Kuyt loksins að koma? (uppfært)

Samkvæmt Daily Post þá er Dirk Kuyt líklega á [leið til Liverpool](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17569613%26method=full%26siteid=50061%26headline=kuyt%2dis%2done%2dstep%2dcloser%2dto%2dsigning-name_page.html). Blaðið heldur því fram að ummæli Kuyt um að hann vilji frekar fara til Newcastle séu gömul.

>DIRK KUYT has moved a step nearer to securing a move to Anfield after Feyenoord gave the striker permission to speak to Liverpool.

>Reports in Holland claim the 26-year-old has already spoken with Liverpool manager Rafael Benitez, who outlined how his proposed plans for the striker this season.

>Some stories circulating yesterday used old quotes from Kuyt to suggest the forward is eyeing a move to Newcastle United.

>But the Holland international has informed Feyenoord of his desire to join Liverpool.

Kuyt er með hollenska landsliðshópnum og því gæti reynst erfitt að ná að klára félagaskiptin fyrir helgina.


**Uppfært (EÖE):** Chris Bascombe í Echo heldur því fram [að framtíð Dirk Kuyt ráðist á næstu 24 klukkutímum](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17570993%26method=full%26siteid=50061%26headline=reds%2dclose%2din%2don%2dkuyt-name_page.html). Hann segir að Liverpool og Feyenoord séu að nálgast samkomulag, hvort sem það feli í sér að Jan Kromkamp fari til Feyenoord eða hvort bara sé um peninga að ræða. Það er allavegana ljóst að Jerzy Dudek er ekki lengur hluti af pakkanum enda verður hann varamarkvörður Liverpool í vetur.

>Having been informed by Kuyt he wants to move to Anfield, Feyenoord have become increasingly resigned to losing the striker.

>If the Kromkamp swap remains a no-go, the key to the conclusion of the deal is whether Liverpool are prepared to makea straight £10m offer for Kuyt, or whether payments can be structured in a manner the Reds can afford.

Það verður gaman að sjá hvort þetta klárist í dag eða á morgun!

15 Comments

  1. Margir vilja halda því fram að þessi “meintu” ummæli hans Kuyt séu upprunin frá síðu sem ég vil helst ekki nefna á nafn, en íslenska orðið yfir hana gæti verið svikogprettirTalk.com.

    En ég er gríðarlega spenntur fyrir þessum strák. Wrap it up please.

  2. Ef ég ætti að velja á milli hans og Klose þá tæki ég Klose any time…einfaldlega vegna þess að ég hef séð hann margoft og veit hvað hann getur. Kuyt hef ég bara séð á HM og þar var hann ekki beint að brillera…þó vissulega sé ósangjarnt að dæma hann útfrá því.

    Maður vill bara frekar stærð sem maður þekkir.

  3. Það held ég ekki. Bara svona Championship Manager umræða. En ég held að einhver þyrfti að hafa samband við Rafa og segja honum að velja frekar Klose af því að Benni Jón kannast betur við hann… 🙂

  4. Ef ég þyrfti að velja á milli Klose og Ronaldo hins brasilíska, myndi ég umsvifalaust velja Ronaldo. Ég hef séð hann margoft með Real og hann hefur skorað fullt af mörkum.

  5. Það eru búnar að vera nokkrar greinar um það á hinum óáreiðanlegri fótbolta miðlum um það að Rafa sé búinn að gefast upp á Kuyt og ætli að reyna við Klose í staðinn en allt hefur það verið mjög óáreiðanlegt og í svona slúðurformi.

  6. Ég hef ekki séð eina einustu frétt af áreiðanlegum miðli um Klose. Þetta er allt á þeim miðlum, sem maður skoðar en tekur ekki mark á. Ef það hefði verið eitthvað, sem okkur hefði fundist vit í, þá hefðum við fjallað um það.

  7. Klose stóð sig vel á HM og því líklegt að þeir vilji ekki selja hann hjá Werder Bremen. Ef við viljum kaupa hann segja þeir eitt verð og hækka svo þegar við sýnum áhuga … enn eina ferðina þegar við ætlum að kaupa einhvern.

    Veit einhver með samninginn hans Klose .. hvað hann á mikið eftir af honum ?

  8. Statistík um Dirk Kuyt(26 ára):
    Professional League Goal-Scoring Record

    * 98-99 FC Utrecht 28 matches, 5 goals
    * 99-00 FC Utrecht 33 matches, 6 goals
    * 00-01 FC Utrecht 32 matches, 13 goals
    * 01-02 FC Utrecht 34 matches, 7 goals
    * 02-03 FC Utrecht 34 matches, 20 goals
    * 03-04 Feyenoord 34 matches, 20 goals
    * 04-05 Feyenoord 34 matches, 29 goals
    * 05-06 Feyenoord 33 matches, 22 goals


    Klose (28 ára):
    Professional League Goal-Scoring Record
    05-06 26 matches 25 goals
    04-05 32 matches 15 goals
    03-04 26 matches 10 goals
    02-03 32 matches 9 goals
    01-02 31 matches 16 goals
    00-01 29 matches 9 goals
    99-00 2 matches 0 goals

  9. Ég ætla að vona að hann drullist til að klippa sig ef hann kemur! 😯

  10. Den hollandske angriber Dirk Kuyt bliver holdkammerat med danske Daniel Agger i den engelske Premier League-klub Liverpool FC.

    Det oplyser de hollandske aviser De Telegraf og Algemeen Dagblad torsdag. Ifølge Telegraf betaler Liverpool ca. 134 millioner kroner til Kuyts nuværende klub, Feyenoord, for den 26-årige angriber, der har været sat i forbindelse med en lang række store klubber det seneste år.

    Transfersummen er rekord for Feyenoord, og Dirk Kuyt skifter på en fireårig kon

Nýr penni á Liverpool blogginu

Crouchy!!!