Fjárfestarnir

Mikið hefur verið rætt og ritað um væntanlega yfirtöku á Liverpool FC. Sitt sýnist væntanlega hverjum, en svo virðist sem flestir séu mjög spenntir fyrir þessu. Ég var einmitt staddur í Liverpool borg um síðustu helgi og auðvitað voru þessi mál rædd alveg í þaula. Ég fann reyndar ekki einn mann sem ég talaði við sem var á móti þessu. Það sem menn eru ánægðastir með er hvernig hinir væntanlegu fjárfestar ætla að koma að þessu.

Þessi fjárfestingamál hafa verið afar lengi í pípunum og greinilega eitthvað sem menn vildu ekki hlaupa í strax og sá fyrsti bankaði á dyrnar. Lengi vel vildu gagnrýnisraddir halda því fram að David Moores vildi bara peninga inn í félagið, án þess að missa meirihlutaeign sína, en það hefur komið á daginn að svo er ekki. David Moores er mikill stuðningsmaður félagsins og hefur ávallt haldið því fram að þetta snúist fyrst og fremst um hagsæld þess, ekki hans sjálfs. Það virðist einmitt málið er þetta varðar. Margir fjárfestar hafa komið til viðræðna við félagið, en enginn þeirra var talinn uppfylla þau skilyrði sem menn vildu setja. Í stað þess að taka “skásta” kostinn, þá var frekar haldið áfram og beðið eftir aðilum sem myndu komast nær því að vera akkúrat sá sem leitað var að. Nú eru þeir aðilar komnir fram og er það fjárfestingarfyrirtækið DIC (Dubai International Capital).

Chelsea og Roman hafa mikið verið gagnrýnd eftir þá yfirtöku, fyrir gengdarlausan austur fjármuna sem hefur enga jarðtengingu haft. Met tap á hverju ári og svo fjarri í augsýn að félagið byrji að standa undir sér. Menn hafa sem sagt alls ekki viljað að Liverpool fari í sama farið og verði eitthvað leikfang eins manns. Sheikinn sem á DIC er talinn talsvert ríkari en Roman og því urðu menn hræddir um að slíkt hið sama myndi gerast með Liverpool. Rick Parry sópaði þeim umræðum út af borðinu í dag. Hann staðfestir að viðræður séu komnar langt og hversu ánægur hann sé með þessa aðila sem félagið er í viðræðum við.

Það sem mér finnst best við það sem hann hafði að segja í dag er þetta:

We have absolute confidence that DIC would be very good partners for a club of our size and stature.

We are a global brand and it is crucial that any deal is a corporate investment with the club run as a top class business.

We are all focused on success, but we want a club that will not be ludicrously profligate. It’s not just about throwing money at a challenge. That is not a sound, long-term strategy.

It’s definitely not about becoming a rich man’s plaything. It’s about taking Liverpool FC to the next level and securing the future of the club for the next hundred years.

It’s also ensuring that we are maximising our revenue generating potential and running the club as successfully as we possibly can.

At the same time, in choosing the right partner, it has been paramount to ensure that such a partner understands the values and heritage of the club and respects them.

Of course, the most important aspect of our heritage is success and winning trophies. That is the thing that matters most to everyone who follows Liverpool and that will always remain the focus.

Það er gríðarlega mikilvægt að ná að klára byggingu á nýjum velli. Með þessu verður það hægt og það án þess að taka gríðarlega dýr lán. Með þessu er ætlunin að tryggja framtíð félagsins, án þess að fara í einhvern “Sugar Daddy” leik þar sem menn vilja spila “Live” FM leik. Við skulum ekki búast við því að við förum að kaupa 4-5 20 milljón punda menn á hverju sumri. Við munum pottþétt ekki eyða yfir 300 milljónum punda á rúmum 2 árum eins og sumir. Við munum þó pottþétt verða samkeppnishæfari þegar kemur að topp klassa leikmönnum sem eru að skipta um félög. Það er ljóst að spennandi tímar eru framundan, þó svo að ekki sé búið að ganga frá öllum lausum endum. Aðal atriðið er að tryggja sem best framtíð félagsins og að rekstrargrundvöllur geti orðið góður um ókomin ár svo velgengnin haldi áfram og verði enn meiri en undanfarin ár. Nákvæmlega það sem Parry sagði:

It’s about taking Liverpool FC to the next level and securing the future of the club for the next hundred years.

5 Comments

  1. Takk fyrir þennan pistil, SSteinn.

    Ég verð að játa að þetta hljómar allt merkilega vel. Sérstaklega þar sem það er augljóst að menn stukku ekki á fyrsta mannninn sem vildi fjárfesta í liðinu heldur hafa tekið sér tíma til að skoða þessi mál vel.

    Ég treysti Rafa Benitez fullkomlega fyrir því að eyða ekki peningunum í einhverja vitleysu.

    Svo er athyglisvert að sjá hvaða breytingar þetta hefur á rekstur og markaðssetningu Liverpool. Ég þekki það sjálfur eftir að hafa ferðast víða að Liverpool virðist vera eftirbátur margra liða. Klárlega Man U og jafnvel Chelsea og Arsenal líka!

    Sem dæmi fór ég í Adidas búð í Bangkok og þar var sér búð inní búðinni þar sem nýji Chelsea búningurinn var seldur ásamt öðrum varningi, en hvergi var hægt að fá Liverpool búninginn.

    Eins voru Arsenal búningar til sölu á mun fleiri stöðum í SuðAustur Asíu en Liverpool búningar. Man U voru svo í algjörum sérklassa í þessum málum.

  2. Það er staðreynd að okkur vantar hreinlega meiri og betri markaðssetningu “worldwide”. Þar hafa manchester united tekið virkilega fram úr okkur, og ég er á því að það sé það sem þessir nýju fjárfestar eru fyrst og fremst að horfa til. Þeir eru ekkert í þessu að gamni sínu og vita einnig hversu þekkt vörumerki Liverpool FC er.

    Fyrir mitt leiti þá er ég afskaplega spenntur fyrir því sem nú er að gerast og hef fulla trú á að þetta muni fleyta okkur upp á næsta stig í sögu félagsins. Vonandi værður ekki nóg að nota bara eina hönd í framtíðinni þegar við syngjum um fjölda Evróputitla félagsins. :biggrin:

    Vonandi fara að koma tímar þar sem puttar og tær duga ekki til að merkja fjölda deildartitla okkar :biggrin2:

  3. “…maximising our revenue generating potential…”

    Mér finnst eitthvað sérstaklega sniðugt við þessa orðasyrpu. :laugh:

  4. Er ég sá eini sem tengir þessar viðræður við breytinguna á liðinu? Allt annað að sjá yfirbragðið á liðinu og leikmönnunum sjálfum.

  5. Ég er mjög spenntur. Ég held að þetta sé akkúrat málið. Ég hef haldið því fram að Liverpool væri það lið sem maður gæti best trúað því að gott væri að fjárfesta í. Ég fullyrði að það hefur ekkert lið í heiminum á sömu sögu og áhangendum að skipa og Liverpool.

    Vonandi koma svo einhverjir sterkir leikmenn strax í janúar. Hvernig er þetta svo eiginlega með Reina. Maður heyrir að hann vill fara heim að persónulegum ástæðum og að við séum linkaðir við markmann Livorno? Ég verð að viðurkenna að Reina er algjörlega minn maður og ég vil ekki missa hann fyrir mitt litla líf. Það nefnilega kemur ekki alltaf maður í manns stað.

    Áfram Liverpool!

Framherjar Liverpool

Uppboð – smá áminning