Kuyt viðræður aftur á borðinu

Samkvæmt Daily Post þá eru [viðræður milli Feyenord og Liverpool um Dirk Kuyt](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17525793%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2dtries%2dto%2dfashion%2dkuyt%2dfunds-name_page.html) hafnar að nýju. Post menn segja að Feyenoord vilji fá 10 milljónir punda fyrir Kuyt, sem vill koma til Englands, en Liverpool sé ekki tilbúið að borga þá upphæð.

Djimi Traore klárar væntanlega félagaskipti yfir í Charlton í dag og svo segir Post að fleiri leikmenn séu á leiðinni burtu og þá helst “demantarnir tveir”, Le Tallec og Pongolle. Le Tallec er orðaður við Sochaux en Pongolle við Osasuna. Svo virðist vera sem að Liverpool vilji selja Le Tallec en aðeins lána Pongolle. Menn virðast því alveg hafa gefið upp vonina á því að eitthvað verði úr Le Tallec, sem verður að teljast hálf sorglegt miðað við væntingar manna í upphafi.

En það er vonandi að þessar sölur geti orðið til þess að þessi mál með Dirk Kuyt klárist sem fyrst.

6 Comments

  1. Þetta er allt hið besta mál. Þetta verður vonandi öruggur sigur á morgun… ég meika ekki að við dettum út í 3. umferð.

  2. Ótrúlega sorglegt hvað varð lítið úr þessum “óslípuðu demöntum”. Eru ennþá óslípaðir þrátt fyrir stórkostlegar hárfléttur og flóknar klippingar.

    Vildi óska þess að menn sæju ljósið og keyptu alvöru leikmenn eins og Klose, Podolski og Sweinstager. Okkur vantar þýskt, járnbætt og heilbrigt blóð í liðið okkar!

    Mættum aðeins hvíla okkur á að kaupa Gonsala, Garsiur og hollendinga í tréklossum sbr Kromkamp.

  3. Bíddu bíddu Svavar….villtu meina að Spánverjarnir okkar hafi floppað ? :confused:
    Og er ekki spurning að gefa Gonzales færi á að spila eins og einn leik í það minnsta áður en að þú færð nóg af honum !
    Og svo er engin reynsla kominn á Kromkamp ennþá.

  4. Bíddu… spilaði Kyut ekki með Feyenoord á móti chels$i í gærkveldi……???? Er það þá þess virði að kaupa hann núna nema að við fáum hann fyrir ekki meira en ca. 8 millur….. 😯

  5. Hélt að hann hefði spilað í forkeppni meistaradeildarinnar í gær…. :rolleyes: en þá var þetta víst bara æfingaleikur :blush: (það var dottið úr hausnum á mér að chels$i vann víst deildina sl. vor og þurfa víst ekki að spila fyrr en í riðlakeppninni þar)

    Sorrý !

Ferð frá Akureyri

Maccabi Haifa á morgun!