Alþjóðasamfélag í Liverpool.

Þar sem lítið er í fréttum á meðan við bíðum eftir LEIKNUM gegn Barcelona þá ákvað ég að skoða aðeins samsetninguna á liðinu frá því 2001-02 og í dag. Tímabilið 2001-02 hafði Houllier verið við stjórnina í 3 ár og er á svipuðum tímapunkti og Rafa er með sitt lið í dag þá er athyglisvert að líta á hvaða leikmennirnir eru.

Tímabilið 2001-02 voru leikmennirnir frá 14 löndum og eingöngu frá Evrópu:
England, Frakkland, Noregur, Danmörk, Holland, Þýskaland, Portúgal, Tékkland, Skotland, Finnland, Króatía, Sviss, Írland, Pólland.

Tímabilið í ár eru leikmenn frá heilum 20 löndum og frá 4 mismunandi heimsálfum eða Evrópu, Afríku, Ástralíu og Suður-Ameríku.
England, Frakkland, Noregur, Pólland, Spánn, Danmörk, Holland, Skotland, Finnland, Írland, Ástralía, Brasilía, Chile, Wales, Malí, Argentína, Marakkó, Ítalía, Ghana, Austuríki.

Betra eða verra? Ég hef enga sérstaka skoðun á því hins vegar er ljóst að Rafa skoðar greinilega leikmenn um allan heim á meðan Houllier var aðallega að skoða leikmenn í England og Frakklandi.

3 Comments

  1. :rolleyes:Það er þá líka athygli vert hver árangur þessara manna er með liðið. Að mínu mati mjög svipaður. Stórtitlaár Houlliers og Evrópubikar Benites er ekki ósvipaður árangur og staðan í deildinni á Englandi svipuð. Allir töldu að árangur Houlliers vera óviðunandi en ansi margir eru í skýjunum yfir “frábærum” árangri Rafael Benitez. Merkilegt ekki satt 😯

  2. Árangur Houlliers var fullkomlega ásættanlegur fram að tímabilinu 2001-2002, þegar við enduðum í öðru sæti – og allt virtist vera á stöðugri uppleið. Þá rakst hann á vegg með liðið og leiðin lá niður á við eftir það.

    Þetta er svipað með Rafa – árangur hans hefur verið fullkomlega ásættanlegur fyrstu tvö árin – þótt vissulega stefni í að við náum ekki sama stigafjölda í deildinni í ár og í fyrra. Hvaða tölfræði var það sem dúkkaði upp fyrir skömmu – var það ekki eitthvað um að einungis einn þjálfari í sögu Liverpool hefði verið fljótari að hala inn fimmtugasta sigrinum?

    Það má vel finna hliðstæðu með fyrstu árum Houlliers og Rafa, en mikið ofboðslega þarf maður að vera svartsýnn og neikvæður til að sjá einhverja hliðstæðu með síðustu tveimur leiktíðum Houlliers og þess sem liðið er af stjórnartíð Benitez…

  3. Mikið er ég sammála síðasta ræðumanni. Ég var mikill og ötull stuðningsmaður Houllier fyrst eftir að hann kom og er ennþá ánægður með það sem hann gerði fyrir klúbbinn fyrstu árin. Ég efa að það sé til sá stuðningsmaður Liverpool, sem ekki þjáðist af alvarlegu þunglyndi, sem var ekki ánægður með Houllier á vormánuðum 2001 og þeir voru sennilega fáir sem voru óánægðir með hann ári seinna. Það sem síðan gerðist sumarið 2002 er varla hægt að kalla annað en stórslys og eftir þau floppkaup fór maður að setja spurningamerki við frakkann.

    Að sama skapi er ég búinn að vera mjög ánægður með Benitez hingað til, fyrsti stjóri liverpool í sögunni til að ná í titil fyrstu 2 tímabilin sín (las ég það ekki örugglega einhvers staðar) og náði á síðasta tímabili hæsta stigafjölda sem liverpool hefur náð síðan tímabilið 1987-1988 (þá voru spilaðir 40 leikir í deildinni og á nokkrum tímabilum þarna á milli voru spilaðir 42 leikir!). Í ár hefur liðið vissulega hikstað aðeins en ég held að það sé full snemmt að fara að örvænta strax, sjáum hvað Benitez gerir á leikmannamarkaðnum í sumar, það kæmi mér mikið á óvart ef hann færi út í sömu vitleysuna og Houllier 2002.

Nýliðar með sinn fyrsta leik fyrir Liverpool

Bloggferðalag