Liðið gegn Watford

Ókei, liðið í dag er komið og það er frekar skrýtið. Rafa velur þrjá miðverði og þrjá framherja í liðið. Ég hef ekki hugmynd um hver af þeim spilar hvar en þangað til það kemur í ljós ætla ég að teikna þetta upp á hefðbundinn hátt:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Agger

Bellamy – Gerrard – Alonso – Aurelio

Crouch – Kuyt

Bekkur: Dudek, Riise, Guthrie, Pennant, Fowler.

Þetta er frekar skrýtið lið. Ætlar hann Bellamy að spila á kanti, eða á þriggja manna miðju í 3-5-2 kerfi? Verður hann með þrjá í miðri vörn eða tvo, og á þá Agger að spila bakvörð?

Þetta verður áhugavert. Áfram Liverpool!

7 Comments

 1. Gæti ekki bara verið að hann ætli sér að spila með 3 framherja í dag og 3 á miðjunni. Þeas uppstillinguna 4-3-3?

 2. Jú það getur verið, Aurelio var á miðjunni í vikunni gegn Arsenal og gæti því spilað þar aftur í dag. Þá væri Agger í bakverði og Hyypiä og Carra í miðverðinum, held ég.

 3. Kerfið 5-2-3/3-4-3 er líka ekki alveg út úr kortinu.

  Engu að síður finnst mér alltaf mjög skemmtilegt þegar Benitez kemur öllum á óvart með svona liðsuppstillingu og taktík 🙂

 4. Jájá þetta er spennandi þegar hann gerir eitthvað óvænt, en þetta er samt áhætta hjá honum. Ef leikurinn í dag fer illa verður gagnrýnin á hann yfirþyrmandi …

 5. Comon mans – þetta er bara flott já kallinum, ekkert uppstilling. Komin 2 mörk á 40 mín, sáttur við þetta.

  Avanti Liverpool

 6. Finnan, klárlega maður leiksins. Sóknarmennirnir þrír voru góðir líka. Leist vel á þetta leikkerfi, 3-4-3.

  -Reina
  —Carra Agger Hyypia
  —-Sissoko
  –Finnan Gerrard Alonso–
  —Bellamy Crouch Kuyt

Padelli kominn (staðfest)

Watford 0 – Liverpool 3