undanfarið en setja nokkur mörk einnig þá er ég ekki í neinum vafa að við munum vinna alla þessa leiki.

Nú þegar eru Roma, Valencia, Chelsea ásamt okkur komnir áfram í 8-liða úrslitin. Í kvöld mætast síðan:
Bayern M. – Real Madrid
Arsenal – PSV
Man U – Lille
Milan – Celtic

Ég skýt á að Bayern, Arsenal, Milan og Lille komist áfram í kvöld hhhhmm… ok Man U er líklegra til að fara áfram en Lille. EN mikið væri það nú ljúft ef Lille verður aðeins heppnari gegn þeim en síðast.

… og þetta er yndislegt líf… ég hefði ekki getað hugsað þetta til enda ef við hefðum dottið út í gær.

Ein athugasemd

  1. Leikurinn við Boro hefur verið frestað – ekki kominn dagsetning hvenær hann verður…

Liverpool – Barcelona 0-1

Tveir ungir strákar á leiðinni?