Nýliðar með sinn fyrsta leik fyrir Liverpool

Varalið Liverpool spilaði í gær [æfingaleik gegn Preson North End](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154980070213-1550.htm) þar sem nýliðarnir hjá Liverpool, þeir Insua, Brouwer og Huth klæddust Liverpool treyjunni í fyrsta skiptið í leik. Þeir Duran og Padelli spiluðu ekki í gær. Duran meiddist í leik með U-19 ára landsliði Spánverja í vikunni og Padelli er í Portúgal með aðalliðinu.

Þetta hafði official síðan um frammistöðu nýliðanna að segja:

Insua – showed a willingness to get forward throughout. Displayed good aerial ability and composure on the ball. With a bit of work on his positional play, he could soon be joining up with the first team.

Brouwer ? the lanky striker looked like an out-and-out forward. A good touch and able to hold up the ball.

Huth ? watched by his mum and little brother, he grew in composure as the game wore on. Will be given time to adapt to the English lifestyle.

Þess má geta að leikurinn tapaðist 3-1 og skoraði Neil Mellor eitt marka Preston.

4 Comments

  1. Má Mascherano ekki sprikla með varaliðinu rétt eins og menn sem að eru á trial? Maður hefði haldið að þeir myndu reyna að láta hann spila einhverja leiki ef þeir væru fyrir hendi, í staðinn fyrir að demba honum beint í djúpu laugina 🙂

  2. Jú mér skilst að hann sé með aðalliðinu í Portúgal. Liverpool áttu víst að vera búnir að bæta honum inn í hópinn sinn í Meistaradeildinni ásamt Arbeloa og Padelli.

    Yrði frábært ef þetta gæti komist í gegn á morgun, þá hafa 2 Argentínumenn gengið til liðs við Liverpool á afmælisdaginn minn tvö ár í röð. :biggrin2:

  3. Varðandi þessa nýliða þá er ánægjulegt að lesa þetta með Insúa. Miðað við það sem maður hefur lesið, þá er ég nokkuð spenntur fyrir honum.

    Já, og Mascherano er með leikheimild gegn Barca, einsog ég skil þetta allavegana. Það er bara bið með ensku deildina.

Tveir leikmenn Liverpool í Evrópuúrvalinu.

Alþjóðasamfélag í Liverpool.