Jerzy boðinn nýr samningur

Jerzy Dudek hefur verið boðinn nýr eins árs samningur við Liverpool, en samningur hans rennur út í lok þessa tímabils. [Jerzy tjáir](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=istanbul-hero-offered-new-deal%26method=full%26objectid=18210174%26siteid=50061-name_page.html) sig um þetta við Echo í dag:

>”Rafa Benitez was asking if I would be able to sign for another year but I have to think whether it would be better for the future. It was a very tough time for me after the Champions League final. I got injured and then I lost my place in the team.

>”But if you play for Liverpool and everyday you train with fantastic players and you are in a fantastic city, you can be happy.

>”I know my contract is until the end of the season and I have to think about my future.

Jerzy verður auðvitað í markinu í kvöld á Ataturk leikvanginum þar sem hann fyrir 18 mánuðum átti einhverja bestu markvörslu sögunnar gegn Shevschenko og var svo hetjan í vítakeppninni.

10 Comments

  1. Ég vona að hann skrifi undir nýjan samning. Að hafa varamarkvörð eins og Jerzy er með því betra sem býðst, og ef hann yrði hjá okkur eitt ár í viðbót væri það af því að hann vildi það en ekki af því að hann væri tilneyddur, þannig að það væri í góðu lagi.

  2. Já það væri frábært að hafa Dudek áfram, hann er mjög traustur… svo má ekki gleyma að við eigum Scott Carson, sem er nákvæmlega eini ljósi punkturinn hjá Charlton um þessar mundir skilst mér þar sem hann er í láni.

    Spurning hvort hann komi á bekkinn næsta tímabil? Ef Dudek fer er það auðvitað pottþétt en spurning hvort Carson verði ekki lánaður aftur bara. Ég treysti Carson fullkomlega fyrir því að sitja á bekknum hjá okkur, og rúmlega það.

  3. Samála Hjalta,
    Dudek er hetja og verður það alltaf en skil alveg vel að hann vilji spila meira. En við höfum Carson sem er ekki verri markvörður en Dudek.

    Þannig að þó Dudek fari er markvarðastaðan solid.
    Nú ef ekki þá kaupir bara arabinn nýjann markmann.

    áfram Liverpool

  4. Eða að Dudek skrifi undir nýjan samning, Carson fer inní byrjunarliðið og Reina verður seldur?

  5. Dudek er flottur á bekkinn. Myndi samt helst vilja fá Carson en sp. hvort hann vilji það.

    Reina er samt klárlega besti markmaðurinn af þessum þrem.

    Ég mun samt aldrei gleyma þætti Dudek í Istanbul. Þegar hann varði frá Shevschenco þá hélt ég hreinlega að AC væri búið að skora. Hjartað stoppaði og kalt vatn rann milli skinns og hörunds. Adrenalín kikkið sem kom svo í kjölfarið, þegar maður áttaði sig á að Dudek hafði varið boltann, var rosalegt. Ég held að þetta sé eitt af þeim atvikum í fótboltasögunni sem mun alltaf standa upp úr hjá mér.

    Áfram Liverpool!

  6. Reinar er klárlega markvörður númer eitt og er að fara að skrifa undir nýjan samning o.s.frv. Hins vegar er alveg á tæru að ef Carson heldur áfram að spila svona eins og hann gerir í dag þá hefur hann núll áhuga á að vera á bekknum hjá okkur og daga þar uppi… Dudek er frábært back up en ekki sem fyrsti kostur (líkt og Cudicini hjá Chelsea).

    Ég held þess vegna að annað hvort Carson eða Reina fari næsta sumar… líklega Carson.

  7. Ég trúi því ekki ennþá að ég hafi hætt að horfa í hálfleik…… :confused: :confused: :confused:

  8. Málið með Carson er að hann er í svo ótrúlega lélegu liði að hann færi svo mikið að gera til að sýna hvað í sér býr… Þessvegna er hann svona mikið í sviðsljósinu.

    Það er ekki einu sinni vika síðan Rafa greindi frá því að hann vonaðist eftir því að Reina skrifaði undir nýjan samning sem liggur á borðinu. Sjá hér.

    Carson gæti alveg farið að láni eitthvert, hann er enn ungur en ég held aftur á móti að hann verði á bekknum hjá okkur á næsta tímabili. Semsagt, Dudek fer næsta sumar þrátt fyrir að vera boðinn samningur núna. Kannski er það gert til að missa hann ekki frítt? Veit ekki…

    Já og btw þá er þetta “ekki” úr Echo. Dudek er í ítarlegu viðtali við opinnberu heimasíðuna, sem birtist í tveimur hlutum, einn í gær og annar í dag 🙂

Dubai fjárfestar í áreiðanleikakönnun

Galatasaray 3 – L’pool 2