Traore á leið til Charlton (uppfært)

Chris Bascombe í Liverpool Echo staðhæfir að [Djimi Traore sé á leið til Charlton fyrir 2 milljónir punda](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17522520%26method=full%26siteid=50061%26headline=traore%2dpoised%2dfor%2d%2dpound%2d2m%2dmove-name_page.html) og að liðin vonist til að geta klárað málið á næstu 24 klukkutímum.

Ef rétt er, þá tel ég að þetta sé gott mál fyrir bæði liðin. Traore hefur oft sýnt það fyrir Liverpool að hann er afbragðs varnarmaður, þó hann geri of mörg mistök fyrir lið einsog Liverpool. Ég er sannfærður um að hann geti staðið sig vel hjá Charlton.

**Uppfært (EÖE)**: Umboðsmaður [Traore staðfestir að Djimi sé núna í læknisskoðun hjá Charlton](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=408334&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Traore+set+for+Addicks+medical) – þannig að þetta er væntanlega svo gott sem frágengið. Umboðsmaður hans segir:

>”Djimi is looking forward to the prospect of joining Charlton and playing regularly.”

Gott mál.

6 Comments

  1. Þetta er hið besta mál fyrir bæði okkur og Traore sjálfan. Við fáum ágætis pening fyrir drenginn og vonandi að hann nái að sýna stjörnuleiki að staðaldri fyrir Charlton eins og hann náði einstaka sinnum fyrir okkur.

  2. Flott mál. Djimi er búinn að vera hjá okkur í sjö ár núna og spila helling, en hefur ekki enn náð að festa sig í sessi. Hann var lykilmaður í liðinu sem vann Meistaradeildina og spilaði besta fótbolta ferils síns þann veturinn (ég hef t.d. sjaldan séð bakvörð hakka frægan vængmann jafn svakalega og Djimi hakkaði Victor hjá Deportivo í útileiknum) en var engu að síður allt of mistækur til að eiga sér framtíð í þeirri stöðu.

    Takk fyrir allt, og bless.

    Tvær milljónir punda fyrir Djimi er hins vegar frábært verð að mínu mati. Ég spái því að með þessar tvær millur í bankanum muni Rafa ganga frá kaupum á Kuyt í vikunni! 🙂

  3. Góð viðskipti! Fáum 4-5x meira verð en upprunalegt verð á honum var + að við fáum inn leikmann í staðinn á frjálsri sölu, sem getur bæði varist og sótt ólíkt Traore sem gat aðeins varist en þó oftast bara á virkum dögum.

  4. Þetta er hið besta mál. Tími Djimi hjá Liverpool var klárlega lokið og vonandi mun hann standa sig vel hjá Charlton. Tvær milljónir fyrir hann er bara fínt verð og sennilega einn af fáum leikmönnum sem Houllier keypti sem er seldur á meira en hann var keyptur á til liðsins.

    Þrátt fyrir að Djimi hafi verið mistækur er ekki hægt að segja að kaupin á honum hafi verið mistök. Hann stóð sig ágætlega þegar á þurfti að halda og hann heldur á braut með einhverjar medalíur, t.d. gullpening fyrir sigur í Meistaradeildinni 🙂

  5. Frábært ef þetta klárast, þá er einn farinn og bara átta eftir : Kirkland, Dudek, Medjani, Diao, Le Tallec, Potter, Mellor og Pongolle.

    Vonandi náum við að selja þá í þessum mánuði (fyrir utan Kirk sem er í láni).
    :biggrin2:

  6. Krizzi megum við Liverpool menn við því að missa alla þessa menn sem þú telur upp? Væri ekki gott að halda annað hvort Dudek eða Kirkland til öryggis ef Reina meiðist, ekki var Carson að sýna neinn stjöruleik á móti Mainz og meðan við fáum engan sóknarmann þá væri ágætt að hafa Pongolle til takst en ég held að hinir megi flestir fara mín vegna og ég er reiðubúinn að borga með Diao ef einhver vill taka hann að sér!

Hraði er málið!

Liverpool ekki til Ísrael