Le Tallec á leið til Sochaux? og O´Donnell lánaður til Crewe.

Svo lítur út sem Le Tallec fái [draum sinn uppfylltan](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=408969&CPID=24&clid=14&lid=&title=Last+push+for+Le+Tallec) um að spila í frönsku deildinni í vetur en Sochaux hefur sýnt drengnum áhuga. Mun hann þá fara á láni í eitt ár með möguleika á sölu ef vel gengur hjá honum. Dagar Le Tallec eru allir hjá Liverpool og er þetta einungis spurning um hvað eða hvort við fáum eitthvað fyrir drenginn. Hann var í fyrra á láni hjá Sunderland og þrátt fyrir að það lið hafi fallið með stæl þá gat hann minna en ekki neitt hjá þeim.

Dario Gradi er ánægður með að hafa [tryggt sér Danny O´Donnell](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=408830&CPID=11&clid=14&lid=&title=Gradi+pleased+with+Reds+capture) næsta hálfa árið að láni.
O´Donnell átti fínan leik einmitt gegn Crewe á undirbúningstímabilinu og mun þessi tími geta reynst honum dýrmætur. Gradi segir m.a.:

“We liked what we saw when Danny played against us in pre-season and inquired about him then. It happened quickly once Liverpool said he would be available for loan and I’m sure he will play in some of the games.”

Þetta er bæði hið besta mál, losna við Le Tallec og að hinn ungi Danny fá leikreynslu hjá Crewe og vonandi sýnir það að hann sé þess verðugur að vera framtíðarleikmaður hjá Liverpool.

4 Comments

  1. Liverpool.no voru með frétt um það í morgun að þetta Sochaux dæmi hjá Le Tallec væri dautt.

  2. Rosalega er þetta pirrandi með þessi lán á ákveðnum leikmönnum. ER virkilega ekkert lið í heiminum til í kaupa Le Tallec. Við erum tímabil eftir tímabil að lána leikmenn eins og Tallec, Diao, Kirkland, Medjani. Og væntanlega munum við líka lána Potter, Mellor og Pongolle í vetur. Þessi lán hafa aldrei endað með því að liðin kaupi þessa leikmenn.

    Því spyr ég aftur eru engin lið í þessum blessaða heimi tilbúinn að kaupa þá af LFC. Hvar er t.d. Húlli, afhverju notar hann ekki tækifærið og nælir í demantana sína. LFC veitir víst ekkert af peningnum eftir afleit leikmannakaup hans.

    Koma svo Húlli 5 mills fyrir Pongolle, Tallec og Diao og málið er dautt.
    :biggrin2:

  3. Mummi, í gær birtist frétt þess efnis að slitnað hefði uppúr viðræðum. Frétt dagsins í dag segir að menn séu að ná saman aftur. Norsarinn er bara degi á eftir! :tongue:

Gonzalez ánægður með drauma byrjun.

Fyrirliði Englands