Fulham kemur í heimsókn á morgun.

Við tökum á móti Fulham á morgun en gengið hjá Cris Coleman og Heiðari Helgusyni hefur ekki verið uppá margar loðnur undanfarið. Einn sigur í síðstu 5 leikjum og þar af tapað 3 af síðustu 4 leikjum. Tölfræðin okkar yfir síðustu 10 leiki í deildinni er nú ekki mikið til að hrósa húrra fyrir: 4 sigrar, 3 jafntefli og 3 töp. 11 mörk skoruð og sama fengið á okkur og þetta gefur okkur 15 stig af 30 mögulegum. Hins vegar höfum við ekki tapað síðustu 4 leikjum í deildinni, 2 sigrar og 2 jafntefli. Höfum skorað 5 mörk og ekki fengið eitt einasta á okkur og fengið 8 stig af 12 mögulegum.

Í fyrra töpuðum við [útleiknum 0-2](http://www.kop.is/gamalt/2005/10/22/16.15.34/) þar sem við spiluðum ekki vel. Við unnum heimaleikinn afar [sannfærandi 5-1](http://www.kop.is/gamalt/2006/03/15/21.57.48/) þar sem allar flóðgáttir burstu eftir lítið markaskor í leikjunum áður.

En lítum á hvernig Rafa ætlar að byrja á morgun:

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Riise

Pennant – Gerrard – Alonso – Garcia

Bellamy – Kuyt

Bekkurinn: Dudek, Crouch, Agger, Paletta, Guthrie.

Hann gæti alveg sett Riise á vinstri kantinn og Agger í bakvörðinn eða Bellamy á hægri kantinn og Pennant á bekkinn o.s.frv. (Ath. það voru ekki komnar neinar uppl. um hver leikmannahópurinn yrði þegar þetta er skrifað)

Ég sé öruggan heimasigur hjá okkur og að við spilum vel og markvisst eins og gegn Wigan um daginn. Leikurinn gegn Galatasaray var eiginlega eins og skrítinn æfingaleikur þar sem öllum var sama um úrslitinn. Það er framundan erfitt jólaprógram því er einnig mikilvægt að við lendum ekki í fleirum skakkaföllum t.d. væri agalegt að missa leikmenn eins og Gerrard, Alonso, Finnan eða Garcia í meiðsli núna.

Staðreyndir:
Bellamy er 2 mörk frá því að hafa skorað 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni og eigum við ekki að segja að hann nái þrennunni núna sem hann rétt missti af gegn Wigan? Og þar sem Reina er að spila sinn 50 úrvalsdeildarleik þá er ljóst að hann heldur hreinu í 5 leiknum í röð í deildinni. Einnig að ef sigur vinnst þá er Rafa að stýra Liverpool til 50 sigursins í deild í 93 leikjum! Aðeins Dalglish (85) og Shankly (90) hafa gert betur af stjórum hjá okkur og það tók Wenger 94 leiki og Ferguson heila 116 leiki til að ná því markmiði!

Sálfræðin: Fulham hefur ekki unnið einn einasta leik frá upphafi í neinni keppni á Anfield, ALDREI! Það mun ekki breytast á morgun!

Mín spá: Ég sé okkur vinna þæginlega 3-0 sigur þar sem Bellamy setur 2 og Gerrard lokar þessu með hörkumarki. Enginn meiðist og “job well done” er það sem kemur okkur í huga eftir leikinn.

Framundan eftir þennan leik er jólavertíðin og það eru þessir leikir:
16.des deildin úti gegn Charlton
19.des deildarbikar heima gegn Arsenal
23.des deildin heima gegn Watford
26.des deildin úti gegn Blackburn
30.des deildin úti gegn Tottenham

Þetta eru allt leikir sem við getum unnið en einnig verið hættulegt að vanmeta þessi lið eins og Charlton og Blackburn. Watford á að vera skyldusigur og Tottenham er í furðulegum ham undanfarið. Getur unnið alla en að sama skapi tapað fyrir öllum, spurning hvort evrópukeppnin sé að trufla þá?

En í bili skulum við einbeita okkur að taka 3 stig af Fulham og mögulega koma okkur fyrir í 3.sætinu í deildinni ef Portsmouth og Arsenal taka stigum!

7 Comments

  1. Já kæru vinir, það verður jóla sigur á morgunn ekki spurning. 50 sigurleikur Rafa og margt annað sem kemur í ljós á morgunn. Hver veit nema að þrenna liggi í loftinu :laugh: en mín spá er annar 5 – 1 sigur okkar manna jafnvel 5 – 0 en maður verðu að hafa sig rólegann því að þetta er nú bara fótbolti.

    Koma svo !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    Avanti Liverpool

  2. Ég held nú að Robbie Fowler verði einhvers staðar í hópnum eftir að hafa skorað tvennu í vikunni, ef ekki í byrjunarliðinu þá allavega á bekknum. Þá segir á opinberu vefsíðunni að Mark Gonzalez og Sami Hyypiä eru heilir fyrir þennan leik, en ég spái því samt að Agger og Carra verði saman í miðri vörn og Speedy og Sami sennilega á bekknum.

    Annars er ég nokkuð sammála spá þinni Aggi, við ættum að vinna öruggan sigur í þessum leik, en auðvitað veit maður aldrei. Það er þó mikilvægt að hirða þrjú stig, ef Arsenal tapa stigum gegn Chelsea á sunnudag gæti það reynst okkur gott í baráttunni um þriðja sætið.

    Hlakka til að sjá þennan leik!

  3. Náttúrulega ber að geta þess að SSteinn og frú verða á Anfield á þessum leik. Hann kemur vonandi með ferðasögu þegar hann kemur heim. 🙂

  4. Þetta verður vonandi hörku góður sigur, verður eiginlega að vera það þar sem maður mun stelast úr próflestri til að horfa á hann.

    Hlakka mikið til að sjá hvernig Pennant stendur sig, ég er einn af þessum sem hafa óbilandi trú á honum og er að vona að nú sé hann loksins hrokkinn í gang. Menn verða að hafa þolinmæði til þess að bíða eftir að menn hrökkvi í gang (sbr. tölfræðin um hversu lengi þjálfarar eru að ná 50 sigrum).

    Varnarmenn Fulham geta verið ansi mistækir og ef þeir eiga slæman dag eru okkar menn í formi til að nýta sér það. Eigum við ekki að segja að þeir eigi slæman dag og við vinnum 4-1, Bellamy 1, Gerrard 1, Kuyt 1 og Garcia 1. McBride skorar fyrir Fulham eftir stoðsendingu frá Heiðari sem fær einnig gult spjald í leiknum (stuðullin á því 1,0001)

    Ossokomaso!

  5. Ég sá ansi athygliverða grein á vafri mínu um netið í dag. Ég reyndar veit að hér er verið að ræða um Fulham leikinn en held að þetta verði nú frekar lesið hér heldur en í eldri skrifum um Rafa.

    Holl lesning fyrir þá sem ítrekað hafa sagt að Rafa sé kominn í strand með liðið eða geti ekki náð árángri í EPL.

    BENITEZ CAN BLAST PAST FERGIE AND WENGER
    Liverpool Echo 08 December 2006

    RAFA BENITEZ can eclipse Sir Alex Ferguson, Arsene Wenger and even the great Bob Paisley if he claims his 50th Reds league win on Saturday.

    Benitez has won 49 of 92 Premiership games since taking charge at Anfield.

    It took Wenger 94 matches to reach the half century at Arsenal, and Ferguson needed 116 league games to get to 50 after joining United in 1986.

    At Anfield, only Bill Shankly, who reached 50 wins in 90 games, and Kenny Dalglish, whose double winners needed just 85 between 1986-88, have achieved the feat in 90 matches or less since 1959.

    Even Shankly’s were all achieved in the old second division.

    Paisley won his 50th league game in his 95th top flight match in charge.

    In more recent times, it took both Gerard Houllier and Roy Evans 102 Premiership games to reach 50 wins.

    Should Liverpool beat Fulham on Saturday, it will be further evidence of how well Benitez has performed in two-and-a-half-years of re-construction, even though his side is still well below the standard he requires.

    Annars spái ég 3-0 sigri á Fulham.

  6. Ég vill ekki vera of sigurviss fyrir þennan leik, eða í minnsta er ég allavega að reyna að vera ekki sigur viss, en innst inni vonast maður að þetta verði stór sigur eftir hvernig gékk á móti Wigan, en sem liverpool maður þá hefur maður svo oft keyrt á þennan veg, léleg gengni og maður er alveg pott þéttur á að þetta sé komið eftir einn góðan leik en svo verða vonbrigði, Ég vill sjá Fowler meira. og svo sannarlega vona ég að Gerrard sé komin á sitt ról, en mér finnst bara svo leiðinlegt með Gerrard hann er maðurinn sem á að berja liðið áfram en hann er maðurinn sem er alltaf fyrstur til að missa haus, samt fær hann alltaf að lifa í minninguni, ef liðið er að spila ílla þá er það útaf gerrard er ekki að standa sig, ef gerrard er að spila ílla þá er það útaf liðið er að spila ílla, ég er komin með leið á þessu kjaftaði hvað gerrard er á miklum verndi púnkti þegar staðreyndin er sú að gerrard kemst upp með það leik eftir leik að spila með lafandi haus, hann er bara einn maður, Liðið þarf ekki Gerrard, Gerrard þarf liðið

  7. Byrjunarlið Liverpool er komið. Stillir upp að mínu mati ágætlega sterku liði. Vonandi að Pennant spili eins vel og hann gerði á móti Galatasary. Kominn tími til að hann fari að standa sig.

    –Reina—-

    Finnan—-CarragherAgger–Riise

    PennantAlonsoGerrardGarcia

    Bellamy—-Kuyt-

    Mín spá er að vinnusigur vinnst í þessum leik og hann endi 1-0 með marki frá meistara Gerrard (úr aukaspyrnu).

Sevilla ætla að halda í Alves

Byrjunarliðið gegn Fulham