Middlesboro 0 – Samansafn af aumingjum í gulum búningum 0

Tvö formsatriði. Liverpool gerði 0-0 jafntefli við Middlesboro á útivelli. Liverpool hefur fengið 2 stig af 21 mögulegum á útivelli í vetur og skorað 1 mark í þeim 7 leikjum. Og ef einhver er að lesa þessa færslu nokkrum árum eftir að hún er skrifuð, þá NEI, ÉG ER EKKI AÐ FOKKING GRÍNAST!!!

Byrjunarliðið var svona:

Reina

Finnan – Carra – Agger – Riise

Pennant – Xabi – Gerrard – Gonzalez

Bellamy – Kuyt

Ég gæti eytt næsta hálftímanum í að fara yfir þennan leik. Ég gæti reynt að kryfja það hvað gerðist. Ég gæti velt fyrir mér hlutum einsog:

* Ætli frammistaða Jermaine Pennant í dag sé versta frammistaða kantmanns í sögu Liverpool? Ef ekki, gæti ég fengið að vita um verri frammistöðu?
* Til hvers var Xabi Alonso inná vellinum?
* Af hverju geta 10 fullorðnir menn ekki fundið einn í sínum hópi, sem getur sparkað bolta og drifið yfir fyrsta varnarmann í hornspyrnu?
* Hversu lélegir voru bakverðirnir okkar í þessum leik?
* og svo framvegis…

En vitiði hvað? Ég fæ ekki fokking krónu borgaða fyrir að halda úti þessari bloggsíðu. Og því nenni ég ekki að skrifa leikskýrslu um þetta fokking samansafn af haugum, sem spila fyrir Liverpool. Ég nenni ekki að hugsa um þetta lið. Ég nenni ekki að eyða laugardagskvöldi í að spá í hvers vegna þetta lið er svona viðbjóðslega lélegt.

Af því að lífið er alltof stutt til að eyða laugardagskvöldum í eymd og volæði. Fari þessi leikur til fjandans.

Takk fyrir og góða nótt.

32 Comments

  1. Húrra… 2 stig á útivelli so far.

    Þetta lið er svo algjörlega laust við sjálfstraust og trú á eigin getu að það nær bara engri átt. Þetta er eins crossover af fyrri hálfleiknum í Istanbul og Groundhog Day.

    En til hamingju með stigið Liverpool menn, nær og fjær. Það verður skálað í kvöld.

  2. Ég lagði það ekki á mig að horfa á þennan leik, valdi vinnu í staðinn.

    Samt er ég fullkomlega sammála þessari leikskýrslu.

  3. Einnig vil ég nýta tækifærið og lýsa undrun minni á stuðningsmönnum Middlesboro, en þeir bauluðu hátt og skýrt þegar að Zenden kom inná.
    Ég veit ekki betur en að kaup Liverpool á þeim manni séu það besta sem komið hefur fyrir Middlesboro eftir stríð. Þessi leikmaður er náttúrulega í hóp þeirra allra lélegustu í úrvalsdeildinni (Zenden, Pennant, jafnvel Bellamy líka… Fletcher?).

  4. :mad:Leikskýrslan er algjörlega við hæfi og allt sem sagt er í henni rétt. Það sem vantaði í hana er um stjórann. Hvað er hann að gera, hverlags lið er hann að búa til, hverlags mótivering er þatta á liðinu. Og hverlags drullumannskap er hann búinn að sanka að sér. Þvílik djöfulsins hörmung og skömm. 😡 😡 😡 😡

  5. Þetta var alveg svakalegt! Þótt að liðið hafi verið mikið meira með boltann, spilað mun betur en Middlesborough þá getur enginn helvítis aumingi komið boltanum í netið.

    Það vantar alveg svakalega að Rafa nái að mótivera liðið, æsa þá aðeins upp í að reyna að gera eitthvað. Menn eru allt allt of róleigir inná vellinum. Var að vonast til þess að vitleysingar eins og Bellamy og Pennant næðu að æsa upp menn og fá smá drifkraft í þetta lið en það virðist ekki vera að heppnast. Ég vildi sjá Gerrard á hverjum degi vera eins skapandi og hvetjandi og hann var í seinni hálfleik í leiknum í Istanbul en maðurinn virðist vera í einhverri svakalegri lægð!:mad:

    Verður maður ekki að reyna að líta á björtu hliðarnar: alla veganna fengum við ekki mark á okkur :confused: :confused:

  6. Æ, hlífum Rafa Benitez við þessu. Hann valdi rétt lið í dag. Hver hefði getað séð fyrir að Xabi Alonso og Jermaine Pennana yrðu svona stjarnfræðilega lélegir í þessum leik?

    Stundum getur þjálfarinn ekkert gert. Stundum er einfaldlega tapið LEIKMÖNNUNUM INNÁ VELLINUM að kenna!

    En já, ég kom bara til að leiðrétta eina villu, annars ætla ég sko ekki einu sinni að hugsa um Liverpool í kvöld. Fokkings andskotans aumingjaskapur.

    Ég ætla að fá mér bjór.

  7. Ég get nú ekki annað en glott aðeins þegar að ég les þennan pistil af Liverpool vefnum:

    Rafael Benitez praised his players after their performance against Middlebrough and felt his team were desperately unlucky not to take all three points at the Riverside Stadium.

    The Liverpool manager felt the performance was one of Liverpool’s best displays away from Anfield this season and said the team can take a lot of positives from the game.

    “I can’t be happy because we didn’t win but it was a pity because we played really well and deserved the three points,” commented Benitez.

    “We created a lot of chances but were unlucky not to score. The positives are we kept a clean sheet and we didn’t lose but we should have won the game.

    “When you are not winning away from home you need to analyse why. If we play as well in the future away from home as we did today then we will win a lot of games.”

    Að honum hafi fundist liðið hafa verið að spila vel er mér óskiljanlegt, það hljóta að verið svolítið skítug hjá honum gleraugun í dag.

  8. Gonsalez fannst mér ekki mikið betri en Pennant. Það er algjört lágmark að kantmaður geti lyft boltanum þegar hann “sendir fyrir”.

    arnaroe, stuðningsmenn Boro bauluðu sennilega vegna þess að Zenden vildi ekki skrifa undir nýjan samning hjá Boro og fór til Liverpool án þess að Boro fengu krónu fyrir hann.

    Sammála Einari að þessi leikur var leikmönnunum að kenna en ekki Rafa.

  9. Einar Örn, ertu að segja að Alonso hafi verið stjarnfræðilega lélegur í dag? Ætla rétt að vona að þetta hafi verið kaldhæðni.

  10. það sem ég sá var að Gonsalez gaf 4 sinnum fyrir og gat ekki komi boltanum upp úr grasinu, og alltaf beint á markamnninn!!!!!!

    Sammála kokmmentum nr.8.

    “Gonsalez fannst mér ekki mikið betri en Pennant. Það er algjört lágmark að kantmaður geti lyft boltanum þegar hann “sendir fyrir”

    þarf að segja eitthvað fl…..

    2 stig eru 2 stig og leikmönnunum að kenna að við fórum aðeins með eitt stig heim, grjörsamlega óþolandi….

    Skál strákar og stelpur

  11. Sé ekki betur en að Mr. Dalglish hafi skitið á lyklaborðið sitt.

  12. Sko ef Benitez segir í viðtölum á eftir að “við héldum allvega hreinu”, “skref í rétta átt” og vorum “óheppnir að skora ekki” …þá gjörsamlega trompast ég útí þennan mann og skilgreini hann sem helvítis aumingja héðan í frá. 😡

    Gegn hreint ömurlegu Middlesboro liði sem spilar með 1 framherja og reynir ekki einu sinni að sækja á heimavelli þá bara gjörsamlega skil ég ekki af hverju hæstvirtur Rafa Benitez er svo fokking hræddur að hann tekur besta sóknarmanninn okkar útaf þegar korter er eftir.
    Sóknarmaður fyrir sóknarmann var það víst í stað þess að taka annanhvorn af þessum ömurlega geldu bakvörðum okkar útaf og auka á sóknarþungann.

    Mér er nokk sama þó við hefðum bombað háum boltum fram allt síðasta korterið, ég vildi bara sjá smá merki um grimmd frá Liverpool að liðinu virkilega langaði að vinna þennan leik. En nei, varla púls!

    Ég sá ekkert nema eintóma helvítis aumingja spila fyrir Liverpool í dag, spilandi undir stjórn fyrirliða sem hefur það bara greinilega ekki karakter né áhuga í sér að lyfta liðinu upp. Sumir fengu að upplifa sinn blauta draum um að sjá Gerrard á miðjunni þar sem “besti miðjumaður heims” átti að vera langbestur – allt sem við fengum var illa stjórnað og illa spilandi Liverpool lið í einum leiðinlegasta leik í manna minnum.

    Held við verðum að sætta okkur við að vandræði liðsins eru mun dýpri heldur en við gerðum okkur grein fyrir.
    Spurning hvort að Andri Snær fáist ekki til að skrifa “Sjálfshjálparbók fyrir skíthrætt fótboltalið” um Liverpool! :rolleyes:

    Liverpool bara verður að hætta þessari íhaldssemi og að lifa í fortíðinni. Við verðum að fara fá meiri pening í klúbbinn og klára þennan Stanley Park leikvang af sem fyrst. Því fyrr sem við verðum lifandi nútíma fótboltafélag því fyrr fara þessir blessuðu leikmenn að taka sitt hlutverk alvarlega og sýna smá baráttu.

    Ég er orðinn mjög þreyttur á afsökunum sumra hjá liðinu um að Liverpool hafi ekki jafnmikinn pening á milli handanna og hin toppliðin og verðum því að kaupa algjöra meðalskussa eins og Jermaine Pennant o.fl.
    Þrátt fyrir að vera stundum of hræddur er Benitez enn virkilega frábær þjálfari og hann á skilið alvöru leikmenn eftir að hafa gert okkur að Evrópumeisturum. Ég bara skil því ekki af hverju yfirstjórn liðsins (Moores, Parry o.fl.) þurfi alltaf að vera í einhverju hálfkáki í peningamálum. Hálfkák sem er virkilega farið að íþyngja klúbbnum og stoppar alla framþróun.
    Það er ótrúleg sóun á hæfileikum í gangi hjá Liverpool og hreint til skammar að geta ekki unnið þennan leik í dag gegn liði sem hefur varla 1 leikmann sem gæti komist á bekkinn hjá Liverpool.

    Væri fínt að fá að vita það strax frá yfirstjórn Liverpool hver ætlunin sé fyrir næstu ár. Áframhaldandi ÓTTI eða FAGMENNSKA? Myndi spara manni ýmis bræðisköst ef maður vissi að ætlunin hjá liðinu er að halda bara áfram í meðalmennskunni. Þá gerði maður sér hvort sem er engar vonir…

  13. Arnar : Þú ert maðurinn, djöfull er ég sammála þér.
    Mr Daglish : Cissé getur ekkert í fótbolta, hann hleypur hratt og skýtur fast, það er ekki nóg.

  14. Þegar við töpuðum á móti Everton ..gjörsamlega trompaðist ég…

    Í kvöld hélt ég að ég myndi kafna af bræði…

    Þvílíkur andskotans helvítis amlóðaháttur á okkar mönnum….. 😡 😡

    En það sem fer mest í pirrurnar á mér núna eru komment Benites….ég bara spyr rennur ekki blóðið í þessum manni…af hverju í andskotanum skiptir hann alltaf svona seint inn á??????

    Djöfull vildi ég óska þess að geta farið inn í búningsherbergi hjá mínum mínum mönnum eftir svona leik og stofnað til blóðugra slagsmála með því að úthúða þeim fyrir frammistöðu sína…það myndi kannski ræssssssssssssssssaaaaa þá.

    Ég held að það sé orðin taktík að láta Liverpool stjórna leiknum því við skorum hvort eð er ekkert…hvað erum við búnir að stjórna mörgum útileikjum þessa leiktíð og vera samt röraðir? Við vorum bara heppnir í kvöld að skítlélegt lið Boro lék ekki sama leik og Everton og Bolton.

    Arggggggggggggggggggggggggggggggggg 😡 😡

  15. Elsku jólasveinn,
    ég heiti Doddi og ég er mikill áhugamaður um fótbolta. Uppáhaldsliðunum mínum hér á Íslandi og Englandi hefur ekkert verið að ganga vel síðustu árin og ár eftir ár tel ég að nú sé eitthvað betra í vændum. En reyndin er sú að ég þarf nauðsynlega að fá 16+ stig í jólagjöf frá þér í ár, svo ég geti gefið aumingjunum sem ég held með í Englandi þau.

    Takk, Doddi.

    p.s.
    Nei, ég trúi ekki á jólasveininn.

    p.p.s.
    Nei, ég trúi ekki á að stigin 16 sem skilja að toppliðið og okkar menn muni nokkurn tíma fást á þessu tímabili.

    p.p.p.s.
    Feiti karlinn hefur sungið hóhóhó, en það er víst feita konan sem skiptir öllu…

  16. Einar Örn,
    “Til hvers var Xabi Alonso inná vellinum?”
    Hann var ekki að taka kolrangar ákvarðanir á boltanum, hann dreifði spilinu vel eins og venjulega, var óvenju framsækinn og grimmur og einn af okkar bestu mönnum í dag og sá eini sem virðist hafa e-n smá vilja í síðustu leikjum!

    Breyttu þessu í ‘Afhverju kemst Gerrard í byrjunarliðið leik eftir leik’ frekar. Hvað er eiginlega að honum? :rolleyes:

  17. Hef verið að pæla í einu. Ég styð Benitez í rauðann dauða, en getur verið að hann sé ekki fulkominn ,,motivator”. Það virðist vera of oft áhugaleysi hjá leikmönnum liðsins. Nær hann ekki að peppa leikmenn upp fyrir leiki liðsins. Ef hann nær ekki að æsa leikmenn fyrir leikmenn þarf að gera eitthvað mikið.

  18. Gott innlegg Arnar, það er greinilega eitthvað meir að hjá liðinu en við gerum okkur grein fyrir. Reyndi sjálfur að fitja upp á ýmsum hugleiðingum um afhverju Liverpool væri svona illa statt í umræðunni undir pistlinum “Hvað er vandamálið?”. Tel vandann vera miklu dýpri en svo hvort Gerrard spili á miðju eða hvort Hyppia sé orðinn of hægur o.s.frv.

    Það er liðið sem er ekki að standa sig ekki. Vandinn virðist ekki felast í einstökum leikmönnum, þeir eru allir búnir að vera hörmulegir. Persónulega tel ég líklegast að rekstrarforminu sé um að kenna, það sé of gamaldags. Þessar endalausa þreifingar og vitleysa með fjárfesta og eignarhaldið er að draga klúbbinn niður. Held að leikmenn eins og Gerrard séu orðnir þreyttir á hversu hægt gengur að taka til í þessum málum. Má líkja þessu við opinbera stofnun sem stendur til að einkavæða. Starfsfólkið býst við betri tíð og getur ekki beðið en svo dragast málin og dragast. Ekkert gerist í málinu og allir verða hundfúlir og pirraðir. Og ekki bætir á hugarástand starfsmannanna að á horfa uppá hina “vinnustaðina” í deildinni komna langt á undan í nútímavæðingunni. Í hnotskurn: Moore er vandamálið!

    Þetta er auðvitað bara tilgáta en hún er ekki gripin úr lausu lofti, nærtækast að sjá gömlu ríkisbankana. Væri samt gaman að fá álit á þessu.

    p.s. og ég gæti alveg lifað með því að sjá ekki Gonzales og Pennant aftur í vetur, þeir eru greinilega ekki tilbúnir í þetta en eiga möguleika á að vaxa. Zenden og Bellamy eiga ekki erindi í þetta lið og munu aldrei eiga það (smá séns með Bellamy). Og er það náttúrulögmál að Alonso og Gerrard séu alltaf í liðinu? Aftur, í hnotskurn: leikmannakaupin í sumar klikkuðu!

  19. Ekki oft sem maður les þig, EÖE, hella úr baðkerjum reiði þinnar en virkilega vel orðaður póstur í alla staði!

    Ég vildi samt minnast á þig nefna hvort þetta hafi verið versta frammistaða kantmanns í sögu LFC hjá Pennant í dag. Mín skoðun er sú að Pennant hefur bara alls ekki passað inn í LFC liðið eins og menn eru að tala um. Hann er með þessa Björnebye-takta þeas að gefa boltann alltaf aftur en sem kantmaður á maður að taka andskotans varnarmenn á því hann á að hafa hraðann í það…eða svo segja menn. Hef ekki tekið eftir honum ennþá allavega!

    Svo þetta með hornspyrnurnar….frekar vil ég að hornspyrnur LFC séu of stuttar inn í teiginn en þessar andskotans stuttu hornspyrnur þar sem gefið er á einn leikmann og hann spilar boltanum eitthvað til andskotans! Það er alveg algjörlega waste of hornspyrnu að vera með svoleiðis rugl þar sem Hyypia/Agger og Carragher koma upp í hornspyrnum og það er alls ekki skemmtilegt að þurfa að horfa upp á svona kjaftæðishornspyrnur vitandi að maður þarf að tölta til baka eftir tilgangslaust hlaup fram völlinn!

    Ég er verulega óhamingjusamur þegar kemur að LFC og gæti alveg misst út úr mér helling varðandi frammistöðu liðsins, en það er alls ekki þess virði. Við vitum að Rafa þarf meiri tíma til að skella liðinu saman og með fjármagnið sem hann hefur erum við að horfa upp á hæga uppbyggingu sem tekur þau ár sem hann er með eftir á samningi sínum. Við erum að fá svona 50-80% af því fjármagni sem Chelsea eyðir í einn leikmann á sumrin og segir það margt um bilið sem komið er á milli liðanna. Við verðum bara að sætta okkur við þetta eins og staðan er í dag þar sem stjórnendur klúbbsins hafa vanrækt klúbbinn of lengi (sbr. uppbyggingu nýs vallar sem aldrei kemur osfrv).

  20. Ég held að menn ættu nú að slappa aðeins af. Ég sá reyndar bara seinnihálfleik en það var bara eitt lið á vellinum og að reyna að skora þegar að það eru nánast 11 að verjast inn í teig er ekki auðvelt.

    Við töpuðum ekki sem er jákvætt og þetta er allt á uppleið hjá okkur.

    Málið er að liðið spilar á útivelli eins og lið sem er ekki með sjálfstraust. Þið eruð eins og gamlar kerlingar vælið yfir öllu, þykist allir hafa vit á þessu. En verið rólegir þetta á eftir að koma hjá okkar mönnum.

    Og ummælin sem að menn eru að setja hérna niður eru eins og þið séuð einhverjir óvitar eða smábörn.

    Það er gott að hafa tilfinningar fyrir einhverju liði en menn þurfa að sýna þroska.

    Áfram Liverpool

  21. Það var eitt sem ég fór að velta fyrir mér þegar Valtýr Björn sagði að Middlesbro væri örugglega að reyna að halda stiginu sem þeir væru með. Af hverju í ósköpunum eru gefin stig fyrir jafntefli í fótbolta?

    Frá því að Helenio Herrera lét Inter spila catenaccio á sjöunda áratugnum með það eitt að markmiði að halda hreinu og reyna að skora eitt hafa fótboltaáhugamenn haft áhyggjur af vaxandi markaþurrð í fótbolta. Eftir versta heimsmeistaramót í sögunni, Italia 90 var reglunum varðandi sendingar á markmann breytt og hafði það jákvæð áhrif fyrst um sinn.

    Árið 2004 var hins vegar svo komið að Grikkir urðu Evrópumeistarar með ljótasta fótbolta í sögunni og í sumar var haldið næstversta Heimsmeistaramót í sögunni (ekki reyna að blindast af stemningu í Þýskalandi og mótmæla þessu…þetta var rosalega slæmt mót).

    Í mótum félagsliða ráða þjálfarar eins og Mourinho, Benitez og Cappello yfir hæfileikaríkustu leikmönnum heims og það eina sem þeir hafa áhyggjur af því að kenna þeim er “að hlaupa í vörn” eins og Mourinho fannst vera aðalatriðið hjá Joe Cole eftir að hann skoraði sigurmark í toppslag á móti Liverpool.

    Houllier er ekki skömminni skárri, hann erfði hrikalega skemmtilegt lið í Lyon og þarf bara að breyta engu og þá vinnur hann Frönsku deildina örugglega. Hjá Liverpool vildi hann láta Sami Hyypia kýla boltanum langt fram á Owen sem átti að skora eina markið. Cisse var keyptur í sama tilgangi.

    Benitez er skelfilega fastur í leikkerfum og leiksskipulagi og eins og menn benda réttilega á, furðulega lítið blóðheitur. Allt gengur út á kerfi. Í kvöld hefði verið gaman að sjá Cisse frammi, sammála því…því hann er graðari en Rocco og óútreiknanlegri en Tom Cruise. Hjartað tók kipp þegar hann fékk boltann því hann sá bara markið.

    Þessir leikmenn hafa ekkert svigrúm í steingeldum kerfum dagsins í dag. M.a.s. Valtýr Björn, lýsandi allra landsmanna fellur í tvær gildrur “fótboltaspekinga” og heldur því fram í lýsingunni í kvöld að Luis Garcia sé óstöðugur og að leikmenn geti aldrei ætlað að skora utan af kanti. Luis Garcia er snillingur og spilar fótbolta eins og hann á að vera spilaður. Og ég hef séð Valtýr Björn spila fótbolta, sá maður hefði aldrei hugmyndaflug í að skjóta utan af kanti, því miður eru þannig leikmenn heldur ekki í náðinni hjá þjálfurum í dag.

    Liverpool spilar steingeldan leik. Jú það eru tækifæri en hornspyrnurnar eru framkvæmdar af hræðslu. Öll innköst frá Riise eru nákvæmlega eins. Carragher dúndrar alltaf út í loftið og Pennant fer upp að endalínu í tvö skipti af tíu. Í hin skiptin spilar hann tilbaka.

    Þó að það sé hundleiðinlegt að horfa á Liverpool þá get ég ekki orðum bundist yfir slepjunni sem Bolton, Middlesbro, Newcastle ofl. lið bjóða fólki uppá. Skelfilegur fótbolti í einu orði sagt. Og þar er vandamálið í fótbolta í dag: þessi lið fá heilt stig fyrir það eitt að mæta og stilla upp a.m.k. 8 mönnum á vellinum. Ef þau ná að halda markinu hreinu þá hafa þau engan hvata til að fara framyfir miðju allan leikinn. Annað árið í röð hafði Boro engann áhuga á að vinna leik þessara liða á Riverside en fékk heilt stig fyrir að klæða sig upp og labba út á völl.

    Þannig að ég spyr, hvernig væri nú að gefa 3 stig fyrir sigur, 0 stig fyrir jafntefli og -3 stig fyrir tap? Ætli það myndi hrista upp mönnum? Þetta væri kannski næsta regla sem ætti að breyta, umfram það að fækka mönnum og stækka mörk. Ef þú leggur þig ekki fram, þá færðu ekki neitt. Í dag áttu Liverpool og sérstaklega Boro ekki skilið neitt.

  22. Athyglisverðar athugasemdir hjá Daða hér að ofan en ég sé þó þessar uppástungur aldrei verða að möguleika.

    Staðreyndin er bara að Liverpool er bara miðlungslið. Sættum okkur við það. Ég hef bent á kaup Liverpool á leikmönnum. Bellamy og Pennant,,frábærir miðlungsleikmenn. Myndi eitthvað lið sem væri að keppa að meistaratitli kaupa þessa leikmenn? eru leikmannakaupinn ekki bara í samræmi við árangurinn?

    Skoðum byrjunarliðið.
    Í vörninni eru tveir menn sem eru algjörir miðlungsleikmenn. Finnan og Riise. Agger er enn óreyndur, en miðlungsleikmaður en gæti orðið framúrskarandi. Á köntunum eru tveir menn sem teljast á mörkunum að vera miðlungsleikmenn Gonsalez og Pennant og frammi er Bellamy miðlungsleikmaður.

    Hvað þýðir þetta? Liverpool hefur yfir að ráða 5 klassa leikmönnum á meðan toppliðin eru með 10-11 topp leikmenn í öllum stöðum. Liverpool hefur nánast eingöngu fjárfest í miðlungs leikmönnum undanfarin ár að það er ekki við öðru að búast en að liðið berjir um 4 sætið. Hvernig væri að fjárfesta á færri og betri leikmönnum.

    Horfum bara á bekkinn í dag….hvaða leikmaður átti virkilega geta komið inná og breytt leiknum? Paletta, Hyypia, Zenden,,haha? Crouch?

    Þetta lið er bara djók,,,,alltof mikið af miðlungsleikmönnum.

  23. Tek undir með Tedda það var bara eitt lið á vellinum sem vildi sækja til sigurs, Liverpool. Boro átti ekki skot á ramman eða framhjá honum allan fyrri hálfleikinn. Liverpool fékk færin til að klára þetta en þau voru ekki nýtt og því fór sem fór.

    Allt tal um að Gonzales hafi verið lélegur er út í hróa. Persónulega hefði ég viljað sjá Pennant fara út af í stað Gonzales eða Kuyt. Í þeim skiptingum gerði Benitez mistök að mínu mati, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Hefði verið sterkur leikur að setja Bellamy á hægri kantinn í stað Pennant og halda Kuyt inn á.

    Tek undir með öðrum hér að kaup sumarsins voru viss vonbrigði, þó sérstaklega ein, Pennant, blessaður drengurinn er langt frá því að vera nógu góður fyrir Liverpool.

    Annars langar mig að hrósa Reina sem bjargaði stigi í dag með stórkostlegi markvörslu í síðari hálfleik. Þetta er ástæða þess að hann stendur í markinu en ekki hinn hræddi Dudek. Einnig langar mig að hrósa Agger fyrir að vera eini maðurinn í liðinu í dag sem þorði að láta vaða á markið fyrir utan teig, sá hitti hann með HÆGRI.

    p.s. Gerrard þú verður að finna fyrra form annars verður þetta langur vetur.

    Krizzi

  24. Daði :

    Ef þú gefur -3 fyrir tap, þá fyrst munu liðin spila varnarleik til að hanga á 0 stigum. Skil hvað þú átt við en síðasta tilgátan þín, þessi með stigagjöf er út úr öllu korti m.v. innihald pistilsins þíns.

  25. Góður punktur Nonni, vissulega myndu einhverjir reyna það… en með þessu yrði hver leikur “sex stiga leikur” og sigur myndi skipta svo miklu meira máli heldur en hann gerir í dag.

    Auðvitað veit ég að svona hugmynd yrði seint að veruleika en einu sinni var sending tilbaka á markmann meitluð í stein. Menn þurfa að þora að hugsa um leiðir til að halda fótboltanum spennandi.

    Sveiflur yrðu svo svakalegar með þessu kerfi að lið mættu aldrei slaka á. T.d. væri alveg glatað fyrir Liverpool að fara á Old Trafford til að halda stigi eins og þótti ásættanlegt um daginn. Boro mætti ekki slaka á því að þeir gætu hrunið niður að fallsætunum með einum – tveimur slökum leikjum.

    Þetta væri staðan í dag, ekki mikið breytt en mikið af tækifærum og hættum. Þið sjáið að okkar menn eru með heil….engin stig….og að mínu mati verðskuldað:

    1 Man U 27
    2 Chelsea 21
    3 Arsenal 12
    4 Aston Villa 12
    5 Bolton 9
    6 Portsmouth 6
    7 Everton 3
    8 Wigan 3
    9 Fulham 3
    10 Liverpool 0
    11 Reading -3
    12 Tottenham -3
    13 Middlesbro -6
    14 Man C -6
    15 Blackburn -9
    16 West Ham -12
    17 Sheff U -12
    18 Watford -12
    19 Newcastle -15
    20 Charlton -18

  26. Hvað varð um liðið sem lenti í 2-3 sæti á síðasta tímabili, og virtist passa vel saman? nei nei, það þurfti að (styrkja) það með hóp af mönnum sem máttu helst ekki kosta neitt, svo klóra menn sér í hausnum yfir því að það gangi ekki neitt. Og ef menn álpast til að detta í gírinn þá er þeim launað með því að sitja á bekknum í næsta leik. Ef þú vilt gæði færðu þér SONY ! Ef þú vilt bara vera með færðu þér SONYO!!

  27. Einmitt, liðið sem lenti 2-3 sæti á síðasta tímabili. Svo eru keyptir þessir apakettir sem hver sem er gæti sagt sér að eru miðlungsmenn.
    Sjáum hvað Ferguson gerði, hann fékk ekkert í sumar. Bara Carrick, og svo reyndar Vidic og Evra á toppverði í janúar, engir apakettir þar á ferð. Sérstaklega er Vidic sterkur. Allir að spá þeim um miðja deild nánast og Liverpool á toppnum. Ekki alveg eins og málin hafa þróast.
    Hvað í helvítinu er sem sagt Benitez að hugsa í leikmannakaupum? Hefðum getað keypti 1-2 virkilega öfluga leikmenn frekar sem leggja eitthvað af mörkum til liðsins.
    Annars vil ég ekki afskrifa Bellamy strax, tel að hann eigi að geta verið nánast frábær leikmaður og jafnvel að geta aðeins æst upp í mannskapnum.

  28. Reina er í heimsklassa

    Finnan er meðalmaður
    Agger er heimsklassa bæði vörn/sókn
    Carragher meðalmaður þessa dagana
    Riise ekki einusinni meðalmaður

    Gonzalez er ungur og þarf að aðlagast, hef trú á honum
    Pennant er meðalmaður
    Xabi er í heimsklassa
    Gerrard er í heimsklassa

    Crouch og Kuyt eru einu framherjarnir okkar sem geta e-ð 😯

    Semsagt, við erum með alltof mikið af leikmönnum sem eru einfaldlega ekki nægilega góðir, og of fáir af þessum meðaljónum kunna ekki fótbolta.

    Síðan bendir einn á að gefa bara 0 stig fyrir jafntefli, mér finnst það mögnuð hugmynd

  29. Eru menn loksins að fatta þetta? Liverpool er einfaldlega langt frá því að vera með nógu gott lið. Endalausir meðalmenn og með meðalmenn muntu aldrei komast langt.

  30. Það vantar bara einfaldlega ÞJÓÐVERJA á þetta lið… ég mæli með Miroslav Klose hann getur allavega skorað

Liðið gegn Boro: Gerrard á miðjunni, Agger í vörninni

Sunnudagspælingar