Næstu leikir

Nú förum við að fá Liverpool leiki aftur á dagskrá og kannski ekki úr vegi að líta aðeins á það sem framundan er. Komumst við loksins á skrið, eða höldum við áfram að ströggla? Í hönd fara nokkrir mikilvægir leikir, bæði í deild og Meistaradeild og langaði mig aðeins að velta vöngum yfir þeim:

14. okt. Blackburn heima (EPL):

Algjört skilyrði að sigra í þessum leik. Blackburn hafa ekki verið að koma jafn sterkir til leiks eins og þeir voru á síðasta tímabili og þar sem við erum á heimavelli, þá kemur ekkert annað en sigur til greina. Liðið okkar hefur verið sannfærandi fyrir framan stuðningsmenn sína á Anfield og ég vil hreinlega ekki trúa því að það sé neitt að fara að breytast. Það er afar gott og mikilvægt að fá heimaleik eftir þessa landsleikjatörn sem hefur verið í gangi. 3 stig takk.

18. okt. Bordeaux úti (CL):

Við þurfum á eins og einum sigri á að halda á útivelli í Meistaradeildinni. Við höfum nú þegar gert jafntefli við PSV, og ég er bara nokkuð bjartsýnn á að þetta verði sá leikur sem skilar okkur þremur stigum í hús. Ekki langt ferðalag fyrir okkar menn og ættu menn því að vera nokkuð ferskir. Við kunnum á þessa keppni, öfugt við Bordeaux, og hef ég þá trú að það eigi eftir að fleyta okkur í gegnum þennann leik. 3 stig takk.

22. okt. Manchester United úti (EPL):

Ekki er ferðalagið langt heldur í þetta skiptið, en einn af þessum lykilleikjum tímabilsins. Manchester United hafa farið vel af stað á tímabilinu og hafa hreinlega verið að skila fleiri stigum en ég átti von á. Mér finnst mikið um gloppur í þeirra liði, en þeir hafa náð að berja sig vel saman. Við vitum þó vel að þegar í leiki þessara liða er komið, þá skiptir fyrra form afskaplega litlu máli. Menn koma mjög mótiveraðir til leiks og eitt lítið atvik getur ráðið úrslitum í leikjum þessara liða. Okkur hefur ekki gengið sem skildi með þá undanfarið (fyrir utan bikarkeppnina á síðasta tímabili) og held ég að þetta verði afar erfiður leikur. Þetta getur dottið hvorum megin sem er og ætla ég að segja hér og nú að þessi leikur endi í jafntefli. 1 stig.

25. okt. Reading heima (CC):

Heimaleikur í Deildarbikarnum. Nánast útilokað að spá fyrir um þennan leik. Hvernig stillir Rafa liðinu upp? Hvílir hann lykilleikmenn eins og oft áður í þessari keppni, og hversu áfjáðir eru hinir í að sýna sig og sanna? Hef mikla trú á breiddinni hjá okkur og ég held að menn vilji komast aftur til Cardiff. Menn setja sem sagt allt á fullt þótt um þessa keppni sé að ræða og ná að klára málið fyrir framan The Kop. Sigur.

28. okt. Aston Villa heima (EPL):

Enn erum við á heimavelli og nú gegn liði sem hefur farið vel af stað í deildinni. Ég hef ennþá alveg ofurtrú á okkar liði þegar það spilar á Anfield og ef hinir leikirnir fara eins og ég hef spáð, þá ætti sjálfstraust okkar manna að vera komið í fullan damp. Aston Villa mun bæta sig í ár, en ég held þó ekki að þeir verði eitthvað spútnik lið. 3 stig takk.

31. okt. Bordeaux heima (CL):

Allir heimaleikirnir í Meistaradeildinni eru “möst vinn” leikir. Af öllum leikjum okkar í riðlakeppninni, þá hafði ég minnstar áhyggjur af þessum leik. 3 örugg stig.

4. nóv. Reading heima (EPL):

Þessi verður líklega aðeins auðveldari heldur en leikurinn gegn þeim sem fram fer nokkrum dögum áður. Þetta verður fjórði heimaleikur okkar manna í röð og er ég ekki í nokkrum vafa með það að sú staðreynd eigi eftir að hjálpa liðinu við að komast á alvöru skrið. Ívar Ingimars hefur staðið sig vel fyrir Reading, en ég held að hann verði í Lettnesku stuði í þessum leik. 3 stig takk.

12. nóv Arsenal úti (EPL):

Afar erfiður útileikur, því ég reikna með að Arsenal verði orðnir vanari því að heimavöllur þeirra hafi stækkað. Að mínum dómi er Arsenal í dag skemmtilegasta lið Úrvalsdeildarinnar, en þeir hafa svo sannarlega sýnt það að þeir geta drullað á bitann þegar á reynir. Stuðningsmenn þeirra æra nú aldrei mótherjana úr hávaða, þannig að ekki spilar sá factor inn í málið. Ég er þó engu að síður hræddastur við þennann leik af þeim sem við eigum framundan. Segjum 1 stig og yrði ég sáttur með það.

18. nóv. Middlesbrough úti (EPL):

Við hreinlega verðum að vinna útileiki í Úrvalsdeildinni. Tölfræðin hefur ekki verið að hjálpa okkur mikið, og hefur þessi völlur ekki verið okkar uppáhald í gegnum tíðina. Afar erfitt að sækja þetta lið heim, en mér finnst bragurinn á því bara vera daufur og Southgate er aldeilis að fá að finna fyrir því að það er ekkert létt verk að færa sig af vellinum og á bekkinn til að stjórna liði í Úrvalsdeildinni. Ég ætla að segja að þarna líti dagsins ljós okkar fyrsti sigur á útivelli í deildinni afar leeeengi. Kærkomin 3 stig.

22. nóv. PSV heima (CL):

Síðasti heimaleikur okkar í Meistaradeildinni og við verðum að vinna hann til að geta farið áhyggjulausir til Tyrklands í síðasta leikinn. Hefðum alveg getað unnið þá á þeirra heimavelli og því algjör skylda að við klárum verkið á Anfield. Mikið væri það nú hressandi að þurfa ekki að spá í neinu þegar kemur að síðasta leiknum. 3 stig takk.

Þetta eru sem sagt næstu 10 leikir liðsins. 6 þeirra eru á heimavelli, en á móti kemur að þrír af þessum leikjum eru mjög erfiðir útileikir. Það er kannski mikið bjartsýni hjá mér að ætla að við fáum 5 stig út úr þessum þremur útileikjum. Hlutirnir eru þó ekki lengi að gerast. Það þarf ekki nema eitt mark beint úr aukaspyrnu á Old Trafford til að landa strax þremur stigum og þá breytast væntingarnar til hinna leikjanna. Ég spái því að við töpum engum af næstu 10 leikjum takk fyrir. Sumir eiga vafalaust eftir að telja það algjöra firru, miðað við hvernig tímabilið hefur farið af stað. En við sýndum það á síðasta tímabili að þegar liðið smellur á annað borð saman, þá geta hlutirnir gerst hratt. 14 stig í deildinni og áfram í Meistaradeildinni og Deildarbikarnum. Sætti mig alveg við það og here’s for hoping.

13 Comments

  1. Eins gott að við bjóðum upp á markaveislu á laugardaginn, enda erum við góður hópur af Liverpool-mönnum frá Akureyri á leið á Anfield.

  2. Samkv. þessu þá erum við að renna í bullandi siglingu og ég vona að þetta sé rétt hjá þér fyrir utan það að það væri scnilld að skella annaðhvort Arsenal eða Manure á útivelli….nú eða bara báðum ! :biggrin:

  3. Manure eða ArsAnal eins og ég kalla þá … Nú þegar ég er búinn að segja þetta þá vona ég að við stöndum okkur og vinnum báða leikina.

  4. Tja. Blackburn hafa allavega byrjað betur en Liverpool í deildinni. Voru þeir með meira en 11 sig eftir 7 leiki í fyrra? Ekki bjóst ég við betri byrjun frá þeim.

    Í ljósi þess sem á undan er gengið tel ég ekkert annað ásættanlegt á Old Trafford, en sigur. Hefðum við byrjað deildina betur, væru jafntefli fyrirfam ásættanleg úrslit en því erum við strax komnir í slæma stöðu.

  5. Ef þetta gengur eftir svona eins og spáð er, þá væri það nú bara frábært….

    ..ég væri til í að fórna eins og tveimur stigum annars staðar fyrir sigur á Man unt….plísssss ekki jafntefli eða tap gegn Manc…

    kv..jh

    ps. Sem betur fer er þessum leiðindum að ljúka og geðslagið getur tekið upp sitt góða form að nýju…skoppa eins og skopparakringla eftir gengi okkar manna… :blush:

  6. Það sem ég var nú að reyna að koma á framfæri var fyrst og fremst sú tilfinning hjá manni að í fyrra þá voru Blackburn að berjast í efri hlutanum og um Evrópusæti, eitthvað sem fáir bjuggust við. Hvort tölfræðilega byrjun þeirra núna miðað við í fyrra var betri eða verri, þá bara hreinlega nennti ég ekki einu sinni að spá í að fletta því upp. Veit bara að ég bjóst ekki við þeim sterkum í fyrra og þeir töpuðu tveim fyrstu leikjum sínum núna og hafa bara að mínu mati alls ekki verið sannfærandi, og langt frá því sem maður sá til þeirra áður. En eins og áður sagði, fyrst og fremst skrifað eftir tilfinningunni.

  7. Ef þetta er skrifað eftir tilfinningu en ekki von, þá hefði maður nú haldið að það væri einhver tapleikur þarna.

    Ég myndi t.d. telja svona 80% líkur á því að þeir tapi annaðhvort gegn Man Utd eða Arsenal, ef ekki báðum. Liverpool eru vissulega búnir að spila alveg ágætlega, en Arsenal gjörsamlega yfirspiluðu Man Utd á Old Trafford, þar sem m.a.s. Alex Ferguson sagði sjálfur að Arsenal hefði átt sigurinn skilinn. Þetta sýnir kannski hversu góðir Arsenal eru þessa dagana.

    Síðan er alltaf mjög týpískt að eitt af þeim liðum sem Liverpool á að vinna missi það niður í jafntefli. Middlesbrough eru vissulega fremur slakir, en þeir geta einnig átt leiki þar sem þeir taka stóru liðin og vinna þau nokkuð sannfærandi (þó ég haldi nú að Liverpool vinni þá), sbr. Chelsea í ár og í fyrra (3-0 sigrar í bæði skiptin).

  8. Einmitt Pétur, þú talar um að Arsenal hafi yfirspilað Man.Utd á Old Trafford, en telur síðan 20% líkur á að Liverpool geti unnið þar :biggrin: Svo segir þú sömu líkur á sigri Arsenal á heimavelli og þeir hafa unnið einn af þremur í deildinni þar á tímabilinu (Villa, Boro og Sheff.Utd). Ertu að segja að það sé ekki fræðilegur möguleiki fyrir Liverpool að ná eins og einu jafntefli á þessum nýja heimavelli?

    Auðvitað getur þetta allt verið þveröfugt við það sem ég er að spá. Mér finnst þú engu að síður tala þarna í hringi. Ég taldi mig koma með ástæður þess að ég teldi að við kæmumst taplausir út úr næstu tíu leikjum. Höfum sýnt að við getum það, talaði líka um að leikir eins og á Old Trafford og Flugfélagsvellinum gætu dottið á hvaða veg sem er. Held að þú ættir að lesa aðeins í gegnum textan aftur.

    Segi til dæmis þetta við Arsenal leikinn: “Ég er þó engu að síður hræddastur við þennann leik af þeim sem við eigum framundan. Segjum 1 stig og yrði ég sáttur með það.”

    Og þetta við Manchester United leikinn: “og held ég að þetta verði afar erfiður leikur. Þetta getur dottið hvorum megin sem er og ætla ég að segja hér og nú að þessi leikur endi í jafntefli”

  9. Og varaliðið tapaði fyrir Everton.
    Everton eru bara að verða betra lið en við. Aðailiðið skellur okkur 3-0 og varaliðið tapar líka fyrir þeim

  10. Þetta væri auðvitað algjör snilld en ég held að veruleikinn verði annar. Við töpum á móti Middlesboro, því miður…

    Held líka að stigin á móti Bordeaux verði torsóttari en þú heldur…

    Fyrst og fremst gaman að lesa þetta…

    Kveðja frá Selfossi,
    🙂

  11. Þetta verður ekkert labb í garðinum þetta prógram. Það skiptir í rauninni engu máli hvað liðið heitir því það sem skiptir máli er hugarfar okkar manna. Við erum það lið sem í rauninni gerum þetta erfiðara fyrir okkur. Við höfum sýnt það að við getum alveg unnið þessa deild en líka sýnt það að við eigum mjög langt í að vinna hana. Mín skoðun er að við vinnum ekki deildina í ár nema kantmenn okkar fara að virka betur en þeir hafa gert.
    Gonzalez hefur ekki komið eins sterkur inn eins og ég var að vona en ég bjóst samt ekkert við honum neitt rosalegum fyrstu mánuðina. Jermaine Pennant er ekki eins sókndjarfur eins og ég var að vonast til þótt hann skili alveg sýnu í leikjum. Það vantar bara umframmagnið hjá honum og meiri action upp hægri kantinn.
    Tilfærslan á Steven Gerrard í þessar stöður veikir liðið okkur það mikið að við erum ekki eins ógnandi þegar hann er að þvælast á köntunum. Vörnin er fín og sóknin verður betri með innkomu sterkari frammistöðu frá köntunum (með Gerrard á miðjunni).

  12. Ath besti maður tímabilsins Daniel Agger meiddist í landsleik í gær. Brotin hönd í gifsi í 5 vikur!!! 😯 Hvað verður þá um consistency í vörninn, jæja allavega ekki miklar róteringar á miðvörðunum nema Hyppia og Carra detti út líka.
    damn, damn, damn, double damn.

  13. Nei, það stakk mig bara í augun að sjá að Blackburn eru núna stigi á undan okkur, eftir að hafa leikið jafn marga leiki. Það er líka óhætt að segja að Liverpool hafi ekki verið sannfærandi, hingað til.

Diao gæti verið á leið í lán til Stoke.

Agger meiddur