Lucas Neill á leiðinni?

2006-1-25-lucas_neill_56190967.jpg

Undanfarna daga hefur maður verið að lesa æ meira það slúður að Lucas Neill, varnarmaður Blackburn sé á leiðinni til Liverpool. Í fyrstu tók maður þessu ekki mjög trúanlega, fannst nokkuð magnað að Rafa væri að spá í leikmanni, sem væri þekktur fyrir að vera skapstyggur (á hann að vera í herbergi með Bellamy og Pennant) og væri auk þess hataður af Liverpool aðdáendum fyrir að hafa fótbrotið Jamie Carragher.

En núna virðist vera komið meira vit í slúðrið og [ástralskir fjölmiðlar eru farnir að staðhæfa að Neill sé á leiðinni til Liverpool](http://www.news.com.au/adelaidenow/story/0,22606,20234951-12428,00.html). Það þarf þó ekki endilega að vera að þótt þetta séu mainstream fjölmiðlar að þá séu þeir áreiðanlegir.

En allavegana, til að kvóta:

>SOCCEROOS star Lucas Neill is poised to team up with close pal Harry Kewell in football’s big league with a $100,000 (40.000 pund – innsk. EinarÖrn) -a-week dream move to Liverpool – the team he idolised as a kid.

og

>With the transfer window set to close at the end of the month, Neill was tipped to go to London hot-shots Tottenham until Liverpool boss Rafa Benitez made his interest known.

>The conundrum for Neill, 28, remains whether to opt for a club where he faces stiff competition for a first-team place with the likes of England international Jamie Carrahger, Sami Hyypia and Dane Daniel Agger or go to White Hart Lane where a starting place is guaranteed.

Pabbi Lucas Neill er svo í viðtali við blaðið, þar sem hann segir:

>Lucas has been a dyed in the wool Liverpool fan since he was a kid.

>”His heroes were players like Kenny Dalglish and Graeme Souness and, of course, if this move comes off, it will be a dream come true for him. But any decision he makes will be made purely on football grounds, not on sentiment.

>”He’d assess any situation on its merits whether it was Liverpool, Manchester United, Chelsea, Arsenal or Real Madrid.

Ef að Neill er á leiðinni þá er Jan Kromkamp væntanlega á leiðinni burt. Þar sem hann á bara eitt ár eftir af samningnum við Blackburn, þá er hann væntanlega ekki mjög dýr og gæti því komið út á svipuðu verði og Kromkamp gæti farið á.

Þrátt fyrir að hann sé pirrandi, þá er ég á því að hann væri FRÁBÆR kostur til að koma með samkeppni við Steve Finnan. Hann er miklu betri kostur en Kromkamp og Neill var t.a.m. frábær með Ástralíu á HM í sumar. Maður er líka furðu fljótur að gleyma hvað maður hataði leikmenn þegar maður sér þá klæðast rauðu treyjunni. Sjáum bara Craig Bellamy.

4 Comments

  1. Það var reyndar undarlegur varnarleikur sem hann sýndi þegar hann gaf Ítölunum sigur á Áströlunum á HM í sumar. Hann lagðist með bakið í Grosso sem lét sig detta og Totti skoraði á síðustu sekúndum leiksins.

  2. Sammála Einari. Neill yrði góður kostur fyrir Liverpool og myndi veita Finnan verðuga samkeppni. Hann er vissulega hálfviti en ef hann gengur í raðir Liverpool þá yrði hnn allavega okkar hálfviti

  3. Ekki að ég ætli að líkja liðinu sem við höfum í dag við þá nagla sem voru á 80´s tímabilinu, en Rafa er allavega að sanka að sér nöglum nútímans. Hann ætlar sér að nálgast stóru ensku dolluna með harðfylgi sem er gott mál. Lucas Neil er samt ekkert í góðu bókunum hvað mig varðar…..en hver veit.

  4. Ég fæ bara virkilega slæma tilfinningu að lesa þessa frétt. Lucas Neill er næstmesti ef ekki mesti fautinn í deildinni á eftir Ferguson í Everton. Mig hryllir við tilhugsuninni að hann sé að koma til LFC ! Nú síðast um helgina sá ég hann gera tvær glórulausar tæklingar …og fá verðskuldað rautt spjald (tvö gul)gegn Portsmouth.

Riðill C!

West Ham á morgun