16-liða úrslit: BARCELONA!!!

guddy_ronny.jpg

Leikirnir:

Porto – Chelsea
Celtic – Milan
PSV – Arsenal
Lille – Man Utd
Roma – Lyon
Barcelona – LIVERPOOL
Real Madrid – Bayern München
Internazionale – Valencia

Ja hérna!!! Eiður Smári og félagar í besta félagsliði veraldar eru á leiðinni á Anfield í Meistaradeildinni. Ég var búinn að segja við félaga mína að ef þessi tvö lið myndu dragast saman væri ég á leiðinni á Anfield í seinni leikinn … nú hefur það gerst þannig að það er ekkert eftir nema að skoða hvort maður getur farið – tímasetning, fjármál og svo framvegis. 🙂

Hvernig líst manni samt á þetta? Ef við skoðum aðra leiki þá er athyglisvert að José Mourinho fer með lærisveina sína til gamla liðsins í Porto, á meðan segja mætti að hin þrjú ensku liðin séu heppnari en Liverpool. Þau fá þrjú veikustu liðin, að mínu mati, í 16-liða úrslitum en við þurfum að lifa af ferð á Nou Camp og slá út sjálfan Ronaldinho til að komast lengra í keppninni.

Úff.

Þetta er rosalegur dráttur. Fyrrverandi Evrópumeistararnir gegn þeim núverandi! Eiður Smári gegn Liverpool! Rafa Benítez mætir til Spánar með lið sitt! Fjölmiðlarnir hér heima eiga eftir að tapa sér í umfjöllun um þennan leik …

Ég er samt sáttur! Barcelona er snilldarlið og mig hefur lengi langað til að sjá þessi tvö lið sem eru í svo miklu uppáhaldi hjá mér mætast í Meistaradeildinni. Það hefur ekki gerst síðan áður en Ronaldinho og Rijkaard komu til Barca, og eins með Benítez. Þegar Houllier mætti Barcelona urðu jafnan úr stórskemmtilegar viðureignir, ég efast ekki um að þessar viðureignir verða jafnvel ennþá meiri bomba! B-O-B-A!!!

22 Comments

  1. jáhérna, Barca… hvað fengu hin ensku liðin? 🙂

    Við förum bara léttu leiðina, nó prob

  2. Það verður að segjast að drátturinn í dag var mjög enskum liðum í hag, 3 af 4 veikustu liðunum eftir í keppninni keppa á móti enskum liðum, en því miður var liverpool ekki eitt af þeim. En það verður víst að vinna stóru liðin líka til að vinna þessa keppni, við höfum nú sýnt það að á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er en það er alveg ljóst að þetta hefði ekki getað verið erfiðara.

  3. jæja jú þarf ég hjálp, hvenær og hvar kaupir maður miða á seinni leikinn??

  4. Liverpool – ManUtd 3. mars og síðan Liverpool – Barcelona 6./7. mars :biggrin2: 🙂 það segir mér eitthvað að mig langar allverulega að fara á báða þessa leiki og halda uppá afmælið mitt í leiðinni sem er 5. mars :biggrin:

  5. Mér finnst þetta frábært! Meistaradeildin er til þess að sterkustu liðin mætist og hvað er betra en viðureign Evrópumeistara síðustu tveggja ára?!

    Vissulega er Barca sigurstranglegra liðið en þetta verða rosalegir leikir. Ég hlakka til 🙂

  6. Fucking helv…. andskotans for helvede piss og lort! Þetta var það fyrsta sem kom í huga minn þegar ég fékk sms-ið frá Kristjáni Atla. Nýbúinn í jólaklippingunni opna ég “jóla-smsið” frá KAR og segir þar einfaldlega:
    “Sjáumst á Anfield drengir!”
    Djöfull vissi ég þetta! Ótrúlega týpískt en síðan dettur maður í klisjuna… ef við ætlum að vera BESTIR í Evrópu þá verðum við að vinna bestu liðinn í Evrópu! Best að byrja á Barcelona… 🙂

  7. Þetta er bara hið besta mál.
    Við erum oftast bestir á móti stórum liðum og það verður gaman að slá Eið smára út úr keppninni.

    áfram Liverpool

  8. iss…ekkert mál … tökum svo Chelsea í 8 liða úrslitum

  9. einmitt … ef við ætlum að vinna þessa keppni þá þurfum við líkleag að mæta Barcelona anyways … þannig af hverju ekki bara strax.

  10. Hvað ætli Roman og Glazier(stafs) hafi borgað fyrir þennan drátt? :laugh:

    Neinei segi svona.
    Þetta verður stórkostlegur leikur. Vá. Gerrard vs Ronaldinho. Maður sér þetta fyrir sér.

  11. Þetta verður ótrúlega frábær rimma minna uppáhaldsliða í knattspyrnunni í dag!!!

  12. Fyrri leikurinn er 20/21. febrúar (á útivelli)
    og seinni er svo 6/7. mars (heima)

    áfram LFC

  13. Bara gaman að mæta Barcelona, ekkert auðvelt lið í þessari keppni.

    Svona vill maður sjá fótbolta spila við þá bestu!

    Hlakka til!

  14. Erum við að tala um að Samuel Eto verði tilbúinn í þessa leiki?

  15. Sindri:
    Erum við að tala um að Samuel Eto verði tilbúinn í þessa leiki?

    Erum við að tala um að Momo Sissoko verði tilbúinn í þessa leiki? :biggrin2:

  16. I love it! Þetta verður geðveikt!

    Gerrard mun ekki leiðast að slá út manninn sem hann lýsir í ævisögunni sinni sem “that fucking cheat Gudjohnsen”

    Hef á tilfinningunni að þetta verði einhverjir rosalegir spennuleikir, ég hlakka svo til, eins og Ásgeir Kolbeins rétt áður hann fer í litun og plokkun.

  17. Veit e-h ykkar hvað maður getur reddað sér miða á seinni leikinn á Anfield?? þetta er æðislegt:D Maður vissi þetta frá byrjun frábært enn endilega ef að e-h veit hvað að maður getur keypt sér miða á leikinn endilega kommenta og segja það :biggrin:

  18. Ufffff…óhætt að segja að Kristján Atli sé berdreyminn!!!!!!!!!!!!!

    Þetta verður rosalegt. Í fyrra reiknuðu flestir með að við myndum sigra Benfica. Núna reikna sennilega flestir með að við komumst ekki áfram!!!!!

    Kristján Atli..hvernig fer þetta annars..einhver draumur á leiðinni?????

Er Reina á leið til Valencia?

Charlton á morgun