Bloggferðalag

Jæja, þá er komið að því. Þá er loksins komið að því. Draumurinn mun rætast í mars, og þótt fyrr hefði verið. Let’s get it on!!!!!!!!!!

google-uk.pngAllavega, í marsbyrjun munu fjórir/fimmtu af bloggurum Liverpool bloggsins ferðast saman yfir hafið og “niður” til Liverpool-borgar. Í apríl verða liðin þrjú ár síðan ég og Einar Örn opnuðum þessa síðu saman (vá hvað tíminn flýgur) og þetta verður fyrsta ferð okkar bloggaranna saman, og það er sko óhætt að segja að menn hlakki til.

Dagskrá ferðarinnar er sem hér segir:

* Fös. 2. mars = Flogið til London, rúta til Liverpool, SSteinn svæfður kl. 21 og svo djamm fyrir okkur hina.

* Lau. 3. mars = Hádegisleikur, Liverpool – Man Utd í Úrvalsdeildinni. SSteinn svæfður kl. 19 og svo djamm fyrir okkur hina.

* Sun. 4. mars – mán. 5. mars = Þetta venjulega túristastöff … menn skiptast á að vera á hótelinu og passa SStein.

* Þri. 6. mars = Kvöldleikur, Liverpool – Barcelona í Meistaradeildinni. SSteinn svæfður eftir leik og svo djamm fyrir okkur hina.

* Mið. 7. mars = Rúta til London, flogið heim.

Með í för verða eftirtaldir bloggarar: ég (Kristján Atli), Einar Örn, SSteinn og Hjalti. Upphaflega átti SSteinn ekki að fá að koma með af því að hann er svo lítill og ósjálfbjarga, en þá fór hann að gráta og við leyfðum honum að koma með. Við héldum hins vegar leynifund okkar á milli og ákváðum að Aggi mætti ekki koma með, og því var honum ekki boðið. Nei í alvöru, þá er hann svo óheppinn að búa úti í Danmörku og komst því ekki með að þessu sinni.

Það segir sig sjálft að á meðan við hinir fjórir erum úti í draumaferðinni mun Aggi sinna síðunni af sinni alkunnu snilld, og svo verða (vonandi) djúsí myndir og/eða ferðasögur í boði þegar við hinir erum komnir heim.

Eru einhverjir fleiri þarna úti á meðal lesenda síðunnar á leiðinni á þessa leiki? Endilega látið okkur vita ef þið verðið þarna, aldrei að vita nema þið getið hitt uppáhalds bloggarana ykkar á The Park fyrir leik … 🙂

16 Comments

  1. Ég ákvað að fórna mér fyrir liðsheildina og sjá um síðuna á meðan hinir fara til Englands til að passa SSteinn og horfa á smá bolta í leiðinni.

    Þessi ferð verður “legend”!

    Skemmtið ykkur og skilið okkur tveimur hrikalega mikilvægum sigrum!

  2. Mann er bara eeeeeekkert farið að hlakka til!!!!!

    Þess má geta að í Leifsstöð, í fyrsta ölinu um morguninn, verður í fyrsta skipti sem ég hitti Kristján Atla, face-to-face, og í annað skipti sem ég hitti Einars Örn. Hitt skiptið var þegar ég sótti dót semég keypti á margfrægu uppboði hans hér um árið…

    Steina þekki ég aðeins betur…

    Þetta verður GEÐVEIKT! :biggrin2:

  3. Má ég spyrja, hvernig í ósköpunum fenguð þið miða á báða þessa leiki?

  4. Flott ferð, skemmtið ykkur… Ég ætla ekki á Anfield fyrr en haustið 2008, en reyndar ætla ég að sjá Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor…

    :biggrin:

  5. Ég mæli með að þið takið “nauðgarateip” með ykkur til að vera pottþéttir á að halda Ssteinn í skefjum. :biggrin:

  6. he he he,

    Ég er hræddur um að ef dagskráin verður svona, þá verði aðeins einn af bloggurunum sem skili sér heim :biggrin:

    Þetta verður eins og söngurinn um litlu negrastrákana, fyrsta kvöldið hverfur Hjalti, þá KAR og loks Einar Örn :laugh:

    En já, ekki laust við tilhlökkun. Þrátt fyrir að hafa farið á yfir 50 leiki með Liverpool, þá held ég að það sé fátt sem geti toppað þessa ferð. Svona lagað kemur í mesta lagi einu sinni á öld.

  7. Já, rosalega öfunda ég ykkur af því að taka báða leikina, ég og tveir félagar fljúgum til Manchester á föstudeginum og förum á Man U leikinn og heim á mánudag 🙁 Verst að fjárhagurinn leyfir ekki meira.

    Það væri ekki leiðinlegt að taka úr einni krús með Steina, orðið ansi langt síðan það hefur gerst, sennilega seinast í körfuboltapartýi á Sandbakkanum 😉 og heilsa uppá hina meistarana.

  8. ég var að á fullu að reyna að fá miða á þessa leiki en fékk ekki miða 😡 😡 😡 Í tengslum við hvaða menn eruð þið :rolleyes:

  9. Paló, ég var að heyra það að EINN miði væri að fara á um 350 – 550 pund, þ.e. Liverpool vs. Barca… 😯

    Það þýðir að menn eru að greiða í kringum 50 – 80 þúsund fyrir EINN miða (og bara miðann)… ég gat fengið miða en því miður þá leyfði fjárhagurinn það ekki – fór í staðinn á L´pool vs. litli bróðir og það var þvílík skemmtun, þrátt fyrir ekkert mark… og greiddi 70 þús.kall fyrir allan pakkann (flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli) :biggrin2:

    Ég vil óska bloggurunum góðs gengis og krefst þess að þið skemmtið ykkur konunglega á tveimur frábærum sigurleikjum :biggrin:

    YNWA

  10. málið er að afmælið mitt er á milli þessara leikja og ég er ekki með miða á þá 😡 tilgangur lífsins er að njóta þess, það get ég ekki gert ef ég fæ ekki miða á leikina 🙁

  11. Aðalatriðið er að gæta þess að Ssteinn príli ekki upp á háa barstóla í Liverpool því hann er meira en líklegur en til að hrynja af þeim fyrirvaralaust…og reyna að rota sig.

  12. Glæsileg ferð sem þið eruð að fara á?? skemmtið ykkur vel í Mekka

  13. ég fór mína jómfrúarferð á anfield 3. feb á liverpool everton, þrátt fyrir svekkjandi 0-0 jafntefli þá var þetta rosalega gaman!… við fórum á The Park sem er ótrúlegur staður.. manni var hleypt inn hálftíma fyrir opnun og læti, svo þegar fólkið fór að streima inn… það er ekkert venjuleg stemmingin þarna!

  14. :smile:Það verður gaman að fylgjast með bloggi ykkar í þessari ferð. Ég var í Liverpool einu sinni í ein mánuð samfleitt og það er mjög gaman að vera þar þegar maður er komin aðeins inn í “menningu” þess staðar. Góða skemmtun :laugh:

Alþjóðasamfélag í Liverpool.

Kewell á förum?