Viðtal við Rafa

Á Official síðunni er [nokkuð athyglisvert viðtal við Rafa](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N153357060902-0954.htm) þar sem lesendur gátu sent inn spurningar til hans.

Tveir punktar:

>How do you compare the current Liverpool squad to your title winning Valencia side?

>The other team was stronger in all the areas. We have been really good in defence and now we are good in attack but at Valencia we had the balance that you are normally looking for.

Þetta er athyglisvert og eiginlega nokkuð ánægjulegt. Rafa er semsagt á því að þetta Liverpool lið í dag sé ekki enn jafn sterkt og Valencia liðið, sem varð meistari og slátraði Liverpool þegar þeir spiluðu við þá. Rafa er því greinilega enn ekki sáttur við þetta Liverpool lið.

Og svo þetta:

>If we had a 90th minute penalty in the last game of the season to secure the Premiership title, who would you want to take it?

>We have some good players but I think I would choose Robbie.

Annars er allt viðtalið skemmtilegt.

10 Comments

  1. Athyglisvert með vítaspyrnunna þar sem að Fowler klúðraði einni svona vítaspyrnu með Man City á sínum tíma sem hefði getað tryggt þeim sæti í Evrópukeppni…

    Samt ekki… Fowler er sennilega besta vítaskyttan í liðinu. :blush:

  2. Ef leikmaður er samningslaus, má þá lið semja við hann þó að glugginn sé lokaður???????

    Veit einhver það??????

  3. Á vissan hátt rétt hjá þér Krizzi. Reyndar geta samningslausir leikmenn verið ennþá hjá félagi sínu, þetta snýst í rauninni um að leikmenn sem eru án félags geta farið í eitthvað lið utan félagaskiptagluggans. Þ.e. ef Neill ákveður að kaupa upp samning sinn, og farið frá Blackburn, þá getur hann gengið til liðs við Liverpool, hann yrði þó ekki gjaldgengur í Meistaradeildina fyrr en eftir áramót.

  4. Takk fyrir svarið ssteinn.

    Ástæða þess að ég spyr er sú að nú er Lionel Scaloni sem spila sem hægri bakvörður hjá West Ham í fyrra, með lausan samning. Væri ekki ráð að semja við hann í 1 ár og fá þannig góðan varamann fyrir Finnan. Persónulega fannst mér hann spila mjög vel með WHam síðasta vetur (lagði upp eitt mark í bikarleiknum og var með betri mönnum þess leiks). Auk þess hefur hann nokkra landsleiki á bakinu og ætti því að geta staðið sig í meistaradeildinni.

  5. Eins og SSteinn segir þá fengi Scaloni ekki að spila í meistaradeildinni fyrr en eftir áramót. Það þarf að vera búið að skrá menn til leiks fyrir 1. september ef þeir eiga að vera gjaldgengir í meistaradeildinni fyrir áramót. En annars litist mér vel á að fá Scaloni sem cover fyrir Finnan í hægri bak.

  6. Vonandi að Benítez fái bara óvæntan pening uppí hendurnar í janúar og snari í Alves! Enga meðalmennsku takk fyrir! 😉

  7. Scaloni er btw vinstri bakvörður, hann mun ekkert redda hægri bakvarðarstöðunni betur heldur en t.d. Paletta. En nú væri gott að hafa ennþá Barragán.

Glugginn lokar

Meiðsli, Stanley Park og útileikir