DIC hætta við kaupin! (uppfært)

Á síðasta degi leikmannakaupafélagsskiptagluggans (eða eitthvað svoleiðis) átti ég síst von á því að þessar fréttir yrðu tilkynntar þe. að [Dubai International Capital hafa ákveðið að hætta við kaupinn á Liverpool](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=445306&CPID=8&clid=14&lid=2&title=DIC+pull+out+of+Reds+deal&channel=football_home&) þar sem stjórn Liverpool hefur ekki náð samkomulagi sín á milli um söluna. Svo virðist sem David Moores hafi samþykkt söluna í grunninn en hlutafarnir hafa ekki náð samkomulagi um málið. Hvort George Gillett hafi gert betra tilboð eða hvort hluthafarnir hafi metið sem svo að það væri ekki gott að selja DIC félagið er óljóst ennþá. Það mun örugglega koma nánari skýring á þessu málin innan tíðar.

“The offer had been accepted in principle by majority shareholder David Moores. It appears that the Liverpool board and the majority shareholder David Moores were unable to approve these terms in order to allow DIC to make a formal offer to all shareholders.”

Er þetta jákvætt eða neikvætt? Það mun koma í ljós síðar.


(Uppfært):[Skv. BBC Sport](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/6318091.stm) var DIC ekki tilbúið að borga of mikið fyrir félagið.
Talsmaður DIC, Sameer Al Ansari, talar:

“We won’t overpay for assets.”

Og hann heldur áfram:

“We are very disappointed to be making this announcement. DIC are a serious investor with considerable resources at our disposal.
At the same time, we are supporters of the game and of the club. Liverpool’s investment requirements have been well publicised and, after a huge amount of work, we proposed a deal that would provide the club with the funds it needs, both on and off the pitch.
We were also prepared to offer shareholders a significant premium on the market price of the shares.”

Haft er eftir Mihir Bose ristjóra BBC Sport í þættinum BBC Radio Five Live í dag:

“Mohammed is a very angry man and that is why he has pulled out. He was given assurances by Liverpool that they would go with them but the talk of other offers has unsettled him and he has pulled out.
DIC saw this as business enterprise but Gillett has told Liverpool that they are a sports franchise and they know how to run sports operations.
With Gillett it won’t be like an Roman Abramovich deep pockets scenario.”

20 Comments

  1. Mér sýnist Moores og Parry gjörsamlega vera að spila rassinn úr buxunum. Eftir margra ára tilraunir þeirra til að finna “réttan” fjárfesti sem hentaði félaginu þá fundu þeir þessa.
    Réttir hlutir sagðir, allir beggja megin borðsins ætluðu að virða sögu og hefðir klúbbsins.

    Síðan fokkast allt þetta upp. Útaf hverju? Græðgi?
    Vildu Moores og Parry fá enn betra tilboð frá aðila sem vill láta Liverpool og Everton deila velli?

    Sorglegt. Ömurlegt. Vanhæft.

  2. Samkvæmt sky sports þá fá hlutafjáreigendur LFC meira fyrir hlutinn í tilboði George Gillett en frá DIC.
    Auðvitað snýst þetta um að græða, er það ekki eðlilegt ?
    Eða hélt einhver að eigendur LFC settu hagsmuni klúbbsins ofar en sína eigin ? :confused:

  3. Samkvæmt einhverri frétt frá local blöðunum frá því í morgun var hluthafafundur í gærkvöldi þar sem smærri hluthafar vildu skoða Gillet-tilboðið betur. Ef hún var sönn voru það litlu kallarnir sem tóku græðgina á þetta á meðan Moores vildi ganga að DIC tilboðinu…
    En svo er hér ný frétt sem segir að það hafi verið DIC sem drógu lappirnar, Gillet lauk sinni vinnu á þremur dögum, var tilbúinn til að borga meira og var aldrei með Groundshare-hugmyndir í gangi. Þannig að…?

  4. Arnar, hvernig væri að hætta að fullyrða og þvaðra um hlutina á meðan menn hafa akkúrat enga hugmynd um hvað það var sem gerði það að verkum að DIC drógu sig út. Þú ert hér með búinn að hengja ákveðna aðila útfrá einhverjum forsendum sem bara virðast fyrirfinnast í þínum kolli. Það er bara fátt sem fer meira í taugarnar á mér en svona sleggjudómar og menn hengdir hreinlega.

    Það er allt í lagi að spá og spekúlera í hlutunum, en að tala um að spila rassinn úr buxum, græðgi, sorglegt, ömurlegt og vanhæft án þess að hafa hugmynd um hlutina, er svo sannarlega sorglegt og ömurlegt. 😡

  5. Sammála þér SSteinn, Arnar gerir sig hér sekan um það sama og stuðningsmenn Liverpool þegar þeir blótuðu Lucas Neill í sand og ösku.

  6. Bara að koma smá umræðum af stað hérna strákar!

    Það á eftir að koma í ljós hvað gerðist. Mér finnst samt undarlegt að Moores og Parry hafi ekki betra control á þessu ferli en svo að arabarnir stökkva frá borði um leið og smá babb kemur í bátinn. Áttu þeir ekki að hafa átt mýmarga fundi með D.I.C. hópnum og hafa vingast vel við þá? Ef boð D.I.C. var svona miklu betra þá hefði verið létt mál fyrir Moores og Parry að telja þeim trú um að þeirra tilboði yrði áfram tekið og þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af Gillett.
    Mér sýnist furstinn hafa móðgast yfir því að rausnarlegt boð sitt væri ekki lengur talið nógu gott fyrir Liverpool.

    Eru Moores og Parry kannski ennþá hálfpartinn í stríði við hluthafana eins og sást á síðasta aðalfundi þegar Moores var næstum því búinn að segja af sér?

    Ég ætla ekki að fullyrða mikið frekar en það bara verður að koma stjórn klúbbsins í nútímalegra horf. Svona skærur og skortur á diplómasíu eru ekki hollar fyrir okkar frábæra félag. Fólk verður að geta unnið saman og treyst hvort öðru. Mér sýnist allavega að þeir 2 hafi ekki stjórn á aðstæðum í takt við 51% eignaraðild, það er mín skoðun.

    Svo getur vel verið að D.I.C. komi aftur inn, maður veit aldrei.

  7. Þessi Gillett gaur á náttúrulega ekki krónu, skitna 60 milljarða ISK. Á meðan er Roman metinn á 1.300 milljarða ISK.

    Heimild: Wikipedia.

  8. Ég verð að viðurkenna að fyrir mér er þetta vonbrigði. Það er fyrir löngu ljóst – og staðfest í þessum leikmannaglugga – að eigendur félagsins hafa ekki bolmagn til að koma félaginu í allra fremstu röð.

    Ég hef nokkrum sinnum gagnrýnt fyrirsvarmenn félagsins fyrir að hafa lélegt viðskiptavit og standa sig illa í samningaviðræðum. Sko Parry og Moores eru fyrirsvarmenn félagsins þannig að þeir verða að því miður að bera ábyrgðina á þessu. Það eru einfaldlega engir aðrir sem hægt er að kenna þar um.

    Ef það er rétt sem fyrirsvarsmenn DIC segja að þeir hafi verið dregnir á asnaeyrunum og tilboð þeirra aldrei samþykkt þar sem verið var að bíða eftir hærra tilboði, þá er mér eiginlega nóg boðið. Það hafa nokkrir hér á þessu spjalli varið þessa menn fram í rauðan dauðann. Fullyrt að þeir hefðu ávalt hagsmuni liðsins að leiðarljósi. Því miður virðist svo ekki vera. Markmiðið var að græða peninga og fá sem hæst fyrir félagið. Að sama skapi skilur maður af hverju aldrei hefur verið teki áhætta með kaup á heimsklassa leikmönnum. Jú fjárfestingar eru áhætta en til að koma liðinu í fremstu röð þarf að taka þessa áhættu. Því miður var markmiðið bara aldrei að koma liðinu í fremstu röð heldur eitthvað annað. Þannig lítur þetta út í augnablikinu.

    Ég er kannski að fullyrða eitthvað sem ég hef ekki vit á en það sagði einn góður maður að til þess væri jú bloggið. Ég verð bara að viðurkenna að vandamál liðsins liggja hjá fyrirsvarmönnum og engum öðrum. Þessir menn komast ekki lengra með félagið og þá eiga þeir að hætta. Þannig er það í íþróttum, rekstri og kannski bara lífinu.

    En Liverpool er Liverpool og við munum styðja liðið fram í rauðann dauðann. Liðið er ágætt og alveg nógu gott til að vera meðal bestu liða. Þá gætu líka mennirnir sem eru að koma úr meiðslum fleitt liðinu áleiðis á toppinn. Kewell og Sissoko eru að mínu mati þannig leikmenn að þeir munu styrkja liðið. Ég bara hreinlega veit ekki með þennna Mascerano. Vonandi verður hann það góður að hann nær að vinna sig inn í byrjunarliðið. Aldrei að vita.

    Áfram Liverpool!

  9. Eins og kom fram hjá SSteina hér að ofan vitum við langt því frá allar staðreyndir málsins, þannig að það er mjög eðlilegt að mynda sér ákveðna skoðun á þessu.

    Hins vegar mun ég segja þetta: tilboði DIC var ekki hafnað algjörlega, heldur gaf stjórnin það út að hún myndi ekki taka því strax heldur gefa sér örfáa daga til að skoða tilboðin tvö betur og taka svo yfirvegaða ákvörðun. Þeir voru ekki, að því er virtist, að þrýsta á meiri pening frá DIC eða neitt slíkt heldur vildu bara nokkra daga í viðbót til að taka endanlega ákvörðun.

    Þannig að DIC hefðu getað beðið rólegir fram á svona föstudag eða mánudag og fengið þá að heyra “já” við tilboði sínu, eða “nei”. En þeir ákveða að doka ekki við, sármóðgast og rífa alla pappíra í tætlur. Og svo kemur Al Samsari fram í fjölmiðlum alveg bálreiður og bæði gagnrýnir Liverpool fyrir að voga sér að taka nokkra daga til viðbótar og gagnrýnir Gillett, sem er bara virðingarleysi í mínum huga.

    Kannski á Gillett ekki jafn mikla peninga og DIC, kannski er hans tilboð ekki jafn gott og þeirra, hver veit? En það er ljóst að mínu mati að fyrst DIC-menn voru ekki reiðubúnir að bíða 2-4 daga í viðbót til að heyra endanlegt svar stjórnarinnar er ekki víst að áhugi þeirra á Liverpool hafi verið jafn gífurlegur og menn vildu vera láta.

    Eins og ég segi, við vitum mjög lítið um þessi mál og því erfitt að mynda sér skoðun. En óþolinmæði Dubai-manna er í það minnsta grunsamleg.

  10. Þetta hefur allt með reglur um yfirtöku að gera. Moores réði yfir sínum hlut og vildi selja DIC hann. DIC ætlaði síðan að kaupa upp restina af hlutunum og taka félagið af markaði. Gillett gat síðan sett fram tilboð, sem var hærra á hvern hlut. Moores gat alveg neitað því en aðrir hluthafar urðu að fá að skoða það. Og þótt þeir hefðu ekki getað stoppað það að Moores seldi DIC hefði það getað stoppað þeirra plön. Þannig að með tilboði sínu rústaði Gillet þessu. Hvort það er gott eða slæmt?
    Það kemur í ljós.

  11. Fyrir mér Kristján eru viðbrögð DIC eðlileg. Kannski hefðu Liverpool menn átt að beita sömu tækni við leikmannakaup.

    Svona liggur þetta fyrir mér. Þú gerir tilboð. Þú telur tilboðið mjög gott og ætlar ekkert að prútta um verðið. Dæmi DIC að kaupa Liver. og Liverpool að kaupa Sabrosa. Hvað gerist – jú það vilja allir fá meiri pening. Í tilfelli DIC þá – að sjálfsögðu draga menn tilboð sitt til baka og fara að hugsa um annað. Í tilfelli Liverpool, menn bíða, verðmiðinn hækkar og á endanum vilja menn ekki selja. Snýst um viðskiptavit.

    En spurningin sem við áhangendur Liverpool viljum fá svar við er hvort Moores að hugsa hvað Liverpool er fyrir bestu þ.e. fótboltaliðinu eða er hann að reyna að græða peninga.

    Áfram Liverpool!

  12. >Fyrir mér Kristján eru viðbrögð DIC eðlileg. Kannski hefðu Liverpool menn átt að beita sömu tækni við leikmannakaup.

    Hafa Liverpool menn ekki verið að beita nákvæmlega sömu tækni, til að mynda við kaupin á Alves?

  13. Afar vont dæmi hjá þér Hössi, því Simao dæmið er nákvæmt dæmi um það sem gerðist með (að því að þú heldur hér fram) DIC. Ég er ekki að segja að þetta hafi verið hin raunverulega ástæða fyrir því að DIC bökkuðu út, því fjölmargar sögur hafa verið á kreiki, en við höfum ekki hugmynd um hver þeirra er sú rétta.

    Með Simao, þá var það einmitt nákvæmlega þannig að það var búið að semja um kaupverð og allt að fara í gegn, en þá hækkuðu Benfica verðmiðann á síðustu stundu um umtalsverðar fjárhæðir, og það sættu Liverpool sig ekki við (enda búið að semja um aðra upphæð) og bökkuðu því út. Af því finnst mér það frekar skrítið að þú skulir taka þetta dæmi fyrir og ert í rauninni að staðfesta það að Liverpool hafi gert hárréttan hlut er varðar kaupin á Simao. Eins og þú segir sjálfur, snýst um viðskiptavit.

    Sama gerðist svo með Alves ári seinna. 🙂

  14. Þangað til við vitum meira þá er þetta ekki Moores að kenna. Hann var tilbúinn að selja DIC. Þeir stefndu hins vegar að 90% hlut. Þegar Gillet bíður hærra þá lítur út fyrir að aðrir hluthafar gætu samþykkt það, útilokað fyrir DIC að ná 90%. Þeir hætta við. Granada á 10%. Ef þeir hefðu hafnað DIC og svo einhver 1 annar þá var díllinn einfaldlega úr sögunni.

  15. >Afar vont dæmi hjá þér Hössi, því Simao dæmið er nákvæmt dæmi um það sem gerðist með (að því að þú heldur hér fram) DIC. Ég er ekki að segja að þetta hafi verið hin raunverulega ástæða fyrir því að DIC bökkuðu út, því fjölmargar sögur hafa verið á kreiki, en við höfum ekki hugmynd um hver þeirra er sú rétta.

    Svakalega fer þetta í taugarnar á mér. Ég tók Simao dæmið því ég er viss um að Liverpool gerði þar ekki nógu vel. Ágætt að bæta Alves í spilið því Liverpool reyndi lengi við þann mann án árangurs. Vandamálið er að þú veist heldur ekkert um Simao málið frekar en þetta mál hér. Samt eigum við hinir að þegja um DIC málið því ekki eru öll kurl komin til grafar. Þú ert í raun að segja að þú ætlir að bíða eftir útskýringum Moores sem öll spjót beinast nú að og standa með honum.

    Þetta er mjög einfalt. Þú ferð óskar eftir að kaupa leikmann. Athugar hvað þú ert reyðubúinn að borga og bíður það í leikmanninn. Ef félagið vill meira þá eyðir þú ekki meiri tíma í þann leikmann. Bæði með Alves og Sabrosa tekur ferlið svo langan tíma hjá Liverpool að það hálfa væri nóg. Benites er sjálfur búinn að gagnrýna ferlið. Fyrir mér var verðið á Sbrosa alls ekki of mikið og miðað við það sem við eyddum í Pennant skítur og kanill. Sama um Alves. Báðir heimsklassa leikmenn í sínum stöðum. Og hvað gerðist svo – jú það sama og núna. Reynum við einn leikmann lengi, lengi svo klikkar það og þá er tíminn búinn.

    Ég stend við það að allt ferlið í kaupum á Alves og Sabrosa var grín á kostnað Liverpool.

    Ég hefði líka gert það nákvæmlega sama ef ég hefði verið DIC menn. Þeir voru búnir að koma með tilboð sem ALLIR voru sammála um að væri sanngjarnt og gott fyrir klúbbinn. Svo frétta þeir það að það er ekki búið að svara þeim v.þ. að það er verið að kreista út meiri pening í USA.

    Ég verð svo bara að viðurkenna að ég skil ekki þessa vörn fyrir Moores. Hann tók við liðinu 1991-2. Síðan þá höfum við aldrei unnið titilinn. Kannski sönnun fyrir því að þriðja kynslóð eigenda reynast ekki góðir stjórnendur. Hann hefur engan áhuga að taka áhættu og leggja meiri pening í liðið – af hverju – jú hann er að hugsa um eigin fjármuni frekar en gengi liðsins. Meira að segja Rafa Benites sagði að hann hlakkaði til að fá nýja eigendur því nú loks væri hægt að fara að keppa um bestu leikmennina á markaðnum.

    Mér finnst líka ótrúlegt að þú SSteinn sem leyfðir þér að skrifa níð pistil um Lucas Neill nú um daginn skulir segja við okkur hina sem erum afar vonsviknir um ganga mála að við eigum bara að slappa af því ekki séu öll kurl komin til grafar. Kannski eru Moores og Neill báðir eins, hugsa um peninginn frekar en hagsmuni Liverpool. Munirinn kannski að maður gerir gríðarlega væntingar til Moores að hann geri því hann heldur jú á fjöregginu á meðan enginn ætlaðist til þess af Neill.

    Ég ætla líka að leyfa mér að undrast afstaða spjallstjórnenda þessarar síðu. Að allir 5 séu á sama máli um kaup leikmanna í þessum glugga og svo í DIC málinu finnst mér undarlegt. Aðdáendur út um allan heim eru vægast sagt óánægðir með gang mála. Sumir meira að segja bandbrjálaðir með stjórn félagsins. Það er nú af sem áður var verð ég að segja.

    Jæja nú hef ég ausið úr skálum reiði minnar sem maður á kannski ekki að gera á internetinu. Ég vil samt hrósa þessari síðu og því að það sé vettvangur fyrir okkur blóðheitu stuðningsmenn Liverpool að rasa út. Megi síðan lifa sem lengst.

    Áfram Liverpool!

  16. Hvar er svona erfitt að skilja í þessu Hössi minn. Flettu upp öllu því sem gerðist í kringum samningaviðræðurnar við Benfica varðandi Simao. Þú kemur með akkúrat engin rök, þrátt fyrir að ég hafi sett þetta beint fyrir framan þig. Eina sem þú segir er að Liverpool gerði ekki nógu vel þar, samt gerðu þeir nákvæmlega það sama og þú hrósar DIC fyrir að gera. Staðreyndir (og þú getur sjálfur flett því upp): Liverpool komst að samkomulagi við Benfica um kaupverð á Simao. Simao var nánast kominn upp í flugvél til að fara í læknisskoðun þegar stjórn Benfica varð ljóst hversu mikið þeir fengju stuðningsmenn sína upp á móti sér með sölunni. Þeir hækkuðu því verðmiðann á síðustu stundu um umtalsverða fjárhæðir. Liverpool sagði þá að þeir myndu ekki láta spila svona með sig og bökkuðu út. Hvar nákvæmlega er munurinn á því sem þú hrósar DIC fyrir og segir svo að Liverpool hafi ekki gert nógu vel? Vinsamlegast útskýrðu fyrir mér.

    Þú segir að menn athugi fyrst hvað þeir eru reiðubúnir að borga og ef félagið vill meira, þá eyðir þú ekki meiri tíma í þann leikmann. Benfica og Liverpool voru BÚIN að semja um kaupverð og allt það sem gerðist í kjölfarið var Benfica megin þegar þeir ákváðu að hækka verðið korteri fyrir lok leikmannagluggans.

    Hefur þú skoðað hvað Liverpool hefur eytt í leikmannakaup undanfarin 10 ár? Berðu það saman við önnur lið (fyrir utan Chelsea). Auðvitað vilja menn alltaf meira, sér í lagi eftir að Roman ríki kom fram. En að Liverpool hafi verið í fjársvelti þegar kemur að leikmannakaupum er bara rangt. Svo fullyrðir þú að Moores hugsi ekkert um nema sína eigin fjármuni frekar en gengi liðsins. Getur verið að margumrætt document er varðar útgöngu DIC eftir 7 ár hafi spilað inní og þess vegna hafi menn ekki farið alla leið með þá?

    Svo talar þú um níðpistil frá mér um Lucas Neill. Ef það er níðpistill, þá skrifar þú sjálfur engöngu níðpistla um Liverpool að mínum dómi. Þar tók ég fyrir 3 mismunandi scenarios er varðar HANS komment um ástæður fyrir vali á West Ham. Ég sagði einfaldlega þar, þegar ég var búinn að lista upp marga mismunandi factora, að hann ætti bara að koma hreint fram er varðar ástæður, því mér fannst þetta ekki meika neitt sens og ég kom með mín rök fyrir því. Þú getur ekki lagt það saman að jöfnu með mál þar sem enginn hefur tjáð sig um ástæður og eingöngu getgátur eru uppi. Meira að segja hefur þetta litið út sem svo að Moores hafi viljað taka DIC tilboðinu en aðrir hluthafar ekki.

    Munurinn á þessu tvennu er mikill, þ.e. að í tilviki Neill þá eru báðir aðilar búnir að tjá sig um málið, og það hefur komið í ljós að Rafa og Neill töluðu svo sannarlega saman. Í sambandi við DIC þá hafa menn ennþá ekki tjáð sig um ástæður þess að þeir drógu sig út.

  17. >Þú kemur með akkúrat engin rök, þrátt fyrir að ég hafi sett þetta beint fyrir framan þig. Eina sem þú segir er að Liverpool gerði ekki nógu vel þar, samt gerðu þeir nákvæmlega það sama og þú hrósar DIC fyrir að gera.

    Jú ég kem með rök. Þó að þér líki ekki rök mín máttu ekki bara segja að þau séu engin.

    Liverpool og DIC höguðu sér ekki eins í samningaviðræðum. Í raun er ekki hægt að bera þetta saman. Ég var bara að segja að samningaviðræður hjá Liver. gangi hægt … og illa. Sabrosa, Alves og Neil eru að mínu mati dæmi um það. Við fölumst eftir leikmönnum, helst í tveimur leikmannagluggum, bjóðum og bjóðum en ekkert gerist. Auðvitað bakka menn út þegar verðið er hækkað. Ég reyndar kaupi ekki það að búið hafi verið að semja um verð og svo sé hægt að hætta. Væntanlega þá ekki búið að SEMJA heldur bara væntingar þar um. Þetta koma sér afar illa fyrir Liverpool því um leið misstum við af öðrum mönnum.

    DIC hættir við að kaupa. Fyrir mér vonbrigði því Rafa var búinn að segja að hann fengi þá fjármagn til að keppa um bestu leikmennina. Mér er alveg sama hver á Liverpool bara að hinn sami hafi bolmagn til að styrkja liðið. Þ.v. voru þetta vonbrigði.

    Fyrir mér kemur Liverpool illa út úr þessu með DIC og með kaup á leikmönnum. Ég vil meina að stjórnendur liðsins séu ekki menn til að fleita liðinu lengra. Ég stend við það og við SSteinn skulum þá bara vera ósammála um það. Við getum svo líka verið ósammála um það að síðasti leikmannagluggi (síðustu) hafi verið vonbrigði.

    Ég held að við höfum bara mismunandi væntingar til liðsins og hvað þurfi að gerast til að koma því á toppinn.

    Áfram Liverpool!

  18. Held að við séum með svipaðar væntingar til liðsins, bara ekki sammála með menn og áherslur :biggrin: Sammála um það?

Síðasti dagur gluggans (uppfært 22:37)

Febrúar. Daginn eftir.