Liðið komið – Crouch á bekknum!

Jæja, Rafa hefur valið sitt byrjunarlið fyrir leikinn og þrátt fyrir allar mínar fortölur hefur hann enn og aftur hent Peter Crouch á bekkinn. Mér líst vel á liðið að öllu leyti, og það er ljóst að ég hef ekkert á móti Dirk Kuyt, en Crouch einfaldlega átti ekki skilið að vera settur á bekkinn í þessum leik. Vonandi hef ég ekki ástæðu til að gagnrýna Rafa fyrir þetta að leik loknum, hann hefur vonandi rétt fyrir sér.

En allavega, liðið í heild sinni er svona:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

García – Gerrard – Momo – Xabi – Gonzalez

Kuyt

Bekkur: Dudek, Paletta, Warnock, Pennant, Crouch.

Mér sýinst allavega Rafa vera að stilla þessu upp í 4-5-1 með þrjá miðjumenn sem geta sótt hratt, þá Gerrard, Gonzalez og García. Þá er Gerrard loksins kominn í sína bestu stöðu, fyrir framan Momo og Xabi á miðri miðjunni, þannig að það verður spennandi að sjá hvernig þetta lítur út.

Vonandi gengur þetta vel í dag, öll næsta vinnuvika meira og minna veltur á því! ÁFRAM LIVERPOOL – YOU’LL NEVER WALK ALONE!!!

Man U á morgun!

Man Utd 2 – L’pool 0 (uppfært)