Auðvitað er Carra sammála okkur!

Þetta er haft eftir Carragher á vefsetri [Daily Mirror:](http://www.mirror.co.uk/sport/football/tm_headline=get-some-backbone%26method=full%26objectid=18090753%26siteid=94762-name_page.html)

“We’ve got to show more character away from home, particularly when we go a goal down,”

Hvað vorum við að tala um hérna í gær? Nákvæmlega þetta! Vonandi að við sjáum breytingu á þessu strax um helgina.

9 Comments

  1. Mér finnst að það ætti að selja hann bara, það er alveg magnað hvað hann er heilagur í augum flestra stuðningsmanna Liverpool en málið er að hann er meðalmaður sem er ekkert betri en Wes Brown.

  2. :rolleyes: Jahérna hvað menn eru fljótir að gleyma …. man ekki betur en að hann hafi spilað stórt hlutverk í vörn Liverpool á síðasta tímabili þegar þeir spiluðu tvær 10 sigurleikja-tarnir og gott ef þeir héldu ekki oftast hreinu og fengu fæst mörk á sig líka í fyrra. Og nú á bara að selja hann?

  3. Jammm, þokkalega. Seljum Carra! Hann er aumingi og hefur ekkert gert fyrir þetta lið!

    Getum við ekki athugað hvort ekki sé hægt að skipta bara beint á honum og Wes Brown.

  4. Haukur: Mér fannst hann fínn í fyrra en frekar overrated en hins vegar var hann frábær 2004-5.

    Óli: Ég vona það, svo sannarlega

    EOE: Mér finnst það ætti að selja hann en ég gaf aldrei í skyn að hann væri aumingi heldur finnst mér hann bara svona meðalmaður einsog Wes Brown.

    Má taka það fram að ég er harður Poolari.

  5. Heyrðu nafni, þessi síða “aint big enough for the both of us”! Ég er búinn að nota þetta nafn hér lengur svo þú verður að breyta! :confused:

    Svo er líka þessi skoðun þín um að selja Carragher okkar nafni til minkunnar, Carragher er þannig hyper-aktívur leikmaður að að hann þarf góðan stjórnanda með sér til að spila vel. Lélegt form Carra að undanförnu helst vel í hendur við hvað Hyppia er orðinn ægilega slappur og ræður ekki lengur við að stjórna Liverpool vörninni. Þetta er svipað eins og Ivan Helguera hjá Real Madrid, var einn besti varnarmaður spænsku deildarinnar fyrir nokkrum árum en þegar Hierro fór hrapaði hann í formi. Það er ekki fyrr en núna þegar Fabio Cannavaro er kominn að Helguera nær sér aftur á strik. Vonum þó að Carragher þurfi ekki 3 ár til að sýna aftur sitt besta!

    Það er eiginlega sama hvaða leikkerfi við notum, ef við höfum ekki þessa grimmd og baráttu sem Carragher bendir á þá fer alltaf illa. Liverpool í dag skortir sárlega samvinnu, baráttu, sjálfstraust og hraða í sinn leik.
    Ég hef oftar en einu sinni á þessari síðu stungið uppá að nota leikerfið 3-5-2 enda erum við akkúrat með liðið í það.
    1)Agger þarf að komast í liðið.
    2)Erum með góða wing-backs
    3)Þessi hægri kants krísa með hvar Gerrard á að spila myndi hætta.
    4)Höfum enga alvöru kantmenn.
    5)Gætum stjórnað miðjunni án þess að láta það koma niður á sóknarleiknum og fengið aukið flæði og hraða í okkar sóknarleik.

    Núna fær Liverpool aðeins léttara program í deildinni og bara verða að fara vinna leiki og mikið af þeim. Spurning hvort Benitez lesi þessa grein; http://www.thisisanfield.com/article_3.php?p=656

    Liverpool og Rafa bara verða að prófa eitthvað nýtt, fyrst Sissoko er úr leik er það bara stjarnfræðilega mikið rugl að hafa Zenden einan á miðjunni með Xabi Alonso enda hafa þeir ekki hörkuna sem þarf til að vinna boltann af andstæðingunum þegar við erum lentir undir. Stokka almennilega uppí þessu og prófa 3-5-2.

  6. Ef síðan er of stór fyrir okkur báða þá skal ég breyta 🙂

    Er þessi skouðun mín til smækkunar fyrir nafn okkar, þetta akkurat það sem ég var tala um, menn þora bara ekki að feisa það að Carragher sé meðalmaður, en enn og aftur þá vona ég að Carra ‘proves me wrong’ og ekkert nema gott um það. En að kenna Hyypia um form Carragher er bara einsog eitt glatað uppistand, mér langaði bara að standa upp og fara en hef ákveðið að sitja kyrr. Ég virði þína skoðun og aðra um Carragher en því ekki að virða mína er það svo erfitt að sjá ‘ykkar’ heittelskaða Carragher svolítið gagnrýndann?

    1) Hárrétt en því ekki að PRÓFA með Hyypia? það veit enginn hvort þeir passa eða ekki? eða jafnvel Agger og Paletta?

    2) Hverjir eru það? Aurelio já kannski.. en ef þú ert að tala um Riise og Finnan þá er það svona varla, Finnan má eiga að hann kemur annað slagið með fína crossa sem gefur mörk og ég því samþykki að nefna hann og Aurelio sem góða wing-backs en Riise mun ég sjaldan eða aldrei samþykkja sem góðan leikmann.

    3) Algjörlega sammála, en ef Hamann hefði ekki veið seldur værum við ekki í þessari krísu.. sé mikið eftir hounum.

    4) Kewell var á spretti þangað til að hann meiddist svo hann er eitt risa spurningarmerki. Pennant er nátturulega leikmaður sem átti aldrei að fara frá Notts. County.. klárlega lélegastu kaup tímabilsins.

    5) 100% sammála

    Svo er ég algjörlega sammála þér nafni með að Rafa verður að hætta þessari djöfullsins þrjósku og prófa eitthvað nýtt.

  7. Sýnist við vera c.a. 90% sammála nafni!

    Með Carragher þá verður hann aldrei neitt tæknitröll né sendingameistari, hann er sæmilega góður í öllu en hefur engann 1 afburðahæfileika nema 1.

    Það sem hífir hann nefnilega töluvert yfir það að vera meðalleikmann er að hann hefur ótrúlega baráttu og elskar sitt félag meira en nokkuð annað í lífinu.
    Þú skalt ekki gleyma frammistöðunni hjá Jamie Carragher gegn Chelsea á Anfield þegar við slógum þá andskota útúr Meistaradeildinni. Gaurinn var gjörsamlega fokking allstaðar í vörninni og hefur þá örugglega sprengt á sér lungun fyrir félagið! Lið sem vilja vinna meistaradeildina verða að hafa allavega 1 svona homegrown leikmann í sínu liði, þegar Carragher er í sínu besta formi þá getur hann unnið fyrir okkur bikara alveg eins og Gerrard.
    Það er ástæða fyrir því að við höfum farið alla leið í Meistaradeildinni en ekki Arsenal og Chelsea og það er útaf mönnum eins og Carragher sem geta haldið út 100% einbeitingu í 90 mín og gefast aldrei upp.

  8. Jám ég efast ekkert um getu Carragher í fyrra og hitti fyrra en mér finnst að á þessu tímabili hafi hann bara verið skugginn af sjálfum sér einsog kannski flestir i liðinu. 🙁

Notkun lýsingarorða á Fréttablaðinu

Riise, Reina og háttvísi