Noel White hættir í stjórninni!

Í pistli mínum á föstudaginn þar sem ég fjallaði um þetta mál nafnlausa stjórnarmeðlimsins sem gagnrýndi Rafa Benítez sagði ég að besta mögulega niðurstaðan væri ef stjórnin höndlaði þetta á snöggan, miskunnarlausan og umfram allt þögulan hátt. Ég sagðist ekkert þurfa að fá að sjá eitthvað sjónarspil í fjölmiðlum, það nægði mér einfaldlega að sjá frétt fljótlega þess eðlis að sá seki hefði beðist afsökunar og sagt af sér sæti í stjórninni.

Þetta hefur nú gengið eftir: Noel White er hættur í stjórn Liverpool eftir að hafa viðurkennt að hafa gagnrýnt Rafa í skjóli nafnleysis fyrir helgina!

Um þetta er ekkert meira að segja. Hegðun hans var ekki Liverpool sæmileg og því var tekið á málinu á snöggan, miskunnarlausan og umfram allt þögulan hátt.

Vonandi hætta sögusagnirnar um að starf Rafa sé í hættu núna.

Ein athugasemd

  1. ÁFRAM LIVERPOOL

    AVANTI LIVERPOOL :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin:

Bordeaux á morgun!

Óbreytt byrjunarlið!!!