Liðið gegn Man City

Jæja, liðið er komið en ég geri mér ekki alveg grein fyrir uppstillingunni.

Athyglisvert er að það eru þrír miðverðir í liðinu. Ætli Rafa haldi 4-4-2 með Carra eða Agger í vinstri bakverðinum svona:

Reina

Finnan – Hyypia – Agger – Carragher

Luis Garcia – Gerrard – Zenden – Riise

Kuyt – Crouch

Eða fari kannski í 3-5-2 einsog á móti Newcastle í fyrra.

Reina

Hyypia – Agger – Carragher

Finnan – Gerrard – Zenden – Riise
Luis Garcia
Kuyt – Crouch

Hver veit, en þetta verður fróðlegt að sjá.

Athygli vekur að Pennant er á bekknum, sem er jákvætt því þá er hann væntanlega orðinn góður af meiðslunum: Dudek, Paletta, Pennant, Fowler, Bellamy

Já, og svo er okkar maður, SSeinn í útsendingunni á Skjá Sporti. Hann verður laminn af Kristjáni Atla ef hann plöggar ekki síðuna okkar 🙂

Ein athugasemd

  1. Er Agger ekki bara í vinstri bakverðinum? Hann er örvfættur.. Væri athyglisvert að sjá samt þrjá miðverði og Wingbacks..

    Ánægður með Steina :biggrin2: Hann kom síðunni að sjálfsögðu að!

Sýn með enska boltann

Liverpool 1 – Manchester City 0